SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 37
6. febrúar 2011 37 S tórir og myrkir vínkjallarar þar sem endalausir raðir er af gömlum flöskum, sumar þeirrar þaktar köngulóarvef eftir áratuga geymslu, hafa óneitanlega yfir sér rómantískan ljóma. Hvaða vínunnanda dreymir ekki um að eiga slíkan kjallara fullan af gersemum? Veru- leikinn er hins vegar í flestum tilvikum annar, þó ekki væri nema vegna þess að slíka kjallara er fyrst og fremst að finna í gömlum evrópskum óðals- setrum og þau eru sjaldséð hér á landi. Flest hús, ekki bara hér landi, státa ekki af niðurgröfnum, köldum og svölum kjallarahvelfingum þar sem hægt er að koma sér upp draum- kenndum vínkjallara. Mun algengara er að flöskur séu geymdar í eldhúsinu eða einhvers konar geymslu- rýmum en í „kjöllurum“. Áður en lengra er haldið en að dreyma um vínkjall- ara er líka ástæða til að spyrja sig mikilvægrar spurningar: Hef ég virki- lega þörf fyrir vínkjallara? Langflestar vínflöskur eru opnaðar sama dag eða inn- an nokkurra daga frá því að þær eru keyptar. Í slík- um tilvikum er engin ástæða til að geyma þær í sérstökum vínkjallara. Ef ætlunin er hins vegar að kaupa mjög góð vín í einhverju magni og geyma um árabil þá borgar sig að geyma þau við réttar að- stæður. Vín sem þola langa geymslu eru t.d. bestu vín Bordeaux, sem mörg hver byrja fyrst að sýna hvað í þeim býr eftir að minnsta kosti áratuga geymslu og sum hver mun lengri tíma. Sama má segja um bestu vín Rhone og Bourgogne, hin ítölsku Brunello og Barolo, spænsk Ribera del Duero-vín og toppvín frá Napa. Norður-evrópsk hvítvín geta verið ótrúlega langlíf ekki síður en rauðvín, s.e. þýsku Riesling-vínin frá Mósel og Rín og vínin frá Alsace í Frakklandi. Til að njóta bestu vínanna til fulls getur reynst nauðsynlegt að geyma þau í langan tíma. Þau eru nefnilega seld ung en toppa seint. Víngeymslur þjóna þeim tilgangi að tryggja að vín sem ætlunin er að geyma yfir langan tíma, ár og jafnvel áratugi, nái að þróast með sem bestum hætti. Helstu óvinir vínsins við langtímageymslu eru birta, of hátt hitastig, miklar hitasveiflur og of þurrt loft. Það er því lógískt að kjöraðstæður skuli vera dimmir, svalir og rakir kjallarar. Þar sem við lifum ekki í fullkomnum heimi er rétt að tryggja að minnsta kosti að geymslusvæðið sé dimmt því að ljóst og birta brýtur niður vín nokkuð hratt þrátt fyrir þá vörn sem felst í litnum á flöskunni, en honum er einmitt ætlað að verja vínið fyrir birtu. Þá ber að velja geymsluna með það fyrir augum að það verði aldrei of heitt eða of kalt. Sem sagt ekki í hita- kompunni eða í geymslu undir útitröppum þar sem stundum frýs. Ef hægt er að koma í veg fyrir þetta tvennt eru aðstæður strax orðnar þannig að nokkurn veginn óhætt er að geyma vín í langan tíma. Það má svo draga úr hitasveiflum til dæmis með því að breiða ábreiðu yfir vínrekkann eða kass- ana. Þó svo að hitastigið í geymslunni sé ekki undir tíu gráðum að staðaldri skemmir það ekki vínið. Það ber hins vegar að hafa hugfast að eftir því sem hitastigið er hærra þroskast vín hraðar og öfugt. Nútíma tækni gerir vínunnendum svo auðvitað kleift að líkja eftir kjör- aðstæðum með margvíslegum hætti. Það má kæla niður herbergi með loft- kælingu og síðan tryggja ákveðið rakastig með réttu tækjunum . Vilji menn ekki leggja heilu herbergin undir vínið er hægt að kaupa sér- staka vínskápa, ekki ólíka ísskápum að stærð, þar sem hægt er að stilla hita og rakastig. Slíkir skápar eru ekkert óskaplega dýrir og rúma nógu margar flöskur fyrir flesta. Á ég að koma mér upp vínkjallara? Vín 101 Steingrímur Sigurgeirsson Áður en lengra er haldið en að dreyma um vínkjallara er líka ástæða til að spyrja sig mikilvægrar spurn- ingar: Hef ég virkilega þörf fyrir vínkjallara? Paul Newman með eiginkonu sinni til fimmtíu ára, Joanne Woodward. Newman ásamt Elizabeth Taylor í Ketti á heitu blikkþaki árið 1958. Newman ásamt Robert Redford í Butch Cassidy and the Sundance Kid árið 1969.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.