SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Page 38
H
ún ólst upp við kröpp kjör en giftist ung 89 ára gömlum millj-
arðamæringi og lifði óhamingjusöm til æviloka. Líf Playboy-
módelsins Önnu Nicole Smith var harmleikur frá upphafi til enda og
dularfullur og ótímabær dauði hennar skók heimsbyggðina. Það kom
því ekki á óvart að leikhúsmenn skyldu hafa löngun til að leggja út af lífi hennar
enda þótt fæstir byggjust kannski við að það yrði efni í óperu. Tónskáldið Mark-
Anthony Turnage og textahöfundurinn Richard Thomas voru á öðru máli og
ópera þeirra, sem heitir einfaldlega Anna Nicole, var frumsýnd á fjölum
Konunglegu óperunnar í Lundúnum fyrir helgina.
Sýningin fær misjafna dóma. Gagnrýnandi The Independent er
nokkuð hrifinn, gefur sýningunni þrjár stjörnur af fimm
mögulegum. Hann er jákvæður í garð tónlistar og
texta og segir sýninguna kraftmikla
og sjónræna. Honum þykir Eva-
Maria Westbroek fara vel með hina
ungu og saklausu Önnu Nicole en
hvetur hana til að sleppa
betur fram af sér beisl-
inu þegar líður á
sýninguna. Hlut-
verkið sé safaríkt
og ef til vill taki
það Westbroek
tíma að vaxa inn
í það.
Gagnrýnand-
anum þykir sagan á
löngum köflum átakanleg,
einkum lánist höfundum
að draga upp dapurlega
mynd af dauða sonar Önnu
Nicole, Daniels. Harmakvein móðurinnar
minna hann helst á Dídó Purcells.
„Rétt efni á réttum tíma,“ segir í niðurlagi um-
sagnarinnar. „Anna Nicole dregur Bandaríkin fyrir
dóm: Verkið minnir okkur á að við höfðum allt, en
köstuðum því á glæ. Hún er ekki bara tragísk kvenhetja:
hún er ris og fall hins vestræna óhófs í sjálfu sér. Vandinn
er bara sá að þessi ópera er fullmeðvituð um það.“
Óperurýnir The Guardian er ekki eins jákvæður. Gefur
sýningunni aðeins tvær stjörnur. Hann býsnast yfir
hamaganginum kringum uppfærsluna og þykir aðstand-
Teitinni lýkur alltaf, segir móðir Önnu Nicole Smith í
nýju óperunni sem frumsýnd var í Lundúnum fyrir
helgi. Það voru svo sannarlega orð að sönnu.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Anna Nicole
Smith heitin.
Reuters
Teitinni
lýkur alltaf
Eva-Maria Westbroek,
sem fer með titilhlut-
verk, leyst út með
blómum í leikslok.
38 20. febrúar 2011
V
erðbólgan var á yfirsnúningi og atvinnulíf nærri þroti þegar
ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum vorið
1983. Strax var gripið til róttæktra ráðstafana, meðal annars
setningar bráðabirgðalaga sem tóku launavísitölu úr sam-
bandi. Hins vegar hækkuðu lánin og framfærsla áfram og var í því efni
talað um misgengi. Fólk sem var að koma þaki yfir höfuðið taldi sig
hlunnfarið og stofnaði Sigtúnshópinn, með Ögmund Jónasson í forystu.
Lögum sem afnámu samningsrétt var mótmælt víða, meðal annars
með undirskriftasöfnun á vegum launþegahreyfingarinnar sem 35 þús-
und manns tóku þátt í. Fjölmennur útifundur var haldinn á Austurvelli
þar sem listar söfnunarinnar voru afhentir. Er myndin hér til hliðar af
þeim atburði.
„Eru ekki heimilisföng þeirra sem skrifuðu undir með?“ voru við-
brögð Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra þegar hann tók við
listunum. Í ævisögu ráðherrans og víðar hefur komið fram að ætlun
Steingríms hafi verið að senda þeim sem skrifuðu nöfn sín á listann bréf,
útskýra þar nauðsyn laganna og að tilgangurinn helgaði meðalið.
„Átti að búa til svartan lista í stjórnarráðinu? Gera samræmda skrá yf-Steingrímur Hermannsson tekur við undirskriftalistanum úr hendi Ásmundar Stefánssonar.
Morgunblaðið/Kristinn
Myndasafnið 11.10. 1983
Hvar eru
heimilisföngin?
Frægð og furður