Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 39

Skólablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 39
- 181 - O GEIRMUNDUR HELJARSKINN KVAÐ : Fast hefir blásturinn barið um stafn. Blikan er dökk, siðan lögðum frá ströndu og heldum vestur um ólgandi öldur alfari braut frá feðragrund. Felagar ! Hlustið um stund ! Vikumst við undan ánauðar höndu; okkur var frelsið hið skirasta gull. Kvöddum við byggðir og blesum til farar Bálviðrið strengdi seglin full. Sigldu frá landi skipaskarar skrýddir með kappasafn. Við treystum á óðins nafn ! OG ENN KVAÐ HANN SEGLAÞYTUR OG ENN KVAÐ GEIRMUNDUR : Engi veit, hvort við landið lítum; löng er vor för yfir svala dröfn. Brytur a kinnung og nefi um nottu. Naumur er svefn. Vakir í hugskoti voðageigur ; hin vota gröf er á baðar sí”ður, Nóttin lí*ður. Hvort náum við, náum við höfn ? Vakið, sveinar, þótt kröpp seu kjör, kergið hugann, lyftið seglum hærra, svo að storminn steyti við ! Við stefnum 1 vestur um kólgusvið. Sjá, skeiðin tekur fleytiför, og farviðrið geisar um stafn ! Felagar ! Treystum á óðins nafn ! jón Sigurðsson L

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.