SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Síða 6
6 20. febrúar 2011
Hákarla-Jörundur í Hrísey er með
merkari sægörpum Íslandssög-
unnar. Hann aflaði manna mest og
hirti mikinn hákarl, enda dró hann
til sín í skiprúm valda hákarla-
menn, á meðan hann var formaður.
Á útmánuðum 1874 bar við að
mörg hákarlaskip silgdu út af Eyja-
firði, og tóku þau stefnuna vestur
og fram á Skagagrunn. Getur nú
ekki um ferð þessara skipa að
öðru leyti en því, að þau lögðust öll
við hákarl hingað og þangað á
grunninu.
Bar nú ekkert til tíðinda fyrr en
allt í einu, að veður tók að breytast
og gengur hann að með öskrandi
stórhríð og mikið veður. Sáu þá há-
karlamenn sér ekki annað fært en
losa um stjóra og leita til lands í
hríðinni. Lögðu menn skipin við í
garðinn, – upp á Siglufjörð og inn á
Eyjafjörð – allir nema Jörundur.
„O, jæja, hróin mín og hróin
mín,“ sagði hann þegar búið var að
vinda inn stjórafærið og útbúa
skipið, Hermóð, til ferðar í hríðinni.
„O, já hróin mín – o – það er bezt
að við snúum rassinum í veðrið.“
Með þessu átti hann við að hann
slægi skipi sínu undan veðrinu, og
hélt hann alla leið vestur fyrir Horn-
strandir, og svo inn á Ísafjörð. Urðu
allir hásetar Jörundar forviða yfir
þessu uppátæki svo snemma vetr-
ar.
Liggur Jörundur nú inni á Ísafirði
í marga daga. Fréttir hann ekkert
til hinna hákarlaskipanna í langan
tíma; og rekur nú hafís upp að
Horni og fyllir allan Húnaflóa og
Skagafjörð. Segir ekkert af há-
karlaskipunum annað en það, að
þau náðu öll landi í garðinum. Urðu
þau innlukt af ís og komst ekkert
þeirra út af Eyjafirði, fyrr en komið
var fram á sumar.
Engin spurði neitt til Jörundar
við Eyjafjörð í langan tíma, og
töldu allir hann af. En það er af Jör-
undi að segja, að hann hélt skipi
sínu út í hákarl eftir sem áður þar
frá Ísafirði – einhverstaðar langt
norður í hafi, líklega á Halamiðum.
Heimild: Hákarlalegur og há-
karlamenn.
„O, jæja, hróin mín og hróin mín“
Kempan Hákarla-Jörundur
á stalli sínum í Hrísey.
Þ
að var engu líkara en sjálfur Há-
karla-Jörundur væri genginn aftur á
San Siro-leikvanginum í Mílanó í
vikunni. Gamli sægarpurinn úr
Hrísey var á sinni tíð ekki þekktur fyrir að
taka bráð sína neinum vettlingatökum, sneri
hákarlana niður með berum höndum, væri sá
gállinn á honum. Leitun er á slíkum köppum.
Það var Gennaro Gattuso, miðvellingurinn
knái í liði heimamanna, AC Milan, sem brá
sér í gervi Jörundar. Eða var hann yfirhöfuð í
gervi? Gennaro, Jörundur, er þetta ekki sama
nafnið? Hákarlinn sem Gattuso lagði hendur á
og stangaði í þokkabót var gamla kempan Joe
Jordan, sem er í þjálfarateymi gesta þeirra
Mílunga í Meistaradeild Evrópu, enska félags-
ins Tottenham Hotspur. Þar hitti skrattinn
sannarlega ömmu sína en Jordan, sem verður
sextugur á árinu, þótti með allra hörðustu
sparkendum á sinni tíð. Hefur raunar pappíra
upp á það, hið virta dagblað The Times hafði
hann í 34. sæti á lista sínum yfir mestu harð-
jaxla sparksögunnar árið 2007. Efstur á þeim
lista var enginn annar en Andoni Goikoetxea,
Slátrarinn frá Bilbao.
Fyrir ókunnuga er þessi hákarlalíking ekki
úr lausu lofti gripin en Jordan hlaut ungur
viðurnefnið „skolturinn“ ellegar „hákarlinn“.
Bæði tók viðurnefnið mið af beinskeyttum
leikstíl kappans en öðrum þræði var þetta þó
kaldhæðni. Það vantaði nefnilega í Jordan
framtennurnar á þessum árum.
Ekki er ástæða til að fjölyrða um ágreining-
inn sem reis Gattusos og Jordans í millum,
um hann hefur verið ítarlega fjallað í vikunni.
Sjaldgæft er að sjá menn umturnast á velli
með þeim hætti sem Gattuso gerði, engu tauti
varð við kappann komið. Hann hafði allt á
hornum sér en vildi af einhverjum ástæðum
ekki jafna sakirnar við leikmenn Tottenham,
þess vegna sneri hann sér að aumingja Jor-
dan. Ein skýringin er sú að báðir tala þeir
„skosku“ en á því íðilfagra máli mun deilan
hafa farið fram. Gattuso lék sem kunnugt er
til skamms tíma með Rangers í Glasgow og á
skoskættaða konu. Við skulum vona að hann
ræði að jafnaði ekki við hana á þessum nót-
um.
„Á mér engar málsbætur“
Umboðsmaður Gattusos sagði í vikunni að
Jordan hefði látið þung orð falla í garð skjól-
stæðings síns, fyrir og eftir leikinn, en á
föstudag vísaði Jordan þeim ásökunum á bug.
Telja verður Gattuso til tekna að hann iðraðist
gjörða sinna strax um kvöldið. „Ég missti
stjórn á mér. Ég á mér engar málsbætur og
mun taka refsingu minni möglunarlaust. Ég
var spenntur á taugum, vildi ekki skattyrðast
við leikmennina og þess vegna sneri ég mér
að honum. Ég hefði betur látið það ógert.“
Merkilegt hvað aðstæður geta skipt miklu
máli. Það þótti merki um hugrekki og hreysti
þegar Jörundur gamli bauð hákörlunum
byrginn norður í ballarhafi en þegar Gennaro
frændi hans gerði slíkt hið sama á sparkvell-
inum þar syðra, frammi fyrir fjölda mynda-
véla, er það ótvírætt merki um heigulshátt.
Hann er vandrataður meðalvegurinn í þessari
tilveru!
Aganefnd evrópska knattspyrnusambands-
ins (UEFA) liggur nú undir feldi en Gattuso
hefur verið kærður fyrir „grófa andíþrótta-
mannslega hegðun“. Von er á úrskurði á
morgun, mánudag. Lágmarksrefsing við broti
af þessu tagi er þriggja leikja bann en flestir
reikna með að bann Gattusos verði lengra,
jafnvel á bilinu sex til átta leikir í mótum á
vegum UEFA.
Enda þótt tilefnið hefði mátt vera skemmti-
legra er gaman að kastljós heimsins hafi að
nýju beinst að Joe gamla Jordan. Hann var
litríkur miðherji á sinni tíð. Fyrst kvað að
honum í gullaldarliði Leeds United í upphafi
áttunda áratugarins, þar sem hann barðist um
sæti í liðinu við ekki ómerkari menn en Mick
Jones og Allan Clarke. Hákarlinn lærði fyrir
vikið snemma að bíta frá sér. Frá Elland Road
lá leið hans á Old Trafford, þar sem hann lék
við ágætan orðstír í þrjú ár með köppum á
borð við Mickey Thomas, Lou Macari og
Arthur Albiston. Af einhverjum ástæðum var
lítið um liðið fjallað á síðum hins geðþekka
tímarits Vogue.
Frá United lá leið Jordans til Ítalíu, þar sem
hann gekk einmitt til liðs við AC Milan. Hefur
hann alla tíð borið félaginu og borginni vel
söguna. Skyldi sú afstaða hafa breyst í vik-
unni?
Upprisa
Hákarla-
Jörundar
Gattuso fór í
vöðlur sægarps-
ins úr Hrísey
Gennaro Gattuso starir ofan í hákarlskjaftinn á San Siro í vikunni. Joe Jordan er ekki týpan sem lætur vaða yfir sig.
ReutersVikuspegill
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Joe Jordan hefur víða
komið við á þjálf-
araferli sínum. Hann
vann fyrst með Harry
Redknapp hjá Ports-
mouth og ílentist þar
eftir að Redknapp
hvarf á braut í fyrra
skiptið. Starfaði undir
stjórn Velimirs Zajec
og Alains Perrins og
stjórnaði liðinu meira
að segja í tveimur
leikjum árið 2005 áð-
ur en Redknapp sneri
aftur. Jordan fylgdi
Redknapp til Totten-
ham 2008.
Hollur
Redknapp