Morgunblaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010
UMHVERFISVOTTUÐ
PRENTSMIÐJA
Margrét S. Valgarðsdóttir
nemi í fatahönnun
500 bæklingar með nýju sniði.
Oddi fyrir þig,
þegar hentar,
eins og þér
hentar.
Prentun
frá A til Ö.
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
ENDURSKOÐENDUR Reykjavík-
urborgar telja að bókfært verð var-
anlegra rekstrarfjármuna Orkuveitu
Reykjavíkur sé ofmetið um 1,6 millj-
arða. Fyrirtækið þarf á árunum
2010-2013 að endurfjármagna lán
um 78 milljarða þegar búið er að
taka tillit til áætlana um handbært
fé frá rekstri.
Ársreikningur Reykjavík-
urborgar og fyrirtækja hennar sýnir
að þó að borgarsjóður standi þokka-
lega eru mikil vandræði í rekstri
Orkuveitunnar og Félagsbústaða.
Vandi OR er mestur því mestur hluti
lána fyrirtækisins er í erlendri mynt,
en tekjur eru í krónum. Fyrirtækið
skuldaði um síðustu áramót 241
milljarð og jukust skuldir um 30
milljarða á árinu. Skuldsetning-
arhlutfall fyrirtækisins var 88,8%
árið 2006, en var komið upp í 545,5%
í fyrra. Eiginfjárhlutfall er komið
niður í 14,4% en var 49,5% árið 2006.
Athygli vekur að endurskoðendur
borgarinnar benda á að það sé skoð-
un þeirra að bókfært verð fram-
leiðslukerfis rafmagns „standist
ekki virðisrýrnunarpróf miðað við
raunhæfar forsendur og að um of-
mat upp á 1,6 milljarða kr. sé að
ræða.“
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir
árið 2009 reiknaði borgin með því að
gengi krónunnar myndi styrkjast á
árinu sem hefði haft jákvæð áhrif á
fjármagnskostnað. Reyndin varð
hins vegar sú að gengið veiktist um
7,6% á árinu. Það sem af er þessu ári
hefur gengið hins vegar heldur
styrkst.
Fjárhagsstaða Félagsbústaða er
litlu betri en OR. Fyrirtækið skuldar
25 milljarða, en verðmæti bókfærðra
eigna nam 20 milljörðum. Gangverð
fasteigna félagsins er hins vegar tal-
ið vera 32 milljarðar, en fjár-
málaskrifstofa borgarinnar bendir á
að framundan kunni að vera frekari
lækkanir á fasteignaverði. Fyr-
irtækið þarf á þessu ári að greiða 1,4
milljarða í afborganir lána sem er
mikil aukning frá fyrri árum. Skýr-
ingin á þessu er að á árinu þarf fé-
lagið að greiða einn milljarð vegna
gengisbundins láns í Íslandsbanka.
Eins og fram hefur komið tókst að
reka borgarsjóð með 3,2 milljarða
hagnaði á síðasta ári. Þetta er betri
árangur en gert var ráð fyrir í fjár-
hagsáætlun. Skýringin á betri af-
komu en áætlanir gerðu ráð fyrir
eru fyrst og fremst tvær. Annars
vegar voru skatttekjur borgarinnar
3,5 milljörðum hærri en gert var ráð
fyrir, m.a. vegna þess að margir
tóku út séreignasparnað og greiddu
skatt af honum. Hins vegar lækkuðu
lífeyrisskuldbindingar borgarinnar
milli ára um 1,5 milljarða, en í áætl-
un var gert ráð fyrir að hún hækkaði
um 2,1 milljarð. Þetta bætti stöðuna
um 3,6 milljarða frá áætlun. Fram
kemur í skýrslu fjármálaskrifstofu
borgarinnar að stefnt hafi verið að
því að spara 2,4 milljarða í rekstri.
Þetta sparnaðarátak hafi skilað góð-
um árangri.
Eitt af því sem kemur til með að
hafa áhrif á fjárhagsstöðu borg-
arinnar er hversu margir búa í
henni. Í fyrra fækkaði íbúum borg-
arinnar um 1%. Íbúum hefur ekki
fækkað síðan á árunum 1976-78. Frá
2006 hefur nemendum í skólum
borgarinnar fækkað um 6,4%.
Eignir ofmetnar
Skuldsetningarhlutfall Orkuveitunnar hækkaði á þremur
árum úr 89% í 545% Eiginfjárhlutfall komið niður í 14,4%
Í fyrra fengu 3.292 heimili í Reykjavík fjárhagsaðstoð sem er 18% aukning
frá árinu á undan. Mest var aukningin í fjárhagsaðstoð til framfærslu en
meðalfjöldi notenda á mánuði jókst um 50% árið 2009 miðað við árið 2008.
Kostnaður vegna fjárhagsaðstoðar var um 1.582 milljónir sem er aukning
um 27%.
Sveitarfélögum er skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu ein-
staklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án að-
stoðar. Fjárhagsaðstoð til einstaklings getur verið allt að kr. 125.540 á
mánuði og kr. 200.864 á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð.
3.292 heimili fengu fjárhagsaðstoð
Morgunblaðið/Kristinn
Skuldir Orkuveitan er í alvarlegum vanda vegna mikilla skulda, en þær jukust um 30 milljarða í fyrra.
Þó að afkoma borgarsjóðs hafi
verið góð á síðasta ári eru miklir
veikleikar í rekstri borgarinnar.
Mestir erfiðleikar steðja að Orku-
veitunni og Félagsbústöðum.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
MARGIR háskólanemendur eru
áhyggjufullir vegna komandi sumars
og vita ekki hvernig þeir eiga að sjá
fyrir sér. Þetta segir Jens Fjalar
Skaptason, formaður stúdentaráðs.
Segir hann vonbrigði að menntamála-
ráðherra skuli ekki ætla að standa við
fyrri fyrirheit um að 150-200 sumar-
próf verði í boði við HÍ þetta sumarið,
en framboð sumarnámskeiða verður
mun minna en ráðherra hafði gefið út
á málþingi í mars sl.
„Það er auðvitað afar jákvætt að
framlagið hafi verið aukið í nýsköp-
unarsjóði, sem skilar um 400 sumar-
störfum, og að Vinnumálastofnun
hyggist fara í átaksverkefni sem skili
um 700 sumarstörfum fyrir náms-
menn. Hins vegar er þetta bara dropi
í hafið,“ segir Jens. Bendir hann á að
aðeins við Háskóla Íslands séu um 14
þúsund nemendur skráðir, en þá séu
ótaldir háskólanemar í öðrum skólum
landsins sem og framhaldsskólanem-
ar sem keppi líka um sumarstörfin.
Tekur hann fram að þeir sem hvorki
geti stundað lánshæft nám í sumar né
fundið sér sumarvinnu hafi engin
önnur úrræði en að leita fjárhags-
stuðnings hjá sínu sveitarfélagi.
Telja sig anna eftirspurn
Að sögn Karls Sigurðssonar, for-
stöðumanns vinnumálasviðs Vinnu-
málastofnunar, voru um þúsund stúd-
entar á háskóla- og framhaldsskóla-
stigi á atvinnuleysisbótum síðasta
sumar. Um síðustu áramót var lögum
hins vegar breytt á þá leið að réttur
námsmanna til greiðslu atvinnuleys-
isbóta á milli anna í námi og skóla-
stiga var felldur niður. Segir hann það
mat manna að átaksverkefnið, sem
hefur nú þegar skilað hátt í 800 störf-
um, muni anna þeirri þörf sem fyrir
hendi sé. Bendir hann á að hægt verði
að skoða starfsúrvalið á vef Vinnu-
málastofnunar frá og með næstu
helgi, en ekki verður byrjað að taka
við umsóknum fyrr en í næstu viku.
Spurður hvers konar störf um sé að
ræða nefnir Karl störf við garðyrkju,
göngustígagerð á hálendinu og gagn-
aúrvinnslu, en störfin eru hjá opin-
berum stofnunum. Við þetta bætast
síðan mörg hundruð störf á vegum
sveitarfélaga.
Hjá Rebekku Sigurðardóttur, upp-
lýsingafulltrúa Félagsstofnunar stúd-
enta, fengust þær upplýsingar að
skráning sumarstarfa færi jafnhægt
af stað þetta árið og í fyrra. „Líkt og
síðasta sumar höfum við boðið at-
vinnurekendum að auglýsa sumar-
störf sér að kostnaðarlausu á vef okk-
ar studentamidlun.is,“ segir
Rebekka. Tekur hún fram að hún
vonist til þess að það boð skili fleiri
störfum á næstu vikum, en í gær voru
aðeins 11 auglýsingar um störf í boði
á vef Stúdentamiðlunarinnar á sama
tíma og um 200 námsmenn voru á
skrá hjá miðluninni í leit að störfum.
Stúdentar hafa
áhyggjur af
sumarvinnunni
Tæplega 800 störf kynnt um helgina
Morgunblaðið/Ásdís
Vinna Garðyrkjustörf eru meðal
þeirra starfa sem verða í boði.
Í HNOTSKURN
»Alls voru 18.226 há-skólanemar skráðir í námi
hérlendis haustið 2009.
»Á sama tíma voru 30.480framhaldsskólanemar á
landinu öllu.
»Framlag til Nýsköp-unarsjóðs námsmanna var
hækkað úr 20 í 110 milljónir en
við það sköpuðust um 400 störf.
TALSVERT gekk af loðnu inn í Borgarfjörð í byrjun apr-
ílmánaðar. Á heimasíðu Veiðimálastofnunar segir að um
sé að ræða mjög óvenjulegan atburð við Hvítárósa, en
heimildir eru þó fyrir því að á árunum um og eftir 1950
hafi verið algengt að finna dauða loðnu við Borgarnes.
Á heimasíðunni segir að skömmu eftir páska hafi orðið
vart við óvenjulega mikið fuglalíf við ósa Hvítár í Borg-
arfirði og langt út með Borgarfirði. Einkum hafi ýmsar
mávategundir verið áberandi og mikið af fugli í nokkrar
vikur á svæðinu. „Í tengslum við rannsóknir á fæðu bleikju á ósasvæði Hvítár
voru net lögð fyrir neðan Borgarfjarðarbrúna þann 9. apríl. Í ljós kom að
mikil loðna var gengin inn í Borgarfjörð og var um að ræða hrygningarloðnu
á bilinu 13-16 cm að lengd,“ segir á veidimal.is aij@mbl.is
Loðna gekk inn í Borgarfjörð
MATÍS leitar eftir samstarfi við aðila sem framleiða
skyr á hefðbundinn hátt. Á heimasíðu Matís segir að
skyr sé hefðbundin íslensk afurð sem virðist hafa verið
gerð hér frá landnámi. Mjólkurafurð undir þessu sama
heiti hafi verið þekkt alls staðar á Norðurlöndum, en
skyrgerð virðist þó eingöngu hafa varðveist á Íslandi.
Ýmsar útgáfur séu nú fáanlegar af verksmiðjufram-
leiddu skyri, en þær eigi það þó allar sammerkt að vera
töluvert frábrugðnar því heimagerða. Fáar rannsóknir
hafi verið gerðar á hefðbundnu skyri og fjölbreytileika þess. Matís ætli að
rannsaka samsetningu og eiginleika hefðbundins skyrs og leiti því eftir
samstarfi við aðila sem stundi ennþá skyrgerð á þann hátt. aij@mbl.is
Skyrgerð á hefðbundinn hátt