SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Síða 44
44 20. febrúar 2011
The Good Psychologist – Noam Shpancer
bbbnn
Þessi bók segir frá góðum sálfræðingi, eins og heiti hennar ber með
sér, ónefndum sálfræðingi sem hefur komið líf-
inu í fastar rökréttar skorður og beitir fræðunum
við dagleg samskipti hvort sem það er við sjúk-
lingana á sófanum, nemendurna í kvöldskól-
anum eða konuna í lífi sínu. Á daginn kemur að
það er ekki hægt að skipa málum á svo einfaldan
hátt, mannleg samskipti eru nefnilega ekki rök-
rétt og fyrirsjáanleg og sá sem maður áttar sig
síst á er maður sjálfur. Smám saman molnar
undan heimsmynd sálfræðingsins góða og fljót-
lega eftir að hann tekur að sér nektardansmey
sem getur ekki dansað nakin verður ljóst að framundan er árekstur
milli sálfræðingsins og einstaklingsins sem er á bak við fræðin.
Shpancer er sjálfur sálfræðingur og fyrir vikið er fullmikið af sál-
greiningu í bókinni og persónur klisjukenndar. Að því sögðu er þetta
forvitnileg bók og siðferðisglíma söguhetjunnar trúverðug.
The Imperfectionists – Tom Rachman bbbmn
The Imperfectionists segir sögu dagblaðs í and-
arslitrunum og um leið sögu fólksins sem vinnur
á því blaði eða vann eitt sinn á því. Bókinni er
skipt í kafla sem hver um sig er eins og smásaga,
en saga blaðsins, sem bandarískur auðkýfingur
stofnsetti í Rómarborg (blaðið er gefið út á
ensku), hnýtir kaflana saman, aukinheldur sem
persónur í bókunum skarast. Öll eru þau óham-
ingjusöm, hvert á sinn hátt, og setur svip sinn á
frásögnina að þau lifa að meira og minna leyti á
óhamingju annarra, á að skrifa frásagnir af
harmleikjum eins og Rachman rekur svo snyrtilega – þegar árásin á
tvíturnana er gerð kemur það sér vel að ritstjórnin er fullmönnuð
vegna fréttar af fjöldamorði í menntaskóla. Sú frásögn undirstrikar
hve Rachman þekkir vel til blaðamennskunnar þar sem hryllingur
er daglegt braut og hótfyndni skjól þeirra sem um þurfa að véla.
Bókin er hugvitssamlega saman súrruð, skipan hverrar frásagnar
úthugsuð og fléttan raknar upp á skemmtilega hátt undir það síðasta
þegar það rennur upp fyrir lesandanum hvers vegna blaðið varð til á
sínum tíma – sprottið úr óhamingju nema hvað.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Erlendar bækur
30. janúar – 12.
febrúar
1. Candida
sveppasýk-
ing – Hall-
grímur Þor-
steinn
Magnússon /
Salka
2. Máttur viljans
– Guðni Gunnarsson /
Salka
3. Léttir réttir Hagkaups – Frið-
rika Hjördís Geirsdóttir /
Hagkaup
4. Utangarðsbörn – Kristina
Ohlsson / JPV útgáfa
5. Prjónaklúbburinn – Kate Ja-
cobs / JPV útgáfa
6. Svar við bréfi Helgu – Berg-
sveinn Birgisson / Bjartur
7. Detox – Helen Foster /
Vaka-Helgafell
8. Skólaljóð – Ýmsir höfundar
/ Námsgagnastofnun
9. Blóðhófnir – Gerður Kristný
/ Mál og menning
10. Danskennarinn snýr aftur –
Henning Mankell / Mál og
menning
Frá
áramótum
1. Léttir réttir
Hagkaups –
Friðrika Hjör-
dís Geirs-
dóttir / Hag-
kaup
2. Almanak Há-
skóla Íslands 2011 – Þor-
steinn Sæmundsson / Há-
skóli Íslands
3. Candida sveppasýking –
Hallgrímur Þorsteinn Magn-
ússon / Salka
4. Svar við bréfi Helgu – Berg-
sveinn Birgisson / Bjartur
5. Utangarðsbörn – Kristina
Ohlsson / JPV útgáfa
6. Konur eiga orðið allan ársins
hring – Kristín Birgisdóttir /
Salka
7. Prjónaklúbburinn – Kate Ja-
cobs / JPV útgáfa
8. Furðustrandir – Arnaldur
Indriðason / Vaka-Helgafell
9. Ég man þig – Yrsa Sigurð-
ardóttir / Veröld
10. Jónína Ben – Sölvi Tryggva-
son / Sena
Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar,
Bókabúðinni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúðinni Iðu,
Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu stúdenta, Bónus,
Hagkaupi, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum-Eymundssyni og Sam-
kaupum. Rannsóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga
fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda.
Bóksölulisti
Lesbókbækur
Þ
að má merkilegt teljast að ekki skuli
fleiri þekkja til frönsku skáldkonunnar
Önnu Gavalda hér á landi; hún nýtur
gríðarlegra vinsælda í heimalandi sínu
og er heimsþekkt fyrir bækur sínar, aukinheldur
sem vinsæl mynd var gerð eftir einni bóka hennar
með stórleikkonunni Audrey Tautou, Ensemble,
c’est tout. Aðeins ein bóka hennar hefur verið gef-
in út á íslensku, smásagnasafnið Ég vildi óska að
einhvers staðar biði einhver eftir mér kom út í
Handtöskuseríu Stílbrots fyrir tveimur árum.
Heimsmynd Önnu Gavalda er ekki flókin og
eflaust finnst einhverjum hún ómerkileg. Í sem
stystu máli má orða hana svo: Ástin sigrar, enda
segja bækur hennar alla jafna frá ólánsömu fólki
sem frelsast frá sinni óhamingju þegar það upp-
götvar ástina. Gott dæmi um það er Ensemble,
c’est tout, sem heitir Hunting and Gathering upp
á ensku – sú bók Gavalda sem selst hefur best í
heimalandi hennar og sú sem var kvikmynduð. Í
henni segir frá þremur einstaklingum á jaðri sam-
félagsins; Camille, sem þjáist vegna erfiðrar æsku
og af lystarstoli, Philibert, fátækum aðalsmanni
sem þjáist af félagsfælni, og Franck, sem er reynd-
ar með vinnu en þjáist af samviskubiti og ofsa-
reiði. Öll ná þau saman að lokum, frelsast fyrir
ástina.
Aðrar bækur Gavalda eru áþekkar, til að
mynda La Consolante, sem kom út á ensku sem
Consolation 1. janúar síðastliðinn. Hún segir sögu
arkitekts sem er ástlausu sambandi við ótrúa sam-
býliskonu. Hann drekkir sér í vinnu til að forðast
sársaukafullar æskuminningar, en kemst ekki
undan því að taka á málunum; það er ekki fyrr en
hann gerir upp við fortíðina að hann getur tekist á
við framtíðina.
Líklega er best að lýsa bókum Önnu Gavalda
sem ástarævintýrum, því þó á þeim séu skugga-
hliðar og í þeim utangarðsfólk sem oft hlýtur
grimmileg örlög þá getum við treyst því að hinar
góðu aðalpersónur finni hamingjuna og hinar illu
fái makleg málagjöld. Fyrsta bók hennar var smá-
sagnasafnið sem getið er í upphafi, Je voudrais
que quelqu’un m’attende quelque part, og því var
geysivel tekið, seldist metsölu í Frakklandi og
hlaut bókmenntaverðlaun þar í landi. Það safn
hefur verið gefið út í 27 löndum. Næsta bók henn-
ar, skáldsagan Je l’aimais, vakti ekki minni at-
hygli, en í þeirri bók fjallar hún beint og óbeint um
hjónaband sitt sem lauk með sársaukafullum
skilnaði. Sú bók hefur einnig verið kvikmynduð.
Næst þar á eftir kom stutt unglingasaga, 5 kilos
d’espoir, og síðan Ensemble c’est tout, La Con-
solante og síðast L’Échappée belle. Fyrstu fimm
bækurnar eru fáanlegar á ensku og eflaust er verið
að þýða þá sjöttu.
Ástin sigrar
Franska skáldkonan Anna Gavalda skrifar ekki flóknar
bækur en það kemur ekki að sök – hún nýtur gríðarlegra
vinsælda í heimalandi sínu og víða um heim. Fáir virðast
þó þekkja hana hér á landi af einhverjum sökum.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Bækur Önnu Ga-
valda seljast í millj-
ónavís í heimalandi
hennar Frakklandi.