Morgunblaðið - 11.05.2010, Síða 1
Ólafur Þór segir að með ákvörð-
un sinni hafi dómurinn tekið
undir þau rök sem færð hafi ver-
ið af hálfu ákæruvaldsins,
fyrir því að úrskurða bæri
þá Hreiðar Má Sigurðs-
son og Magnús Guð-
mundsson í varðhald.
Rökin héldu
ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON
Þ R I Ð J U D A G U R 1 1. M A Í 2 0 1 0
Stofnað 1913 107. tölublað 98. árgangur
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær
gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs-
dóms Reykjavíkur yfir þeim
Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrver-
andi forstjóra Kaupþings, og Magn-
úsi Guðmundssyni, fyrrverandi for-
stjóra Kaupþings í Lúxemborg,
síðar Banque Havilland. Þetta stað-
festir Ólafur Þór Hauksson, sérstak-
ur saksóknari vegna efnahagshruns-
ins.
Þau Hjördís Hákonardóttir, Jón
Steinar Gunnlaugsson og Ólafur
Börkur Þorvaldsson kváðu upp úr-
skurðinn. Einn dómari, Jón Steinar
Gunnlaugsson, skilaði sératkvæði.
Ólafur Þór Hauksson, sem staddur
er í Svíþjóð þar til annað kvöld, sagð-
ist í gær ekki hafa séð úrskurðinn
eða forsendur hans.
Hann sagði þó að með ákvörðun
sinni hefði dómurinn tekið undir þau
rök sem færð hefðu verið af hálfu
ákæruvaldsins, fyrir því að úrskurða
bæri þá Hreiðar Má og Magnús í
gæsluvarðhald.
Á föstudag var Hreiðar Már úr-
skurðaður í gæsluvarðhald í tólf
daga og Magnús í viku, að beiðni sér-
staks saksóknara. Ólafur Þór vildi
ekkert tjá sig um það hvort Sigurður
Einarsson, fyrrverandi stjórnarfor-
maður Kaupþings, hefði beðið
sér griða fyrir embættinu og
sett skilyrði fyrir því að koma
í yfirheyrslur. Ólafur sagði
það ekki undir fólki sjálfu
komið hvort það mætti í
yfirheyrslur hjá sak-
sóknara eða ekki væri
það á annað borð boð-
að.
Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson áfram í gæsluvarðhaldi
Hæstiréttur staðfesti varðhaldið
Héraðsráðunautar hvaðanæva af landinu munu í
dag og á morgun heimsækja bæi á öskufallssvæðinu
undir Eyjafjallajökli og meta þörf bænda fyrir að-
stoð vegna fóðuröflunar og beitar í sumar. Ætlunin
er að eftir heimsóknirnar liggi fyrir gögn sem gefi
raungóða mynd af ástandinu í landbúnaðinum. »6
Morgunblaðið/Júlíus
Askan vofir yfir grænum túnum
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Landsbankinn hefur í hyggju að bjóða ein-
staklingum og fyrirtækjum í viðskiptum við
bankann 25% lækkun á höfuðstól erlendra
lána gegn því að þeim verði breytt í verð-
tryggð eða óverðtryggð lán í íslenskum
krónum. Lækkunin á við um öll lán í erlend-
um myntum, ekki
bara íbúðalán, og
viðskiptavinum
bankans stendur til
boða að sækja um
þessa lausn.
Að sögn Krist-
jáns Kristjánssonar,
upplýsingafulltrúa
Landsbankans, er
stefna bankans sú að
einfalda kerfið til
muna þannig að
bæði einstaklingar
og fyrirtæki fái mun
hraðari úrlausn
sinna mála. Þannig
verði skilyrði fyrir
höfuðstólslækkun almennari en tíðkast hef-
ur.
Til samanburðar hefur Landsbankinn
hingað til boðið einstaklingum höfuðstóls-
lækkun íbúðalána og var lækkunin breyti-
leg eftir myntsamsetningu lánsins og því
hversu langur tími var eftir af umsömdum
lánstíma. „Nú geta allir viðskiptavinir
bankans sótt um þessa lækkun og fengið þá
einhverjar aðrar lausnir í kjölfarið ef í ljós
kemur að þessi leið dugar ekki til eða hent-
ar ekki,“ segir Kristján.
Til viðbótar verður boðið upp á aftur-
virka leiðréttingu fyrir þá viðskiptavini sem
greiddu upp lán sín eftir hrun eða fengu
lægri höfuðstólslækkun eftir að hún tók
fyrst gildi í nóvember á síðasta ári. Lands-
bankinn mun kynna höfuðstólslækkun lána
nánar í dag og opna fyrir umsóknir.
Bjóða
25%
lækkun
Landsbanki lækkar
höfuðstól erlendra lána
Lántakendur
» 10.000
einstaklingar
eru með íbúða-
lán hjá Lands-
bankanum.
» Um 30%
þeirra hafa leit-
að úrræða
vegna greiðslu-
erfiðleika.
SEXTÍU SAMAN
Í KAPPHLAUPI
Á KRÓKNUM
ALNÆMI
OG BÖRN
Í AFRÍKU
STJÖRNUSKIN
Á PRINSINUM
FRÁ PERSÍU
FÓLK Í FRÉTTUM 32
Ekki tæki til
að fjármagna ríkið
Lífeyrissjóðirnir eiga ekki að
vera tæki fyrir stjórnvöld til að ná í
fjármagn. Kom þetta fram í máli
Gunnars Andersen, forstjóra Fjár-
málaeftirlitsins, á ráðstefnu aðila
vinnumarkaðarins um lífeyris-
kerfið í gær.
Vék hann að reynslu sinni þegar
hann vann fyrir lífeyrissjóð hjá
Sameinuðu þjóðunum. Þar hefðu
þrjú markmið verið ráðandi í fjár-
festingarstefnu. Fjárfestingar
þurftu að vera arðbærar, öruggar
og auðseljanlegar. Hann sagði að
sjóðurinn hefði oft þurft að verjast
ásókn einstakra ríkja, sem vildu fá
sjóðinn til að fjárfesta í opinberum
framkvæmdum.
Lausnin sem notuð var fólst í því
að sjóðurinn fjárfesti ekki beint í
opinberum framkvæmdum, heldur
keypti skuldabréf af þróunar-
bönkum, sem aftur fjárfestu í fram-
kvæmdunum. »14
Byggt Rætt er um að lífeyrissjóðir
komi að opinberum framkvæmdum.
Gordon
Brown, forsætis-
ráðherra Bret-
lands, hyggst
hætta sem leið-
togi Verka-
mannaflokksins í
haust. Ákvörð-
unin er sögð til-
raun til að greiða
fyrir stjórnar-
myndunarviðræðum við Frjáls-
lynda demókrata.
Ljóst þykir að frjálslyndir ætla
sér að mynda samsteypustjórn með
íhaldsmönnum eða Verka-
mannaflokknum en samningar hafa
ekki tekist enn.
Brown hættir sem
leiðtogi flokksins
Gordon Brown
Óvissa er um
veiðar á hval í
sumar, vegna
frumvarpsins um
hvalveiðar sem
liggur fyrir Al-
þingi, að mati
forráðamanna
Hvals hf. Verði
það að lögum á
næstunni fari í
gang ferli um-
sagna og ákvarð-
anatöku, sem Kristján Loftsson,
framkvæmdastjóri Hvals, segir
geta tekið tvo mánuði. Til stóð að
ráða um 150 manns. „Staðan er hins
vegar svo óljós að ég get ekki gefið
fólki ákveðin svör og hef frestað því
að setja skipin í slipp.“ »12
Lagafrumvarp setur
veiðarnar í uppnám
Margir hafa falast
eftir vinnu í Hval-
stöðinni.
FRÉTTASKÝRING EFTIR KRISTJÁN JÓNSSON 15HREYFING OG ÚTIVIST 10