Skólablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 45
- 187 -
skarar skríða. Á leið sinni gegnum þorpið tilkynnti hann vinum sinum hvað hann
hefði i hyggju. "Ertu alveg bandbrjalaður? " sögðu vinirnir og ósköpuðust mikinn.
En strákur svaraði engu, heldur helt brosandi niður að vatninu og ýtti bátnum á
flot. Sífean stillti hann hundinum i skut og reri af stað.
Þegar hann var kominn spölkorn frá landi, fór fólkið 1 þorpinu að safnast
saman 1 fjörunni, alveg eins og hann hafði buizt við. Amma hans og lögregluþjónn
inn hrópuðu ut á vatnið og skipuðu honum að snua aftur, en auðvitað gegndi hann
/
því* engu. Þess í stað stóð hann upp 1 bátnum og byrjaði að rugga honum. Fyrst
lak örlítið inn a hliðunum, en skyndilega fór báturinn alveg um koll og vinirnir
tveir þeyttust með miklum gusugangi ut á vatnið. Og þarna busluðu þeir, meðan folk
ið 1 fjörunni tók andköf af spenningi. En nú var hundurinn ekki alveg sjalfum ser sam-
kvæmur. Hvort sem það hefur nu verið vegna veltingsins í bátnum eða hinnar skyndi-
legu flugferðar ut á vatnið, þá var hann orðinn gjörsamlega trylltur af hræðslu. Hann
gleymdi drengnum í sturlun sinni og synti sem óðast \ land.
Og þau urðu endalok husbónda hans.
Daginn eftir jarðarförina sótti amma stráksins gamlan framhlaðning sem mað-
urinn hennar sálugi hafði notað í fyrri heimsstyrjöldinni (kindabyssan var biluð ), og
leiddi hundsræksnið ut undir hlöðuvegg. Það furðulega var að hvutti gaf ekkert hljóð
frá ser frekar en gamla konan. Hann var meira að segja grafkyrr, þegar kalt
byssuhlaupið snerti enni hans ; hafði máski nokkuð öran andardrátt, en það er hlut-
ur sem ekki er hægt að áfellast hann fyrir.
Ágúst Guðmundsson