Morgunblaðið - 06.05.2010, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.05.2010, Qupperneq 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 VINAFÉLAG Sinfóníu- hljómsveitar Íslands heldur tónleikakynningu á undan tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri Sin- fóníuhljómsveitarinnar, fjallar um fyrstu sinfóníu Roberts Schumanns, eða Vorsinfón- íuna, og píanókonsert nr. 1 eft- ir Johannes Brahms. Einnig mun hann segja frá því sem hæst ber á næsta starfsári hljómsveitarinnar. Kynningin fer fram í safnaðarheimili Neskirkju og hefst kl. 18:00. Aðalfundur Vinafélags SÍ verður haldinn fyrir kynninguna og hefst hann kl. 17:30. Tónlist Tónleikakynning Vinafélags Sinfó Árni Heimir Ingólfsson TENÓRINN Vígþór Sjafnar Zophoníasson heldur sína fyrstu opinberu tónleika í Saln- um á sunnudag kl. 20:00. Jónas Ingimundarson leikur undir á píanó. Vígþór Sjafnar lýkur meistaragráðu frá University of Missouri nú í vor. Á tónleik- unum verða flutt sönglög eftir R. Quilter, E. Grieg, J. Brahms, J. Sibelius, C. L. Sjö- berg, Sigvalda. S. Kaldalóns, Eyþór Stefánsson og Sigfús Halldórsson ásamt nokkrum óperuaríum. Tónleikarnir eru hluti af Kópavogsdögum 2010 og eru haldnir í samstarfi við Kópavogsbæ. Vígþór Sjafnar var valinn fram- úrskarandi listnemi Kópavogs árið 2009. Tónlist Vígþór Sjafnar þreytir frumraun Vígþór Sjafnar Zophoníasson SKÁLDSAGA Yrsu Sigurð- ardóttur, Sér grefur gröf, kom út á Bretlandseyjum fyrir stuttu og hefur fengið mjög góða dóma. Gagnrýnandi breska blaðsins Guardian segir að Yrsu takist frábærlega að „galdra fram andrúmsloft hrollvekjandi ógnar og ímynd- unar“. Þessi umsögn er um kiljuútgáfu bókarinnar og ann- ar dómurinn sem birtist í Gu- ardian um sögu Yrsu. Þegar hún var gefin út inn- bundin á síðasta ári sagði gagnrýnandi sama blaðs skáldsöguna vel skrifaða glæpasögu með hraða atburðarás og frábært andrúmsloft. Bókin heitir My Soul to Take í enskri þýðingu. Reyfarar Yrsa fær góða dóma í Guardian Kápa My Soul to Take. Ég vorkenni ofsa- lega fólki sem lang- ar að berja listamenn í hausinn... 31 » YFIRLITSSÝNING á verkum Haf- steins Austmann verður opnuð í Gerðarsafni á laugardag. Sýningin, sem er liður í Kópavogsdögum, er í tilefni af 75 ára afmæli hans. Hafsteinn Austmann er fæddur á Vopnafirði 1934, en ólst að mestu upp í Reykjavík. Hann stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík og Handíða- og mynd- listarskóla Íslands og sótti tíma í Academié de la Grande Chaumire í París. Hafsteinn hefur haldið um 30 einkasýningar og tekið þátt í mikl- um fjölda samsýninga um allan heim. Verk hans er að finna í öll- um helstu listasöfnum Norð- urlanda og hafa hlotið ýmsar við- urkenningar. Í tengslum við sýninguna verður gefin út bókin Kvika: Hafsteinn Austmann, Myndverk 1950-2010, sem Aðalsteinn Ingólfsson hefur tekið saman. Aðalsteinn Ingólfsson verður með leiðsögn um sýninguna á sunnudag kl. 15:00. Ásdís Arn- ardóttir og Jón B.K. Ransu verða einnig með leiðsögn um sýninguna, Ásdís 16. maí og Jón 30. maí. Sýningin er liður í Kópavogs- dögum og stendur til 20. júní. Yfirlit Verk Hafsteins Austmanns verða sýnd í Gerðarsafni. Sýning Hafsteins Austmanns  Yfirlitssýning opnuð í Gerðarsafni Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is SÖNGSVEITIN Fílharmónía held- ur upp á hálfrar aldar afmæli sitt á árinu og af því tilefni verður hátíð- ardagskrá flutt í Langholtskirkju næstkomandi sunnudag og endur- tekin á þriðjudag. Á þeim tónleikum verður frumflutt nýtt verk eftir Tryggva M. Baldvinsson, sem hann samdi sérstaklega fyrir Söngsveit- ina. Eins og fram kom í viðtali við stjórnanda söngsveitarinnar, Magn- ús Ragnarsson, fékk Tryggvi frjáls- ar hendur við samningu verksins og úr varð sálumessa sem Magnús kall- ar mannlega sálumessu, en hún byggist á texta úr Heimsljósi Hall- dórs Laxness. Eitt það fegursta sem ritað hefur verið á íslenska tungu Tryggvi segist hafa lesið Heims- ljós í fyrsta sinn sautján ára gamall og fallið gersamlega fyrir verkinu enda hefði hann aldrei lesið texta sem hrifið hefði hann jafn sterkt. Spurður um hvað það hafi verið sem hafi heillað hann svo svarar hann því til að hafi verið lýríkin, „þessi ljóð- ræni og prósakenndi texti; ég held að Heimsljós sé eitt það fegursta sem ritað hefur verið á íslenska tungu.“ Ekki kirkjulegt verk, en þó sterk trúarskírskotun í því Þegar Tryggva var falið að semja tónverk fyrir hátíðartónleika Söng- sveitarinnar ákvað hann að nota texta úr Heimsljósi, en þó ekki gera tilraun til að segja söguna. „Ég ákvað að nota staka texta og þær myndir sem þeir bregða upp, oft í annari röð en gerist í bókinni, þetta er því ekki saga Ólafs Kárasonar.“ Verkið vann Tryggvi á þann hátt að hann las bókina nokkrum sinnum og valdi þá staði sem honum fannst koma til greina, þá staði sem hann heyrði músík við og hann segir að það hafi verið fullt af slíkum stöðum. „Síðan setti ég það þannig upp að hver kafli passaði inn í hefðbundna uppbyggingu sálumessu, ákall - upp- gjör - friðþæging. Þetta er ekki kirkjulegt verk. Það er þó sterk trúarskírskotun í verkinu, skír- skotun til náttúruvitundar og auð- mýktar gagnvart, sem passar ágæt- lega við trúarvitund Íslendinga sem eru ef til vill ekki alltof kirkjurækin þjóð en trúrækin á sinn hátt. Flestir bera djúpa virðingu fyrir náttúrunni og landinu og finna sinn guð kannski þar.“ Þegar Tryggvi var búinn að velja texta úr Heimsljósi til að nota í sálu- messuna segist hann hafa átt eftir mikið af texta sem hann hefði langað til að semja tónlist við, en það verði að bíða betri tíma. „Kannski nota ég þá í Heimsljós II,“ segir hann og hlær við. Söngsveitin Fílharmónía fagnar afmæli Morgunblaðið/Golli Trúarskírskotun Tryggvi M. Baldvinsson samdi sálumessu fyrir Söngsveit- ina Fílharmóníu upp úr Heimsljósi Halldórs Laxness. Í HNOTSKURN » Heimsljós kom út í fjórumhlutum á árunum 1937-40. » Ljós heimsins, sem síðarhlaut nafnið Kraftbirtíngarhljómur guð- dómsins, kom fyrst, síðan Höll sumarlandsins, þá Hús skálds- ins og loks Fegurð himinsins. » Söngsveitin Fílharmóníavar stofnuð árið 1960, ári eftir að hópur áhugafólks um flutning kórverka með hljóm- sveit stofnaði samnefnt félag. Sálumessan Heimsljós Í NÆSTA mánuði eru liðin 200 ár frá fæðingu Roberts Schumanns og fyrir vikið eru verk hans víðar spil- uð en jafnan. Sinfónían efndi til þess sem kalla má Schumann- og Brahms-veislu í nóvember síðast- liðnum og nú er veislunni haldið áfram því í kvöld er leikinn Píanó- konsert nr. 1 eftir Johannes Brahms og fyrsta sinfónía Roberts Schumanns sem gjarnan er kölluð „Vorsinfónían“. Einleikari á tón- leikunum er kanadíski píanóleik- arinn Jon Kimura Parker. Parker nam við Juilliard-skólann í New York, þaðan sem hann lauk doktorsprófi, og vakti heimsathygli þegar hann hreppti gullverðlaun í Leeds-píanókeppninni árið 1984, þar sem hann lék einmitt píanó- konsertinn eftir Brahms í loka- umferðinni. Píanókonsertinn samdi Jóhannes Brahms bráðungur; rétt orðinn tuttugu og eins árs í júní 1954 þeg- ar hann skráði fyrstu skissur að því sem varð að pínaókonsertinum. Hann lauk svo við verkið 1858 og það var frumflutt 1859. Áheyrendur tóku því illa, hvæstu og hrópuðu á meðan verkið var flutt, en með tím- anum hefur það orðið að einu helsta verki píanóbókmenntanna. Fyrsti píanókonsert Brahms og fyrsta sinfónía Schumanns Schumann- og Brahms- veisla, seinni hluti Lykilverk Jon Kimura Parker leikur Píanókonsert nr. 1 eftir Johannes Brahms á tónleikum Sinfóníunnar í Háskólabíói í kvöld. JÓHANN Smári Sævarsson syngur aríur eftir Verdi, Mozart og Boito á hádegistónleikum í Hafnarborg í dag kl. 12:00. Með honum leikur Antonía Hevesi píanóleikari, en hún er listrænn stjórnandi hádegistón- leika í Hafnarborg. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir. Jóhann Smári Sævarsson hefur sungið víða um heim og starfað með ýmsum hljómsveitarstjórum. Antonía Hevesi er fædd í Ung- verjalandi og fluttist til Íslands árið 1992. Frá því í ágúst 2003 hefur hún verið listrænn stjórnandi og píanó- leikari hádegistónleikaraðar Hafn- arborgar. Antonía starfar nú sem orgel- og píanómeðleikari og æfing- arpíanisti við Íslensku óperuna. Ástin og aldurinn  Aríur eftir Verdi, Mozart og Boito á hádegistónleikum í Hafnarborg Morgunblaðið/Eggert Hádegistónleikar Antonía Hevesi og Jóhann Smári Sævarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.