Morgunblaðið - 11.05.2010, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.05.2010, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Kristinn Mjóir Svokallaðir 2+1 stígar eru víða á höfuðborgarsvæðinu. Þeir duga í mesta lagi fyrir eitt hjól í einu en alls ekki fyrir þrjá hjólreiðamenn. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Umferð um hjóla- og göngustíga á höfuðborgarsvæðinu hefur þyngst til mikilla muna undanfarna daga, ekki síst fyrir tilstilli átaksins Hjólað í vinnuna. Eftir því sem næst verður komist hefur umferðin gengið að mestu stóráfallalaust þrátt fyrir að hjólafólki sem ferðast oft á 30-40 km hraða sé víðast ætlað að fara um sömu stíga og gangandi vegfar- endum. Mörgum hefur þó eflaust reynst erfitt að átta sig á því hvaða umferðarreglur gilda á stígunum. Fjölnir Björgvinsson, formaður Fjallahjólaklúbbsins, segir alls ekki skýrt hvaða reglur gildi á þeim stíg- um þar sem göngustígnum er skipt á milli hjólastíga og göngustíga með heilli línu (2+1). Ljóst sé að hjóla- stígurinn sé alltof mjór til að hjól geti mæst á honum en þar sem línan sé heil megi, samkvæmt umferð- arlögum, ekki fara yfir hana. Borgin hafi reyndar heitið því árið 2007 að afmá þessa skiptingu en tafir hafi orðið því. „Það hefur mjög oft legið við slysum þegar tveir hjól- reiðamenn geta ekki mæst á stígn- um,“ segir Fjölnir. Hættan eykst til muna þegar gangandi vegfarandi bætist í spilið. Fjölnir tekur dæmi um hjólreiðamann A sem víkur til hægri og inn á göngustíg vegna hjól- reiðamanns B sem kemur á móti. Um leið kemur gangandi vegfarandi á móti hjólreiðamanni A og sá gang- andi telur sig þurfa að víkja fyrir hjólreiðamanni A með því að fara inn á hjólreiðastíginn og þar með í veg fyrir hjólreiðamann B. Fjölnir segir að sökum þess hve hjólreiðareinin sé mjó sé hún í raun ónothæf. 2+1 er hálfgerður bastarður Stefán Agnar Finnsson, yf- irverkfræðingur hjá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar, segir að 2+1 skiptingin sé hálf- gerður bastarður og hætt sé að merkja göngustíga með þeim hætti. Þegar engin hjólarein er á stígunum teljist þeir einfaldlega vera göngu- stígar og hjólreiðamönnum sé heim- ilt að hjóla þar um. Þeir verði þó að hafa í huga að skv. umferðarlögum séu hjólreiðamenn einskonar gestir á göngustígum og verði að taka fullt tillit til gangandi vegfarenda. Merktir hjólastígar séu á hinn bóg- inn ætlaðir hjólreiðamönnum og þar séu gangandi vegfarendur gestir. Einar Guðmundsson, sérfræð- ingur á forvarnarsviði Sjóvár, hvet- ur hjólreiðamenn til að nota bjölluna til að vara gangandi vegfarendur við. Hann bendir á að ef hjólreiðamaður hjólar eftir göngustíg og gangandi vegfarandi stígur í veg fyrir hjólið, sé ábyrgðin á tjóni á herðum hjól- reiðamannsins. Fjölnir Björg- vinsson hvetur hjólreiðamenn sömu- leiðis til að nota bjöllu en bætir við að þar sem margir hlusti á útvarp eða ipod, sé best að gera ráð fyrir að göngufólkið hafi ekki heyrt í henni. Notið bjölluna en reiknið ekki með að nokkur heyri Morgunblaðið/Kristinn Dularfullt Sums staðar eru hjólastígar til hægri á stígum, miðað við gönguátt en stundum eru þeir vinstra megin. Stundum gufa þeir alveg upp. Flókin sambúð gangandi vegfarenda og hjólandi á hjólastígum í höfuðborginni Daglegt líf 11 Morgunblaðið/Björn . sem sjálfur hljóp maraþon 1999 og 2000. Síðan þá hefur hann látið styttri vegalengdir duga. „Ég er eiginlega búinn með minn hlaupaferil,“ segir hann og útskýrir að hnén séu ekki góð. Líka árshátíðir og fjallgöngur Hópurinn lætur sér þó ekki duga að hlaupa saman því fólk hittist einn- ig við önnur tilefni. „Við höldum t.a.m. árshátíð og förum í fjallgöngur. Þá höfum við líka verið mjög dugleg að sækja hlaup innanlands og jafnvel búið til okkar eigin.“ Hópurinn fór t.a.m. á Borgar- fjörð eystri þar sem hlaupið var og gengið á fjöll í þrjá daga. „Síðan höf- um við hlaupið Vesturgötuna á Vest- fjörðum og stefnum á að gera það aftur í sumar.“ Stór hópur tekur líka jafnan þátt í Reykjavík- urmaraþoninu og eru menn þá að hlaupa allar vegalengdir. Yfir vetrartímann leggst hlaupastarfið á Sauðárkróki hins vegar í svolítinn dvala. „Þá hlaup- um við bara reglubundið á laugardögum, þótt einhverjir æfi þess utan.“ Sumardagskrá hlaupahópsins hefst hins vegar af alvöru innan skamms og er blaðamaður ræddi við Árna var stefnan tekin á Hofsós af því til- efni. „Við ætlum okkur að hlaupa út frá Hofsósi, vígja síð- an nýju laugina og borða á veit- ingastaðnum Sólvík.“ Hópurinn lætur sér þó ekki duga að hlaupa saman því fólk hittist einnig við önnur tilefni. Frumkvöðull Árni Stef- ánsson hefur smitað margan á Króknum af hlaupabakteríunni. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010 n o a t u n . i s ÓDÝRT Ódýrt og gott í Nóatúni MEÐ HEIM HEITT ELDAÐUR LAMBABÓGUR KR./STK. 1498 PASSIONATA PIZZA PROSCIUTTO KR./STK. 199 3 RÚLLUR GOTT MEÐ KAFFINU 500 G KELLOGG’S CORN FLAKES 398 KR./PK. MEISTARA MÖNDLUKAKA 489 KR./STK. SHOP RITE ELDHÚSRÚLLUR 729 KR./PK. BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI Óhætt er að mæla með nýjasta ein- taki Hjólhestsins, tímarits Fjalla- hjólaklúbbins, sem kom út á netinu í byrjun mánaðarins. Flestar greinar í blaðinu eru miðaðar við fólk sem er að byrja að nota hjól sem samgöngu- tæki eða er tiltölulega stutt á veg komið í þeirri vegferð. Sérstaklega má benda á grein um samgöngu- hjólreiðar sem fjallar um hvernig best er að hjóla úti í umferðinni, þ.e. á akbrautum en ekki á göngustígum. Tímaritið er hægt að lesa ókeypis á vef klúbbsins, www.fjallahjolaklubb- urinn.is. Hjólhesturinn Öflugt og gott málgagn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.