SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 10
10 6. febrúar 2011 É g held að þeir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi rit- stjóri Morgunblaðsins, Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, leiðarahöfundur Morgunblaðsins og svo fjölmargir aðrir, hafi lög að mæla, þegar þeir lýsa því yfir að þjóðin eigi að hafa síðasta orðið um Icesave. Málinu var vísað til þjóðarinnar í fyrra og 98% þeirra sem tóku þátt í þjóð- aratkvæðagreiðslunni felldu þann samning sem ríkisstjórnin hafði gert við Breta og Hollendinga og Alþingi hafði samþykkt. Nú er kominn nýr samningur, að vísu um margt mun hag- stæðari en sá fyrri, sem felldur var, en engu að síður eru áhættuþættir í þessum samningi, sem enginn veit hvernig koma út, þegar upp verður staðið. Það er útilokað að spá um með einhverri vissu hver gengisþróun íslensku krón- unnar verður á næstu árum, sem er stærsti áhættuþátt- urinn. Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokks- ins, hefur ugglaust verið full alvara með orðum sínum í Kastljósi á fimmtudags- kvöld, þegar hann sagði að það væri „ískalt hags- munamat“ sem réði því, að fulltrúar flokksins í fjár- laganefnd og meirihluti þingflokksins komust að þeirri niðurstöðu að rétt væri að samþykkja þann samning sem nú er gert ráð fyrir að verði að lögum. Bjarni og Sjálfstæðisflokk- urinn uppskáru mikið hól úr munni Steingríms J. fjármálaráðherra, fyrir „ábyrga afstöðu“ hvort sem það á svo að telja þeim það til tekna eður ei. En málið snýst bara alls ekkert um „ískalt hagsmunamat“. Málið snýst um tilfinningar og það mat, líklega meirihluta þjóðarinnar, að kröfur Breta og Hollendinga á hendur íslensk- um skattborgurum, séu ólögmætar. Það sé ekki í okkar verka- hring að hreinsa upp eftir einkabanka og bresk og hollensk stjórnvöld, sem ákváðu, án nokkurs samráðs við Íslendinga, að borga innstæðueigendum Icesave í Bretlandi og Hollandi út innstæður sínar í hinum fallna banka, Landsbankanum. Það gerðu ríkisstjórnir þessara landa til þess að vernda eigið skinn og koma í veg fyrir bankaáhlaup í löndunum. Það voru því þeirra eigin vandamál sem þeir voru að leysa, ekki okkar Ís- lendinga. Málið snýst líka um sjálfstæðistilfinningu Íslendinga, að þeir sætti sig ekki við, að stórþjóðir vaði yfir þá á skítugum skónum, beiti þá afarkostum, ella hafi þeir verra af. Málið snýst um sjálfsvirðingu okkar sem lítillar þjóðar, sem vill áfram vera sjálfstæð og fullvalda þjóð. Ég held að það séu fjölmargir Íslendingar, líklega tugþúsundir, sem ekki eru reiðubúnir til þess að greiða eina einustu krónu til Breta og Hollendinga, þar sem þeir telji að þjóðirnar eigi engar lögmætar kröfur á hendur okkar. Ég tel það vel skiljanlegt að mörgum sjálfstæðismanninum sé misboðið og gagnrýni það harðlega, þegar forysta Sjálfstæð- isflokksins hefur ákveðið að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Hvaða höfuðnauðsyn rak forystuna til slíkrar niðurstöðu? Ís- kalt hagsmunamat dugar ekki sem svar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer með æðsta vald flokks- ins og í ályktun á landsfundi flokksins í fyrrasumar samþykktu sjálfstæðismenn að segja nei „við löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave-málinu“. Orðalagið er skýrt og verður ekki misskilið, ekki einu sinni með góðum vilja og ísköldu hagsmunamati. Löglausar kröfur eru og verða löglausar kröfur. Landsfundurinn sagði sitt; þjóðin sagði sitt í þjóðaratkvæða- greiðslunni í fyrravetur; nú hlýtur krafan að vera sú, eins og þeir Styrmir og Björn segja, að þjóðin fái að hafa síðasta orðið um þann samning, sem meirihluti Alþingis er nú á harðahlaup- um að gera að lögum. Vitanlega mun þjóðin una niðurstöðu slíkrar atkvæðagreiðslu, á hvaða veg sem hún verður. Þannig virkar lýðræðið, ekki satt? Ískalt hags- munamat Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Bjarni Benediktsson Steingrímur J. Sigfússon ’ Vitanlega mun þjóðin una nið- urstöðu slíkrar atkvæðagreiðslu, á hvaða veg sem hún verður. Þannig virk- ar lýðræðið, ekki satt? 7.00 Fótaferð eftir nokkra andvökubið eftir nýjum degi. Borða hafragrautinn og skanna fjölmiðlana við óminn frá hefð- bundnum söng dótturinnar meðan hún hefur sig til fyrir daginn. Skutla örverpinu í MR í svartnættismyrkri og þyl möntru um vorkomu og sumar. 09.27 Andlega næringu, kaffi og te fæ ég bæði í Ráðgjafarþjón- ustunni og á skrifstofu félagsins. Hér er gott fólk. Gömul kona þakkar fyrir þjónustu Leit- arstöðvarinnar. Dóttir hennar þáði boð um að koma þangað, og forstigsbreytingar fundust í leg- hálsi. Horfur eru mjög góðar. Fleiri konur voru greindar með leghálskrabbamein á síðasta ári en árin á undan, og margar þeirra höfðu ekki komið í krabbameinsleit skv. boðun. Við verðum að gera enn betur. Ungur maður hringir og vill vita hvort við ætlum aftur í ár- vekni- og fjáröflunarátakið Mottumars. Hann er ekki einn um að vilja vita þetta, e.t.v. ætla einhverjir að þjófstarta og skarta glæsilegasta skegginu! Und- irbúningur er langt kominn og mánuðurinn verður líflegur. 10.19 Fréttatilkynning berst frá finnska krabbameinsfélaginu í tilefni af alþjóðadegi krabba- meins. Vinir okkar í Finnlandi telja að á næstu árum fleygi meðferð fram og verði mun ár- angursríkari. Ég skoða gögn og tölfræði frá Krabbameins- skránni; við stöndum að mörgu leyti vel í alþjóðlegum sam- anburði. 10.30 Stuttur fundur með Krabbameinsfélagi Reykjavíkur um fræðslustarfið. Nú eru að koma út ný fræðslurit, m.a. um krabbamein í heila, eggjastokk- um og í brjóstum. Fræðsluefni um krabbamein og kynlíf er ný- komið inn á heimasíðuna, og upplýsingar um krabbamein í eistum eru væntanlegar. 11.03 Fundur um rekstr- aráætlun er fremur erfiður því við, eins og aðrir, glímum við fjármálin. 11.30 Starfsfólk Ráðgjaf- arþjónustunnar (RÞ) ræðir ráð- stefnuna Stattu með mér um stuðning og samskipti við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra. Ráð- gjafarþjónustan er fjölbreytt, einstaklingsviðtölum fjölgar og sérhæfing starfsmanna eykst. Ókeypis ráðgjöf til karlmanna sem greinst hafa með krabba- mein og aðstandenda þeirra hef- ur reynst þörf viðbót. Samstarf við aðildarfélögin 30 fer að miklu leyti fram hjá RÞ og það finnst mér einn skemmtilegasti þáttur starfsins. Ég hef aðeins verið hér í níu mánuði og það er enn nýtt fyrir mér að vera hluti af fjöldahreyfingu, alveg ný vídd í tilverunni. 12.00 Á leiðinni til Stínu í líkamsræktina er hringt til mín vegna skattlagningar bóta sjúkdómatrygginga. Sá sem hringir greiddi iðgjöld í þrettán ár og fékk greiddar bætur í hitt- iðfyrra. Hann óttast að þurfa nú, alveg óvænt, að greiða skatt af þessu. Hann þekkir vinnu okkar hjá KÍ við að tryggja að þessar bætur verði áfram undanþegnar skatti. Ég segi honum frá frum- varpinu sem lagt hefur verið fram á Alþingi, það er skref í rétta átt en gengur ekki nógu langt. Hagsmunabaráttan krefst mikils tíma en honum er vel varið. 13.37 Alltof mikið er um að reynt sé að hafa fé af veiku fólki með gylliboðum um lækningu. Tek málið upp við starfsmann Landlæknisembættisins, við er- um sammála um að þarft sé að vinna meira í þessu. 16.30 Nú er ég harla fegin að hafa fyrir helgina að mestu und- irbúið fundinn með stjórn KÍ. Dagskráin er löng og ströng, en margt áhugavert og skemmtilegt rætt. Félagið fagnar sextíu ára afmæli í ár, og er ætlunin að nýta tímamótin vel. Við erum stað- ráðin í að láta áfram mikið til okkar taka, og gefa góðar gjafir á afmælisárinu. Meira seinna! 18.00 Að fundinum loknum lít ég á gögn um skimun fyrir ristilkrabbameini og gögn frá fundi með læknum á Landspít- alanum um krabbamein í lung- um. Þetta eru stórmál, hvernig er best að taka næstu skref? 18.37 Kaupi fisk á heimleið- inni. Við erum fjögur heima, allir sjálfbjarga og ekki lengur neitt mál að halda heimili. Við náum að borða öll saman, gaman gam- an! 19.20 Tala við börn og barnabörn á „skypinu“ og í síma. Lít í fésbókina og sé að ég hef verk að vinna. 21.45 Slóra í uppáhalds- sófanum með bók, besti veru- leikaflóttinn (og reyndar smá- súkkulaði …). Er að aðlagast ,,Kindle“ sem ég fékk í jólagjöf. Þar bíður ný veröld! Dagur í lífi Ragnheiðar Haraldsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélags Íslands Ragnheiður Haraldsdóttir segir hagsmunabaráttuna krefjast mikils tíma en honum sé vel varið. Morgunblaðið/Sigurgeir Ný vídd í tilverunni

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.