SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Qupperneq 4
4 20. febrúar 2011
Marina Berlusconi hefur varið föð-
ur sinn með kjafti og klóm í póli-
tískum erfiðleikum hans og segir
herferðina gegn honum „óbæri-
legar nornaveiðar“. Við Silvio Ber-
lusconi, forsætisráðherra Ítalíu,
blasa nú réttarhöld vegna ásak-
ana um að hann hafi keypt sér
blíðu ólögráða stúlku auk þess að
misbeita valdi sínu á ráðherrastóli
til að fá hana lausa úr fangelsi. Í
15 ár hafi andstæðingar föður
hennar beitt öllum tiltækum með-
ulum til að klekkja á honum, en á
undanförnum mánuðum hafi árás-
irnar ágerst og orðið verulega
óheiðarlegar. „Reynt er að eyði-
leggja hann sem manneskju með
rógburði og sem kaupsýslumann
með löglausum dómum.“
Roberto Saviano, höfundur bók-
arinnar Gómorru, sem fjallar um
mafíuna í Napolí og hefur selst í
tveimur milljónum eintaka á Ítal-
íu, hrósaði saksóknurunum, sem
ákváðu að höfða mál gegn Berlus-
coni. Athygli vakti að Marina
veittist að honum og kallaði lof
Savianos „hrylling“. Marina var
ekki aðeins að gagnrýna einn af
vinsælustu höfundum Ítalíu. Hann
er á mála hjá Mondadori og hún er
því útgefandinn hans.
Óbærilegar nornaveiðar
Roberto Saviano fékk að heyra það frá Marinu Berlusconi.
Í
talía er ekki konungdæmi, en þegar rætt er
um hver muni taka við af hinum að-
þrengda forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Ber-
lusconi, leita menn ekki langt yfir skammt,
heldur horfa til elstu dóttur hans. Marina Ber-
lusconi er 44 ára gömul og hefur þegar tekið við
stjórn viðskiptaveldis föður síns. Viðskipta-
tímaritið Forbes telur hana meðal 50 valdamestu
kvenna heims eina ítalskra kvenna og setur hana
í 48. sæti.
Silvio Berlusconi hefur fleiri pólitísk líf en
kötturinn og því er of snemmt að afskrifa hann
nú, þótt aldrei hafi hann staðið jafn tæpt og nú.
Enginn arftaki er í augsýn í flokki hans, Fólk
frelsisins, eftir að Gianfranco Fini, sem nefndur
hafði verið krónprinsinn, hvarf á braut. Flokk-
urinn stendur því andspænis stórkostlegum
vandræðum finnist ekki leiðtogi og þingmenn
hans hafa tekið vangaveltum um að Marina taki
við af honum fagnandi.
Marina Berlusconi þykir á margan hátt lík föð-
ur sínum og hún styður hann af krafti. Hún var
aðeins þrítug þegar hún varð staðgengill föður
síns í sæti formanns stjórnar eignarhaldsfélagsins
Fininvest og hafði þá hætt laganámi í miðjum
klíðum. Frá árinu 2005 hefur hún verið yfir
veldinu. Meðal eignanna eru fjölmiðlafyrirtækið
Mediaset, forlögin Mondadori og Einaudi, kvik-
myndafyrirtækið Medusa, knattspyrnufélagið AC
Mílanó og tryggingafyrirtækið Mediolanum. Þess
utan situr hún í stjórn og er hluthafi í viðskipta-
bankanum Mediobanca.
Silvio Berlusconi hefur sagt að dóttir sín sé
sérlega viljasterk. Því hefur verið haldið fram að
starfsfélagar hennar kalli hana keisaraynjuna
þegar hún heyri ekki til og ekki sé hyggilegt að
ætla að standa í vegi fyrir henni. Marina er dótt-
ir Berlusconis af fyrra hjónabandi. Sagt er að
þegar Veronica, dóttir Berlusconis af seinna
hjónabandi, gerði tilkall til þess að fá að stjórna
forlaginu Mondadori hafi hún mætt harðri and-
spyrnu systur sinnar. Þegar ágreiningur systr-
anna virtist ætla að fara úr böndunum greip fað-
irinn í taumanna og kvaddi fjölskylduna til
sáttafundar á Sardiníu. Barbara, sem er með há-
skólapróf í heimspeki, fékk stöðu hjá AC Milan.
„Ákvarðanir um AC Milan eru ekki á mínu færi,
en það mætti bæta fjárhagsstöðuna,“ sagði Mar-
ina. Fjölmiðlar túlkuðu þetta þannig að á meðan
faðirinn stjórnaði félaginu gæti hann eytt millj-
ónum í knattspyrnumenn, en þar kæmi að hún
myndi binda enda á bruðlið.
Marina Berlusconi birtist iðulega í slúð-
urblaðinu Chi, sem reyndar er í eigu fjölskyld-
unnar. Í fyrra birti blaðið mynd af henni ber-
brjósta á ströndinni. Þegar Chi birti jólamyndir
af Berlusconi-fjölskyldunni sat Marina í heið-
urssætinu gegnt föður sínum við fjörutíu manna
borð.
Marina er gift Maurizio Vanadia. Hann var áð-
ur fyrsti dansari við ballettinn í Scala í Mílanó og
heillaðist Marina af honum þegar hún sá hann á
sviði. Hann er 49 ára og dansferillinn á enda.
Þau eiga saman tvo syni, Gabriele, sem er átta
ára, og Silvio, sem er sex ára.
Nafn Marinu hefur oft verið nefnt þegar rætt
hefur verið um arftaka Berlusconis. „Ég veit að
nafn Marinu liggur í loftinu,“ sagði Stefania
Prestigiacomo umhverfisráðherra sem um árabil
hefur notið trausts forsætisráðherrans. „Og það
er gott, hún er mjög hæf kona.“
Pierluigi Berlusconi, bróðir hennar, sem situr
við stjórnvölinn í Mediaset, sló á þetta með orð-
unum: „Við ætlum ekki að koma hér á kon-
ungdæmi.“ Fjölskyldur geta verið lífseigar í póli-
tík í lýðræðisríkjum, nægir að nefna nöfnin
Kennedy og Bush. Þá var til þess tekið að í upp-
hafi ársins dró Jean-Marie Le Pen, leiðtogi
franska hægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, sig í
hlé og rétti Marine dóttur sinni stjórnartaumana.
Orðrómurinn um Marinu Berlusconi lifir áfram
góðu lífi og mun gera það á meðan Marina Ber-
lusconi gerir ekki annað til að kveða hann niður
en kalla hann vangaveltur.
Fetar Marina í fót-
spor föður síns?
Marina Berlusconi er ein
voldugasta kona Ítalíu
Marina Berlusconi stýrir viðskiptaveldi föður síns. Er pólitíkin næst?
AP
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
„Marina yrði martröð vinstri manna,“ stóð í fyrirsögn hægra
blaðsins El Tiempo í janúar. „Eftir 20 ár af Silvio nú 20 ár til við-
bótar af Marinu í vændum?“ spurði vikublaðið Oggi, sem ekki
telst á hægri vængnum. „Ef allt fer á versta veg hjá Berlusconi
getur hann í raun aðeins treyst einhverjum úr fjölskyldunni,“
segir stjórnmálafræðingurinn Roberto D’Alimonte. „Af börn-
unum hans fimm hefur hún ein kjarkinn til að vinna verkið. Hún
hefur sömu þrjóskuna og pabbi hennar. Hún hefur kannski ekki
hæfileika hans til að ná til fólks, en það má laga.“
Martröð fyrir vinstri menn
ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8,
112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ilva.is
mánudaga - föstudaga 11-18:30
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18
einfaldlega betri kostur
ELIZABETH.
Junior stóll, glær.
Ýmsir litir. H63 cm.
7.900,-/stk
FYRIR
BÖRNIN