SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 22
22 6. febrúar 2011 1989. 2011. Mótmælin á götum Kaíró und- anfarna daga minna á uppreisn fólksins í Austur-Evrópu fyrir rúmum 20 árum. Var neistinn, sem kviknaði í Túnis, að verða að báli? Var það mögulegt að almenningur í arabalöndunum gæti eftir áratuga einræði og harðstjórn kastað af sér okinu? Og var annað hægt en að hrífast með þegar und- irokaðar þjóðir kasta frá sér óttanum eftir áratuga ógnarstjórn og bjóða kúgurum sínum birginn? Kröfur mótmælendanna voru þær sömu og í Austur-Evrópu á sín- um tíma. Þær sömu og almenningur í Íran setti fram í fjöldamótmælunum þegar stjórnvöld stálu kosningunum 2009. Gegn kúgun og spillingu, með frelsi og lýðræði. Þegar bullur faraós, Hosnis Mubaraks, létu til skarar skríða á Tahrir-torgi í Kaíró – torgi frelsisins – heyrðist aftur bergmál frá 1989. Nú var það hins vegar Torg hins himneska friðar í Peking þar sem mót- mæli stúdenta voru brotin á bak aftur með valdi á sínum tíma. Bullur Mubaraks Egypski herinn hafði umkringt torgið síð- an á laugardag fyrir viku án þess að aðhaf- ast frekar. Á miðvikudag hleypti hann bullunum inn á torgið og fylgdist aðgerð- arlaus með þegar þær réðust á andstæð- inga Mubaraks. Grjóti og molotov- kokkteilum rigndi og blikaði á hnífsblöð. Nokkrir árásarmenn náðust og sýndu skilríki þeirra að þeir voru borgaralega klæddir lögreglumenn, aðrir virtust koma úr gengjum, sem njóta stuðnings rík- isins, svokölluðum „baltagía“, eða vera ríkisstarfsmenn. Sex hundruð manns særðust og einn var drep- inn. Mubarak hefur sagst ætla að sitja fram að næstu kosn- ingum. Mótmælendur vilja að hann fari strax. Nú er spurningin hvort Mub- arak takist að kalla óttann fram aftur með ofbeldi. Stuðningurinn við and- ófið er hins vegar hálfvolgur á Vesturlöndum. Einræðisherr- arnir hafa verið Vesturlöndum nytsamlegir í að viðhalda stöðugleika. Stöðugleikinn kann að kosta sitt, en hann er betri en ring- ulreiðin. Þannig hljómar líka ákall ein- ræðisherranna: Við eða glundroðinn. Evrópusambandið studdi Zine el- Abidine Ben Ali svo árum skipti með Frakka, hina gömlu nýlenduherra Túnisa, í fararbroddi. Þegar Nicolas Sarkozy, for- seti Frakklands, var í Túnis 2008 sagði hann að Frakkar væru „fremsti félagi Túnis á öllum sviðum“ og Frédéric Mitt- errand, menntamálaráðherra Frakklands, sagði að það væru „algerar ýkjur“ að kalla Ben Ali einræðisherra. Nú segir Sarkozy að hann hafi ekki áttað sig á stöðunni í Túnis og vanmetið örvæntingu íbúa landsins: „Þegar maður stendur einhverjum svona nærri skortir mann nauðsynlega fjarlægð til að raunverulega skilja tilfinningar hans.“ Þögn Evrópu lengdi í einræðinu Rachid Gannouchi, hófsamur ísl- amistaleiðtogi (það er ekki mótsögn í sjálfu sér), sem var í útlegð, var spurður hvort Evrópa hefði brugðist: „Evrópa fylgdi eftir sínum hagsmunum og sveik með því gildi sín,“ sagði Gannouchi í við- tali við Der Spiegel. „Evrópa hlóð Ben Ali viðurkenningum á meðan hann myrti þjóð sína heima fyrir. Þögn Evrópu lengdi í einræðinu.“ Hvað má þá segja um Egyptaland? Gamal Abdel Nasser var vissulega einráð- ur, en hann naut þó lýðhylli og hafnaði spillingu. Þegar hann dó árið 1970 fóru milljónir manna á götur út við jarðarförina, hrópuðu nafn hans og grétu. Anwar Sadat tók við af Nass- er. 1978 skrifaði hann undir friðarsáttmála við Ísrael sem kenndur er við Camp David. Sadat var myrtur í banatilræði 1981 og við tók Mubarak, sem hafði verið varaforseti. Mubarak hefur aldrei tekist að ná lýðhylli, en hann hefur verið lífseigur í emb- ætti, það hefur jafnvel verið kallað hans eini hæfileiki. Eftir Camp David hafa Bandaríkjamenn dælt rúmlega 60 milljörðum dollara til Egyptalands. Mubarak hefur fengið 1,3 milljarða Aðþrengdir einræðis- herrar Líkt og þegar járntjaldið hrundi fyrir tveimur áratugum fer nú bylgja mótmæla um arabaheim- inn. Nú reyna valtir einræðisherrar að höfða til gamalla bandamanna með því að segja að þeir hafi tryggt stöðugleika, en fall þeirra þýði óvissu og glundroða. Fyrir þennan stöðugleika hefur frelsi hundraða milljóna manna verið fórnað. Karl Blöndal kbl@mbl.is Mótmælendur leggjast á bæn á Tahrir-torgi í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, á föstudag. Mótmælandi hefur skó sinn á loft á meðan Mubarak heldur sjónvarpsávarp til að sýna for- setanum lítilsvirðingu.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.