SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Page 18
18 20. febrúar 2011
Hjónin á Önundarhorni undir Eyjafjöllum, Sigurður Þór Þórhallsson og Poula Kristín Buch, glíma við náttúruna, stjórnvöld og banka í kjölfar hrunsins og eldgossins.
Þ
að er nánast ómerkjanlegt á
vegskiltinu hvar Önundarhorn
er staðsett, þar sem það er sand-
blásið eftir öskufokið af Eyja-
fjallajökli. En ef ekið er niður meðfram
Svaðbælisá er það fyrsti bærinn sem verð-
ur fyrir manni. Eins og vant er, er vel tekið
á móti gestum í sveitinni, kaffi í bollum og
sykraðar rúsínur í skál, en ekkert sykrað
við umræðuna.
„Við erum í sömu stöðu og þegar eld-
gosið byrjaði,“ segir Sigurður Þór Þór-
hallsson ómyrkur í máli. „Við erum í raun
í biðstöðu – það er algjör óvissa um hvað
verður um búskap á þessari jörð.“
Enn flæðir leirinn yfir
Á Önundarhorni er stunduð naut-
griparækt og mjólkurframleiðsla. En
Svaðbælisá og Bakkakotsá eru stærsta
vandamálið sem steðjar að búskapnum.
„Nú hækkar og hækkar farvegurinn í þeim
og það hefur áhrif á grunnvatnsstöðuna,“
segir Sigurður. „Eins og þú manst kom
leirflóð í árnar og það flæddi yfir tún og
fyllti skurði. Nú er sagan að endurtaka sig
hægt og bítandi, því fokið sem gerði
nokkra daga í desember skóf sandinum í
efstu skurði, fyllti þá og svo berst hann
áfram niður í túnin, þannig að fleiri
hundruð metrar eru bara sandskaflar.
Þetta er því að fyllast smám saman aftur út
af framburði Svaðbælisár. Og við erum á
nákvæmlega sama stað og í gosinu, ef eitt-
hvað er, þá er óvissan meiri.“
Hann þagnar eitt augnablik.
„En við getum víst ekki kennt bank-
anum um það, þó að það væri nú gott,“
klykkir hann út með og hlær.
„Þó að hann sé máttugur,“ skýtur Poula
Kristín Buch inn í, eiginkona Sigurðar.
„Flestir bændur eru að spekúlera í að
kaupa áburð, en það er hægt að gleyma
því á þessari jörð – í raun er allt að verða
ein mýri,“ heldur Sigurður áfram. „Við
getum því ekki tekið eina einustu ákvörð-
un um nokkurn hlut. Maður kaupir ekki
áburð fyrir fimm milljónir og svo eyði-
leggst það. Auk þess er ekki hægt að keyra
um efstu túnin, sem liggja næst ánni. Þau
eru gegnsósa, í raun ónýt. Og búskap-
urinn byggist á því að fá hey. Nágranni
okkar endurræktaði eitt túnið, en bara á
nokkrum dögum í desember, í roki með
ösku, varð það ónýtt. Það þarf að vinna
allt upp aftur.“
Hann bendir upp í fjallið.
„Snjórinn er besti vinur okkar – og
okkar helsta von að hann haldist fram yfir
Jónsmessu.“
„Sumarið var svo gott,“ segir Poula, „að
maður var orðinn bjartsýnn. Á meðan
gróðurinn var urðum við lítið vör við
öskuna. En fyrir jól og aftur í janúar vökn-
uðum við upp við vondan draum, það sást
varla á milli húsa í öskumistri. Þá áttuðum
við okkur á að þetta var ekki nærri búið.
Þegar ég keyrði heim úr vinnu varð ég að
stoppa uppi á þjóðvegi, því ég lenti öskus-
kafrenningi, svo það buldi á bílnum. Það
stórsér á tækjum og húsum og traktorinn
þurfti að fara í dýra viðgerð. Viðlagasjóður
bætir hinsvegar aðeins tjón sem verður
þegar askan fellur, en kallar það óbeint
Ekkert dregið úr
óvissu frá eldgosi
Það mæðir ekki lítið á ábúendum á Önundar-
horni undir Eyjafjöllum, fyrst kom bankahrun og
svo eldgos. Tekið var hús á Sigurði Þór og Poulu,
sem segjast enn búa við algjöra óvissu.
Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Ljósmyndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is