SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 44
44 6. febrúar 2011 The Leopard – Joe Nesbo bbbnn Norðmaðurinn Jo Nesbo er orðinn alþjóðlegur metsöluhöfundur. Hann skrifar æsispennandi glæpasögur um lögreglumanninn Harry Hole, sem hafa selst í rúmlega fimm milljónum ein- taka. Nú er komin út í enskri útgáfu spennusagan The Leopard, en Nesbo hefur unnið það afrek að koma henni í 1. sæti breska metsölulistann yfir innbundnar bækur. Þetta er í annað sinn í sög- unni sem þýdd bók nær þeim árangri en Stieg Larsson tókst þetta fyrstum manna árið 2009. Enn á ný er lögreglumaðurinn Harry Hole í aðalhlutverki. Konur eru myrtar á hrottalegan hátt og Harry tekur að sér rannsókn málsins. Nesbo hefur tekist að skapa áhugaverða söguhetju þar sem Harry Hole er. Einkalíf hans er í molum, hann hefur barist við áfengissýki en í þessari bók dundar hann við ópíumneyslu meðan fögur kona heillast af honum og faðir hans liggur fyrir dauðanum. Þessi bók er rúmar sex hundruð síður og vekur spurningar um yf- irlestur. Bókin er of löng og Nesbo er á villigötum þegar hann skrifar snjóflóð inn í bókina og kallar til sögu vonda manninn úr bók sinni Snjókallinum. Það verður ekki haft af Nesbo að hann kann að koma lesendum á óvart og það eru sannarlega margir æsispennandi og hrollvekjandi kaflar í bókinni. En bókin hefði getað orðið betri ef Nesbo hefði haft strangan yfirlesara. Í framhjáhlaupi má geta þess að tvær bækur um Harry Hole koma út á árinu hjá Uppheimum. Djöflastjarnan kemur út í lok febrúar og Frelsarinn í sumar. Báðar einkar góðar spennusögur sem óhætt er að mæla með. Kolbrún Bergþórsdóttir Adrian Mole: The Prostrate Years – Sue Townsend bbbbm Í níundu og nýjustu bók sinni um hin seinheppna Adrian Mole er söguhetjan að nálgast fertugt. Heilsan er ekki í sem allra bestu lagi og lækn- isskoðunar er þörf. Townsend er mikil himnasending fyrir þá sem hafa unun af góðum gamansögum. Hún er ein- staklega fyndin höfundur og fer hér á kostum. Það er sannarlega ekki á allra færi að skrifa um krabbamein þannig að lesandinn skelli upp úr, en það tekst henni meistaralega. Gagnrýnendur taka ekki alltaf fyndnum höfundum opnum örmum og því er gleðilegt að fylgjast með þeim gríðarlega góðu viðtökum sem Townsend fær hjá þeim. Þetta er dásamlega fyndin og beitt bók um fólk sem er ansi ringlað í tilverunni. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Erlendar bækur 16.–29. janúar 1. Utangarðs- börn – Kristina Ohlsson / JPV útgáfa 2. Andlit grimmdar – Margit Sandemo / Jentas 3. Svar við bréfi Helgu – Berg- sveinn Birgisson / Bjartur 4. Ég man þig – Yrsa Sigurð- ardóttir / Veröld 5. Almanak Háskóla Íslands 2011 – Þorsteinn Sæ- mundsson o.fl. / Háskóli Íslands 6. Prjónadagar 2011 – Kristín Harðardóttir / Tölvusýsl 7. Candida sveppasýking – Hallgrímur Þorsteinn Magnússon / Salka 8. Prjónaklúbburinn – Kate Jacobs / JPV útgáfa 9. Furðustrandir – Arnaldur Indriðason / Vaka- Helgafell 10. Konur eiga orðið allan árs- ins hring – Kristín Birgis- dóttir / Salka Frá áramótum 1. Almanak Háskóla Ís- lands 2011 – Þorsteinn Sæmunds- son o.fl. / Háskóli Ís- lands 2. Svar við bréfi Helgu – Berg- sveinn Birgisson / Bjartur 3. Léttir réttir Hagkaups – Friðrika Hjördís Geirsdóttir / Hagkaup 4. Konur eiga orðið allan árs- ins hring – Kristín Birg- isdóttir / Salka 5. Furðustrandir – Arnaldur Indriðason / Vaka- Helgafell 6. Candida sveppasýking – Hallgrímur Þorsteinn Magnússon / Salka 7. Utangarðsbörn – Kristina Ohlsson / JPV-útgáfa 8. Ég man þig – Yrsa Sigurð- ardóttir / Veröld 9. Jónína Ben – Sölvi Tryggva- son / Sena 10. Andlit grimmdar – Margit Sandemo / Jentas Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bókabúð- inni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfn- ina Stykkishólmi, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hagkaupi, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum-Eymundssyni og Samkaupum. Rannsóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Metsölulisti Lesbókbækur E nski rithöfundurinn David Stephen Mitchell er þekktastur fyrir skáldsögur þar sem fjöldi persóna birtist á ólíkum tímum í gríðarflóknum fléttum. Hann hefur ekki skrifað margar bækur, en þær eiga það sameiginlegt að ýmislegt lýkst ekki upp fyrir les- anda fyrr en allnokkru eftir að lestrinum lýkur. Mitchell er rétt rúmlega fertugur, fæddur og upp alinn á Englandi og menntaður í enskum og bandarískum bókmenntum og með MA-gráðu í samanburðarbókmenntum. Hann bjó um tíma á Sikiley, en hélt síðan til Japan, settist að í Híró- síma og kenndi þar ensku í átta ár. Fyrsta skáld- sagan, Ghostwritten, kom út 1999 og gerist ein- mitt að mestu í Austur-Asíu en leikurinn berst víðar, til Bretlands, Rússlands, Bandaríkjanna og Írlands. Við fyrstu sýn virðist bókin sem smá- sagnasafn, en á milli sagnanna eru ótal tengingar, mis-augljósar, og þó persónurnar séu fjölmargar þá nær Mitchell að binda þær rækilega saman þeg- ar upp er staðið. Álíka handbragð má sjá í bókinni num- ber9dream sem kom út 2001 og hefst í Japan þar sem pilturinn Eiji Miyake hefur leit að föður sín- um. Ólíkt Ghostwritten er aðasögupersónan ein og sögusviðið eitt land, Japan, en Eiji þvælist þó víða og lendir í ævintýrum sem eru ólík á yf- irborðinu en tengjast þó. Báðar þessar bækur, Ghoswritten og number9dream voru tilnefndar til Booker-verðlaunanna. Ekki er bara að fléttan í number9dream sé þaulhugsuð heldur er kaflaskiptingin meðal helstu lykla að bókinni. Í næstu bók, Cloud Atlas, sem kom út 2004, gengur Mitchell enn lengra í mótuðu formi bókarinnar, en hún er í raun sex sögur, hver inni í annarri og hverfast um heimsendi; fyrri hluti hverrar sögu er framan við heimsend- isfrásögnina og svo lýkur sögunum aftan við heimsendinn. Segja má að sögurnar fjalli allar um sama minnið, mannvonsku og grimmd, þó sög- urnar séu ólíkar á yfirborðinu. Fjölmargir lyklar tengja þær þó; í hverri sögu er t.a.m. persóna sem er með fæðingarblett eins og halastjarna, ein sögupersóna les bók eða hlýðir á tónverk eftir persónu úr sögunni á undan, en aðallykillinn er einmitt tónverk samnefnt bókinni, sextett fyrir samhliða einleik á píanó, klarínett, selló, flautu, óbó og fiðlu, hvert með sitt sérstaka mál, tónteg- und, skala og lit sem lýsir einmitt uppbyggingu bókarinnar og persónunum hennar. Í fjórðu bók Mitchells, Black Swan Green, sem mun víst sjálfsævisöguleg, segja þrettán kaflar af þrettán mánuðum í lífi þrettán ára drengs sem elst upp í Englandi á níunda áratug síðustu aldar. Af ofangreindu má væntanlega ráða að Mitch- ell hefur gaman af að súrra saman ólíkur sögu- þráðum í verkum sínum, læsa hugmyndir saman og fela fyrir lesendum. Því þótti Mitchell-fróðum nokkur tíðindi að í síðustu skáldsögu hans, The Thousand Autumns of Jacob de Zoet, sem kom út 2010, er frásögnin ekki eins snúin, framvindan ekki eins tilviljunarkennd á yfirborðinu og vísanir ekki eins faldar. Kannski ræður einhverju um það að sögusviðið er vel mótað og skilgreint; bókin gerist sumarið 1799 á manngerðri eyju, Dejima, í Nagasaki-höfn, en þar komu japönsk stjórnvöld upp verslunarhöfn fyrir Hollenska Austur- Indíafélagið, en Japan var lokað land útlendingum frá 1639 fram á seinni hluta nítjándu aldar. Ef lýsa á bókinni í stuttu máli nægir kannski að segja: Söguleg ástarsaga, en hún er þó miklu meira, gott ef lesandann fer ekki að gruna að hún tengist fyrri verkum Mitchells, er hann kannski að skrifa alltumlykjandi skáldverk í ótal köflum – verður höfundarverk hans metið sem eitt skáld- verk þegar upp er staðið? Sjálfur hefur hann gefið slíkt í skyn, kallað bækurnar allar kafla í einni og sömu skáldsögunni. Dæmi hver fyrir sig. Enski rithöfundurinn David Stephen Mitchell, höfundur The Thousand Autumns of Jacob de Zoet. Alltumlykjandi skáldverk Fátt finnst David Mitchell skemmtilegra en að strá um bæk- ur sínar alls kyns tilvísunum og lyklum. Í því ljósi er for- vitnilegt að ný skáldsaga hans virðist öll þar sem hún er séð – vissulega meistaraverk – en býr eitthvað undir? Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.