SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Qupperneq 15

SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Qupperneq 15
Hörmungarástand ríkir á Horni Afríku eða í Norðaustur-Afríku og nær það fyrst og fremst til Sómalíu, Kenía, Eþíópíu og Djíbútí. Þar hafa ver- ið mestu þurrkar í sextíu ár og er ekki búist við rigningu fyrr en í október, þannig að búast má við að ástandið versni enn frekar. Afleiðingarnar eru þær að upp- skeran bregst, búfénaður drepst og matvælaverð rýkur upp úr öllu valdi. Ástandið er alvarleg- ast í Sómalíu, þar sem geisað hefur borgarastyrjöld í tæpa tvo áratugi. Íslömsku öfgasamtökin El-Shabab, sem styðja Al Queda, hafa náð valdi á stærstum hluta Suður-Sómalíu, þar sem ástandið er sýnu verst, og neita tilvist vandans. Hafa samtökin lagt stein í götu sumra hjálparstofnana og torveldað hjálp- arstarf. 3,7 milljónir eru í hættu vegna matvæla- skorts á því svæði og hafa tvær milljónir ekki fengið neina aðstoð, samkvæmt fréttastofunni Reuters. Alls hafa þurrkarnir veruleg áhrif á líf rúmlega ellefu milljóna manna. Yfir hálf milljón barna er í lífshættu vegna alvarlegrar vannær- ingar, 1,6 milljónir til viðbótar eru vannærð og mikil sjúkdómahætta er á öllu svæðinu. Örygg- isleysi, matvælaskortur og þurrkar valda því að þúsundir leita betri lífsskilyrða í Mogadishu, höfuðborginni sem enn er barist um, en tugir þúsunda flýja til Kenía og Eþíópíu. Til þess þurfa margir að ferðast hundruð kílómetra fótgang- andi við erfið skilyrði, eins og Christopher Tidey, starfsmaður UNICEF, lýsir í meðfylgjandi grein undir yfirskriftinni Vegurinn til Dadaab. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Milljónir í skugga átaka og þurrka

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.