SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Page 30

SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Page 30
30 31. júlí 2011 Þ að hefur verið lærdómsríkt að fylgjast með viðbrögðum Norðmanna við voðaverk- unum, sem þar voru unnin fyr- ir viku. Samstaða þjóðarinnar er alger. Fólk hefur leitað styrks í þeirri samstöðu. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, hefur komið fram sem sannur landsfaðir. Þetta eru viðbrögð þroskaðrar þjóðar. Það hefur líka verið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum brezka þingsins vegna fjölmiðlahneykslisins þar í landi. Áður höfðu stjórnmálamenn bugtað sig og beygt fyrir fjölmiðlakónginum Rupert Murdoch, sem hafði deilt og drottnað í krafti fjölmiðla sinna með blíðmælgi eða hótunum og ofsóknum, peningum og mútum. Þegar eitt blaða hans notfærði sér hvarf og morð á unglingsstúlku sjálfu sér til framdráttar ofbauð brezku þjóð- inni, þingið sameinaðist, sem varla gerist nema á dimmustu dögum stórstyrjalda og hristi af sér ok blaðakóngsins. Vísbend- ingum um að hann ætlaði að reyna gamla takta á ný yrði áreiðanlega mætt með al- mennri fordæmingu. Alvarlegir atburðir í lífi þjóða geta sam- einað þær og forystumenn þeirra risið upp og orðið leiðtogar. Svo langt er hægt að ganga í ómerki- legum og svívirðilegum vinnubrögðum að heilum þjóðum ofbjóði og pólitískir andstæðingar sameinist um að tryggja meiri hagsmuni en sína eigin og flokka sinna. Þótt hrunið haustið 2008 sé einhver dramatískasti atburður sem orðið hefur í lífi íslenzku þjóðarinnar á lýðveldistím- anum hefur það ekki orðið til þess að sameina þjóðina. Kannski vegna þess að á yfirborðinu snýst það að mestu um pen- inga og peningar sundra yfirleitt fólki en sameina ekki. Þó er það svo, að hrunið á sér dýpri rætur. Það snýst ekki einvörðungu um peninga. Það snýst um samfélagsgerðina, samskipti og tengsl okkar í milli, hið lok- aða samfélag fámennisins, fjölskyldu-, vina- og kunningjatengsl. Ef við tökumst ekki á við þær rætur vandans verður nýtt hrun. Það eru hins vegar engar vísbendingar um að við sem þjóð ætlum að takast á við hinar dýpri ástæður hrunsins. Þvert á móti. Fyrstu misserin á eftir, á árinu 2009 og fram á árið 2010, fram að birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, var umræðum í landinu töluvert stýrt af neð- anjarðarhernaði hinna föllnu við- skiptafylkinga, sem höfðu greinilega fjár- muni til að skipuleggja gagnkvæma upplýsingaleka sem að verulegu leyti mótuðu fréttaflutning fjölmiðla. Þessi starfsemi féll niður að mestu eftir birt- ingu skýrslunnar, einfaldlega vegna þess að þá voru ekki lengur forsendur fyrir henni. Þegar allt er opið er ekki hægt að hafa stjórn á umræðum með völdum lek- um. Þótt skýrslan gæfi tilefni til að kafa dýpra í umræðum um ástæður ófaranna var það ekki gert m.a. vegna þess, að þeir sem mest móta þjóðfélagsumræður á Ís- landi, stjórnmálamenn, fjölmiðlar, há- skólastéttir, virtust ekki hafa áhuga á því. Af hverju ekki? Að auki er ljóst, að margir þeirra sem mest komu við sögu í aðdraganda hruns- ins eru enn virkir í íslenzku viðskiptalífi, ýmist beint eða óbeint. Er það sjálfsagt? Niðurstaðan er sú, að íslenzka þjóðin hefur aldrei náð því að sameinast í við- brögðum við hinum dýpri ástæðum ófar- anna haustið 2008. Og enginn af kjörnum fulltrúum hennar og forystumönnum hefur risið upp og orðið sá leiðtogi sem þjóðir þurfa á að halda við slíkar að- stæður. Höfum við misst af tækifærinu til að skapa slíka samstöðu? Sennilega. En það er hins vegar aldrei of seint að hefja opnar umræður um grundvallar- veikleikana í samfélagsgerð okkar. Þegar við horfum til Evrópu, úr þeirri fjarlægð, sem við búum við hér, sjáum við vel þá bresti sem eru í sameiginlegu gjaldmið- ilskerfi evruríkjanna en við sjáum ekki jafn vel brestina í okkar eigin þjóðfélags- gerð. Meginástæðan fyrir því að hér var ekk- ert gert í aðdraganda hrunsins þrátt fyrir óveðursskýin sem hrönnuðust upp vet- urinn 2006 og sumarið 2007 var sú, að við búum í lokuðu klíkusamfélagi og það hentaði ekki hagsmunum þeirra sem því réðu þá stundina að rugga bátnum með róttækum aðgerðum. Það hefur oft verið talað um pólitíska samtryggingu en í þessu tilviki var það samtrygging marg- víslegra hagsmunaafla, banka, flokka, hagsmunasamtaka og annarra aðila, sem gerði það að verkum, að ekki var brugðizt við. Þessi samtrygging er enn til staðar með svolítið öðrum formerkjum. Við sáum hana að verki í Icesave-málinu. Hún hefði ráðið ferðinni í því máli, ef þjóðin hefði ekki fengið tækifæri til að hafa síð- asta orðið. Það er hægt að fyrirgefa for- seta Íslands margt fyrir að veita henni það tækifæri. Og í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu sáum við líka hver lausnin er. Hún er sú að þjóðin sjálf taki allar meginákvarðanir um eigin mál í slíkum atkvæðagreiðslum. Hið beina lýðræði er svarið. En það verður ekki auðfengið. Hversu margir stjórnmálamenn á Íslandi hafa gengið fram fyrir skjöldu og hafið baráttu fyrir beinu lýðræði? Eru stjórnmálaflokk- arnir tilbúnir til að auka lýðræði í sínu innra starfi? Er verkalýðshreyfingin tilbúin til þess? Eru lífeyrissjóðirnir til- búnir til þess? Hluti af sálarkreppu hins lokaða klíku- samfélags er hræðsla við skoðanir. Á Ís- landi er helzt ekki hægt að ræða sjónar- mið sem sett eru fram á málefnalegum forsendum með öðru en skítkasti. Hér er fólk fordæmt fyrir að hafa tilteknar skoð- anir. Af hverju? Hvað er svona hættulegt við að annað fólk hafi aðrar skoðanir en maður sjálfur? Skoðanir voru að vísu taldar hættulegar í Sovétríkjunum og taldar ógna valdhöfum. En hverjum og hverju ógna skoðanir annarra hér? Það er ekki of seint að hefja þessar um- ræður. Kannski leiða þær til þess að við öðlumst þann þroska sem frændur okkar Norðmenn hafa náð og sýnt þessa dagana. Sálarkreppa hins lokaða klíkusamfélags Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is Á þessum degi, 30. júlí árið 1419, framkvæmdu tékkneskir hússítar (sem voru mótmæl- endur) fyrsta svokallað gluggakast sem varð að hálfgerðum sið hjá þessari annars frið- sömu þjóð. Ekki er um gluggakast að ræða eins og við þekkjum það, að einhver hendi stein í glugga, heldur köstuðu Tékkarnir fulltrúum yfirvaldsins, út um glugga. Presturinn Jan Zelivský var óánægður með fulltrúa valds og kóngs og leiddi reiðan almúgann að ráðhúsi borg- arinnar þar sem þeir stóðu fyrir mótmælum. Valds- mennirnir horfðu á almúgann út um glugga sína og svo kastaði einhver steini í Zelivský sjálfan úr einum glugg- anum. Fylgismenn hans trylltust og ruddust inn í ráð- húsið og hentu valdsmönnunum hverjum á fætur öðrum út um glugga hússins. Þrettán meðlimir borgarstjórn- arinnar létu lífið við fallið. Mikill órói var í Mið-Evrópu um þessar mundir og í framhaldi af þessu gluggakasti Tékkanna urðu mörg stríð þar sem kaþólska kirkjan sameinaði kaþólsku þjóðirnar í krossferðir gegn mót- mælendum í Tékklandi. En hússítarnir komu öllum á óvart og sigruðu áratugum saman margfalt ofurefli hinna kaþólsku herja. Þeir áttu eftir að halda velli meira og minna fram yfir 30 ára stríðið sem skall á rúmum 200 árum seinna. Enn áhrifameira varð gluggakast sem þeir frömdu árið 1617 en þá réðust fulltrúar mótmælenda að ráðhúsinu sem var stjórnað af kaþólikkum og aftur hentu þeir öll- um valdsmönnunum út um gluggana. Varð þetta upp- hafið að hinu hrikalega þrjátíu ára stríði sem lagði Mið- og Norður-Evrópu nánast í rúst. Inn í það stríð flæktust allar þjóðir svæðisins, allt frá Austurríkismönnum, Ungverjum og Tékkum til þýsku landanna, Frakka og norður til Skandinavíu en bæði Danir og Svíar tóku virkan þátt í hinum hrikalegu bardögum sem urðu á þessum 30 árum með tilheyrandi hryllingi fyrir saklausa borgara þessara landa. Valdahlutföllin í Evrópu voru gerbreytt að stríði loknu. Gluggakast er frekar kæruleysisleg þýðing á þessum tékkneska sið en hann varð svo alræmdur að nýyrði varð til um siðinn; defenestration. Þar sem de- kemur úr latínu og merkir út um, niðurúr eða frá og fenestra er latneska heitið á glugga. Mörg minni gluggaköst eru þekkt í sögu Tékklands og eftir seinni heimsstyrjöldina varð eitt mjög áhrifamikið, en það var þegar kommúnistar voru að fremja valdarán í landinu árið 1948. Foringi borgaralegu aflanna var Jan Masaryk sem var sonur fyrsta forseta landsins og það var alveg sama hvað mannorðsmorðvélar kommúnista unnu gegn honum, Jan Masaryk var elskaður af stórum hluta þjóðar sinnar. Í valdaráni kommúnista fóru þeir því og hentu honum út um glugga og uppdiktuðu síðan sjálfsmorðsútskýringar til að lægja óánægjuöldurnar. Þess ber líka að geta að Bohumil Hrabal, þeirra ástsælasti rithöfundur síðari tíma, lét lífið þegar hann féll út um glugga árið 1997. En hann fékk enga hjálp við það og fellur því ekki undir skilgreininguna á defenestration. borkur@mbl.is Gluggakast Tékka Frægt síðari tíma gluggakast er þegar Jan Masaryk, for- ingja hógværu borgaralegu aflanna í Tékklandi, var hent út um glugga af kommúnistum. ’ Fylgismenn hans trylltust og ruddust inn í ráðhúsið og hentu valdsmönnunum hverjum á fætur öðrum út um glugga hússins. Þrettán meðlimir borgarstjórn- arinnar létu lífið við fallið. Frægt var gluggakast Tékka 30. júlí 1419 en enn frægara varð gluggakast þeirra árið 1618. Vegna þessa varð til ný- yrðið defenestration í mörgum tungumálum. Á þessum degi 30. júlí 1419

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.