SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 14
14 6. febrúar 2011 fjölskylda voru alveg ótrúlega dugleg að heimsækja mig. Fólk vildi allt fyrir mig gera. Tíminn leið fyrir vikið mjög hratt, ég var nánast aldrei ein. Vinkonur mínar gistu oft hjá mér og við spjölluðum, horfðum á bíómyndir og borðuðum snakk. Lífið hélt áfram þótt ég væri ekki heima hjá mér. Ég á góðar minningar frá spítalanum.“ Eitt fannst Valgerði þó sárt. „Við vinkonurnar vorum búnar að kaupa okkur ferð til Benidorm um sumarið en af skiljanlegum ástæðum komst ég ekki með. Þær urðu hins vegar að fara enda gátu þær ekki fengið endur- greitt. Ég komst hins vegar til Benidorm um haustið. Það var smá sárabót.“ Stór stund að stíga í fótinn Eftir að Valgerður losnaði úr gifsinu tók við tveggja mánaða endurhæfing á Grensás. „Það var stór stund þegar ég gat aftur stigið í fótinn. Fótinn segi ég vegna þess að ég mátti bara stíga í annan þeirra fyrst, hinn var svo illa farinn. Síðan kom að því að ég gat stigið í hann líka.“ Valgerður ber starfsfólkinu á Grensás vel söguna. „Það er einstakt fólk sem þar vinnur. Bjátaði eitthvað á var því strax reddað. Ég er til dæmis mjög matvönd og vildi ekki borða neitt nema kornflex meðan ég var á Grensás. Það gekk auðvitað ekki til lengdar og komið var til móts við mig með því að útvega mér næringarráðgjafa.“ Ekki vantaði heldur upp á félagslega stuðninginn. „Ein hjúkkan gerði sér lítið fyrir og tók mig með sér í partí. Það var mjög skemmtilegt. Við erum góðar vin- konur í dag.“ Valgerður var fyrst um sinn í hjólastól en setti sér snemma það markmið að losna við hann fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Eyjamenn missa aldrei af Þjóðhátíð og mér fannst ómögulegt að mæta þangað í hjólastól,“ segir hún og brosir. Það tókst. Í fimm mánuði studdist Valgerður við hækjur en sleppti þeim í lok árs 2007, níu mánuðum eftir slysið. Valgerður dvaldist um hríð á heimili foreldra sinna í Vestmannaeyjum en þegar hún var orðin nægilega sjálf- bjarga sneri hún aftur til Reykjavíkur og hefur búið þar síðan. „Ég vil ekki vera upp á aðra komin og þykir gott að búa ein. Vinkonur mínar hjálpuðu mér með ýmislegt fyrst um sinn en ég kemst eiginlega ekki lengur upp með að láta þær þrífa fyrir mig – þó það megi alveg venjast því,“ segir hún hlæjandi. Hálfu ári eftir slysið var Valgerður lögð inn á spítala að nýju og greind með ör á hjarta. „Það er bein afleiðing áverkanna sem ég hlaut,“ útskýrir hún, „og þýðir að 10% hjartans virka ekki og munu aldrei gera. Þetta háir mér svo sem ekki mikið en ég mæðist fyrr en fullfrískt fólk.“ Líkaminn reynir að losa sig við aðskotahluti Valgerður hefur farið í sex aðgerðir eftir slysið, eina á mjöðm og fimm á hægra hné. „Vinstra hnéð brotnaði verr en það hefur samt verið mun flóknara mál að koma því hægra í lag,“ segir Valgerður en síðast fór hún í að- gerð nú í desember. Þá var mikil málmplata, sem sett var við hnéð til stuðnings, fjarlægð og segir Valgerður það hafa kippt sér nokkra mánuði til baka í bata. „Ef ég vandaði mig var ég farin að ganga óhölt áður en platan var tekin en eftir aðgerðina er ég draghölt. Ég þarf að læra að ganga án stuðningsins og það mun taka ein- hverja mánuði. Með tímanum stefni ég hins vegar ótrauð á að vinna bug á heltinni.“ Valgerður sýnir mér málmplötuna, skrúfur og bolta sem henni fylgdu, og eitt augnablik líður mér eins og ég Bráðatæknar og slökkviliðsmenn losa Valgerði úr bílnum, þar sem hún sat föst í um klukkustund. Á þriðja tug björgunarmanna kom að verkinu og kann Valgerður því fólki öllu bestu þakkir.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.