SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 15
6. febrúar 2011 15 sé staddur á vélaverkstæði. „Þetta hefur verið mjög skrautlegt,“ segir Valgerður. „Ég var negld í bak og fyrir og allskonar teinar settir til stuðnings. Líkaminn hefur tilhneigingu til að hafna aðskotahlutum og reyna að losa sig við þá. Smám saman fóru því allskonar naglar og teinar að brjóta sér leið út um skinnið. Það var frekar óhugnanlegt en vandist. Í eitt skiptið var ég á ferðalagi fyrir austan þegar teinn fór skyndilega að standa út úr fætinum á mér. Þá var ekki um annað að ræða en að finna næsta lækni sem dró hann út með töng,“ segir hún glottandi. Handleggirnir fóru betur en þó getur Valgerður ekki alveg rétt úr þeim vinstri. Lítið getað unnið Valgerður hefur lítið sem ekkert getað unnið ennþá en því fer fjarri að hún hafi gefið draumana upp á bátinn. Tveimur vikum fyrir slysið útskrifaðist Valgerður sem snyrtifræðingur og elur enn þá von í brjósti að starfa við fag sitt í framtíðinni. „Ég vil vinna sem snyrtifræðingur en læknar hafa varað mig við of mikilli bjartsýni. Ég á nemasamninginn eftir og það þýðir mikla vinnu. Eins og staðan er núna sé ég ekki neina snyrtistofu taka mig upp á sína arma, alla vega ekki meðan ég get ekki unnið full- an vinnudag. Við sjáum hvað setur.“ Til að auka atvinnumöguleika sína fór Valgerður á skrifstofubraut í Menntaskólanum í Kópavogi en það hefur reynst henni afar erfitt að sitja til lengdar við skrifborð. „Í eitt skiptið leið hreinlega yfir mig vegna vöðvabólgu. Skólinn var bara til hádegis en það var samt of mikið fyrir mig. Ég prófaði að leysa af hjá Póstinum eina helgi í mánuði en það gekk ekki.“ Núna fer Valgerður í sjúkraþjálfun tvisvar í viku og er dugleg að mæta í ræktina. „Ég get lyft og hjólað en ekki farið á hlaupabretti. Ég hef ekki hlaupið síðan 2007.“ Margir miklu verr farnir Þrátt fyrir allt er Valgerður þakklát. „Ég var alveg svakalega heppin. Ég veit um fólk sem hlotið hefur heilaskaða í slysum og það er skelfilegt hlutskipti. Þegar ég var á Grensás kynntist ég líka stelpu sem er í hjólastól eftir skíðaslys og mun aldrei ganga aftur. Það eru margir miklu verr farnir en ég.“ Hún kveðst aldrei hafa leyft sér að hugsa: „Hvað ef?“ Morgunblaðið/Júlíus Röntgenmyndir af beinbrotum Valgerðar eftir að búið var að negla þau saman. Hún er með sér- stakt vottorð þegar hún fer til útlanda svo málm- leitartækin gangi ekki af göflunum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.