Monitor - 20.04.2011, Síða 33

Monitor - 20.04.2011, Síða 33
Popp- korn 33MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 Monitor Komið er á hreint hverjir fara með aðalhlutverkin í nýjustu kvikmynd leikstjórans Woody Allen. Þau Jesse Eisenberg, Ellen Page, Alec Baldwin og Penelope Cruz verða stjörnur myndarinnar sem hefur ekki fengið nafn ennþá. Cruz lék einmitt í kvikmynd Allen, Vicky Christina Barcelona og hlaut Óskarinn fyrir en hin þrjú hafa aldrei unnið með leikstjóranum áður. Tökur hefjast í sumar og fara fram í Róm á Ítalíu.s. James Franco virðist ætla sér um of en hann er orðaður við fjölda kvikmynda á næstunni. Ein ný hefur bæst í safnið en það er kvikmyndin The Stare sem svipar örlítið til Black Swan hvað varðar söguþráð. Myndin segir frá rithöfundi, leiknum af Winonu Ryder, sem sér sýnir og skilin milli raunveruleika og drauma verða óskýr. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Jay Anania sem er einmitt fyrrverandi kennari Franco í NYU háskóla. Mikil spenna ríkir fyrir kvik- myndinni Cowboys & Aliens og í vikunni var stikla í fullri lengd sett á vefsíðu Apple. Sagan segir frá minnislausum manni leiknum af Daniel Craig sem ráfar inn í bæinn Absolution sem er stýrt af hershöfðingjanum Dolarhyde leiknum af Harrison Ford. Mikil ringulreið skapast er geimverur ráðast inn í bæinn og allt fer í rugl í þessari furðulegu kvikmynd þar sem allar gerðir kvikmynda virðast blandast saman í eina. Nýjasta kvikmynd Will Ferrell mun líklega slá í gegn en hún gerist alfarið á spænsku. Ferrell leikur senjorinn Armando og hefur greinilega lagt mikið í að þjálfa spænska hreiminn fyrir myndina. Sjarmörinn Gael García Bernal fer með hlutverk illmenn- isins í myndinni sem er beðið eftir með mikilli eftirvæntingu í Hollywood og hafa sumir sagt að Armando sé næsti Ron Burgundy. Hæð: 165 sentímetrar. Besta hlutverk: Monica í Friends. Staðreynd: Er með brúna beltið í karate. Eitruð tilvitnun: „Mér finnst óþægilegt að eldast og reyni því að hafa sem fæsta spegla í kringum mig.“ 1964Fæðist þann 5. júníí Birmingham í Alabama-fylki Bandaríkjanna. 1983Hóf nám í arkítekt-úr og innanhúss- hönnun í Mount Vernon College en hætti ári seinna til að einbeita sér að fyrirsætustörfum. 1984Kom fram í tónlist-armyndbandi Bruce Springsteen við lagið Dancing In The Dark. 1985Varð fyrst til aðnota orðið period yfir tíðablæðingar kvenna í bandarísku sjónvarpi í auglýs- ingu fyrir Tampax tíðatappa. 1987Lék í fyrstukvikmyndinni, Masters Of The Universe, og kom fram í nokkrum sjónvarpsþátt- um næstu árin. Cox lék meðal annars kærustu Michael J. Fox í þáttunum Family Ties. 1989Byrjaði meðleikaranum Michael Keaton. Þau hættu saman sex árum síðar. 1994Kom sér á kortiðí Hollywood er hún lék kærustu Jim Carrey í kvikmyndinni Ace Ventura: Pet Detective. Seinna á árinu var hún beðin um að koma í prufu fyrir hlutverk Rachel Green í Friends. Eins og allir vita var hún ráðin í hlutverk Monicu sem varð hennar frægasta hlutverk. 1996Fór með hlutverkblaðakonunnar Gale Weather í fyrstu Scream- myndinni. Þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, David Arquette sem lék einmitt ástmann hennar í myndinni. 1999Giftist DavidArquette þann 12. júní og tók upp nafnið Courteney Cox Arquette. 2004Eignaðist sitt fyrstabarn, dótturina Coco Riley Arquette. 2009Kom sér afturinn í Hollywood í þáttunum Cougar Town þar sem Cox fer með aðalhlutverkið. 2010Skildi við DavidArquette vegna óleysanlegs ágreinings. Þau eru þó enn góðir vinir og leika saman í Scream 4. Courteney Cox FERILLINN Tegund: Skotleikur PEGI merking: 16+ Útgefandi: Sony Computer Dómar: Game Informer: 7,8 PlayStation Universe: 8,5 Eurogamer: 6 Special Forces Hugsa fyrst ...skjóta svo! TÖ LV U L E I K U R SOCOM US Navy Seals leikirnir litu fyrst dagsins ljós á Play- Station 2 fyrir rúmum 9 árum síðan. Þetta voru leiðandi leikir hvað netspilun varðar og urðu mjög vinsælir, sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem selirnir eiga ættir sínar að rekja. Nýjasti leikurinn í seríunni er SOCOM Special Forces á PlayStation 3, en þar fara leikmenn í hlutverk Cullen Gray sem er foringi fimm manna hersveitar sem send er til Asíu að skakka leikinn í fjarlægu landi. Söguþráðurinn er dæmigerður fyrir svona leiki og engin djúp persónusköpun hér á ferð en í sögunni eru 14 verkefni og eru nokkur þannig að maður þarf að fara hljóðlega um eða svokölluð „stealth“ verkefni. Mikið lagt upp úr taktík SOCOM Special Forces er þriðju persónu skotleikur sem leggur mikið upp úr taktík, en leikmenn hafa með sér á hverju borði tvær tveggja manna herdeildir sem hægt er að skipa fyrir. Skipanirnar eru frekar einfaldar og ganga oftast út á að segja herdeildunum hvert þær eigi að fara eða biðja þær um að sprengja upp ákveðið skotmark. Einnig er gott að nýta herdeild- irnar til að „flanka“ óvininn til að dreifa athygli þeirra. Stýringar leiksins eru sérhann- aðar með Move stýripinnann og Sharpshooter aukahlutinn í huga og þó að gamli góði Dual Shock stýripinninn sé alltaf bestur í skotleikjum er mjög þægilegt að nota Move kvikindið. Skínandi netspilun Sem fyrr er það netspilun SOCOM leikjanna sem skín hér skærast, en í henni geta allt að 32 spilað saman í keppni og svo er hægt að búa til sérstök „co- op“ verkefni sem allt að fimm leikmenn geta spilað saman gegn tölvustýrðum hermönnum. Grafíkin í SOCOM er vel yfir meðallagi og ekkert þar sem leikurinn þarf að skammast sín fyrir og það sama má segja um hljóð leiksins og tónlist. SOCOM Special Forces er vand- aður og skemmti- legur skotleikur fyrir þá sem vilja meiri taktík og hugsun í stað- inn fyrir bara að hlaupa og skjóta. Ólafur Þór Jóelsson ÞAÐ ER ENGIN SKÖMM AÐ ÞVÍ AÐ VERA DREPINN AF SVONA FALLEGUM MANNI

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.