Morgunblaðið - 11.05.2010, Page 15

Morgunblaðið - 11.05.2010, Page 15
venjuleg daglaun þeirra. En hvað hefur gerst? Þótt lyfjaverðið hafi lækkað kostar að sögn heimildar- manna um 11.500 dollara að veita einum alnæmissjúkum Úganda nægilega umönnun út ævina. Gef- endur hafa komist að þeirri niður- stöðu að þetta sé of dýrt, menn verði að forgangsraða. Nýjar áherslur Meiri árangri sé hægt að ná með því að einbeita sér gegn and- vana fæðingum, lungnabólgu, niður- gangspest, malaríu og mislingum. Oft kostar aðeins einn til 10 dollara að útvega moskítónet, sýklalyf eða vatnssíur sem geta ráðið úrslitum. Stjórn Baracks Obama í Banda- ríkjunum hefur kynnt áætlun um að leggja framvegis meiri áherslu á heilsugæslu fyrir verðandi mæður og börn. Breska stjórnin og styrkt- arsjóður Bills og Melindu Gates hafa skýrt frá sams konar áformum. Fleira veldur minni áhuga á al- næmi. Fulltrúi bandaríska sendi- ráðsins í Úganda benti á að ráð- herrar hefðu verið staðnir að því að stinga í eigin vasa peningum frá gef- endum. Þeir hefðu að vísu verið látn- ir borga til baka en sloppið við fang- elsisvist. Einnig má nefna að olía hefur fundist við Albertsvatn en ekki er ætlunin að verja neinu af tekjunum í baráttuna gegn alnæmi. Minnkandi áhersla á baráttu gegn alnæmi  Kreppan veldur því að frekar er reynt að kveða niður sjúk- dóma sem hægt er að fyrirbyggja með ódýrum ráðum Reynt er nú að bregðast við olíu- menguninni frá borholunni á Mexíkó- flóa út af strönd Louisiana með því að koma fyrir nælonsokkum, úttroðnum af hári, í fjörum þar sem olían berst á land, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Hárið drekkur í sig gríðarmik- ið af þykkri olíunni og er þannig hægt að koma í veg fyrir að hún valdi miklu tjóni á lífríkinu. Samtökin Matter of Trust standa fyrir hársöfnun að miklu leyti með hjálp Fésbókarinnar vegna átaksins og hafa fengið í lið með sér hársnyrti- stofur, einnig stofur sem klippa gælu- dýr og auk þess allmargir bændur leggja til ull. Munu um 370.000 hár- snyrtistofur um allan heim taka þátt í átakinu. Sjálfboðaliðar vinna nú hörðum höndum í 15 vöruskemmum í grennd við mengunarsvæðið við að troða hárinu í sokkana og búa þannig til stóra sekki, að sögn Lisu Gautier, eins stofnenda Matter of Trust. Að sögn Gautier er hár sérstaklega hentugt í baráttunni gegn mengun- inni vegna þess að yfirborð hvers hárs er gríðarlega stórt sem veldur því að mikið af olíu loðir við það. Applied Fabric Technologies, næst- stærsti framleiðandi heims á sviði rekgirðinga, sem notaðar eru til að stöðva útbreiðslu olíuflekkja, mælir með aðferðinni. Talið er að um 200 tonn af hári og ull berist á staðinn dag hvern og nýir sjálfboðaliðar bætast stöðugt í hóp- inn í skemmunum. kjon@mbl.is Hár notað gegn olíumengun  Sjálfboðaliðar í Louisiana troða hárinu í nælonsokka og sekkirnir soga í sig olíuna Sökkviker brást » Tilraun BP til að stöðva lek- ann úr borholunni með sökkvi- keri mistókst á laugardag. » Hugsanlegt er að reynt verði að loka holunni með því að dæla í hana úrgangi eins og ónýtum hjólbörðum. Spurt&Svarað Hvað eru margir með HIV-smit? Talið er að nú séu um 33 milljónir smitaðra í heiminum með HIV-veiruna í sér. En þeir eru ekki endilega komnir með sjálfan sjúkdóminn, alnæmi. Þeg- ar er farið að bera á lyfjaskorti í nokkrum Afríkulöndum. Hvað deyja margir úr alnæmi? Áætlað er að um tvær milljónir manna deyi árlega. Börn smitast oft í móðurkviði en reyndin er að þau lifa mörg af, komast frekar yfir sjúkdóminn en fullorðnir. Er að draga úr smitinu? Tölur benda ekki til þess. Að sögn Sameinuðu þjóð- anna bætast nær þrjár milljónir barna og fullorð- inna í hópinn ár hvert. Fyrir hverja 100 sem fá með- höndlun bætast við 250 sem hafa sýkst. Er nóg að dreifa lyfjum í Afríku? Nei, þá deila sýktir oft lyfjaskammtinum með ætt- ingjum og enginn í fjölskyldunni fær því nóg til að halda sjúkdómnum í skefjum. Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010 Forsetakosningar voru á Filipps- eyjum í gær en tæknibilun á kjör- stöðum vegna nýrra og sjálfvirkra talningavéla olli miklum töfum, hér bíða þreyttir en þolinmóðir kjós- endur í Manila eftir að geta nýtt sér atkvæðisréttinn. Forsetaframbjóð- andinn Benigno „Noynoy“ Aquino var með mest fylgi, um 40%, þegar búið var að telja um 38% atkvæða í gær. Aquino er sonur Corazon Aquino, fyrrverandi forseta Fil- ippseyja, og Benignos Aquinos. Hinn síðarnefndi var leiðtogi stjórnarandstöðunnar á sínum tíma en var myrtur árið 1983. Eig- inkonan tók þá við kyndlinum. Liðlega 50 milljónir manna voru á kjörskrá en nær 100 milljónir manna búa á Filippseyjum. Hörð átök hafa verið í kosningabarátt- unni og féllu sex manns í gær.Reuters Aquino með mest fylgi í forsetakjöri Óttast er að um 90 námumenn hafi farist þegar miklar metansprengingar urðu á laugardag og sunnudag í stærstu kolanámu Rússlands, hér bíða syrgjandi ættingjar námumanna eftir frekari fréttum. Gas og vatn í göng- unum olli björgunarmönnum miklum vanda en nær 300 manns komust strax eftir slysið upp úr námunni. Hún er í Kemerovo-héraði í Síberíu og nefnist Raspadskaja. Búið var að finna 31 lík í gær en 59 manns var enn saknað. Náman þar sem þeir störfuðu er á um 450 metra dýpi. Sprengingar í kolanámu Alls féllu um 70 manns í tilræðum og árásum í Írak í gær, fleiri en nokkru sinni það sem af er árinu á einum degi. Um tuttugu árásir voru gerðar víðs vegar um landið og sögðu ráðamenn í Bagdad að um samræmdar aðgerðir virtist vera að ræða. Sú mannskæðasta var þegar tvær bílsprengjur sprungu fyrir utan vefnaðarverksmiðju í borginni Hilla. Þær sprungu um það leyti sem starfsfólkið var að yf- irgefa verksmiðjuna. Um einni klukkustund síðar sprengdi maður sig á staðnum þar sem sjúkraliðar voru enn að störf- um við að hlúa að þeim sem særðust í hinum sprengjutilræðunum tveim. Alls létust 36 í sprengingunum. ÍRAK Um 70 manns féllu í samræmdum sprengjutilræðum Barack Obama Bandaríkja- forseti tilnefndi í gær Elenu Kag- an ríkislögmann til að taka sæti í hæstarétti lands- ins. Hljóti Kagan, sem er fimmtug, samþykki þing- manna verður hún þriðja konan í réttinum og yngsti dómarinn. Gagnrýnt er að Kagan hafi enga reynslu af dóm- arastörfum. En þar sem hún hefur átt gott samstarf við hægrimenn er talið að repúblikanar beiti sér ekki gegn henni. BANDARÍKIN Obama tilnefnir Kagan í hæstarétt Elena Kagan FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Kreppan hefur haft ýmsar afleið- ingar og ein er að baráttan gegn út- breiðslu HIV-veirunnar og alnæmis í fátækustu ríkjum Afríku gæti tap- ast vegna nýrra áherslna. Mikill ár- angur hefur orðið á síðari árum og má nefna sem dæmi að um 200.000 manns fá nú lyfjameðferð, svonefnd antiretrorviral-lyf, gegn alnæmi í Úganda, að sögn The New York Times, ekki síst vegna rausn- arlegrar aðstoðar Bandaríkjanna. Miklu skiptir að tekist hefur að lækka lyfjakostnaðinn úr 12.000 dollurum á ári í 100 dollara. En þótt fjöldi alnæmissmitaðra aukist um milljón manns á ári í heiminum er svo komið að sums staðar er nýjum sjúklingum nú vísað frá. Fjárveit- ingarnar eru að verða búnar. Stofn- un sem Bandaríkjamenn kosta í Mósambík hefur verið sagt að opna ekki fleiri heilsugæslustöðvar. Breskur læknir og sérfræð- ingur í alnæmi, Natasha Astill, vinn- ur á spítala við jaðar á mjög af- skekktum dal í Bwindi-frum- skóginum í Úganda; þar býr margt pygmea í grennd við ferða- mannakofa fyrir fólk sem vill skoða górillur. Astill segist hafa brostið í grát þegar hún sá 118 umkomulausa sjúklinga hnipra sig saman á gólfi spítalans, rokið barði þakið. En hún varð að segja þeim sem komu að hún gæti ekki meðhöndlað þá nema þeir borguðu einn dollara á dag, meira en

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.