Morgunblaðið - 06.05.2010, Side 23
gangast dýrin í sveitinni af nær-
gætni.
Ég hlakkaði alltaf til þegar
sauðburðurinn byrjaði enda var þá
svo margt að gerast. Kýr, hestar
og hænur voru einnig á Höllustöð-
um. Afi sá yfirleitt um kindurnar
en kom svo í fjósið til að stinga í
heyið meðan þú mjólkaðir kýrnar.
Þið áttuð hvort ykkar eftirlætis
brjóstsykur, afi borðaði brenndan
en þú peru eða ávaxta. Mér mun
alltaf verða hugsað til ykkar þegar
ég sé þessar tegundir í búðarhill-
unum. Heitt kakó og pönnukökur
voru oft á borðum á Höllustöðum í
kaffitímum og ekki slæmt að fá
flóaða mjólk þegar ég var að vaxa
úr grasi. Það er ekki langt síðan
þú sagðir við mig hvað þú sakn-
aðir að geta ekki boðið upp á
bakkelsi eins og í gamla daga.
Ég man þegar ég var 12 ára og
við fórum að tína æðardún í flóan-
um. Við sátum á þúfu við Lóma-
tjörn og hvíldum okkur, þú sagðir
mér frá örnefnum og hvað stað-
irnir hétu, útskýrðir fyrir mér all-
ar þær spurningar sem lágu mér á
hjarta. Þegar ég horfi til baka átta
ég mig ekki á því hvað tíminn er
fljótur að líða. En allra síst átti ég
von á því þegar þú komst með mér
í bíltúr á Sauðárkrók í ferming-
arveislu hjá langömmubarni þínu í
byrjun apríl að sú stund væri okk-
ar síðasta samvera frá morgni til
kvölds. Þú varst svo ánægð með
þetta litla ferðalag okkar að við
ákváðum að endurtaka leikinn í
sumar með styttri bílferðum. Þú
varst búin að ákveða að koma í
brúðkaup okkar Evu nú í maí og
hlakkaðir óskaplega mikið til eins
og við. Við erum viss um að þú
verður samt sem áður meðal okk-
ar í brúðkaupinu og ætíð í okkar
hjörtum. Þegar ég fékk fréttina að
þú værir orðin mjög veik var það
mér mikilvæg stund að geta setið
hjá þér og hvatt þig aðfaranótt 28.
apríl. Þótt leiðin sé löng til Reyk-
hóla þá var það ekkert sem gat
stöðvað mig að heimsækja þig
hvort sem það var núna eða áður.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Elsku amma hvíl þú nú í friði og
þakka ég þér fyrir allar þær ynd-
islegu stundir sem við áttum sam-
an í gegnum tíðina.
Þinn sonarsonur,
Magnús Heiðar.
Ég loka augunum og læt hug-
ann reika aftur í tímann um 20 ár.
Ég er stödd á Höllustöðum, ég
finn pönnukökuilminn aukast eftir
því sem ég kemst neðar í stigann,
amma stendur við eldavélina við
baksturinn og býður góðan daginn
með bros á vör. Enn er snemma
morguns og enginn annar er vakn-
aður, bara við tvær og samt er bú-
ið að leggja á borð jólakökuna,
lagterturnar og smákökurnar.
Aldrei þótti mér neitt athugavert
við það að kökuveisla væri í morg-
unmat, svona var þetta bara í
sveitinni, alveg yndislegt. Það var
ávallt mikil tilhlökkun í litlum
kroppi þegar halda átti vestur,
það var hápunktur tilverunnar að
fá að heimsækja ömmu. Mikið sem
það var notalegt að koma heim á
Höllustaði og komast í ömmufang
í dyragættinni eftir, að mér
fannst, óendanlega langt ferðalag.
Það var fastur viðburður, tvisv-
ar á ári, að heimsækja ömmu og
því varð ekki haggað. Lífið í sveit-
inni var alveg sérstakt og alls-
kostar ólíkt því sem ég vandist í
Keflavíkinni. Þar var veislumatur í
öll mál, enginn tiltekinn háttatími
og maður lék lausum hala að eigin
vild. Það var ekkert betra en að
fara í sveitina. Sérstaklega eru
mér minnisstæðar margra klukku-
tíma samræður um heima og
geima við eldhúsborðið langt fram
á nótt, hvort sem það vorum bara
við tvær, ég og amma, eða stór
partur fjölskyldunnar sem hittist
einna helst á þessum óformlegu
samverustundum.
Amma Dóra var einstök kona,
iðin, ákveðin og dugleg. Þegar bú-
skap lauk sat hún ekki auðum
höndum heldur fann sér ný við-
fangsefni til að hafa fyrir stafni.
Að hangsa yfir ekki nokkrum hlut
var ekki eftir hennar höfði. Hún
var sérstaklega listræn og mynd-
arleg í höndunum og fallegt hand-
verk af ýmsum toga var að finna
víðsvegar á heimili hennar sem og
á heimilum ættingja.
Það sem ég dáðist mest að í fari
hennar var þó ákveðnin því hún
gafst aldrei upp og lét ekkert
stoppa sig, hvorki sig sjálfa né
nokkuð annað.
Þegar hún varð sjötug tók hún
til að mynda upp á því að læra á
orgel og þótt sjónin væri orðin lé-
leg og fingurnir þreyttir hélt hún
ótrauð áfram.
Ömmu þótti svakalega vænt um
sveitina sína og á seinni árum skil
ég alltaf betur og betur af hverju.
Meiri fegurð og frið er hvergi ann-
ars staðar að finna. En nú þegar
hún er horfin á braut finn ég í
raun og veru hversu sveitin og all-
ar þær minningar sem ég á um
elskulega ömmu mína eiga stóran
sess í hjarta mínu. Minningar sem
eru ómetanlegar og munu fylgja
mér um ókomna tíð.
Nú, elsku amma Dóra, er komið
að kveðjustund, allavega í bili. Ég
vil þakka þér fyrir allar yndislegu
samverustundirnar sem við áttum
saman og kveð þig með söknuði í
hjarta. Hvíldu í friði, elsku amma
mín, og guð geymi þig.
Þín
Inga Dóra.
Elsku hjartans amma mín. Ekki
grunaði mig að sunnudagurinn
fyrir andlátið yrðu okkar síðustu
stundir saman, en þá höfðum við
ekki hist síðan síðastliðið sumar.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið þessa helgi með þér. Nú
ertu farin á vit ævintýranna með
afa og eftir sit ég og hugsa um all-
ar yndislegu minningarnar sem ég
á og geymi um þig.
Ég hjólaði oft eða lét skutla mér
til þín á Höllustaði sem barn. Allt-
af gekk ég að heitu súkkulaði og
bakkelsinu vísu eða púrrulauks-
súpu og soðnum eggjum, eftir því
hvaða tími dags var hverju sinni.
Eina skiptið sem ég man eftir
að hafa verið skömmuð af þér var
þegar við Birgitta frænka krot-
uðum út alla rollubókina hans
Bjössa. Refsingin var að dúsa á
sokkunum úti á tröppum í góða
stund.
Eftir að ég fékk bílpróf urðu
þær ófáar ferðirnar til Reykjavík-
ur sem við fórum gagngert til
„augnlæknis“ en svo þeyttumst
við Birgitta bara með þig í hjóla-
stól um alla Kringluna og
skemmtum okkur konunglega. Þú
vissir ekkert skemmtilegra en að
kaupa þér föt og varst sannkall-
aður fatafíkill, sagðir alltaf að
þetta væru eintómar druslur sem
þú ættir og helst ætti að kveikja í
þeim. Einhvern tíma fórum við
frænkur svo í gegnum fataskápinn
fyrir þig til að senda á Rauða
krossinn og komumst þá að því að
skápurinn var fullur af fötum sem
voru enn með verðmerkingunum.
Aðspurð sagðir þú okkur að helm-
ingurinn passaði bara alls ekki á
þig sökum þyngdartaps eða að lit-
irnir hentuðu engan veginn. Svona
gæti ég endalaust haldið áfram.
Nú er komið að kveðjustund en
ég veit að við hittumst aftur síðar
á öðrum stað. Þangað til góða nótt
elsku amma mín.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson)
Þín
Anna Björk.
Það leita margar minningar á
hugann þegar kemur að kveðju-
stund, svo er nú þegar ég reyni í
fáum orðum að greina frá kynnum
okkar Dóru, en svo var hún nefnd
af vinum og ættingjum. Fullu
nafni hét hún Theodóra Guðna-
dóttir og var ættuð af Reykjavík-
ursvæðinu en kom að Höllustöðum
unglingur í sumarvinnu eftir því
sem ég best veit. Þar kynnist hún
mannsefni sínu, Samúel Björns-
syni, sem var fóstursonur þeirra
systkina sem þar bjuggu á þeim
tíma, Ingibjargar Þorgeirsdóttur
kennara og Magnúsar Þorgeirs-
sonar, sem var þá oddviti sveit-
arinnar og einnig var hann spari-
sjóðsstjóri. Þetta var því
menningarheimili þar sem margir
áttu erindi að reka.
Kynni okkar hefjast þegar ég
flyst með mannsefni mínu að
Hamarlandi árið 1944 og þau
kynni voru á einn veg. Þetta var
myndarheimili þar sem þrifnaður
og regla voru í heiðri höfð úti sem
inni og lá þar hlutur húsfreyj-
unnar síst eftir, en hún var bæði
svo lagin í höndum og listfeng að
undrum sætti og eru verk eftir
hana sem sýna það ótvírætt, en
mörgu þurfti að sinna og tók hún
það ráð að taka sér einn klukku-
tíma á dag, sem hún gæti helgað
sér og listsköpun sinni, en það var
ekki alltaf öruggt að ekki kæmi
annað til sem sinna þurfti og þá
var eins og löngum hafði verið hjá
húsmóðurinni að stilla svefntíma
sinn til að geta sinnt hugðarefnum
sínum
Ég kom ung að Hamarlandi og
við hjónin vorum á svipuðum aldri
og þau Höllustaðahjón. Það kom
því af sjálfu sér að samgangur var
töluverður enda vorum við sam-
tímis að byggja upp okkar heimili
og búskap á jörðum okkar, börnin
voru á svipuðum aldri og gengu í
skóla saman.
Þó að árin liðu röknuðu átt-
hagaböndin aldrei og þó ég eigi
heimili mitt á Akranesi frá 1973
og uni þar vel sit ég hér öldruð
kona og minnist og þakka marga
góða daga og bið þér velfarnaðar á
nýjum leiðum sem okkar allra
bíða. Vertu blessuð og sæl.
Þín
Sigurbjörg.
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Nú er lokið þriggja kvölda keppni
í tvímenningi. Röð efstu para var
þessi:
Oddur Hanness. – Árni Hannesson 743
Garðar V. Jónss. – Unnar A. Guðmss. 735
Örn Einarss. – Bjarni Bjarnarson 712
Björn Friðrikss. – Guðm. Guðmss. 696
Kristín Andrews – Jón Þ. Karlsson 691
Þorleifur Þórarinss. – Haraldur Sverr. 690
Sunnudaginn 2.5. var spilað á 12
borðum. Hæstu skor kvöldsins voru:
N/S
Garðar V. Jónsson – Unnar A. Guðmss. 287
Erlingur Þorsteinss. – Björn Arnarson 275
Freysteinn Björgv. – Gunnar Guðmss. 248
A/V
Sveinn Ragnarss. – Torfi Sigurðsson 267
Björn Friðriksson – Guðm. Guðmundss. 245
Oddur Hanness. – Árni Hannesson 235
Spilað er í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19.
Árshátíð bridskvenna
Þá styttist í árlega árshátíð brids-
kvenna en hún verður haldin laug-
ardaginn 15. maí í Flatahrauni 3 í
Hafnarfirði.
Dagskráin er hefðbundin, þ.e.
mæting er kl. 11 en þá er boðið upp á
fordrykk en borðað er kl. 12.
Eftir mat hefst spilamennskan
með kaffihléi.
Miðaverðið er 5.500 krónur og
ekki er hægt að greiða með greiðslu-
korti.
Konur eru hvattar til að láta skrá
sig sem fyrst hjá Erlu í síma 659-
3013, Kristínu í síma 565-1845 eða
Helgu í síma 694-8737.
Bridsfélag Kópavogs
Fimmtudaginn 29. apríl var spilað
þriðja og síðasta kvöldið í monrad
tvímenningi Bridsfélag Kópavogs.
Úrslit kvöldsins urðu þessi, með-
alskor var 196:
Þórður Jónsson-Björn Jónsson 297
Bernódus Kristinsson-Birgir Jónsson 262
Þórður Björnss.- Birgir. Steingrímss. 260
Þórður Jörundss.-Jörundur Þórðars. 252
Lokastaðan varð því þessi:
Þórður Jónsson-Björn Jónsson 733
Bernódus Kristinsson-Birgir Jónsson 730
Sigurður Sigurjónss.-Ragnar Björnss. 703
Árni M. Björnss-Heimir Tryggvas. 684
Guðm. Péturss.-Sigurjón Tryggvas. 668
Fimmtudaginn 6. maí verður aðal-
fundur félagsins og síðan verður ein-
menningur spilaður.
Aðalfundurinn hefst klukkan
18.00 og eru félagsmenn hvattir til að
mæta.
Þegar aðalfundi lýkur mun verða
haldinn léttur einmenningur um
klukkan 19.00 og eru allir spilarar
velkomnir í þá keppni.
Þetta verður lokakvöld brids-
félagsins á þessu vori.
Aðalfundurinn og spilamennskan
verður í félagsheimilinu Gjábakka í
Kópavogi.
Bridsfélag Hreyfils
Lokið er þriggja kvölda tvímenn-
ingi þar sem tvö efstu kvöld gilda til
verðlauna.
Lokastaða efstu para:
Jón Sigtryggsson - Birgir Kjartanss. 114,1
Daníel Halldórss. - Vigdís Sigurjónsd. 113,2
Áki Ingvarsson - Sigurrós Gissurard. 110,5
Árni Kristjánss. - Hlynur Vigfússon 110,2
Ákveðið hefur verið að hafa tvö
spilakvöld í viðbót á þessu spilaári.
Spilað verður nk. mánudagskvöld kl.
19,30 í Hreyfilshúsinu.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Til sölu
Ódýr blekhylki og tónerar í
HP, Dell, Brother, Canon og Epson.
Send samdægurs beint heim að
dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150.
Sjá nánar á blekhylki.is
Bókhald
C.P. þjónusta. Veiti bókhalds-,
eftirlits- og rannsóknarvinnu
ýmiskonar. Hafið samband í síma
893 7733.
Þjónusta
MÓÐUHREINSUN GLERJA
Er komin móða eða raki á milli
glerja? Móðuhreinsun ÓÞ.
Sími 897-9809.
Hreinsa þakrennur og tek að
mér ýmis smærri verk
Upplýsingar í síma 847 8704
eða manninn@hotmail.com
Málarar
Málningarvinna
Þaulvanur málari óskar eftir verk-
efnum. Vönduð og öguð vinnubrögð.
Byrjaður að bóka sumarið. Sanngjarnt
verð. Upplýsingar í síma 897 2318.
Bílaþjónusta Húsviðhald
Ertu að leita þér að vinnu? Vantar þig starfskraft?
Farðu inn á mbl.is/atvinna
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ANNA SIGURKARLSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn
26. apríl.
Útför hennar fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugar-
daginn 8. maí kl. 14.00.
Bílferð verður frá Digraneskirkju kl. 12.40.
Magnús Guðjónsson,
Sigríður Magnúsdóttir, Stefán Niclas Stefánsson,
Sigurkarl Magnússon, Agnes Eydal,
Guðjón Magnússon, Gillian Haworth,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÞÓR JÓHANNSSON
húsgagnabólstrari,
Efstasundi 19,
verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn
10. maí kl. 13.00.
Elín Rannveig Eyfells,
Anna Kristín Þórsdóttir,
Sólveig Þórsdóttir,
Ingibjörg Eyja Þórsdóttir Eyfells,
Jóhann Garibaldi Þórsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.