Morgunblaðið - 11.05.2010, Síða 8

Morgunblaðið - 11.05.2010, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010 Gordon Brown veitti hefðbundinnivinaþjóð í Atlantshafsbandalag- inu óvenjulegar trakteringar. Sú var þess utan hin fámennasta og eina vopnlausa í varnarbandalag- inu.     Hún var sett á fámennan lista yfirhryðjuverkamenn. Var þar ein af topp tíu á eftir Osama Bin Laden.     Jóhanna ogSteingrímur hafa viljað borga honum nokkur hundruð millj- arða króna um- fram lagaskyldu fyrir vikið.     Gordon þessihefur átt svefnlausar nætur í Downingstræti 10 undanfarið eftir kosningaafhroð sitt.     Þessi hundrað metra botnlangi rísnaumast undir strætisnafninu, en húsið númer 10 er þó eftirsótt heimilisfang, þótt uppsagnarfrestur íbúanna geti verið skammur.     Nú hefur Brown varpað út líflínu.Björgunarmenn hugsa slíkar líflínur fyrir þá sem eru á hinum enda þeirra.     Lína Browns er hugsuð eingönguhanda honum. Að hann fái hang- ið í húsinu góða fram á haust. Og þá taki við einhver annar sem enginn hefur kosið.     Stjórnmál hafa verið kölluð listhins mögulega. Gordon Brown hefur reynt að gera þau að list hins ómögulega. Kannski tekst það.     Manni sem „heppnaðist“ að setjaÍsland á lista yfir 10 hættuleg- ustu glæpamenn veraldarinnar gæti jafnvel „heppnast“ þetta. Gordon Brown Líflína um eigin háls Veður víða um heim 10.5., kl. 18.00 Reykjavík 9 heiðskírt Bolungarvík 8 heiðskírt Akureyri 4 heiðskírt Egilsstaðir 2 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 10 léttskýjað Nuuk 10 skúrir Þórshöfn 3 súld Ósló 3 skúrir Kaupmannahöfn 11 skýjað Stokkhólmur 7 skýjað Helsinki 6 skýjað Lúxemborg 14 heiðskírt Brussel 10 skýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 10 léttskýjað London 11 skýjað París 14 skúrir Amsterdam 9 léttskýjað Hamborg 9 skýjað Berlín 10 skúrir Vín 20 skýjað Moskva 21 heiðskírt Algarve 20 skýjað Madríd 16 léttskýjað Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 18 skúrir Aþena 24 heiðskírt Winnipeg 8 alskýjað Montreal 7 léttskýjað New York 13 heiðskírt Chicago 14 skýjað Orlando 26 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 11. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:26 22:24 ÍSAFJÖRÐUR 4:09 22:50 SIGLUFJÖRÐUR 3:51 22:34 DJÚPIVOGUR 3:50 21:58 ÁRSFUNDUR KJALAR LÍFEYRISSJÓÐS Kjölur lífeyrissjóður boðar hér með til ársfundar sjóðsins. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel, Sigtúni 38 í Reykjavík, þriðjudaginn 25. maí 2010 kl. 17.00. Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt á setu á ársfundinum. Á dagskrá fundarins eru almenn ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins og 30. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Ársfundargögn er hægt að nálgast á heimasíðu sjóðsins, www.landsbankinn.is/ls/kjolur og hjá Fjármálaráðgjöf Landsbankans, Austurstræti 11. Reykjavík, 10. maí 2010 Virðingafyllst, stjórn Kjalar lífeyrissjóðs Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Ríkissaksóknari hefur gefið út ákær- ur á hendur ellefu karlmönnum sem grunaðir eru um að hafa keypt vændisþjónustu af Catalinu Mikue Ncogo eða konum í hennar þjónustu á síðasta ári. Vændismál tengd Catalinu hafa verið í rannsókn lögreglu um nokkra hríð og hefur lögregla alls sent 17 mál áfram til embættis ríkissaksókn- ara. Sex þeirra voru látin niður falla þar sem saksóknari taldi ekki nægar sannanir fyrir hendi til að ákæra mennina en hinum 11 hefur verið birt kæra og eru nokkrir þeirra ákærðir fyrir að greiða fyrir vændi oftar en einu sinni. Grunur um tengsl við mansal Þetta er í fyrsta skipti sem ákært er fyrir vændiskaup hér á landi eftir að Alþingi samþykkti lög sem gerði þau ólögleg árið 2009. Öll málin sem nú hefur verið ákært fyrir tengjast Catalinu Ncogo, sem er íslenskur ríkisborgari af er- lendum uppruna. Hún situr sjálf í gæsluvarðhaldi til 5. júní, en hún áfrýjaði dómi héraðsdóms frá 1. des- ember þar sem hún var dæmd í 2½ árs fangelsi fyrir innflutning fíkni- efna og hagnýtingu vændis. Tveimur dögum eftir að sá dómur féll var Ca- talina handtekin vegna gruns um mansal en lögreglan taldi sig hafa rökstuddan grun um að hún flytti stúlkur til landsins, gerði þær út til vændis og tæki a.m.k. helming hagn- aðarins af þeim. Karlarnir sem ákærðir eru fyrir að eiga vændisvið- skipti við Catalinu eru á fertugs-, fimmtugs- og sextugsaldri. Þar sem vændiskaup hafa ekki verið refsiverð áður verða dómar sem nú munu falla fordæmisgefandi, en brot á lögum um vændiskaup varða sektum eða fangelsi allt að einu ári. 11 karlar ákærðir fyrir kaup á vændi  Fyrstu ákærur vegna vændiskaupa Í hnotskurn » Ákæra verður opinber þremur dögum eftir birtingu nema sakborningur óski eftir því að þinghald verði lokað. » Heimilt er að gera kröfu um lokað þinghald í málum sem þessum, m.a. til hlífðar sak- borningi eða fjölskyldu hans, s.s. börnum. » Nokkrir mannanna hafa játað vændiskaupin. Sambandsstjórn Rafiðnaðarsambandsins (RSÍ) samþykkti harðorða ályktun um mismuninn á líf- eyrisréttindum á almenna markaðinum og hjá hinu opinbera, á fundi sem stjórnin hélt á Egils- stöðum. Krefst RSÍ þess að í komandi kjarasamn- ingum í haust verði þessi mál leidd til lykta „og launamenn beiti öllu sínu afli til þess að þrýsta á stjórnvöld um viðunandi lausn,“ eins og segir í ályktuninni. „Sá mikli munur sem er á lífeyrisréttindum á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera fær ekki staðist, á næstu árum munu stóru ár- gangarnir skella á lífeyrissjóðunum og þá verður ríkissjóður að reiða fram þau hundruð milljarða sem inn í kerfið vantar,“ segir í ályktun RSÍ. Bent er á að á almennum vinnumarkaði þurfi líf- eyrissjóðir að rísa undir skuldbindingum sínum og skerða réttindi þegar illa árar en opinberu sjóðirnir séu með ótakmarkaða ábyrgð launa- greiðenda og þar með skattgreiðenda. „Launa- maður á almenna vinnumarkaðinum þarf að taka á sig tvöfalt högg vegna fjármálakreppunnar. Annars vegar rýrnun lífeyrisréttinda og hins vegar stórauknar skattaálögur til að standa und- ir ósjálfbæru lífeyriskerfi opinberra starfs- manna. Að óbreyttu verður reikningurinn fyrir þessu sendur til skattgreiðenda. Halli b- deildar og a-deildar er á sjötta hundrað milljarða. Það þýðir að það þurfi að hækka skatta um 4 prósent til að standa undir þessu. Á þessu verður að taka og beita öllu afli innan verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjarasamningum.“ omfr@mbl.is „Launamenn beiti öllu sínu afli“  RSÍ gagnrýnir ójafnrétti í lífeyrismálum  Verði leitt til lykta í haust

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.