SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Side 21

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Side 21
20. febrúar 2011 21 Staða margra bænda á Suðurlandi er alvarleg, en þó ekkert mjög ólík því sem aðrar atvinnugreinar standa frammi fyrir, að sögn Runólfs Sigursveinssonar, ráð- gjafa hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. „Þetta gengur mjög hægt,“ segir hann. „Það eru að verða tvö og hálft ár frá því ósköpin dundu yfir og því miður eru búin mörg sem ekki hafa neina fótfestu ennþá, hvernig málum þeirra reiði af í bönkunum. Það hefur gengið hægt að fá varanlegar lausnir, sér- staklega fyrir bændur.“ Þol fólks ekki endalaust Þær lausnir sem hafa verið í boði eru að mati Run- ólfs ekki ákjósanlegar. „Það sem er til dæmis í boði hjá Arion banka gagnvart skuldsettum búum er eitt rekstrarlán, sem miðast við hvað reksturinn getur tek- ist á við af greiðslum, og síðan töluverður stabbi af öðrum lánum, sem eru sett sem biðlán til þriggja ára,“ segir hann. „Í raun og veru veit enginn hvað gerist eftir það. Það er mjög erfitt fyrir þessar fjölskyldur að takast á við stöðuna þegar óvissan er svona mikil um hvað fram- tíðin ber í skauti sér. Það setur allar fjárfestingar og uppbyggingu til framtíðar í uppnám. Og fólkið sem lendir í þessu er kynslóðin sem ber framleiðsluna uppi næstu áratugi, en það er ljóst að sum þessara búa munu ekki gera það.“ Ef svo heldur áfram sem horfir er líklegt að einhver bú muni leggjast af. „Þol fólks er ekki endalaust að takast á við óvissu,“ segir Runólfur. „Ég hygg að ein- hverjar fjölskyldur muni einfaldlega segja sem svo að nú sé nóg komið og leita sér að öðrum störfum.“ Svo bættist eldgosið ofan á bankahrunið. „Áhrifa- svæði eldgossins er ekki mjög stórt að umfangi, en það hefur raunveruleg áhrif á allmörg bú á einn eða annan hátt,“ segir Runólfur. „Bjargráðasjóður hefur komið til móts við ákveðið tjón sem varð, veitt aðstoð varðandi heykaup og í sum- um tilvikum sinnt flutningum á gripum á önnur svæði. En þessi fjárhagslegi skellur sem búin urðu fyrir er ekki allur kominn fram og við vitum ekki hver hann verður. Allvíða þarf að takast á við endurræktun túna, sem vonandi fæst stuðningur til að takast á við í gegnum Bjargráðasjóð.“ Gerist ekki á einu vori – Eru til fjármunir þar? „Það er rétt að taka fram, að stjórnvöld veittu fjár- muni í Bjargráðasjóð sérstaklega út af gosinu. En það er ljóst að sá tímarammi sem þar var miðað við teygir sig yfir lengri tíma. Það var miðað við að tjónamati yrði lokið á vordögum og bætur þá greiddar út, þ.e. reglu- gerðin um Bjargráðasjóð rennur út í apríl. Ég vonast til að hægt verði að ná fram breytingu á því og framlengja tímann um eitt ár til viðbótar.“ – Í þessu sem öðru þarf fólk að búa við óvissu, t.d. á Önundarhorni? „Þetta er allt til bráðabirgða og þau þurfa að takast á við endurræktun í heild sinni á jörðinni. Það gerist ekki á einu vori.“ Óvissan mikil um framtíðina að þetta gerist ekki árið 2011 – við höfum svo mikið af tækjum og tólum til að bjarga okkur,“ segir Sigurður. „En ég er orðinn hugsi yfir því, hvort það sé framkvæmanlegt.“

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.