Morgunblaðið - 06.05.2010, Page 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010
RÚMLEGA tvítugur karlmaður, Ív-
ar Anton Jónsson, var í gær dæmdur
í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir kyn-
ferðisbrot gegn fjórum barnungum
stúlkum, vörslu á grófu barnaklámi
og fjölmörg auðgunarbrot. Hann var
dæmdur í fimm ára fangelsi og gert
að greiða fórnarlömbum sínum alls
3,5 milljónir í miskabætur.
Ívar Anton var sakfelldur fyrir
nauðgun og frelsissviptingu með því
að hafa aðfaranótt 15. nóvember sl.
haft kynferðismök við sextán ára
stúlku, þröngvað henni til áfram-
haldandi kynmaka með ofbeldi og
ólögmætri nauðung. Stúlkan hlaut
meðal annars áverka í andliti og
tognaði í mjóbaki. Henni voru
dæmdar 1,5 milljónir kr. í miskabæt-
ur.
Hann var einnig sakfelldur fyrir
kynferðisbrot gegn barni og nauðg-
un. Hann hafði kynferðismök við
fjórtán ára stúlku í desember sl.
Komst hann í samband við stúlkuna
á netinu og fékk hana heim til sín.
Þar notfærði hann sér yfirburði
gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og
aflsmunar og hafði við hana sam-
ræði. Stúlkunni voru dæmdar 800
þúsund kr. í bætur.
Ennfremur var Ívar Anton sak-
felldur fyrir kynferðisafbrot gegn
börnum, fyrir að hafa í eitt skipti í
maí á síðasta ári haft samfarir við
tvær stúlkur, þrettán og fjórtán ára.
Hvor stúlkan fékk dæmdar 600 þús-
und kr. í bætur.
Neitaði sök
Ívar Anton neitaði sök í ákærum
vegna kynferðisbrotanna og vörslu
barnakláms sem fannst á fartölvu
hans við húsleit. Fullyrti hann að
klámefnið hefði komið sjálfkrafa og
án hans vitundar inn á tölvuna. Sér-
fræðingur sem leiddur var fyrir rétt-
inn sagði að miðað við hvar skrárnar
fundust hefði notandi tölvunnar
þurft að færa þær til.
Maðurinn játaði hins vegar sök
varðandi tíu auðgunarbrot, tvö fíkni-
efnabrot og akstur undir áhrifum.
Arngrímur Ísberg héraðsdómari
kvað upp dóminn.
Fangelsi í fimm ár fyrir brot
gegn barnungum stúlkum
Í HNOTSKURN
»Lögreglan gerði húsleithjá 22 ára karlmanni í nóv-
ember sl. eftir að stúlka lagði
fram kæru vegna nauðgunar.
Þá fannst gróft barnaklám í
tölvu hans.
»Kæra og húsleit stöðvaðimanninn ekki. Hann fann
sér annað og yngra fórn-
arlamb á netinu innan við
mánuði síðar.
*E
in
un
gi
s
er
gr
ei
tt
up
ph
af
gj
al
d
6
kr
.a
fh
ve
rj
u
sí
m
ta
li.
M
án
.v
er
ð
1.
76
5
kr
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
18
6
8
ERFITT getur verið að veita mönn-
um sem afplána dóma fyrir kynferð-
isbrot gegn börnum viðeigandi með-
ferð þegar þeir neita stöðugt að hafa
brotið af sér. Erlendur Baldursson,
afbrotafræðingur hjá Fangels-
ismálastofnun, telur að neitunin
kunni að vera vörn manna gegn
þeirri miklu fordæmingu sem þeir
hljóta vegna brota sinna. Hann tekur
fram að stundum greiðist úr málum
síðar.
Erlendur segir reynt að vista menn sem dæmdir eru
fyrir kynferðisbrot gegn börnum sér og veita þeim með-
ferð. Hjá Fangelsismálastofnun starfa tveir sálfræðingar
og tveir félagsráðgjafar auk geðlæknis í hlutastarfi sem
sinna þessum málum eftir bestu getu. „Það er staðreynd
að þessir menn eru í þeim hópi sem sjaldnast kemur aft-
ur í fangelsi,“ segir Erlendur um árangurinn af meðferð-
inni. Hann segir fleira hafa þar áhrif. Mennirnir sitji oft
inni í langan tíma og tíminn geti breytt ýmsu. Þá fari
menn sem dæmdir hafa verið fyrir að misnota eigin börn
oft ekki inn í sama umhverfi og þeir verði sjaldnast upp-
vísir að brotum gegn börnum annarra.
Fangelsi landsins eru yfirfull en Erlendur segir að
menn sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisbrot séu
hafðir í forgangi. Hann vekur athygli á því að þeir séu
oft í gæsluvarðhaldi þar til lokadómur fellur í máli
þeirra og fari þá beint í afplánum. Tekur Erlendur þó
fram að dæmi séu um að kynferðisbrotamenn hafi verið
á boðunarlista og ekki verið hægt að láta þá afplána
dóma sína strax. helgi@mbl.is
Erlendur
Baldursson
Meðferð erfið þegar menn neita
SKIPTUM er lokið í þrotabúi
Styrks Invest ehf., til heimilis að
Túngötu 6 í Reykjavík. Kröfur í
búið reyndust vera rúmir 47 millj-
arðar króna eða nákvæmlega
47.503.401.182,00 krónur. Er þetta
með stærstu gjaldþrotum sög-
unnar, a.m.k. hingað til.
Styrkur Invest ehf. var tekið til
gjaldþrotaskipta 6. október 2009.
Fram kemur í tilkynningu skipta-
stjórans Magnúsar Guðlaugssonar
hrl. í Lögbirtingablaðinu að engar
eignir hafi fundist í þrotabúinu.
Fyrirtækið var stofnað í apríl
2008, þegar eignum Baugs Group
var skipt upp. Fram kom í fréttum
á þessum tíma að Baugur Group
hefði rennt sínum eignarhluta í FL
Group, eða tæplega 40% í félaginu,
inn í Styrk. Áttu helstu hluthafar
Baugs 37% í fyrirtækinu og Kald-
bakur 34%. Stærsti kröfuhafinn í
þrotabú Styrks var Íslandsbanki
með 17 milljarða kröfu. Þá gerði
Landsbankinn tæplega 13 millj-
arða króna kröfu og þrotabú Baugs
lýsti kröfu upp á tæpar 10 millj-
arða.
Þegar Glitnir fór í þrot haustið
2008 fór FL Group í greiðslu-
stöðvun og hlutabréfin í félaginu
urðu verðlaus. Þar sem einu eignir
Styrks voru bréf í FL Group var
ekkert til skiptanna þegar félagið
var gert upp.
Tilkynningum um skiptalok í
þrotabúum fer stöðugt fjölgandi í
Lögbirtingablaðinu. Á þriðjudag-
inn birtust 32 slíkar tilkynningar
um lok skipta í þrotabúum fyr-
irtækja og einstaklinga. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Forystan Breytingar hjá FL Group kynntar á blaðamannafundi árið 2007.
Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson.
47 milljarða króna
gjaldþrot Styrks