Morgunblaðið - 06.05.2010, Side 19

Morgunblaðið - 06.05.2010, Side 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 ✝ Halldór Gunn-arsson fæddist í Reykjavík 27. júlí 1930. Hann lést á Vífilsstöðum mið- vikudaginn 28. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Gunnar Sal- ómonsson, f. 1907, d. 1960, og Jóhanna Ólafsdóttir, f. 1908, d. 2000. Halldór var elstur 13 systkina, þau voru: Ólafur, Tryggvi, Lára látin, Júlía, Selma látin, Viðar, Óskar, Kolbrún, Stella, Aðalheiður, Mar- grét og Kjell. Halldór var kvæntur Sjöfn Jónasdóttur frá Vestmannaeyjum, f. 5. febrúar 1932, foreldrar henn- ar voru Guðrún Kristín Ingv- Gunnarsdóttur. Synir þeirra eru Guðni Rúnar, f. 1984 og Friðrik Fannar, f. 1991. 4) Þórunn Elva Halldórsdóttir, f. 1966, gift Hirti Jóhannssyni. Dætur þeirra eru Sjöfn Ýr, f. 1987, Rakel Sara, f. 1991 og Rósmarý, f. 1997. Fyrir átti Halldór tvær dætur. Þær eru: Sigrún Halldórsdóttir Morneau, gift Peter Morneau. Synir þeirra eru a) Pete, f. 1979, kvæntur Kerry og dóttir þeirra er Holly. b) Sean, f. 1980 c) Chris, f. 1985. Lena Lindell Halldórsdóttir, hún á tvær dætur: a) Cecila, f. 1975, gift Christen. Synir þeirra eru John og Bjorn. b) Catarina, f. 1985 og á hún dótturina Jasmin. Halldór vann fyrst sem sölu- maður og var síðar heildsali og kaupmaður stóran hluta ævinnar en starfaði sem antík- og list- munasali með syni sínum síðustu árin. Útför Halldórs fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 6. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 13. arsdóttir, f. 1907, d. 2005, og Jónas Sig- urðsson, f. 1907, d. 1980. Börn þeirra eru: 1) Guðni Rúnar Halldórsson, f. 1954, d. 1980. Börn hans og Helgu Hauks- dóttur eru: a) Gunn- hildur Guðnadóttir, f. 1977, gift Pétri Hannessyni, börn þeirra eru Kolbeinn, Ragnheiður, Sig- urbjörg og Þuríður. b) Haukur Gunnar Guðnason, f. 1979. 2) Ólöf Hall- dórsdóttir, f. 1956, hún var gift Friðriki Brynleifssyni, f. 1958, d. 1990. Dóttir Ólafar er Hrafnhild- ur Guðmundsdóttir, f. 1975. 3) Jónas Ragnar Halldórsson, f. 1959, giftur Sigurlaugu Guðrúnu Nú kveð ég einn af mínum bestu vinum og föður. Ég hef oft hugleitt það, hve mikil forréttindi það hafa verið að við unnum saman nánast óslitið frá því ég fór að vinna og þar til fyrir stuttu. Þessi forréttindi eru mikil og notadrjúg og við feðgarnir höfðum það oft í flimtingum að það yrði að setja kallkerfi á leiðið hans þegar hann væri farinn ef mig vant- aði ráðgjöf. Að horfa á sjúkdóm taka völdin og vera svo við dánarbeð foreldris er auðvitað erfitt en samt voru stund- irnar sem ég átti með pabba þessa daga áður en hann dó ógleyman- legar og lifa í minningunni. Hann sagði mér oft söguna um það er hann langaði svo í 1 krónu, þegar hann var að alast upp á Butru í Fljótshlíð og á þeim tímum var lítil von um að eignast krónu til þess að kaupa sér karamellur á Hvolsvelli. Þar sem hann var staddur úti á túni ákvað hann samt að biðja Guð um að rétta sér hjálparhönd með krónuna en ekkert gerðist og í hálfgerðri gremju sparkaði hann í hrossatað og í því miðju birtist króna. Við höfum oft rökrætt þetta með „kraftaverka- krónuna“ og komumst að lokum að sameiginlegri niðurstöðu. Kvöldið áður en hann dó sat ég hjá honum í Lazyboy-stólnum og las upp fyrir hann úr Hebreabréfinu 11. kafla, sem fjallar um styrk trúarinn- ar. Það er sagt að heyrnin fari síðast og þess vegna er ég fullviss um að hann var að hlusta. Sumir segja að út úr ljóði Jóhanns Sigurjónssonar, Heimþrá, megi lesa að hann hafi skilið að tími hans var kominn og mér varð oft hugsað til þess og að pabbi vissi að hans tími var kominn. Reikult er rótlaust þangið, rekst það um víðan sjá, straumar og votir vindar velkja því til og frá. Fuglar flugu yfir hafið með fögnuði og vængjagný, – hurfu út í himinblámann hratt eins og vindlétt ský. Þangið, sem horfði á hópinn, var hnípið allan þann dag. – Bylgjan, sem bar það uppi, var blóðug um sólarlag. (Jóhann Sigurjónsson.) Rétt fyrir andlát pabba faðmaði mamma hann og sagði: Þú veist ég elska þig, alltaf. Þá mátti sjá tárin leka niður kinnar hans. Þar fengum við staðfestingu á að hann var að hlusta. Þess vegna voru síðustu stundirnar með honum föður mínum svona ógleymanlegar því ég teygði mig eftir Nýja testamentinu á nátt- borðinu og opnaði það af handahófi. Ég bar niður í 1 Kor. 16. kafla 13.- 14. vers, en þar er fyrirsögnin „Fyr- irbænir og kveðjur“ og þar segir: „Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir og styrkir. Allt sé hjá yður í kærleika gjört.“ Ég lagði hönd mína á brjóst hans og las þetta fyrir hann og líka það sem starði á mig neðar á síðunni á arameísku „Marana þa“ sem þýðir Drottinn vor kom þú og þar á eftir „Marana ata“ sem þýðir Drottinn er kominn! Ég útskýrði þetta fyrir honum og endurtók það, bað fyrir honum og endaði á amen. Ég settist í Lazyboy-stólinn, horfði á hans síð- asta andvarp og sagði: Þetta er búið. Ég get ekki varist að minnast Jó- hanns stórskálds, sem fyrr er getið, en hans síðustu orð er hann dó í Danmörku voru við konu hans: „Ib, opnaðu gluggann – svo að sálin geti flogið frjáls.“ Ég kveð þig, elsku pabbi. „Það er bjart framundan.“ Jónas. Minningarnar hrannast upp og eru ljúfar og góðar og það er eins og það hafi alltaf verið sól. Við tvö að þvælast saman í miðbænum, kíkja á aðra kaupmenn og „athuga hvernig gengi“, við tvö úti á flugvelli á sunnudögum og ef maður var hepp- inn fékk maður að fara í loftið. Svo stækkaði hópurinn þegar barnabörnin bættust við og enn síð- ar voru það mínar dætur sem fóru með afa sínum í ævintýri en ég nýtti tímann í annað. Hann pabbi var með svo ótrúlega hlýjar hendur og það var svo notalegt að setja lófann sinn í lófann hans. En hann var ekki bara með hlýjar hendur, hann hafði hlýj- an faðm og hlýtt hjarta. Hann var ákveðinn maður en réttsýnn og rétti mörgum hjálparhönd. Og þó ýmis- legt hafi gengið á í lífsins ólgusjó og mótbáran oft verið sterk standa upp úr minningar um góðan mann, góð- an pabba og „besta afa í heimi“. Kveðja, þín Þórunn. Elsku Halldór. Einn minn besti vinur er farinn en hann er ekki meira farinn en svo að hann á enn stóran part í huga mínum og hjarta og mun eiga það um ókomna tíð. Ég og Halldór átt- um margar góðar stundir, við unn- um lengi vel saman, hlógum, grétum og göntuðumst einnig oft. Við gátum líka þagað saman, sem er ekki minna virði og þegar ég gleymdi mér stundum og fór að tala við sjálfa mig og sönglaði um búðina, sem ég gerði oft, þá sagði hann: Jæja, ertu nú byrjuð, Gógó mín. Hann hafði ekki hátt um hlutina hann Halldór en var ótrúlega hjálp- samur, traustur og það var alltaf hægt að stóla á hann. Halldór hafði stórt og sterkt hjarta og hefði farið í gegnum eld og brennistein til þess að hjálpa öðrum. Í þau skipti sem ég lá á spítala leið varla sá dagur að hann kæmi ekki í heimsókn, meira að segja þegar ég lá í tvær vikur kom hann alltaf í ljósa frakkanum sínum. Hann gaf sér tíma til að spjalla og sjá hvernig við hefðum það, ég og nýfæddur sonur minn, Friðrik Fannar. Halldór var ein- staklega barngóður og laðaði það besta fram í öllum börnum sem hann umgekkst. Elsku Halldór minn, þú ert á góð- um stað núna því ég er þess fullviss að Drottinn Guð mun láta þig hvíl- ast á grænum grundum þar sem þú munt næðis njóta. Hugur minn hvarflaði að lokaversi í hinu fallega ljóði og lagi „Sofðu unga ástin mín“: Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, Meðan hallar degi skjótt, Að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson) Hvíl í friði, elsku vinur og tengda- faðir. Þín tengdadóttir, Sigurlaug Guðrún. Stundum átti ég afa sem sagði mér sögur úr sveitinni, sögur um Rauð og Kol og ævintýri þeirra með Mikka ref. Sagði mér söguna af því þegar nýju gúmmískórnir hans bráðnuðu því hann setti þá á ofn. Og þegar hann bað ömmu sína um fimm fimmkalla í staðinn fyrir 25 krónur til þess að gabba hana. Þetta fannst okkur fyndnasta sagan og við reyndum oft að gabba afa á móti, það fannst honum aðallega fyndið. Ég átti afa sem var alltaf tilbúinn til að koma í kitluleikinn hinn óg- urlega og lék þá bestu górillu sem vitað er um. Stundum átti ég afa sem sagði mér frá því þegar hann var í sirkus og keyrði á mótorhjóli inni í tunnu. Sagði mér frá því þegar hann lærði að fljúga og allt um flug- vélar. Við systurnar fórum oft í ævin- týraferðir með afa og þá oft út á flugvöll. Í seinni tíð kallaði hann mig þotubílstjórann sinn því þá var ég orðin „flugmaðurinn“ í ferðunum okkar. Ég átti afa sem vildi allt fyrir mig gera en kenndi mér líka að vinna. Síðustu árin var hann þó dugleg- astur við það að minna mig og alla sem vildu heyra á það að „an apple a day keeps the doctor away“. Afi minn kveikti ævintýraþrá í fólki og hann mun aldrei hætta því. Ég kveð þig með söknuði, elsku afi, en þú skilur mig eftir með minn- ingar sem fá mig alltaf til að brosa. Þín Sjöfn Ýr. Ljóð til afa. Saman allt við getum farið. Já inn í sögur heims. Minningum um þau ferðalög varið því okkar hjörtu eru eins. Við munum ávallt standa saman og ég veit að þú elskar mig. Og allt sem að við gerum er gaman af því að ég elska þig. Og á bakvið myrkur næturinnar er ljós sem skín á þig. Já ljós sem lýsir alla vegi og að lokum leiðir mig. Það leiðir mig í gegnum allskyns þrautir svo að ég finni þig. Því endirinn er alltaf góður, góður fyrir mig og þig. Þín afastelpa, Rósmarý. Minningar eru á tímum eins og marglituð glerbrot sem fallið hafa á víð og dreif um lendur hugans, hér og þar þær fyrirfinnast og sjaldnast í nokkurri rökrænni röð, mér líður nú eins og ég gangi um og tíni þær upp eina af annarri. Ég lít í eitt af þessum brotum og þá er ég allt í einu staddur inni á lager í JL húsinu og við erum fé- lagarnir að smíða skip úr spýtnabút- um og öðru glæsiefni. Við smíðum brúna og mastur, sögum svo fram- hliðina til, hún á að vera oddhvöss því þetta er nú einu sinni skip. Risa- skip sem er svo stórt að ég get stað- ið í því miðju og látið sem ég sé kaf- teinninn. Eitt glerbrotið er rautt, rautt eins og áklæðið á ameríska bílnum sem við ferðuðumst í á verstæðið (áfangastaðurinn var alltaf ein- hverskonar verkstæði). Aldrei var það leiðigjarnt að fara með þér í sendiferðir, því þú hafðir þann hæfi- leika að gera þær að ævintýri og láta lítið krakkakríli halda að heim- urinn snerist um sig. Áður en ég veit af er ég kominn upp í ömmuholu að hlusta á þig segja sögur um Kol og Rauð í Fljótshlíðinni. Lyktin af sængurföt- unum er ennþá samnefnari fyrir ör- yggi fyrir mig. Fljótshlíðina, þar sem þú ólst upp, þekki ég og hún er í senn hluti af mér því í frásögnum þínum varð sá heimur minn heimur og lifir áfram í mér. En allar eru þessar minningar ljúfar og þeim safna ég saman á sinn stað í mósaíkmynd af afa. Þín er sárt saknað, afi/vinur minn. Guðni Rúnar Jónasson. Það er með söknuði sem ég kveð Halldór Gunnarsson vin minn og svila. Árin síðan við kynntumst eru orðin mörg. Í mínum huga var Hall- dór einstakur maður, stór í sinni og í verkum sínum. Margir eru þeir sem hann aðstoðaði og leiðbeindi. Halldór var fæddur í Reykjavík. Á bernskuárum dvaldi hann með móðurfólki sínu að Butru í Fljóts- hlíð. Fjórtán ára gamall kom hann til Reykjavíkur og ungur tekur hann til hendi við uppskipun við Reykja- víkurhöfn. Um tíma dvelur hann við störf í Svíþjóð. Heim kominn festir hann ráð sitt og stofnar fjölskyldu með eiginkonu sinni, Sjöfn Jónas- dóttur frá Skuld í Vestmannaeyjum. Þau stofnuðu heimili í Keflavík. Þar ráku þau saman vinsæla kaffi- stofu. Síðan lá leið þeirra í Kópavog- inn og til Reykjavíkur. Í Reykjavík stofnuðu þau Sjöfn og Halldór heildverslun ásamt smá- söluverslunum, sem m.a. markaðs- setur og dreifir framleiðsluvörum fyrir saumastofuna Sólído í Reykja- vík sem var um tíma alþekkt fyr- irtæki í ytrifatnaði barna og fullorð- inna. Um skeið ferðaðist hann um landið akandi og þó meira með strandferðaskipunum, Esju og Heklu, og flutti með sér og seldi fatnað og ýmsar neysluvörur til landsbyggðarinnar. Á þeim árum kynntist hann fólki víðsvegar um landið og fyrirtækjum á lands- byggðinni. Síðan tekur við verslun með með fatnað og tískuskartgripi bæði í heildverslun og í smásölu ásamt framleiðslu skartgripa og innflutningi þeirra. Verslun varð ævistarf Halldórs, líf hans og yndi. Fyrir um 20 árum hófst nýtt tímabil þegar hann hóf rekstur með list og forna muni. Þar kom í ljós þekking hans, reynsla og áræði og hinn ótrúlegi sveigjanleiki sem kaupmanni er svo nauðsynlegur í viðskiptum sínum við fólk og ásamt listinni að hafa ánægju af starfi sínu. Við hjónin sendum Sjöfn og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Steinar Júlíusson. Fallinn er frá mikill frumkvöðull og athafnamaður, en umfram allt góður maður. Halldór móðurbróðir minn kom mikið við sögu í mínu lífi. Var ég hálfgerður heimalningur á heimili þeirra Halldórs og Sjafnar þegar ég var unglingur, enda var Ólöf dóttir þeirra mín besta vinkona. Alltaf leið mér eins og ég væri ein af börnum þeirra og þá var ekki leiðinlegt að eiga að fallegan og góðan eldri frænda, hann Guðna heitinn, sem þau misstu langt fyrir aldur fram. Breyttist Halldór mikið við þann missi, enda Guðni sonur þeirra ein- stakur drengur. Ég vann hjá Hall- dóri um árabil í versluninni Æsu sem hann stofnaði á Skólavörðu- stígnum, en sú verslun var sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Þær voru ófáar og stórar hugmyndirnar sem hann fékk og hrinti í framkvæmd. Halldór var með eindæmum barn- góður og stríðinn og var maður allt- af með varann á sér nálægt honum, því stríðnin var honum í blóð borin og er sonur hans hann Jónas lifandi eftirmynd föður síns að þessu leyti. Halldór var afskaplega vel giftur maður og átti yndislega konu, hana Sjöfn sína. Það eru svo margar fal- legar minningar sem ég á í mínum huga um Halldór, t.d. hversu hjálp- samur hann var og aldrei heyrði ég hann tala um þá aðstoð er hann veitti öðrum. Hvað hann átti mikið af fallegum hlutum, gulli og glingri í heildverslun sinni sem heilluðu mig, enda er ég mikill fagurkeri. Og það traust er hann sýndi mér alltaf, sex- tán, sautján ára unglingi. Ég vil taka mér það leyfi að þakka honum fyrir alla þá aðstoð sem hann veitti mínum foreldrum í sambandi við þeirra barnamissi, þar sem þau eru bæði fallin frá. Kæri Halldór, þú varst heljar- menni eins og Gunnar Salomonsson, faðir þinn. Takk fyrir allt gott er þú gerðir fyrir mig og mína í þínu lífi. Þín frænka, Guðný J. Karlsdóttir. Halldór Gunnarsson                          ✝ Okkar ástkæra dóttir, systir og barnabarn, VIKTORÍA LIND HILMARSDÓTTIR, lést á barnaspítalanum Ullevål í Ósló í Noregi þriðjudaginn 4. maí. Hilmar Þór Sævarsson, Guðrún Elvíra Guðmundsdóttir, Ída María Hilmarsdóttir, Emelíana Hilmarsdóttir, Guðmundur Eggertsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn, Sævar Berg Guðbergsson, Katrin Klara Björnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.