SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Qupperneq 42

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Qupperneq 42
42 20. febrúar 2011 Málið El ín Es th er Ef það sé stuð, þá verður gaman! V iðtengingarhátturinn er á undanhaldi, eftir því sem fram kom í viðtali við Hildi Ýri Ís- berg í Morgunblaðinu hinn 8. febrúar sl. Þessi frétt sætti svo miklum tíðindum að daginn eftir sló leiðarahöf- undur blaðsins upp fyrirsögninni „Forð- umst flatneskjuna“ og tók undir með Hildi Ýri að vissulega ætti viðtenging- arhátturinn í vök að verjast, til dæmis í óbeinni ræðu sem fréttaflytjendur gripu oft til en notuðu þá sagnir í fram- söguhætti í stað viðtengingarháttar. Þekkt er að viðtengingarháttur var með því fyrsta sem vel talandi Vest- uríslendingar misstu úr máli sínu og áleit Haraldur Bessason, prófessor í Winnipeg og síðar rektor Háskólans á Akureyri, það vísbendingu um yfirvofandi undanhald viðtengingarháttar á Íslandi – eins og nú er komið á daginn. Viðtengingarháttur lætur „í ljós ósk, vafa, skoðun, eitthvað sem bundið er skilyrði eða er óraunverulegt“, svo vitn- að sé í upphaf BA-ritgerðar Hildar Ýrar á skemman.is, sem umrædd frétt byggist á. Stundum kallar samhengið líka á við- tengingarhátt því að sum tengiorð krefj- ast viðtengingarháttar í svokölluðum at- vikstengingum: „nema“, „til þess að“, „svo að“, „þó að“, „þótt“, „enda þótt“. Þægilegast er fyrir almenna málnotendur að finna viðtengingarhátt með því að setja „þótt“ fyrir framan sögnina – og á þá hefðbundin máltilfinning að framkalla viðtengingarháttinn, sbr. „þótt hann drykki“ úr Gamla Nóa, þar sem þátíðin í „þá samt bar hann prís“ kallar á þátíð en ekki nútíð (sem væri: „þótt hann drekki“). Hildur Ýr gerir grein fyrir því að við- tengingarháttur hafi vikið úr grann- málum okkar (þar sem beygingar hafi líka almennt þróast til einföldunar) en leiðarahöfundur Morgunblaðsins er ekki til með að leggjast í þá einföldunarleti og vill halda í blæbrigðin sem viðtenging- arhátturinn bjóði upp á. Rannsókn Hildar Ýrar byggist á könn- un sem hún lagði fyrir tvo hópa fólks. Annar var yfir fimmtugt og hafði gott vald á viðtengingarhætti. Hinn hópurinn var 13-14 ára unglingar og þar sættu mörg sig við setningar sem hin eldri töldu ótækar. Unglingarnir gátu ekki heldur beitt viðtengingarhætti þátíðar fátíðra sagna að eigin frumkvæði þótt þau hafi kannast við hann þegar þau sáu hann. Sláandi dæmi sem tekið var upp í fréttinni er að í stað þess að segja ég kæmist ekki á laugardaginn þótt hann byði mér þá segi krakkarnir þótt hann bauð mér. Greinilegt er að stór hluti unglinganna (oft um fjórðungur) er mjög óöruggur í notkun viðtengingarháttar og sýnir svo mikla staðfestu í óöryggi sínu að hægt er að tala um vísi að málbreytingu ef ekkert væri að gert. Á hitt er þá að líta að notkun viðtengingarháttar er alls ekki einfalt fyrirbrigði og vefst fyrir mörgum þótt eldri séu og lærð í málfræðum. Og okkur skortir samanburðargögn sem sýni á hvaða aldri börn og unglingar á fyrri tíð hafi tileinkað sér þær flóknu reglur sem þarna búa að baki. Þá má ekki gleyma rannsóknum Hrafnhildar Ragnarsdóttur á menntavísindasviði HÍ sem leiða í ljós að málnotkun íslenskra unglinga virðist ekki þróast áfram í þá átt að unglingar noti fleiri orð og flóknari setningar – eins og gerist meðal jafnaldra þeirra í ná- grannalöndum. Ef til vill er viðtenging- arhátturinn jafn seintekinn og hinar flóknu setningagerðir. Þekking á málþróun og málbreyt- ingum er að verulegu leyti byggð á því sem hefur gerst í samfélögum þar sem skólaganga ungmenna hefur ekki verið neitt í líkingu við það sem hér og nú tíðk- ast. Því má það að mörgu leyti einu gilda þótt tungumál hafi þróast með ýmsum hætti í aldanna rás þegar kemur að því að móta málstefnu og fylgja henni eftir á vorum dögum. Almenn skólaganga og þaulmenntaðir kennarar skapa nú áður óþekkt tækifæri til að hafa áhrif á málþróun og stýra henni. Í framtíðarsýn okkar og kennsluáætlunum er sjálfsagt að gera áfram ráð fyrir viðtengingarhætt- inum þótt hann vefjist eitthvað fyrir unglingum sem eru enn að taka út mál- þroska – eins og viðtengingarháttur hef- ur ef til vill gert fyrir þeim unglingum sem eru nú komnir yfir fimmtugt. „Ef það sé sunnu- dagur þá sé messa“ ’ Á hitt er þá að líta að notkun viðtenging- arháttar er alls ekki einfalt fyrirbrigði og vefst fyrir mörgum þótt eldri séu og lærð í málfræðum. Tungutal Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is S tockholmsmässan, uppskeruhá- tíð sænskra og raunar einnig alþjóðlegra húsgagna- og inn- réttingahönnuða í Svíaríki, brestur venjulega á um þetta leyti árs. Þetta er elsta samfellda kaupstefna sinnar tegundar á Norðurlöndum, og núorðið sú stærsta. Samt hefur Stokk- hólmsmessan verið nokkuð í skugga sambærilegrar uppákomu í Bella Center í Kaupmannahöfn, a.m.k. meðal þeirra sem gera út á háþróaða hönnun. Má vera að Danir njóti þar ótvíræðra yfir- burða sinna í húsgagnahönnun til margra áratuga. En í tilefni af 60 ára af- mæli Stokkhólmsmessunnar blésu að- standendur hennar til nýrrar sóknar; hún hefur aldrei verið stærri eða fjöl- breyttari segja þeir sem gerst vita: heilir 40.000 fm voru lagðir undir 720 sýn- ingarbása frá 26 löndum. Eins og endranær tefldi messan fram einum erlendum stjörnuarkitekt til að krydda uppákomuna; í ár var það ísraelski hönnuðurinn Arik Levy. Til- nefning Levys virtist bera tilætlaðan ár- angur; svæði til afslöppunar sem hann hannaði miðsvæðis var firna vinsælt meðal sýningargesta og sjálfur var hann til viðtals í öllum fjölmiðlum. Það er nokkuð fyrirséð hverjir sækja svona uppákomur: hönnuðir að sýna það sem þeir hafa haft fyrir stafni undanfarið ár og sjá það sem starfs- bræður þeirra eru að sýsla við, fram- leiðendur að kynna og selja verk eigin hönnuða, fulltrúar hönnunarverslana og stórmarkaða að kaupa inn fyrir næsta haust og svo áhangendurnir: tísku- bloggarar í leit að uppákomum og trendum og blaðamenn með sérstakan áhuga á hönnun. Sennilega er „venju- legur“ almenningur í minnihluta meðal sýningargesta, því aðgangseyrir er rúmlega 4000 íslenskar krónur á mann. Á sýningartímanum var álagið auð- vitað mest á sýningarsvæðinu í Älvsjö, um hálftíma akstur suðvestan við Stokkhólm, en á sama tíma var einnig að finna mýgrút af hönnunaruppá- komum í miðborginni undir merkjum opinberrar Hönnunarviku. Þar voru nýjungar kynntar og margskonar góð- gjörningur, léttvín og fingrafæði, not- aður til að laða að gesti. Ef vel var að gáð, leyndust þar einnig verk eftir ís- lenska hönnuði eins og Guðbjörgu Ingvarsdóttur og Siggu Heimis. Á stærð við margar Kringlur Eiginlega er ekki fyrir óvana að kunna fótum sínum forráð á svona kaupstefnu. Sýningarsvæðið er á stærð við margar íslenskar Kringlur, og fyrir utan það sem gerist í sjálfum sýningarbásunum er ýmislegt annað sem kallar á athygli sýningargesta. Herskari af föngulegum ungum stúlkum kynnir tísku- og hönn- unartímarit frá ýmsum löndum, sem- ínör fara fram í hliðarsölum og hér og þar eru verðlaun afhent fyrir allt mögu- legt: fyrir besta skólaverkið á sýning- unni, fyrir besta hönnunargripinn á sýningunni og besta framlagið til „grænnar“ hönnunar, auk þess sem besti smásalinn í hönnunargeiranum fær viðurkenningu. Finnsk-sænski stjörnuhönnuðurinn og arkitektinn Eero Koivisto var með það á hreinu hvernig tíma manna væri best varið á kaupstefnunni. „Þarna eru þrír skálar, A, B og C; í þeim fyrst- nefnda er að finna það sem máli skiptir, hinum tveimur má sleppa nema þú sért að leita þér að nýmóðins eldhúsinnrétt- ingu eða jólaskrauti.“ Að vísu tók Koi- visto ívið djúpt í árinni; það var vissu- lega hægt að finna góða hönnun víðar en í skála A, til dæmis góðan textíl, eldhúshönnun og ýmislegt fleira í skála B. Hins vegar var skáli C eins og alls- herjarmarkaður; enginn þeirra blaða- manna sem ég var í sambandi við hafði uppi áform um að koma þar inn fyrir dyr. Jafnvel þótt þar væri að finna sýn- inguna Icelandic Contemporary Design, sem verið hefur á ferðalagi víða um lönd. Því má leiða að því getum að á Stokkhólmsmessunni hafi sú sýning tæplega ratað til sinna. En það var öldungis rétt hjá Koivisto að í skála A tjölduðu framleiðendur því sem þeir töldu eiga mest erindi við kröfuhörðustu aðdáendur húsgagna- hönnunar. Þar var að finna það helsta sem norrænir hönnuðir, einkum og sér- ílagi Svíar, eru að gera um þessar mundir og vísbendingar um þróunina í alþjóðlegri húsgagnahönnun. Í skála A er einnig að finna Gróðurhúsið (Green- house), en það er vettvangur fyrir nem- endahönnun af ýmsu tagi. Eins og endranær mátti finna þar skipulegar samsýningar á borð við UNG8, sem er yfirlit yfir helstu nýmæli í sænskri hönnun og sýningarbása frá helstu hönnunarskólum á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Meira um það nýja- brum seinna. Afturhvarf til handverks og náttúru Hvað var svo hægt að lesa út úr því sem sýnt var í A-deildinni? Það sló fleiri en þann sem þetta skrifar að menn væru óðum að hverfa aftur til góðs handverks og hefðbundinna efniviða. Sjálfum fannst mér markvert að stórfyrirtæki á borð við Kartell, sem sérhæfir sig í plexígleri og plastefnum, var ekki einu sinni með bás á svæðinu. Viður af ýmsu Viður og vist- væn hönnun Húsgagnamessan í Stokkhólmi hefur aldrei verið umfangsmeiri. Og norrænir hönnuðir hafa sjaldan komið eins sterkir út úr henni. Meiri áhersla var á klassísk viðmið og vist- væna framleiðsla en oft áður. Aðalsteinn Ingólfsson adalart@mmedia.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.