SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 30
30 6. febrúar 2011 E inn stærsti vandi sem íslenzka þjóðin á við að stríða um þessar mundir er skortur á trausti. Á því hefur ekki orðið breyting eftir hrun, þótt mynd- arlega hafi verið af stað farið með starfi og skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ein helzta ástæðan fyrir skorti á gagn- kvæmu trausti er sú leynd, sem hvílir yfir mörgu af því, sem gert er í sam- félaginu. Í flestum tilvikum er sú leynd ástæðulaus, þótt auðvitað geti alltaf verið einhver mál á ferðinni, sem eðli- legt er að trúnaður ríki um. Nýjasta dæmi um þetta eru samskipti Más Guðmundssonar, formanns banka- stjórnar Seðlabanka Íslands, og við- skiptanefndar Alþingis vegna sölu á hlut, sem Seðlabanki Íslands eða dótt- urfyrirtæki á hans vegum hefur farið með í tryggingafélaginu Sjóvá. Fyrir nokkru var tilkynnt að yfir 50% í tryggingafélaginu hefðu verið seld sjóði á vegum rekstrarfélags, sem er í eigu Arion banka. Bankinn sjálfur er að lang- mestu leyti í eigu erlendra kröfuhafa eftir því sem bezt er vitað. Á fundi þingnefndarinnar taldi seðla- bankastjórinn að hann gæti ekki veitt umbeðnar upplýsingar að nokkru ráði og hefur það væntanlega verið vegna lagaákvæða um bankaleynd. Á undanförnum mánuðum og miss- erum hafa hvað eftir annað komið upp spurningar um sölu einstakra fyrirtækja á vegum banka eða á vegum sjóða, sem keypt hafa fyrirtæki af bönkum. Upp- lýsingagjöf er jafnan í algjöru lágmarki, sem hefur valdið tortryggni. Með sama hætti hafa vaknað spurningar um fyr- irgreiðslu við einstaka aðila, sem leynd hefur hvílt yfir af sömu ástæðum og Már Guðmundsson hefur væntanlega borið fyrir sig á fundi með viðskiptanefnd Al- þingis, þ.e. lagaákvæði um bankaleynd. Leyndin er ekki bundin við banka eða önnur fjármálafyrirtæki. Það er t.d. augljóst, að upplýsingagjöf um viðræður við Evrópusambandið er mjög í hófi þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um mikilvægi gagnsæis og opinnar stjórnsýslu. Í hinu gamla Íslandi var leynd regla en ekki undantekning, þótt á því hafi orðið breyting síðustu áratugi ekki sízt með auknu frjálsræði í viðskiptum. Um- ræður um hrunið og niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis benda ein- dregið til þess að slík leynd sé einn helzti veikleikinn í samfélagsgerð okkar Íslendinga. Og að lykillinn að því að nýtt Ísland geti orðið til sé sá, að opna allt samfélagið, þannig að því sem næst allt það sem varðar sameiginleg mál- efni þegnanna fari fram fyrir opnum tjöldum. Með því er hægt að byggja upp gagnkvæmt traust, sem er forsenda þess, að þegnarnir geti búið í sæmilegri sátt hver við annan. Lausnin er að sjálfsögðu ekki sú, að afnema lög um bankaleynd. Yfirgnæf- andi meirihluti viðskipta, sem fram fara í bönkum, sparisjóðum og öðrum fjár- málastofnunum er viðskipti sem snúa að einstaklingum eða einstökum fyrir- tækjum og hafa ekkert með sameiginleg málefni landsmanna að gera. En ráð- stöfun á verðmætum, sem komin eru í eigu bankanna eða ríkisins, eins og í til- viki Sjóvár, vegna hrunsins og í krafti fjármuna, sem skattgreiðendur hafa lagt fram með einum eða öðrum hætti er sameiginlegt mál þjóðarinnar. Til er einföld leið til þess að létta af þeirri leynd, sem hvílir yfir þessum við- skiptum, eins og maður á förnum vegi benti mér á fyrir skömmu. Hún er sú, að skilmálar verði settir í samninga um sölu og kaup á fyrirtækjum, sem veiti aðilum heimild til að veita upplýsingar, þegar almannahagsmunir kalla á, að þær verði veittar. Í því tilviki að laga- ákvæði um bankaleynd verði talin banna slíka upplýsingagjöf með öllu er auðvelt að breyta þeim á þann veg, að hún sé heimil með samþykki beggja að- ila. Á þessari stundu er raunverulegt eignarhald á Arion banka og Íslands- banka mjög óljóst, þótt almenn vitn- eskja sé til staðar um að bankarnir séu í eigu erlendra kröfuhafa. Hvaða viðskipti fara fram þeirra í milli með hluti í þeirra eigu? Hvaða viðskipti fara fram við þriðja aðila með hluti í þeirra eigu? Sagt er að meirihluti Sjóvár hafi verið seldur til sjóðs, sem nefnist SF-1, sem er í rekstri dótturfélags Arion banka. Það veit enginn hver á sjóðinn og þess vegna veit enginn hver á meirihlutann í Sjóvá. Raunar er óljóst miðað við síðustu frétt- ir, hvort Sjóvá var selt eða hvort skrifað var undir viljayfirlýsingu um sölu á þessum hlut í tryggingafélaginu. Hverjir eiga Triton-sjóðinn, sem lýst hefur áhuga á að kaupa íslenzku fisk- vinnsluverksmiðjurnar í öðrum lönd- um? Á bak við þessar verksmiðjur er áratuga starf við markaðsuppbyggingu á íslenzkum sjávarafurðum. Sú var tíðin að starfsemi þeirra var ein meginfor- sendan fyrir velgengni okkar við sölu sjávarafurða. Það kann að hafa breytzt en það er athyglisvert að hér hafa engar umræður farið fram um það, hvort sjálfsagt sé að selja þær erlendum að- ilum. Nú hefur að vísu verið tilkynnt að viðræðum við þennan sjóð hafi verið hætt. En að sjálfsögðu hefur lítið verið upplýst um hvers vegna. Íslenzka þjóðin er nú að borga fyrir hrunið með blóði, svita og tárum, svo að vitnað sé til fleygra ummæla Churc- hills af öðru tilefni. Þjóðin hefur tekið á sig gífurlega kjaraskerðingu til þess að borga fyrir hrunið. Og það er engin ástæða til að ætla að betri tíð sé handan við hornið. Sú þjóð, sem þannig hefur axlað þungar byrðar á rétt á upplýsingum. Það verður aldrei til Nýtt Ísland með þessum hætti. Leynd fylgir tortryggni og skortur á trausti Af innlendum vettvangi Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is G uð minn góður, það er úti um okkur!“ hróp- aði Kenneth Rayment flugmaður British European Airways, flugs 609, á þessum degi fyrir 53 árum. Vélin var í flugtaki frá Münc- hen-Riem-flugvellinum í München og flugmennirnir höfðu áttað sig á því að krap á brautinni kom í veg fyrir að hún kæmist í loftið. Vélin rann fram af brautinni og skall stjórnlaus á girðingu sem umlukti flugvöllinn, hentist þaðan yfir veg og lenti á íbúðarhúsi, þar sem annar vængurinn rifnaði af henni. Heima var móðir ásamt þremur börnum sínum og tókst þeim á ævintýra- legan hátt að komast út úr brennandi húsinu. Hluti af stélinu rifnaði af áður en flugstjórnarklefinn hafnaði á tré og hægri hluti flugvélarbolsins á timburkofa. Þar var fyrir trukkur, fullur af hjólbörðum og eldsneyti, sem sprakk í loft upp. Þá loks staðnæmdist vélin. Tuttugu af 44 farþegum um borð létust samstundis og þrír dóu skömmu síðar á sjúkrahúsi af sárum sínum. Slysið vakti heimsathygli, ekki síst fyrir þær sakir að um borð í vélinni voru Englandsmeistarar Manchester Unit- ed, eitt besta knattspyrnulið heims, sem hafði millilent í München á leið heim frá Belgrað, þar sem liðið hafði unnið frækilegan sigur í Evrópukeppninni. Átta leikmenn United týndu lífi í slysinu. Geoff Bent, Roger Byrne, Eddie Coleman, Mark Jones, David Pegg, Tommy Taylor og Liam Whelan létust samstundis og Duncan Edwards fimmtán dögum síðar á sjúkrahúsi. Tveir til viðbótar, Johnny Berry og Jackie Blanchflower, slösuðust svo illa að þeir léku ekki framar knattspyrnu. Þá hlaut knattspyrnustjórinn, Matt Busby, svo alvarlega áverka að hann lá milli heims og helju á sjúkrahúsi í meira en tvo mánuði. Þeir farþegar sem lifðu af og gátu sig hrært brutu sér eins fljótt og auðið var leið út úr flakinu enda óttaðist flugstjórinn, James Thain, að vélin gæti sprungið á hverri stundu. Þegar Harry Gregg, markvörður United, rankaði við sér hélt hann að hann væri látinn. Hann fann blóð vætla niður andlit sér og óttaðist að hvirfillinn hefði verið brotinn af líkt og skurn á harðsoðnu eggi. Þegar Gregg gerði sér grein fyrir því að hann var réttum megin móðunnar miklu fór hann á stjá. Hann sá skímu á bol vélarinnar, sparkaði á hann gat og skreið út. Þegar hann hafði náð áttum gerði Gregg hið óráðlega, æddi aftur inn í logandi flakið í þeirri von að finna einhvern á lífi. Fyrstir á vegi markvarðarins urðu liðsfélagar hans, Dennis Viollet og Bobby Charlton, sem skipt höfðu um sæti við Taylor og Pegg að ósk þeirra síðarnefndu, þar sem þeir töldu sig öruggari aftur í vélinni. Gregg hélt að þeir væru báðir látnir en dró þá eigi að síður á buxunum út úr flakinu. Honum létti stórum þegar þeir komust til meðvitundar. Aftur rauk Gregg inn í vélina til að aðstoða hina illa slösuðu Blanchflower og Busby. Þá kom hann júgóslavneskri móður og dóttur hennar í öruggt skjól. Einstakt afrek hjá Gregg sem enn er á lífi, 78 ára gamall. Orsök slyssins var upphaflega rakin til vanrækslu Thains flugstjóra. Talið var að honum hefði láðst að bræða ísingu af vængjum vélarinnar enda þótt sjón- arvottar bæru annað. Síðar komst rannsóknanefnd flug- slysa að þeirri niðurstöðu að krapið á brautinni hefði í raun stuðlað að slysinu, útilokað hefði verið að ná vél- inni á loft við þessar aðstæður. Nafn Thains var þó ekki hreinsað að fullu fyrr en tíu árum síðar. Blóðtaka Manchester United var mikil enda missti fé- lagið flesta sína bestu leikmenn. Sumir segja til að mynda að hinn 21 árs gamli Duncan Edwards hafi verið á góðri leið með að verða besti leikmaður álfunnar. Nokk- ur mögur ár komu að vonum í kjölfarið en Matt Busby lét ekki deigan síga, sneri aftur í stjórasætið þegar heils- an leyfði og gerði Manchester United að Evrópumeistara tíu árum síðar. Í því liði voru tveir leikmenn sem lifðu af flugslysið, Bill Foulkes og Bobby Charlton. orri@mbl.is Lið Man. Utd ferst í flugslysi Aðstæður á slysstað voru vægast sagt skelfilegar. Á þessum degi 6. febrúar 1958 Matt Busby Bobby Charlton Duncan Edwards Harry Gregg ’ Þegar hann hafði náð áttum gerði Gregg hið óráðlega, æddi aftur inn í logandi flakið í þeirri von að finna einhvern á lífi.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.