SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Page 31

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Page 31
20. febrúar 2011 31 E dda Arnljótsdóttir leikkona fæddist 22. nóvember 1964. Hún er dóttir hjónanna Lovísu Sigurðardóttur menntaskólakennara og Arnljóts heitins Björnssonar hæstaréttadómara. Edda ólst upp í Reykjavík og var æskuheimilið í Hjálmholti. Hún er næstelst fjögurra systkina, en eldri systir hennar er Þórdís og yngri systk- inin eru þau Sigurður og Ingibjörg. Hún gekk í grunnskóla í Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla Íslands (ÆSKHÍ), sem flestir kölluðu einfaldlega Æfinga- skólann. Að því loknu lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík þaðan sem hún útskrifaðist árið 1984. Tveimur árum síðar hóf Edda nám við Leik- listarskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist 1990 og hefur hún starfað hjá Þjóðleikhúsinu síðan. Þar hefur hún leikið í fjölmörgum sýningum og er meðal leikara í verki Arthurs Miller, Allir synir mínir sem frumsýnt verður 4. mars næstkomandi, auk þess sem hún leikur í Ballinu á Bessastöðum og Íslandsklukkunni um þessar mundir. Eiginmaður Eddu er Ingvar E. Sig- urðsson leikari og eiga þau börnin Áslák sem er tvítugur, Snæfríði sem er 19 ára, Sigurð sem er á þrettánda ári og Hring sem er að verða tólf. Þriggja ára þokkadís brosir sínu blíðasta hjá ljósmyndaranum. Sjálfsmynd við Dettifoss árið 1991. „Við Ingvar fórum í frábæra brúð- kaupsferð hringinn í kring um landið með frumburðinn Áslák.“ Systkinin. F.v. Þórdís, Edda, Ingibjörg og Sigurður. „Mamma tekur alltaf myndir af okkur með stjörnuljós um áramót.“ Sigurður og Hringur, tveggja og eins árs, glaðhlakkalegir að leika sér saman í rimlarúminu haustið 2000. Alla tíð hjá Þjóðleikhúsinu Myndaalbúmið Edda Arnljótsdóttir leikkona opnar myndaalbúmið sitt að þessu sinni. „Við Ingvar ásamt Snæfríði og Áslák í Herdísarvík 1995. Við fórum oft þangað á sumrin þegar börnin voru lítil.“ „Við Guðrún Gísladóttir lékum í Krabbasvölunum árið 1997. Það tók tvo tíma að setja skallann á.“ „Úr Sjálfstæðu fólki en myndin er tekin þegar við fórum á heimssýninguna í Hannover árið 2000.“ F.v. Arnar, Edda í hlutverki Finnu, Bergur Þór, Herdís og Steinunn Ólína. Átta ára í fjölskyldumyndatöku eftir að öll systkinin voru komin til sög- unnar. F.v. Lovísa með Ingibjörgu, Edda, Þórdís og Arnljótur með Sigurð. Nýstúdent með foreldrum sínum úti í garði í Hjálmholtinu. Ferming 9. apríl 1978. Í París 1982 ásamt Hörpu Arnardóttur. „Við vorum fjórar vinkonur að vinna í Þýskalandi og skelltum okkur til Par- ísar.“ Við útskriftina með vinkonunum úr menntaskólanum. F.v. Edda, Birna, Ásta, Harpa og Halla Margrét. Í Gróttuvitanum árið sem frum- burðurinn fermdist, 2004.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.