Morgunblaðið - 11.05.2010, Side 6
Búið er að kyrrsetja 100 milljóna króna hús-
eign Jóns Ásgeirs, 10 milljóna króna sum-
arhús, 14 milljóna króna jörð, þrjá jeppa og
tvo fólksbíla, samtals upp á 24 milljónir
króna og bankainnstæður sem nema
3,6 milljónum. Alls 151,6 milljónir.
Af eignum Hannesar hafa tveir
jeppar, sem hvor um sig kostar
fjórar milljónir og bankainnstæður
upp á 3,4 milljónir króna, verið
kyrrsettar. Samtals 11,4 milljónir
króna.
Hús, jeppar og jörð
FRYSTAR EIGNIR
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010
Sumar bomburnar sem Eyjafjallajökull sendi út í
loftið í gær voru engin smásmíði. Að sögn Ómars
Ragnarssonar, sem flaug framhjá toppgígnum í
gær, voru sumar þeirra á stærð við jeppa og var
gígurinn farinn að þrengjast talsvert að sögn
hans. „Ég tel að viðbúnaði hafi verið öfugt hátt-
að hvað varðar breytingar á gosinu fram að
þessu. Hingað til hafa allir farið á límingunum
þegar byrjað hefur að gjósa á nýjum stað með
stórauknum boðum og bönnum en ég tel hins
vegar að hættulegasta stigið sé þegar gos er að
deyja út eins og gerðist á Fimmvörðuhálsi. Þá
eiga menn fyrst og fremst að vera á tánum og
hafa á sér djúpan vara,“ skrifaði Ómar á blogg-
síðu sína í gær.
Ljósmynd/Ómar Ragnarsson
Gígurinn tekinn að þrengjast og þeytir hraunbjörgum
Gosvirknin í Eyjafjallajökli hefur gengið
í bylgjum og bendir enn ekkert til þess
að gosinu sé að ljúka. Í gærmorgun varð
jarðskjálftahrina undir jöklinum sem
bendir til þes að kvika sé enn að koma úr
möttlinum.
Samkvæmt athugunum Veðurstofu
Íslands og Jarðvísindastofnunar nær
gosmökkurinn að jafnaði 5 km hæð yfir
sjávarmáli en fer stundum upp í 6 km.
Hraunrennsli er í lágmarki og óróinn
stöðugur.
Keflavíkurflugvöllur var opnaður aft-
ur í gær eftir þriggja sólarhringa lokun.
Flug verður skv. áætlun í dag enda gefa
öskuspár ekki tilefni til annars. Farþeg-
ar eru þó beðnir að fylgjast vel með því
áætlanir geta breyst.
Gosinu ekki að ljúka en
virknin gengur í bylgjum
Flogið verður
frá Keflavík í dag
að öllu óbreyttu Gefinút kl. 18.00 í gær.Gildir til kl. 12.00 í dag.Flug óheimilt og flugvöllum lokað.
Flug heimilt með sérstökum undan-
þágum og eftirliti.
Spá um öskudreifingu
Flugfélög og
flugvélafram-
leiðendur eru
mikið farnir að
setja sig í sam-
band við íslenska
jarðvísindamenn,
til þess að óska
eftir öskusýnum
og upplýsingum
um öskuna úr
Eyjafjallajökli.
Að sögn Ármanns Höskuldssonar
eldfjallafræðings eru fyrirtækin að
gera rannsóknir á öskunni og jafn-
vel prófanir með því að keyra hana
í gegnum þotuhreyfla. Sum hafa
eingöngu beðið um nokkur grömm
af ösku en Ármann segir nokkur
fyrirtæki hafa beðið um allnokkur
kíló.
Gosgígurinn í toppi Eyjafjalla-
jökuls er nú tekinn að þrengjast en
hleðst áfram upp. Í gær var mökk-
urinn heldur heitari en áður þar
sem hann kom upp úr gígnum, sam-
kvæmt hitamyndavélinni uppi á
Þórólfsfelli. Það þýðir að hann
þeytist hraðar upp úr gígnum en
áður og sprengivirknin er enn mik-
il. Nú er vatn hætt að komast að
kvikunni og sprengivirknin er al-
farið vegna gassins í henni. Spreng-
ingarnar eru með öðrum orðum
ekki lengur gufusprengingar held-
ur gassprengingar.
Senda öskusýni
til flugfélaga og
framleiðenda
Ármann
Höskuldsson
fyrir heimilið
Ariel Regular þvottaefni, 45 þvottar
2869kr.pk.
Eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Hannesar
Smárasonar, Jóns Sigurðssonar og Skarphéðins
Berg Steinarssonar á Íslandi hafa verið kyrrsettar,
að beiðni skattrannsóknarstjóra, vegna mála sem
tengjast skattskilum FL Group, síðar Stoða, á ár-
unum 2006 til 2007. Þetta kom fram í kvöldfréttum
Stöðvar 2 í gær.
Kom fram að enn eigi eftir að þinglýsa kyrrsetn-
ingarbeiðnunum á Skarphéðin Berg og Jón Sig-
urðsson, en búið er að því þegar kemur að eignum
Jóns Ásgeirs og Hannesar. Unnið sé að skýrslu um
málið hjá skattrannsóknarstjóra, þar sem menn-
irnir hafi andmælarétt. Skýrslan fari síðan til Rík-
isskattstjóra sem endurákvarði opinber gjöld þyki
ástæða til þess. Um leið og andmæli berist skatt-
rannsóknarstjóra verði tekin ákvörðun um hvort
málin verði send til efnahagsbrotadeildar Ríkislög-
reglustjóra. Greiðist sektin ekki að fullu geti gerða-
þoli þurft að afplána fangelsisvist, allt að einu ári.
Ekki náðist í Jón Ásgeir í gær en haft var eftir
honum í frétt Stöðvar 2 að eignirnar hefðu verið
kyrrsettar. Málið stæðist ekki skoðun. Hann skildi
ekki hvernig hann ætti að bera refsiábyrgð á virð-
isaukaskilum FL Group. Stoðir hefðu lagt fram
tryggingu fyrir skattgreiðslunni.
Öll skattskil FL Group hefðu
verið unnin af fagmönnum
undir eftirliti hæfustu endur-
skoðenda. Þetta hefði ekki verið
á hans borði og hann hefði
enga hugmynd haft um þau
ágreiningsmál sem deilt væri
um. Refsiábyrgð yrði ekki
lögð á stjórnarmann vegna
skattskila hlutafélags,
nema hann hefði sýnt af sér
stórkostlegt gáleysi eða
ásetning.
Eignir Jóns Ásgeirs og Hann-
esar hafa verið kyrrsettar
Jón Ásgeir segist ekkert hafa vitað um bókhaldsatriðin sem deilt er um í málinu
Leiðtogar Evr-
ópusambands-
ríkjanna munu
jafnvel taka að-
ildarumsókn Ís-
lands fyrir á
fundi sínum í júní
og ákveða hvort
formlegar við-
ræður verða
teknar upp, sam-
kvæmt upplýs-
ingum frá spænskum stjórnvöldum
sem fara með forsæti í fram-
kvæmdastjórn ESB.
Miguel Angel Moratinos, utanrík-
isráðherra Spánar, sagðist á fundi
með blaðamönnum í gær telja fátt
standa í vegi fyrir því að aðild-
arviðræður við Ísland gætu hafist í
júní.
Maros Sefcovic, sem sér um mál-
efni stofnana ESB, sagðist finna fyr-
ir traustum stuðningi við umsókn Ís-
lands. Öll aðildarríkin 27 verða að
samþykkja að hefja viðræðurnar.
Umsókn Íslands
jafnvel tekin fyrir
hjá ESB í júní
Miguel Angel
Moratinos