SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 16
16 6. febrúar 2011
„Það er ekki til neins. Þetta gerðist og það er ekkert
sem breytir því. Ég er sannfærð um að það sem ekki
drepur mann styrkir mann og ég hef unnið út frá því.
Gangi eitthvað ekki upp reyni ég bara að nálgast það
með öðrum hætti. Ég er ánægð með árangurinn sem ég
hef náð nú þegar en ætla mér auðvitað að ná enn
lengra.“
Hálfu ári eftir slysið var Valgerður farin að keyra á
ný. Hún fékk að velja sér nýjan bíl og varð Toyota Auris
fyrir valinu. „Þegar ég valdi bílinn tók ég fyrst og síðast
mið af því hvernig hann hafði komið út úr árekstar-
prófum,“ segir hún.
Spurð hvort hún hafi keyrt Þrengslaveg aftur svarar
Valgerður játandi. „Ég lét mig hafa það. Ég vildi vera
ein og held ég hafi aldrei svitnað eins mikið á ævinni og
þegar ég nálgaðist slysstaðinn. Ég er alltaf með útvarp-
ið í botni í bílnum, og syng með, en þarna varð ég að
slökkva á því. Um leið og ég var komin framhjá staðn-
um fann ég hins vegar fyrir mikilli vellíðan. Þetta var
stór áfangi. Mér finnst þessi staður vera partur af mér –
að ég eigi eitthvað í honum.“
Trúir á mátt bænarinnar
„Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni,“
segir á málverki yfir rúmi Valgerðar. Þegar hún er
spurð hvort hún sé trúuð kinkar hún kolli. „Ég er
kannski ekkert sérstaklega kirkjurækin en trúi hiklaust
á mátt bænarinnar. Ég veit að fólk bað fyrir mér eftir
slysið og er ekki í minnsta vafa um að það hjálpaði mér.
Það vakti einhver yfir mér meðan ég sat föst í bílnum.
Maður lifir ekki svona af einn!“
Valgerður málaði verkið sjálf. „Ég geri svolítið af því
að mála og sauma mér til gamans,“ segir hún og bendir
á fleiri verk í stofunni. „Það á ágætlega við mig.“
Lífið brosir við Valgerði Erlu Óskarsdóttur í dag. Í tvö
ár hefur hún verið í föstu sambandi með Brynjólfi Ás-
geiri Brynjólfssyni og er staðráðin í að njóta lífsins með
honum. „Hann hefur reynst mér ótrúlega vel, það eru
ekki allir ungir menn sem myndu taka upp samband
við konu í mínum sporum. Brynjólfur er mikill íþrótta-
og fjallgöngumaður og gerir sér fulla grein fyrir því að
ég mun líklega aldrei geta fylgt honum í því áhugamáli.
Hann veit líka að ég get ekki ferðast eins og fullfrískt
fólk. Þegar ég var yngri dreymdi mig um að fara á Int-
er-Rail en nú þarf ég bara að finna mér aðra drauma.
Það verður ekkert vandamál!“
Valgerður komin á sjúkrabörur. Eins og sjá má var lítið eftir af Toyota Yaris-bifreið hennar. Þótt ótrúlegt megi virðast var samt ekki svo mikið sem rispa á tveimur vínflöskum, sem Valgerður
hafði fengið skömmu áður að gjöf þegar hún kláraði snyrtifræðina, og voru aftur í bílnum. Hún á flöskurnar enn. „Þær verða opnaðar af mjög sérstöku tilefni.“
Morgunblaðið/Júlíus
Vinkonur Valgerðar voru duglegar að heimsækja hana á spítalann og stytta henni stundir.
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Eftir slysið var örorka Valgerðar Erlu metin 65%. Á grundvelli
matsins voru útreiknaðar skaðabætur um 30 milljónir en
vegna þágildandi löggjafar drógust 21,6 milljónir króna frá
þeirri upphæð. Skýringin er sú að Valgerður var ung þegar
slysið átti sér stað og ekki komin út á vinnumarkaðinn.
Óðinn Elísson, lögmaður Valgerðar, segir löggjöfina eins
og hún var afar ósanngjarna en Alþingi breytti henni hvað
varðar þennan þátt fyrir tæpum tveimur árum í kjölfar um-
fjöllunar, meðal annars í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, um
Nóna Sæ Ásgeirsson, ungan pilt sem slasaðist alvarlega í
bílslysi á Suðurlandi. Hann er í sömu sporum og Valgerður,
lenti í miklum bótafrádrætti. Breytingin þýðir að barn eða
ungmenni sem lendir nú í tjóni fær ekki þennan frádrátt.
„Valgerður er dæmi um einstakling sem fór hörmulega út
úr skaðabótalöggjöfinni eins og hún var. Því til viðbótar hefur
áætlaður réttur hennar hjá Tryggingastofnun ríkisins dregist
frá. Margar milljónir króna. Þótt Valgerður sé ekki með 100%
örorku metna er greiðsla Tryggingastofnunar dregin frá að
fullu, ekki hlutfallslega. Það er líka stórmál,“ segir Óðinn.
Nýja löggjöfin er ekki afturvirk en Óðinn er eigi að síður
hvergi nærri hættur að vinna í málum Valgerðar. „Ég er ekki
sáttur og er að vinna í gagnaöflun til að halda áfram með
málið. Valgerði var ætluð vinnugeta upp á 35% sem ég tel
hún hafi ekki. Hún varð fyrir það miklum skaða að það er
nær útilokað fyrir hana að stunda vinnu. Ég hef verið að
vinna í því að fá nýtt örorkumat og nú styttist í það. Ég get
ekki sætt mig við þessa niðurstöðu og er reiðubúinn að fara
með málið fyrir dómstóla gerist þess þörf.“
Fór illa út úr skaðabótalöggjöfinni