Morgunblaðið - 06.05.2010, Síða 4

Morgunblaðið - 06.05.2010, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is LEYFIÐ fólkinu að koma til eldfjallsins,“ sagði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur á Ferðamálaþingi í fyrradag. Hann hefur stundað rannsóknir á eldfjöllum í fjóra áratugi og skipu- lagt ferðir fyrir ferðamenn á eldfjallasvæði í um þrjá áratugi. Erindi Haraldar má lesa á bloggi hans, vulkan.blog.is. Sama dag og Haraldur hvatti til eldfjalla- skoðunar sendi almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra út tilkynningu til að árétta þær hættur sem geti fylgt því að fara nálægt eldgos- inu í Eyjafjallajökli. Þar segir m.a. að þegar jök- ulhaft milli gígsins og Gígjökuls bresti muni eitraðar lofttegundir eiga greiðari leið niður Gígjökul og út á eyrarnar þar fyrir framan. Einnig að í eldgosum sem þessum komi fyrir að gusthlaup geti farið niður farvegi eins og Gíg- jökul þótt það sé ekki algengt. Hvað segir Har- aldur um þetta? „Það er þeirra áhugamál að halda fólki eins langt frá og hægt er. Þeir eru lögregluþjónar og gera það á þennan máta,“ sagði Har- aldur. Hann vill frekar að fundnar verði leiðir til að gera fólki kleift að sjá eldgosið á sem öruggastan hátt. „Það er ekki hægt að ein- angra þetta jafnmikið og gert er, að mínu áliti. Ég er sam- mála því að ferðamenn eiga ekkert erindi alveg upp í gjána þar sem hlaupin og gas koma út. En það er alveg öruggt að fólk getur farið upp á jökul- ölduna framan við Gígjökulinn. Þar er fólk hátt fyrir ofan aurana og það á að vera hættulaust að horfa þaðan á Gígjökul, hlaupgusur og vænt- anlega hraun koma þar fram úr,“ sagði Har- aldur. Hann kvaðst ekki skilja viðvörunina við gust- hlaupi. „Þau eru nær óþekkt í íslenskum eld- fjöllum. Ég veit ekki um neitt í gossögu Eyja- fjallajökuls sem gefur tilefni til að ætla að slíkt ætti að gerast núna.“ Varðandi hættu af gasi bendir Haraldur á að gas sem streymi úr kvik- unni og fjallinu streymi nú þegar um brotinn og lekan Gígjökul. Haraldur sagði vissulega rétt að í náttúrunni leyndust ýmsar hættur. Íslendingar hefðu alist upp við að virða þær og að umgangast náttúr- una, a.m.k. á meðan flestir fóru í sveit. „Látrabjarg hefur ekki verið girt af eða Súg- andisey sem ég hef fyrir augum hér í Stykk- ishólmi. Ætti ekki að banna fólki að fara á þessa staði? Það gæti dottið fram af? Og hvað með hverasvæðin,“ spurði Haraldur. „Okkur þykir frelsið mjög dýrmætt. Frelsi til að fara á ýmsa staði. Auðvitað er nauðsynlegt að hafa viðeig- andi öryggiskerfi og viðvaranir. Það væri t.d. upplagt að setja skilti við veginn að Gígjökli þar sem umferð inn á aurana væri bönnuð vegna hugsanlegrar gashættu.“ Haraldur kvaðst vilja mæla með því að opnað yrði fyrir ferðamenn að fara að Gígjökli en jafn- framt að settar yrðu upp leiðbeiningar á skiltum um ferðir um svæðið og hættur sem þyrfti að forðast. Það væri líkt og gert er á hverasvæðum og víðar þar sem varað er við ýmsum hættum. „Ég sé ekki ástæðu til að hafa þarna leiðsögn, en það væri prýðilegt ef það væri hægt. T.d. að hafa landverði sem geta verið til leiðsagnar og sjái um öryggi fólksins og vernd landsins,“ sagði Haraldur. Vill rýmra aðgengi að gosinu  „Leyfið fólkinu að koma til eldfjallsins,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur  Hann hefur skipulagt ferðir á eldfjallaslóðir í 30 ár og telur að gera eigi fólki kleift að skoða eldgosið Haraldur Sigurðsson Volcano Tours, fyrirtæki Haraldar Sigurðs- sonar eldfjallafræðings, hefur skipulagt ferðir til eldfjallasvæða víða um heim. Þær hafa m.a. legið um Indónesíu, Ítalíu, Grikkland, Galapagos, Vestur-Indíur og víðar. Hann segir fólk sýna þessum ferð- um mikinn áhuga, sérstaklega yngri ferðamenn. Þeir vilji gera eitthvað óvenju- legt og spennandi, fræðast, reyna svolítið á sig og vera nálægt náttúruöflunum. Eldfjallaferðir Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MEIRI virkni virðist hafa verið í eld- gosinu í Eyjafjallajökli í gær en að undanförnu, þótt gosið sé enn ekkert nálægt því jafntstórt og þegar það hófst. Gosmökkurinn steig hátt í gær og talið er að hann hafi farið í 31 þús- und feta hæð í gærkvöldi. Jarð- skjálftamælingar Veðurstofu Íslands sýna nýtt kvikuinnskot undir jökl- inum og GPS-mælingar Veðurstof- unnar og Jarðvísindastofnunar Há- skóla Íslands styðja þá túlkun. Frá því á mánudag hefur verið aukin skjálftavirkni undir Eyja- fjallajökli. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands sýnir nákvæm staðsetning skjálftanna að þeir fyrstu verða djúpt í jörðu, á um 23 km dýpi, en færast síðan upp. „Þetta bendir að öllum líkindum til þess að ný kvika sé að þrýstast upp neðst í kvikurásinni og ýti við ofanáliggjandi kviku þannig að þrýstingsbreytingin færist upp að yfirborði. Því má búast við að gosið haldi áfram af fullum krafti næstu daga,“ segir á vef Veð- urstofu Íslands. Eldfjallið þenst út Verulegar breytingar hafa orðið á færslu GPS-stöðva umhverfis Eyja- fjallajökul síðustu tvo sólarhringa. Á minnisblaði vísindamanna Veð- urstofu og Jarðvísindastofnunar frá því í gærkvöldi segir að mælingarnar bendi til útþenslu á ný, eins og gjarn- an gerist fyrir gos. Björn Oddsson, jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun, segir að slík kvikuinnskot hafi sést áður og ekki sé víst að þau komi upp úr gosopi. Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu, segir ekki vitað hvort efnið sem kem- ur upp sé það sama og að undanförnu eða hvort það komi lengra að. Miklar drunur hafa heyrst, jafnvel í fjarlægum héruðum. Gosmökkurinn mældist í um 20 þúsund feta hæð í gær og talið er að hann hafi farið í 31 þúsund fet um tíma í gærkvöldi. Mökkurinn hafði ekki áhrif á flug í gærkvöldi, umfram það sem verið hefur, en getur gert það fljótt ef þessi sprengivirkni held- ur áfram. Morgunblaðið/Kristinn Rannsókn Hópur vísindamanna fór að gosstöðvunum í Eyjafjallajökli í gær, þ.á m. Þorsteinn Jónsson hjá Jarðvísindastofnun. Mökkurinn stígur upp í 1,7 kílómetra fjarlægð. Nær var ekki farið. Virkni eldgossins eykst – gos- mökkurinn fór í 31 þúsund fet Vísindamenn frá Jarðvís- indastofnun Háskólans fóru að eldstöðvunum í gær til að rann- saka gosmökkinn og taka ösku- sýni til að geta kortlagt eðli gossins frá byrjun. „Það er mikill kraftur í gos- inu, meiri en verið hefur. Núna er stöðugt öskuútstreymi,“ seg- ir Ármann Höskuldsson eld- fjallafræðingur. Mikil aska hefur fallið á svæðið. 13 sentimetrar hafa bæst við efst í Skógaheiði, frá 17. apríl, og eru nú 16-17 sm. Vísindamennirnir voru með Doppler-ratsjá sem beint var upp í mökkinn til að mæla kornastærð í gosmekkinum og fallhraða þeirra. Verið er að prófa þessa tækni í samvinnu við ítalska vísindamenn. Stöðugt útstreymi Eldgosið í Eyjafjallajökli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.