Morgunblaðið - 06.05.2010, Page 25
Dagbók 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010
Sudoku
Frumstig
6 3 2 4
2 3 9 8
8
4 9 3 7
7 6 8
9 5 3 6 8
3 5 6
3
4 2
8 2 1
2 7 4
1 8 6 3
1 4 8 5 7
7
5 3
3 4
7 6 3
2 8 6
7 5 1 6
8 4
4 6 2
3 8
4 6 1
7 9
2
1 6 3
5 4 1
9 2 1 4 7 5 3 8 6
5 6 7 3 8 9 4 1 2
3 8 4 2 6 1 7 5 9
8 3 2 1 5 7 9 6 4
6 4 9 8 2 3 5 7 1
7 1 5 6 9 4 8 2 3
4 9 6 7 1 8 2 3 5
1 5 8 9 3 2 6 4 7
2 7 3 5 4 6 1 9 8
9 6 7 4 8 3 1 5 2
2 1 3 5 9 7 6 8 4
8 5 4 6 1 2 7 3 9
4 9 5 7 2 1 8 6 3
7 2 8 3 5 6 9 4 1
6 3 1 8 4 9 5 2 7
5 7 2 9 3 8 4 1 6
3 8 6 1 7 4 2 9 5
1 4 9 2 6 5 3 7 8
4 3 6 7 9 5 1 2 8
5 7 2 8 1 3 6 9 4
1 9 8 6 2 4 7 5 3
2 4 3 1 5 7 9 8 6
9 8 7 2 3 6 5 4 1
6 5 1 9 4 8 2 3 7
7 6 9 3 8 2 4 1 5
8 2 4 5 7 1 3 6 9
3 1 5 4 6 9 8 7 2
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er fimmtudagur 6. maí, 126. dag-
ur ársins 2010
Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja
mér alla ævidaga mína, og í húsi
Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.)
Víkverji er alltaf jafn gáttaður áhinni ótrúlegu flóru sérhæfðra
tímarita í heiminum. Gefin eru út
sérstök tímarit fyrir málaliða og
áhugamenn um þvermöstur. Þeir
sem vilja fá að vita allt um hreingern-
ingar hafa sitt tímarit. Víkverja rak
hins vegar í rogastans þegar hann sá
að til er tímarit um svefn, Sleep.
Þetta er kannski skiljanlegt að því
leyti að svefn er óumflýjanlegur og
ekkert tekur jafn mikinn tíma af lífi
manns og svefninn, en þó er vandséð
að svefn geti orðið að áhugamáli.
x x x
Undrun Víkverja breyttist í skelf-ingu þegar hann skoðaði inni-
hald nýjasta tölublaðs tímaritsins
Sleep. Þar segir að þeir, sem sofa
minna en sex klukkustundir á nóttu,
eigi á hættu að deyja um aldur fram.
Æskilegt sé að sofa að jafnaði sex til
átta tíma á nóttu. Líkurnar á ótíma-
bæru andláti aukast um 12% við það
að sofa skemur en sex tíma. Þetta er
niðurstaða Francescos Cappucios við
Háskólann í Warwick á Englandi,
sem bar saman 16 rannsóknir þar
sem rúmlega 1,5 milljónir þátttak-
enda komu við sögu. Fylgst var með
fólkinu í allt að 25 ár. Capuccio segir
að svo virðist sem fólk sofi skemur en
áður í nútímasamfélagi og þetta megi
rekja til lengri og óreglulegri vinnu-
tíma en áður var. Of lítill svefn veldur
sem sagt hættu, en síðan segir að
einnig sé samband á milli þess að
deyja um aldur fram og að sofa í níu
tíma eða meira. Samkvæmt greininni
getur of lítill svefn valdið heilsu-
bresti, en of mikill svefn er merki um
heilsubrest.
x x x
Víkverji tilheyrir þeim hópi, semskilgreindur hefur verið með
bókstafnum b. Hann á auðvelt með
að vaka fram eftir, en erfitt með að
rífa sig upp á morgnana. Þjóðfélagið
hefur enn ekki lagað sig að þörfum
Víkverja, en að því mun koma. Vík-
verji óttast að greinin í tímaritinu
Sleep muni valda honum slíkum
áhyggjum að nú eigi hann enn erf-
iðara með svefn en áður og eitt er
víst; hann ætlar ekki að gerast
áskrifandi. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 eymd, 8 poka,
9 vænan, 10 eldiviður, 11
skipulag, 13 fyrir innan,
15 hestur, 18 refsa, 21
fálka, 22 beiska, 23 erfð,
24 ósigurs.
Lóðrétt | 2 org, 3 tjón, 4
tittur, 5 tóman, 6 sak-
laus, 7 skjótur, 12 ögn,
14 synjun, 15 sorg, 16
snákur, 17 kvenvarg, 18
stafla, 19 snúa heyi, 20
ræktuð lönd.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 tafla, 4 skjól, 7 gyðja, 8 ískur, 9 nýr, 11 rann,
13 alda, 14 ókunn, 15 flot, 17 Njál, 20 fag, 22 gunga, 23
ætlar, 24 norpa, 25 arana.
Lóðrétt: 1 tugur, 2 fæðin, 3 aðan, 4 skír, 5 jökul, 6 lurka,
10 ýsuna, 12 nót, 13 ann, 15 fegin, 16 ofnar, 18 julla, 19
larfa, 20 fata, 21 gæfa.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Bb4
5. Bg5 O-O 6. e3 h6 7. Bh4 g5 8. Bg3
Re4 9. Dc2 Rxg3 10. hxg3 Kg7 11. Bd3
dxc4 12. Bxc4 Rd7 13. O-O-O Rb6 14.
Bb3 c6 15. Re5 Bxc3 16. bxc3 De7
Staðan kom upp í Skákmóti öðlinga
sem fer fram þessa dagana í húsakynn-
um Taflfélags Reykjavíkur. Loftur H.
Jónsson (1510) hafði hvítt gegn Hall-
dóri Víkingssyni. 17. Hxh6! f5 svartur
hefði orðið mát eftir 17… Kxh6 18.
Hh1+ Kg7 19. Dh7+ Kf6 20. Hh6#.
18. Hg6+ og svartur gafst upp. Skák-
móti öðlinga lýkur í næstu viku, mið-
vikudaginn 12. maí.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur S. Hermannsson | ritstjorn@mbl.is
Endaspilaður í upphafi
Norður
♠ÁG73
♥Á3
♦765
♣9732
Vestur Austur
♠KD109 ♠8642
♥D108 ♥--
♦ÁD9 ♦108432
♣K65 ♣G1084
Suður
♠5
♥KG976542
♦KG
♣ÁD
Vestur Norður Austur Suður
1 grand pass pass 3 hjörtu
pass 4 hjörtu///
Suður spilar 4♥. Útspil ♠K.
Það er ljóst eftir sagnir að vestur,
sem opnaði á 15-17 punkta grandi, á
væntanlega alla punktana sem úti eru.
Þegar horft er á hendur NS virðist spil-
ið vera einfalt viðureignar: 8 slagir á
hjarta og tveir ásar. En ef sagnhafi
drepur útspilið með ás og tekur hjartaás
kemur legan í ljós og ekki er hægt að
koma í veg fyrir að vestur fái fjóra slagi.
Ítalski meistarinn Pietro Forquet sat
í suður þegar spilið kom upp við borðið.
Hann leysti þrautina með einföldum
hætti þegar hann gaf vestri fyrsta slag-
inn. Nú var sama hverju vestur spilaði,
hann hlaut að gefa sagnhafa slag.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Mesta lexía í lífinu gæti falist í því
að fá ekki allt sem þú vilt alveg strax. Allt
hefur sinn tíma og þú færð að ræða málin,
þannig að öll kurl komi til grafar.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú ert að byrja margra ára tímabil
þroska og lærdóms. Það er mikilvægt að
fá viðurkenningu engu að síður. Gleymdu
ekki gömlu góðu vinunum.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þótt aðrir reyni að leggja stein í
götu þína muntu ná því markmiði sem þú
ætlar þér ef þú ert nógu ákveðin/n. Gerðu
áætlun.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þótt öðrum þyki ekki mikið til
þess koma sem þú hefur fram að færa, þá
skaltu bara halda þínu striki. Njóttu þess
sem þú hefur og vertu meðvitaður/uð um
að lánið getur verið fallvalt.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú veist að þú ert í rétta starfinu ef
þú átt erfitt með að greina vinnu frá af-
þreyingu. Taktu þér leyfi áður en lengra
er haldið.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Að hika er sama og að tapa. Þú
verður undrandi á viðbrögðum annarra
við hegðun þinni.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Skemmtilegt daður bíður í leyni. Þú
verður að sinna þér betur, annars brenn-
ur þú út.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Best væri að nota daginn til
þess að leysa vandamál tengd heimili og
eignum. Hvað samkeppnina áhrærir er
bara best að láta sem hún sé ekki til. Fólk
leitar til þín til að fá góð ráð.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Forðastu mikilvægar ákvarð-
anir í dag. Fólk á sömu línu elskar að
heyra nýjustu kenningarnar þínar. Þú
einbeitir þér að því að festa þig í sessi í
vinnunni.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Reyndu að skipuleggja tíma
þinn þannig að þú getir sinnt sjálfum/
sjálfri þér. Þú hefur græna putta þó þú
haldir annað.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Ef þú ert búin/n að fá nóg er
heiðarlegra að gefa hlutinn bara frá sér
og láta þá sem vilja taka við. Ekki láta
skapið hlaupa með þig í gönur.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Það er ekki laust við að þig þyrsti í
að bregða á leik. Líklega er einhver að
reyna að ná valdi yfir þér með því að
ráðskast með tilfinningar þínar.
Stjörnuspá
6. maí 1912
Mjög stór jarðskjálfti varð á
Suðurlandi um klukkan sex
að kvöldi „og kom víða að
tjóni, einkum í námunda við
Heklu. Þar hrundu íbúðar-
hús á sjö býlum og úthýsi
miklu víðar,“ sagði í Skírni.
Barn lést og kona slasaðist.
Stærð skjálftans hefur verið
áætluð 7 stig eða heldur
meiri en skjálftans 26. ágúst
1896.
6. maí 1951
Flugvél sem Loftleiðamenn
grófu upp úr Vatnajökli
lenti í Reykjavík. „Alveg ein-
stæður atburður,“ sagði
Morgunblaðið. Þetta var Da-
kota-flugvél sem tók þátt í
björgun áhafnar Geysis en
hafði verið á kafi í snjó í
heilan vetur. Henni var gefið
nafnið Jökull.
6. maí 1981
Bandaríski framhaldsþátt-
urinn Dallas var í fyrsta sinn
á dagskrá Sjónvarpsins.
Hann fjallaði um „hina
geysiauðugu og voldugu Ew-
ing-fjölskyldu í Texas,“ eins
og sagði í dagskrárkynn-
ingu.
6. maí 1986
Hornsteinn var lagður að
húsi Seðlabankans við hátíð-
lega athöfn í tilefni af 25 ára
afmæli bankans. Húsið var
formlega tekið í notkun um
miðjan apríl 1987.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Baldur Ingólfs-
son, Snorrabraut
58 (Droplaugar-
stöðum), er ní-
ræður í dag, 6.
maí. Hann tekur
á móti gestum í
safnaðarheimili
Neskirkju við
Hagatorg,
Reykjavík, laugardaginn 8. maí
næstkomandi milli kl. 16 og 18. Vin-
ir, vandamenn og aðrir sam-
ferðamenn eru hjartanlega vel-
komnir.
90 ára
HANNES Sigurðsson, útvegsbóndi á Hrauni í Ölf-
usi, er sextugur í dag og heldur veislu annað kvöld
í tilefni af því. Aðspurður segist hann vera mikið
afmælisbarn. „Ég hef haldið upp á þessa tugi og
hef voðalega gaman af því að sjá vini og ættingja
og samferðamenn á svona dögum.“
Minna fer fyrir landbúnaðinum hjá Hannesi en
áður, í dag er hann fyrst og fremst útgerðarmaður
og gerir út vertíðarbátana Friðrik Sigurðsson og
Jóhönnu. Báðir veiða bátarnir humar auk þess
sem Jóhanna fer á dragnót og Friðrik á netaveið-
ar. Hannes reiknar með að veiða um 150 tonn af
heilum humri til útflutnings á þessu ári. Þar að auki gerir hann út bát-
inn Sæfara frá Eskifirði, sem veiðir sæbjúgu. Þessa dagana fer allur
tími í að skipuleggja veiðarnar. Hannes sækir þó ekki sjóinn sjálfur.
„Það eru komin 20 ár síðan, en ég sakna þess alltaf,“ segir hann.
Ættingjum Hannesar, vinum og samferðamönnum fyrr og síðar er
boðið að þiggja léttar veitingar í Versölum, ráðhúsi Þorlákshafnar,
annað kvöld kl. 19.00 til 23.00 Gjafir eru afþakkaðar, en bent á björg-
unarsveitina Mannbjörg í Þorlákshöfn. Banki: 0150-26-002003 kt.:
460387-2569. onundur@mbl.is
Hannes Sigurðsson er sextugur í dag
Skipuleggur humarveiðar
Nýirborgarar
Reykjavík Elísabet Benný
fæddist 11. janúar kl. 3.48.
Hún vó 14 merkur og var
50 cm löng. Foreldrar
hennar eru Sigríður
Ragna Árnadóttir og
Kristófer Karlsson.
Reykjavík Adela Rós
fæddist 13. mars kl. 6.26.
Hún vó 2,890 g og var 49
cm löng. Foreldrar henn-
ar eru Berglind Ellý
Reynisdóttir og Elvar
Halldórsson.
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd
af barninu
til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is