SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 4
4 6. febrúar 2011 Aukin tjónatíðni vegna öfgakennds veðurfars er ekki það eina sem erlend vátryggingafélög líta til þegar kemur að umhverfismálum. „Í skýrslu sem Ernst & Yo- ung gaf út 2009 er fjallað um áhættuþætti í rekstri fyr- irtækja og þar eru taldir upp fjórir helstu áhættuþætt- irnir fyrir vátryggingageirann. Í öðru sæti yfir áhættuþætti í rekstri vátryggingafélaga er það sem kalla er „Radical Greening“ eða róttæk umhverf- ishyggja,“ segir Lára. Hún útskýrir þetta betur. „Samfélagið er stöðugt að verða meðvitaðra um að vátryggingafélög geta lagt sitt af mörkum á sviði umhverfismála þannig að ef þau gera það ekki getur það haft neikvæð áhrif á ímynd og orðspor félaganna.“ Þannig beiti stór fyrirtæki sem eru í viðskiptum við vátryggingafélögin þau þrýstingi um að setja umhverf- ismálin á oddinn og sömuleiðis fundu viðmælendur Láru fyrir slíkum þrýstingi frá fjárfestum og fjárfest- ingasjóðum. „Á hinn bóginn eru vátryggingafélögin sjálf farin að þrýsta á sveitarfélögin, t.d. í Svíþjóð þar sem þau vilja að byggingarreglugerðir verði endur- skoðaðir og sömuleiðis byggðaskipulag. Ef sveit- arfélögin heimila fólki að byggja niðri í flæðarmáli eða á vatnsbökkum aukast líkurnar á tjónum af völdum flóða til muna. Skilaboð vátryggingafélaganna eru ein- föld; sé þetta leyft getur komið til þess að þau geti ekki tryggt viðkomandi eignir, nema þá að við- skiptavinir greiði mun hærri iðgjöld en nú tíðkast.“ Þrýstingur frá samfélaginu og fjárfestum Lára Jóhannsdóttir rannsakar viðbrögð vátrygginga- félaga við tíðari tjónum vegna loftslagsbreytinga. Morgunblaðið/Árni Sæberg L oftslagsbreytingar hafa í auknum mæli áhrif á rekstrarumhverfi vá- tryggingafélaga, segir Lára Jóhanns- dóttir, doktorsnemi í viðskipta- og umhverfisfræðum, sem var með erindi á rannsóknarmálstofu Viðskiptafræðistofnunar sl. fimmtudag. Lára hefur rannsakað aðgerðir norrænna vátryggingafélaga á sviði umhverf- is- og loftslagsmála, en sjálf er hún með 14 ára sérfræðings- og stjórnunarreynslu úr íslensk- um vátryggingageira. „Við þurfum ekki annað en að kveikja á sjónvarpinu eða opna blöðin til að sjá fréttir af náttúruhamförum, s.s. flóðum, stormum, skógareldum og skriðuföllum. Nýjasta dæmið er flóðin í Ástralíu. Öfgakenndara veðurfar er afleiðing loftslagsbreytinga, en slíkt leiðir til eignatjóna, slysa og dauðsfalla og er því ná- tengt vátryggingarekstri.“ Misjafnt er eftir löndum hvernig brugðist er við ástandinu. „Sum tjónanna heyra undir vá- tryggingafélög á frjálsum markaði en önnur falla undir nokkurs konar viðlagatrygg- ingasjóði. Víða er þó lítil sem engin vernd til staðar, til að mynda í fátækum samfélögum. Þó svo að til staðar séu opinberir sjóðir eins og t.d. á Íslandi og í Noregi þá lendir engu að síð- ur hluti tjónanna á einkareknum vátrygginga- félögum. Þar má nefna tjón vegna skýfalls og asahláku, óveðurstjón eða þegar þök gefa sig vegna snjóþunga svo fátt eitt sé nefnt.“ Að sögn Láru eru vátryggingafélög úti í hin- um stóra heimi í vaxandi mæli farin að taka mið af umhverfis- og loftslagsmálum í dag- legum rekstri. Rannsókn hennar beinist að stöðu mála hjá norrænum vátrygginga- félögum, en hún hefur tekið 67 viðtöl við 80 einstaklinga hjá tryggingafélögum í Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi, Færeyjum og Álandseyjum. Tækifæri til nýsköpunar „Stærri vátryggingafélögin sjá þessar breyt- ingar ekki eingöngu sem ógn, heldur einnig sem tækifæri í því að þróa og bjóða nýjar vátryggingalausnir,“ segir Lára. „Íslensku vá- tryggingafélögin hafa fram til þess lítt leitt hugann að þessum málum og sjá umhverf- ismál fyrst og fremst sem kostnað. Það á einn- ig við um vátryggingafélög í öðrum eyja- samfélögum, þ.e. í Færeyjum og á Álandseyjum. Umhverfismál eru stundum skoðuð úr frá kenningum sem kallast „win- win“, „win-loose“ eða „stefnumörkun í um- hverfismálum“. Sú síðastnefnda brúar bil hinna tveggja áherslnanna. Fyrirtæki sem ein- kennast af „win-loose“-hugsunarhætti líta á umhverfismál sem kostnað sem hamli fram- leiðni á meðan fyrirtæki þar sem „win-win“ hugsunarháttur ríkir líta svo á að umhverf- isverndin auki framleiðni, skapi samkeppn- isforskot og stuðli að betri nýtingu auðlinda. Þó að loftslagsbreytingar feli í sér hugsanlegar ógnir fyrir vátryggingageirann feli þau einnig í sér tækifæri til nýsköpunar.“ Íslensku viðtölin tók Lára á tímabilinu frá september til desember 2009. „Skortur á stefnu á þessu sviði kom skýrt fram í sam- tölum við hérlenda stjórnendur og sérfræð- inga,“ segir hún. „Þegar ég velti því upp hvort smæð félaganna væri þeim hindrun var því svarað til að auðvelt væri að sníða stakk eftir vexti“ og „að þau væru ekki smá í samanburði við önnur íslensk fyrirtæki“. Meðal hindrana var talið að það vantaði sameiginlegan vett- vang fyrir vátryggingafélög til að ræða þessi mál. Það kann að vera að engin ástæða sé fyrir íslensk tryggingafélög að flýta sér í þessum málum en þau þurfa að vita um hvað umræð- an snýst svo þau geti tekið upplýsta ákvörðun um það hvenær tímabært er að bregðast við, eða hagnýta sér tækifæri.“ En verður hún vör við hugarfarsbreytingu í þessum efnum hér á landi? „Hjá sumum ís- lensku viðmælendunum kom fram að það væri eins og spark í rassinn að ég skyldi biðja um viðtal við þá. Til marks um það hve skammt á veg umræðan er komin þá sá einn viðmælandi minn ekki tengingu á milli vá- tryggingafélaga og loftslagsbreytinga. Sex vik- um síðar fór ég í sama félag og þá hafði málið verið rætt í framkvæmdastjórninni í millitíð- inni.“ Þannig hafi rannsókn Láru í raun hreyft við vátryggingafélögunum, þó svo að slök mæting þeirra á fyrirlestur hennar í vikunni gefi til kynna að enn sé langt í land. „Í mínum huga endurspeglar það stöðuna ágætlega en vonandi munu framsýnir stjórnendur sjá tækifæri í því að „horfa lengra en nefið nær“ og tryggja að jafnvægis milli skammtíma hagnaðar og langtímasjónarmiða verði gætt í rekstri félaganna.“ Að horfa lengra en nefið nær Loftslagsbreyting- ar ræddar hjá vá- tryggingafélögum Flóð og óveður hafa gert usla meðal húseigenda í Ástralíu að undanförnu og þau mál koma til kasta vátryggingafélaga. Reuters Vikuspegill Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Viðmælendur Láru hafa bent á að það skipti máli hversu sýnileg vandamálin eru. Hér á landi séu ríkulegar orku- og vatnsauðlindir, vandamál vegna úr- gangs séu ekki áber- andi né flóð í þétt- býlisstöðum o.þ.h. „Ég varð t.d. vör við það á Álandseyjum að þar eru menn mun meðvitaðri um um- hverfismál þótt í ljósi smæðar eigi þeir erf- itt með að bregðast við,“ segir hún. Sýnileiki mikilvægur flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.