SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Qupperneq 41

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Qupperneq 41
20. febrúar 2011 41 LÁRÉTT 1. Fer lítillega upp hól vegna peninga. (9) 4. Flug jurta að lífverum. (10) 8. Belja í ofsa er að útskýra of mikið. (7) 9. Tap í skák í hluta skákborðs er mælitæki. (7) 10. Ílát með erlendum gögnum og línu er á lista yfir fólk. (9) 13. Skemma bænahús með fræðigrein. (10) 14. Eftir umsagnir um verk drapst Mar. (8) 15. Rík af því að snúa baki við töframanni. (5) 16. Settu snauða í að láta í ljós á flóknari hátt. (7) 17. Söngur sveitar sem fjallar um sveit. (10) 20. Fimm eða herbergi þarf í stofnun. (10) 24. Seiði sem Lars fann við Glerá. (8) 25. Árar fá eitthvað frá ertum. (8) 27. Hefur fanginn kúrsinn? (8) 28. Hreyfi hljómsveitir með tækjum notuðum í verk- smiðjum. (8) 30. Upp flokkur í fjarlægt hérað. (8) 32. Spilltust er ég þegar ég flækist í flötum. (13) 33. Klumpar eru ekki í krónu. (6) 34. Dreifa fyrir Elías og drepa í leiðinni. (9) LÓÐRÉTT 1. Herma eftir fyndni? (9) 2. Pardusdýr missir saur fyrir skreytta. (5) 3. Hjali startar einhvern veginn vegna krydds. (11) 5. Erlendir skornir og settir saman aftur. (7) 6. Kvalin sat rugluð á svæði. (9) 7. Drykkur óþokka. (5) 9. Hey! Hefur ekki TM fundið konu. (7) 11. Samþykkt af einbeittu. (7) 12. Fíli tel ég aftur það að gera sem minnst. (7) 15. Sker fyrir slæmar. (6) 18. Gan með titla og mikilvægt tæki. (9) 19. Ger ofn og menn úr ónothæfum. (10) 20. Binda blautt og fullgilda. (9) 21. Hálfgerð unun með glingur hjá ungmennum. (9) 22. Besti hluti stórhýsis er sú sem er hvorki lóðrétt né lárétt. (7) 23. LI-tákn er það sem gerir háan aldur sýnilegan. (9) 26. Frekar sífelldur en hálfgerð frjáls dama. (8) 29. Peningalaus stólpi. (5) 31. Ræna úr „The Waste Land“ eftir T.S. Eliot. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn ásamt úr- lausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykja- vík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 20. febrúar rennur út 24. febrúar. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 27. febrúar. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 13. febrúar er Valdís Björgvinsdóttir, Lækjargötu 32, Hafnarfirði. Hún hlýtur í verðlaun bókina Týnda rósin eftir Serdar Özkan. Ugla gefur út. Krossgátuverðlaun 26. Reykjavíkurskákmótið sem hefst hinn 9. mars nk. er elsti reglulegu alþjóðlegi viðburð- urinn sem ber nafn höfuðborg- arinnar. Mótið er fyrir löngu orðið þekkt stærð í skákheim- inum og er nú haldið ár hvert. Það fór fyrst fram í Lídó árið 1964 og hálfrar aldar afmæli verður því fagnað árið 2014. Aldamóta- árið 2000 fór það í fyrsta sinn fram í Ráðhúsi Reykjavíkur sem verður vettvangur þess nú. Þátt- takan virðist ætla að slá öll met; 170 skákmenn eru skráðir til leiks, þar af 108 erlendir skák- menn frá meira en 30 löndum. Mótið er öllum opið og yngstu íslensku þátttakendurnir eru sjö og átta ára gamlir. Í framtíðinni gætu Reykjavíkurskákmótin haft burði til þess að keppa við sterk- ustu opnu mótin þau sem fram fara á Gíbraltar og í Moskvu. Munurinn liggur helst í því að mótshaldarar þar reisa alls kyns stigagirðingar. Í A-flokki Aeroflot-mótsins sem lauk í Moskvu á miðviku- daginn var gert ráð fyrir að þátt- takendur hefðu a.m.k. 2.550 elo- stig. Mótið hefur verið kjörinn vettvangur fyrir unga og metn- aðarfulla skákmenn. Að þessu sinni létu ýmsir fastagestir sig þó vanta. Þekktasti keppandinn var Gata Kamsky, sem eins og skák- unnendur vita gerðist banda- rískur ríkisborgari eftir opna New York-mótið 1989 og tefldi um FIDE – heimsmeistaratit- ilinn við Karpov sjö árum síðar. Á síðasta ári vöktu tveir skákmenn frá Víetnam mikla athygli og annar þeirra, Le Quang, sigurvegarinn frá því í fyrra var aftur mættur til leiks og aftur hafði hann sigur en þurfti þó að deila 1. verðlaunum eftir að hafa náð vinningsfor- ystu þegar skammt var til loka: 1.-3. Le Quang, Vitiugov og Tomashevsky báðir frá Rúss- landi 6½ v.(af 9) 4. – 10. Khismatullin, Yangvi, Rods- htein, Kasimdzhanov, Kamsky, Mamedov og Cheparinov 6 v. Keppendur voru 86 talsins. Gata Kamsky byrjaði vel en í 5. umferð var hann bókstaflega skotinn í kaf af áðurnefndum Le Quang og í sjöttu umferð biðu hans sömu örlög er hann mætti lítt þekktum kínverskum skák- manni sem vann þar einn glæsilegasta sigur þessa öfluga móts. Nafn hans tónar ágætlega við þá bráðsnjöllu leiki sem hann finnur eftir að byrjuninni sleppir: Aeroflot open 2011; Gata Kamsky – Liren Ding Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Re2 Be7 8. c3 Heimsmeistarinn Anand byggði stöðu sína upp svipað í nokkrum þekktum skákum við Alexei Shirov. 8. … 0-0 9. Be3 f6 10. g3 Db6 11. Dd2 fxe5 12. dxe5 Hd8 13. Bh3 d4! Upphafið að snarpri atlögu. 14. Bf2 d3! 15. Rc1 15. Dxd3 má svara með 15. … Rdxe5! o.s.frv. Rf8 16. b3 Da6 17. a4 b5 18. 0-0 Bb7 19. Ha2 b4 20. c4 Ra5 21. Be3 Rxc4! Hárrétt fórn því að svartur getur myndað öflugan peðaher á drottningarvængnum. 22. bxc4 Dxc4 23. f5 exf5 24. Bxf5 Dd5 25. Bxd3 c4 26. Bb1 Dc6 27. De1 Rg6 28. Haf2 Rxe5 29. Re2 29. … Hd3! Annar glæsilegur leikur. Rybka „mælir með“ 29. … Rxf3+ ásamt 30. … Dxa4. 30. Red4 Dd5 31. Bxd3 Rxd3 32. Dd2 Rxf2 33. Hxf2 Hf8 34. h4 c3 35. Dd3 Bc5! Hvítur getur sig hvergi hrært þó hann sé manni yfir. Leppunin eftir skálínunni a7-g1 ræður úr- slitum. 36. Bf4 Hd8 37. Be5 He8 38. Bf4 He1+! 39. Hf1 Dxf3! 40. Dxf3 Bxd4+ – og Kamsky gafst upp. Hann gaf sig ekki og vann þrjár síðustu skákirnar. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Stóru opnu mótin í Moskvu, Gíbraltar og Reykjavík Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.