Morgunblaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 2
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Ekki liggur fyrir hvort meirihluti er
á Alþingi fyrir breytingum á
stjórnarráðinu. Efasemdir eru um
málið meðal þingmanna VG á lands-
byggðinni, en þingmenn flokksins á
höfuðborgarsvæðinu styðja flestir
tillögurnar.
Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra leggur mikla áherslu
á að klára þetta mál á þessu ári
þannig að ný ráðuneyti taki til starfa
í haust eða í síðasta lagi um áramót.
Þingflokkur Samfylkingarinnar
styður hana í þessu máli. Málið var
rætt á löngum fundi ríkisstjórn-
arinnar í fyrrakvöld. Jón Bjarnason,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra, lýsti á fundinum skýrri and-
stöðu við fyrirliggjandi tillögur um
sameiningu landbúnaðar- og sjáv-
arútvegsráðuneytis og iðnaðarráðu-
neytis í eitt atvinnuvegaráðuneyti.
Aðrir ráðherrar VG eru hins vegar
jákvæðir í garð tillagnanna. Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra tók fram að ekkert lægi fyrir
um hvenær endanleg afstaða yrði
tekin til málsins. Hann sagði jafn-
framt að hugsanlega yrði farið í mál-
ið sem hluta af víðtækum aðgerðum í
ríkisfjármálum.
Búið er að ræða málið í þing-
flokki VG oftar en einu sinni, en
endanleg afstaða flokksins liggur
ekki fyrir. Jón Bjarnason og Ás-
mundur Einar Daðason eru eindreg-
ið á móti þessum tillögum. Efasemd-
ir eru meðal fleiri þingmanna
flokksins á landsbyggðinni. Það er
því ekki víst að meirihluti sé á Al-
þingi fyrir tillögunum. Þingmenn
flokksins á höfuðborgarsvæðinu eru
hins vegar almennt fylgjandi tillög-
unum og sumir telja raunar að þær
feli í sér sigur fyrir flokkinn. Með
þeim sé verið að efla umhverfisráðu-
neytið, en flokkurinn hefur lengi
haft það á stefnuskrá sinni að koma
á fót umhverfis- og auðlindaráðu-
neyti.
Í stjórnarsáttmálanum lýsa
flokkarnir breytingum á stjórn-
arráðinu sem þeir séu sammála um.
Þar kemur hins vegar ekki fram
hversu hratt eigi að ráðast í málið og
innan þingflokks VG eru þau sjónar-
mið að ekki þurfi að klára málið
strax, sérstaklega í ljósi þess að Ís-
land hafi sótt um aðild að ESB og
líklegt sé að það komi til með að
mæða mest á sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytinu í þessum
viðræðum. Með því að gera breyt-
ingar núna sé verið að veikja þennan
málaflokk innan stjórnkerfisins.
Þingflokkur VG ræddi málið í
gær og ætlar að fjalla frekar um
málið á næstunni. Ekkert liggur fyr-
ir um hvenær niðurstöðu er að
vænta.
Er meirihluti fyrir breytingum?
Óljóst er hvort meirihluti er fyrir tillögum um breytingar á stjórnarráðinu innan stjórnarflokkanna
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar ræddi málið í gær og ætlar að skoða það betur næstu daga
Jón
Bjarnason
Ásmundur Einar
Daðason
Stjórnkerfisbreytingar
» Í drögum að frumvarpi
um breytingar á stjórnarráðinu
er gert ráð fyrir að ný ráðu-
neyti taki til starfa 1. sept-
ember.
» Frumvarpið gerir ráð fyrir
að sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðuneytið og iðnaðar-
ráðuneyti sameinist í eitt at-
vinnuvegaráðuneyti.
» Að mati fjárlagaskrifstofu
fjármálaráðuneytisins leiðir
frumvarpið til 360 milljóna
beins sparnaðar á ári þegar
áhrifin eru að fullu komin fram.
Helgi Sigurðsson og Kristinn Páls-
son báru sigur úr býtum í sam-
keppni Morgunblaðsins um skop-
teikningar, sem staðið hefur yfir
síðustu vikur. Þátttaka í keppninni
var vonum framar, en 25 manns tóku
þátt og sendi hver teiknari nokkrar
myndir. Þær eru enn til sýnis á
fréttavefnum mbl.is. Margir þátt-
takendur voru mjög hæfileikaríkir
og reyndist vandasamt verk að velja
sigurvegara.
Helgi ríður á vaðið í blaðinu í dag,
á hefðbundnum stað skopteikninga í
blaðinu, við hlið Staksteina á blað-
síðu átta. Myndir hans munu fram-
vegis birtast á þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum.
Helgi er reynslumikill og hefur
um árabil starfað sem teiknari og
hönnuður. Hann hefur áður getið sér
gott orð fyrir teikningar í dagblöð.
Hann sendi níu myndir inn í sam-
keppnina á mbl.is
Kristinn er ungur að árum, 18 ára
gamall nemandi við Verzlunarskóla
Íslands og teiknar nú í fyrsta sinn
fyrir dagblað. Hans myndir munu
birtast á mánudögum, mið-
vikudögum og föstudögum. Hann
sendi tíu myndir í keppnina.
Sigurlaunin eru 500.000 krónur
sem skiptast jafnt á milli þeirra
Helga og Kristins, en þar að auki
hefur verið samið við þá um að halda
áfram að sýna frammámenn sam-
félagsins í spéspeglum sínum og
kitla hláturtaugar lesenda Morg-
unblaðsins út ágústmánuð hið
minnsta. Að þeim tíma liðnum verð-
ur áframhaldandi ráðning tekin til
skoðunar.
Hinum teiknurunum tuttugu og
þremur er þakkað fyrir þátttökuna
og þeir Helgi og Kristinn boðnir vel-
komnir til starfa.
Reynslumikill Helgi Sigurðsson hefur um árabil
starfað sem teiknari og hönnuður.
Tveir teikna skopmyndir Morgunblaðsins
Helgi
Sigurðsson
Kristinn
Pálsson
Þátttaka í samkeppni um skopteikningar í Morgunblaðinu var vonum framar
Ferskur byrjandi Kristinn Pálsson hefur feril sinn sem
skopmyndateiknari á síðum Morgunblaðsins.
Mhttp://mbl.is/skopteiknari
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Fullt hús var á listmunauppboði Gallerís Foldar í
gærkvöldi. Tryggvi Páll Friðriksson listmuna-
sali segir að áhugi á myndlist sé alltaf mikill en
hins vegar sé gjarnan eitthvað sem komi á óvart
það slegið á 2,8 milljónir króna. Tryggvi segir að
sala listmuna sé nú á svipuðu róli og hún var um
áramótin 2005-2006 en í millitíðinni rauk verðið
upp úr öllu valdi og náði hápunkti árið 2007.
í sölunni. Í gær fékkst t.a.m. ekki viðunandi boð í
málverk af bátum eftir Svavar Guðnason og
seldist það því ekki. Dýrasta verkið sem seldist í
gær var verkið Álfheimar eftir Kjarval og var
Morgunblaðið/Golli
Kjarval var sleginn en Svavar ekki
Karlmaður lést síðdegis í gær þegar
hann bar af leið í sviffallhlíf og skall
utan í hamravegg vestan í Ingólfs-
fjalli. Maðurinn lagði upp af fjallinu
en vindar báru hann af leið. Félagi
hans tilkynnti slysið en þegar björg-
unarsveitir komu á vettvang var
maðurinn látinn.
Lögreglan á Selfossi fer með
rannsókn málsins og við frumrann-
sókn var einnig leitað til Rannsókn-
arnefnda flugslysa. Hinn látni er af
erlendu bergi brotinn og var búsett-
ur á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er
unnt að gefa upp nafn hans á þessari
stundu. una@mbl.is
Banaslys á
Ingólfsfjalli
Maðurinn sem fannst látinn fyrir ut-
an íbúðarhús við Eyjabyggð í Kefla-
vík á laugardagsmorgun hét Haukur
Sigurðsson, fæddur 24. október 1957.
Haukur var búsettur í Sandgerði.
Hann lætur eftir sig eiginkonu og
þrjú uppkomin börn.
Liðlega þrítugur maður er í haldi
lögreglunnar á Suðurnesjum, grun-
aður um að hafa valdið dauða Hauks.
Lögreglan vinnur að rannsókn máls-
ins.
Fannst látinn
í Keflavík