Morgunblaðið - 06.05.2010, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010
Ísem stystu máli segir TheImaginarium of Doctor Par-nassus frá baráttunni milligóðs og ills. Í aðeins lengra
máli þá segir hún frá gömlum
drykkjubolta, Doctor Parnassus
(Christopher Plummer), sem ferðast
um Lundúnir með dvergvöxnum að-
stoðarmanni sem heitir Percy
(Verne Troyer), Valentinu dóttur
sinni (Lily Cole) og liðléttingnum
Anton (Andrew Garfield). Íveru-
staður þeirra er hestvagn mikill sem
þau breyta í svið og setja upp sýn-
ingu sem felst í því að tæla fólk inn í
spegil þar sem það stígur inn í æv-
intýraheim, höfuð Doctors Parnas-
sus, og stendur síðan frammi fyrir
vali á milli góðs og ills – velji það rétt
skrifast sálin í registur Parnassus,
en ef viðkomandi velur syndina fær
skrattinn sálina.
Smám saman kemur nefnilega í
ljós að fyrir langa löngu gerði Par-
nassus samning við skrattann (Tom
Waits) um eilíft líf og lofaði að láta af
hendi frumburð sinn er hann yrði
fullveðja. Líður nú að því að stúlkan
verði sextán ára og ljóst að sá ljóti
fær fínan bita, eða hvað? Þegar þau
finna mann hangandi undir brú,
Tony (Heath Ledger), fer ýmislegt á
annan veg.
Þessi mynd er meðal annars fræg
fyrir það að vera síðasta myndin sem
Heath Ledger lék í, en þess ber að
geta að hann náði ekki að ljúka við
myndina; það átti eftir að taka upp
ævintýratriði hans í myndinni. Það
er leyst býsna vel, því þeir hlaupa í
skarðið Johnny Depp, Jude Law og
Colin Farrell sem passar prýðilega
við söguþráðinn þar sem þeir sýna
hver sína mynd af viðkomandi.
Líkt og vill vera með myndir eftir
Terry Gilliam ber andinn efnið
stundum ofurliði og innan um snilld-
aratriði koma sérkennilegir sprettir
sem maður þarf eiginlega að sjá aft-
ur til að grípa. Að því leyti er myndin
vonbrigði, framvindan er ekki nógu
hnitmiðuð, en í henni eru samt slíkir
snilldarkaflar að maður stendur
nánast á öndinni. Miklu skiptir með
myndina hvað Lily Cole stendur sig
vel í henni, nær að vera í senn sak-
laust barn og svo óforvarandis orðin
óforbetranleg daðurdrós, og eins
stendur Tom Waits sig frábærlega
sem djöfullinn. Christopher Plum-
mer á sína spretti en er kannski
heldur klisjukenndur á köflum.
The Imaginarium of Doctor Par-
nassus er semsé góð skemmtun, en
skilur eftir sig fullmargar spurn-
ingar.
Saklaus Lily Cole á stjörnuleik sem Valentina í kvikmyndinni The Imaginarium of Doctor Parnassus.
Baráttan milli góðs og ills
The Imaginarium of
Doctor Parnassus
bbbnn
Leikstjóri og handritshöfundur Terry
Gilliam. Aðalhlutverk Heath Ledger,
Christopher Plummer, Verne Troyer, Lily
Cole, Andrew Garfield, Tom Waits,
Johnny Depp, Colin Farrell og Jude
Law. Bretland 2010.
Árni Matthíasson
KVIKMYND
SÖNGKONAN Madonna segist ætla að taka sér hlé frá tónlistinni til þess að
einbeita sér að fjölskyldunni og nýjustu mynd sinni, W.E.
„Ég hef í rauninni ekkert einbeitt mér að tónlistinni í langan tíma því
myndin á hug minn allan. Ég á fjögur börn
og hef bara enga orku í neitt annað,“ sagði
poppdrottningin í samtali við Interview
Magazine. „Þetta er svolítið skrýtið því ég
er ekki einu sinni með útgáfusamning. Ef
ég geri tónlist á næstunni, þá veit ég ekki
einu sinni hvernig ég ætti að gefa hana út.“
Madonna mun leikstýra myndinni W.E. en
hún er einnig einn af handritshöfundum
myndarinnar. Meðal leikara er elsta
dóttir Madonnu, Lola Leon, og leik-
ararnir Ewan McGregor, Vera Far-
miga og Abbie Cornish.
Madonna tekur
sér hlé frá poppinu
Madonna Með ættleiddri dóttur sinni
Mercy James í Malaví fyrir skömmu.
Reuters
LEIKARINN Charlie Sheen hefur
veitt móður tveggja barna sinna,
Denise Richards, fullt forræði yfir
þeim. Saman eiga þau sex ára strák,
Sam, og fjögurra ára stúlku, Lolu.
Richards fór fram á fullt forræði yfir
börnunum og er ástæðan talin sú að
Sheen hefur oftar en einu sinni kom-
ist í kast við lögin, síðast fyrir að
hafa ráðist að eiginkonu sinni.
Reuters
Richards Fékk fullt forræði.
Fær fullt
forræði
RÝMINGARÚTSALA hefst í dag í verslun Skífunnar
við Laugaveg en stefnt er að því að loka versluninni
fyrir ágúst, að sögn Magnúsar Jónssonar, fjár-
málastjóra Skífunnar.
Magnús segir ástæðuna fyrir lokun verslunarinnar
rekstrarörðugleika, húsnæðið sé of stórt og salan of lít-
il til að reksturinn standi undir leigunni á því og öðrum
kostnaði. Rýmingarútsalan mun standa yfir svo lengi
sem birgðir endast, að sögn Magnúsar. Reksturinn
gangi betur í verslanamiðstöðvum en á Laugaveginum
og því verði að loka versluninni.
Skífunni lokað
Morgunblaðið/G.Rúnar
Skífan Yfirgefur Laugaveginn í sumar.
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Gauragangur (Stóra svið)
Fös 7/5 kl. 20:00 Fös 21/5 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00
Lau 8/5 kl. 20:00 Lau 22/5 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00
Sun 9/5 kl. 20:00 Ný auka Fös 28/5 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00
Mið 12/5 kl. 20:00 Sun 30/5 kl. 20:00 Lau 12/6 kl. 20:00
Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk
Faust (Stóra svið)
Fim 6/5 kl. 20:00 Ný auka Fim 20/5 kl. 20:00 Fim 27/5 kl. 20:00 síð sýn
í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports. Sýningum líkur 27. maí
Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið)
Lau 8/5 kl. 14:00 Lau 15/5 kl. 12:00 Sun 16/5 kl. 12:00
Sun 9/5 kl. 14:00 Lau 15/5 kl. 14:00 Sun 16/5 kl. 14:00
Dúfurnar (Nýja sviðið)
Fös 7/5 kl. 19:00 k.11. Fim 13/5 kl. 20:00 k.15. Fös 21/5 kl. 20:00
Fös 7/5 kl. 22:00 Fös 14/5 kl. 19:00 k.16. Lau 22/5 kl. 20:00
Lau 8/5 kl. 19:00 k.12. Fös 14/5 kl. 22:00 Fös 28/5 kl. 20:00
Sun 9/5 kl. 20:00 k.13. Lau 15/5 kl. 19:00 k.17. Sun 30/5 kl. 20:00
Mið 12/5 kl. 20:00 k.14. Lau 15/5 kl. 22:00
Rómeó og Júlía í leikstjórn Oskaras Korsunovas (Stóra
svið)
Fös 14/5 kl. 20:00 Lau 15/5 kl. 20:00
Í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík
Rómeó og Júlía Vesturports (Stóra svið )
Þri 11/5 kl. 20:00 k.1. Mið 26/5 kl. 20:00 k.4. Mið 9/6 kl. 20:00 aukas
Sun 16/5 kl. 20:00 k.2. Mið 2/6 kl. 20:00 k.5. Sun 13/6 kl. 20:00 aukas
Þri 18/5 kl. 20:00 aukas Sun 6/6 kl. 20:00 k.6.
Mán 24/5 kl. 20:00 k.3. Þri 8/6 kl. 20:00 aukas
Í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports.
Eilíf óhamingja (Litli salur)
Sun 16/5 kl. 18:00 síðasta
sýn
Fyrir þá sem þora að horfa í spegil. Snarpur sýningartími
Villidýr / Pólitík eftir Ricky Gervais (Litla svið)
Fös 7/5 kl. 20:00 Fös 14/5 kl. 20:00
Uppsetning Bravó - aðeins 4 sýningar. Athugið: Óheflað orðbragð
Dúfurnar HHHH IÞ, MBL
ÞJÓÐLEIKHÚSI
SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS
Ð
Gerpla (Stóra sviðið)
Fim 6/5 kl. 20:00 Lau 15/5 kl. 20:00
Sýningar hefjast aftur í haust!
Fíasól (Kúlan)
Lau 8/5 kl. 13:00 Lau 15/5 kl. 13:00 Lau 12/6 kl. 13:00
Lau 8/5 kl. 15:00 Lau 15/5 kl. 15:00 Lau 12/6 kl. 15:00
Sun 9/5 kl. 13:00 Sun 16/5 kl. 13:00 Sun 13/6 kl. 13:00
Sun 9/5 kl. 15:00 Sun 16/5 kl. 15:00 Sun 13/6 kl. 15:00
Fim 13/5 kl. 13:00 Aukas. Lau 22/5 kl. 13:00
Fim 13/5 kl. 15:00 Aukas. Lau 22/5 kl. 15:00
Aukasýningar 13. maí komnar í sölu!
Hænuungarnir (Kassinn)
Fös 10/9 kl. 20:00 Fös 17/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00
Lau 11/9 kl. 20:00 Lau 18/9 kl. 20:00 Lau 25/9 kl. 20:00
Sun 12/9 kl. 20:00 Sun 19/9 kl. 20:00 Sun 26/9 kl. 20:00
Fim 16/9 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00
Uppselt út leikárið - haustsýningar komnar í sölu!
Íslandsklukkan (Stóra sviðið)
Fös 7/5 kl. 19:00 5.k Mið 19/5 kl. 19:00 Aukas. Fös 4/6 kl. 19:00
Lau 8/5 kl. 19:00 6.k Fös 21/5 kl. 19:00 Lau 5/6 kl. 19:00
Mið 12/5 kl. 19:00 7.k Lau 22/5 kl. 19:00 Fös 11/6 kl. 19:00 Aukas.
Fim 13/5 kl. 19:00 Aukas. Sun 30/5 kl. 19:00 Lau 12/6 kl. 19:00 Aukas.
Fös 14/5 kl. 19:00 8.k Fim 3/6 kl. 19:00 Aukas.
Ath. sýningarnar hefjast kl. 19:00
Af ástum manns og hrærivélar (Kassinn)
Fim 20/5 kl. 20:00 Frums. Fim 27/5 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00
Fös 21/5 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00
Lau 22/5 kl. 20:00 Fim 3/6 kl. 20:00
Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Listahátíðar í Reykjavík
Bræður (Stóra sviðið)
Fim 27/5 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00
Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.
Herra Pottur og ungfrú Lok (Kúlan)
Lau 29/5 kl. 13:00 Sun 30/5 kl. 13:00 Lau 5/6 kl. 15:00
Lau 29/5 kl. 15:00 Fim 3/6 kl. 17:00 á frönsku Sun 6/6 kl. 13:00
Sun 30/5 kl. 13:00 Lau 5/6 kl. 13:00 Sun 6/6 kl. 15:00
Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík
Miðasala í Háskólabíói » Sími 545 2500 » www.sinfonia.is
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Í kvöld kl. 19.30 Schumann & Brahms II
Hljómsveitarstjóri: Arild Remmereit
Einleikari: Jon Kimura Parker
Johannes Brahms: Píanókonsert nr. 1
Robert Schumann: Sinfónía nr. 1 „Vorsinfónían“
Munið Vinafélagskynningu í kvöld kl. 18.00 í Neskirkju
Árni Heimir Ingólfsson tónlistarstjóri SÍ fjallar verkin á
tónleikunum.
Kynningin fer fram á kaffitorginu í Neskirkju og
hægt er að kaupa ljúffenga súpu á 1500 kr.
Allir eru velkomnir.
Aðalfundur Vinafélags SÍ verður haldinn fyrir
kynninguna og hefst hann kl. 17.30.