Morgunblaðið - 11.05.2010, Page 17
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010
Útiverslun Elísa og Kara eru með útiverslun á Laugaveginum við Hjartagarðinn. Þær selja þar föt, skó, bækur og blöð og stefna að því að vera þar daglega eftir að skóladegi lýkur næstu daga.
Ernir
Á árunum 2006-2008
þrefölduðu bankarnir
stærð sína, þrátt fyrir
viðvaranir dönsku
bankanna í byrjun árs
2006. Þeir héldu áfram
eftir að matsfyrirtækin
vöruðu við 2007. Áður
höfðu margir varað við
og sett fram viðvar-
anir, studdar hag-
fræðilegum rökum, um
að þróunin gengi ekki upp og mundi
leiða til ófarnaðar. Íslensku bank-
arnir sprengdu upp verð á húsnæði
með lánaþenslu og seldu ungum
fjölskyldum verðtryggð lán með
veði í ofmetnum íbúðum, í góðu
samstarfi við Íbúðalánasjóð. Þeir
lánuðu almenningi út á bifreiðar í
gjaldmiðlum sem enginn lántakenda
hafði tekjur í. Þeir tóku að veita eig-
endum sínum stórfelld lán út á svo-
nefnd eignarhaldsfélög og tóku ekki
tryggingar í neinu nema loftinu.
Þeir seldu ringluðum viðskiptavin-
um sínum gengisbundin lán til
kaupa á hlutabréfum. Þeir tóku loks
stöðu gegn krónunni og felldu hana
rétt fyrir öll milliuppgjör sín á árinu
2008. Það gaf þeim gengishagnað
fyrir uppgjörið og verðbólguhagnað
næstu vikurnar á eftir á meðan
gengislækkunin var að koma fram í
verðlaginu og rýra lífskjör við-
skiptavina þeirra. Þeir voru örlátir á
framlög til prófkjöra og flokkssjóða.
Þeir sem vildu andæfa þenslunni
fengu engar undirtektir hjá ráð-
herrum, sem ekki vildu eyðileggja
góðærið.
Við erum nú að horfast í augu við
að þetta var ekki aðeins glanna-
skapur og vankunnátta. Um refsi-
verða háttsemi og stórfelld auðg-
unarbrot af margvíslegu tagi virðist
hafa verið að ræða. Þessi brot virð-
ast einkum framin 2006 og síðar,
eftir að eigendum og
stjórnendum bankanna
mátti vera orðið ljóst
að spilaborgir þeirra
myndu hrynja. Um-
ræða hefur orðið um
ábyrgð og skyldur lán-
veitenda og er ekki að
undra með hliðsjón af
framansögðu. William
K. Black var hér ný-
lega og sagðist sjá
gamalkunna „upp-
skrift“ að auðgunar-
brotum í skýrslu
Rannsóknarnefndar. Hún væri not-
uð aftur og aftur og skrifaðar hefðu
verið bækur um hana: Fyrst þensla,
svo ótrygg lán með háum vöxtum,
gegndarlausar lántökur, engir vara-
sjóðir, útlánatöp ekki viðurkennd og
methagnaður færður til bókar.
Besta leiðin til að ræna banka sé að
eiga hann. Þetta er bara endurtekið
í nokkur ár með vaxandi hraða á
meðan bankinn er féflettur með
kaupréttum, bónusum og lánum út
á innantómar skeljar.
Skaðsemi erlendu bankanna
Á þessum tíma voru vextir lágir
og mikið framboð af erlendum lán-
um í veröldinni. Það voru hinir er-
lendu stórbankar sem fjármögnuðu
hrunadansinn. Rétt er að vekja at-
hygli á að sömu sjónarmið og áður
greindi eiga við um ábyrgð og
skyldur hinna erlendu banka, sem
gerðu þessi brot möguleg. Þó að við
höfum ekki þekkt uppskriftina
gerðu þeir það án nokkurs vafa.
Samt héldu þeir áfram að lána,
sennilega af því að þeir voru sjálfir
að nota uppskriftina heima fyrir.
Það verður að halda þeim sem valda
öðrum tjóni til ábyrgðar. Um þriðj-
ungur íslensku þjóðarinnar býr nú
við skertan hlut vegna þessa blekk-
ingarleiks, með beinum hætti. Óvið-
ráðanlegar skuldir, verðfall eigna,
dýrtíð, atvinnuleysi, nauðungarupp-
boð og gjaldþrot. Röskun verður á
stöðu og högum barna vegna fjölg-
unar skilnaða og þegar fjölskyldur
missa húsnæði sitt. Hinn hluti þjóð-
arinnar verður fyrir þessu með
óbeinni hætti, þ.e. auknum sköttum,
lækkandi kaupmætti, skerðingu líf-
eyris, verðfalli eigna o.s.frv. Hér er
um að ræða hörmungar og þján-
ingar heillar þjóðar, sem ekki verð-
ur lýst í fáum orðum. Það er sárt að
þetta skuli hafa verið af mannavöld-
um.
Krefjumst bóta
Það er mín skoðun að sækja eigi
skaðabætur til erlendu bankanna,
sem við nefnum nú orðið „erlendu
kröfuhafana“. Á meðan þetta er
kannað af innlendum og erlendum
lögfræðingum þarf að kyrrsetja þær
eignir, sem þeir eiga í gömlu bönk-
unum. Þær eiga að vera til trygg-
ingar hugsanlegri bótaskyldu og
jafnvel sektum þeirra og gömlu
bankanna, reynist stjórnendur
þeirra jafnframt brotlegir við hegn-
ingarlög. Ekki skiptir máli þótt
kröfur hafi gengið kaupum og sölum
síðan, því eigandi kröfunnar mun
eignast kröfu á hinn erlenda banka í
stað þess fjár sem upptækt er gert.
Flestir muna eftir ENRON-
málinu sem kom upp árið 2001.
Færri vita að Royal Bank of Scot-
land, Royal Bank of Canada, Can-
adian Imperial Bank of Commerce,
The Toronto-Dominion Bank, JP
Morgan Chase, Credit Suisse, Mer-
rill Lynch, Fleet Bank, Barclays og
Deutsche Bank hafa allir samþykkt
að greiða skaðabætur vegna við-
skipta sinna við félagið. Allir máttu
þeir játa á sig aðild að svikum, trún-
aðarbrotum o.fl. sem olli tjóni sem
nam 18 milljörðum dollara. Citibank
hefur verið stefnt fyrir að hafa,
þrátt fyrir vitneskju um refsiverða
háttsemi stjórnenda Enron, að-
stoðað félagið við að setja upp sér-
stök eignarhaldsfélög í því skyni að
ofmeta tekjur og eignir, en vanmeta
skuldir. Þetta segir allt sína sögu
um framferði stórbankanna.
Við þurfum að láta rannsaka við-
skiptin við hina erlendu stórbanka,
hvern og einn. Eitt er víst, frá árs-
byrjun 2006 vissu þeir allt um þær
hörmungar sem lánaþensla þeirra
hlaut að valda. Í stað þess að
staldra við héldu þeir skeyting-
arlausir áfram að lána í trausti þess
að íslenska ríkið yrði að hlaupa und-
ir bagga, eins og raunar hefur kom-
ið fram. Þeir vissu að almenningur á
Íslandi yrði látinn borga, þeir voru
þess vegna ekki í góðri trú. Líklegt
er að Neal Batson, lögmaður í Atl-
anta, geti gefið góð ráð. Hann tók
að sér að rannsaka háttsemi ofan-
greindra banka, sjá enron.com –
Litigation Information – Case
Documents.
Út fyrir rammann
Það er tillaga mín að farið verði
án tafar í rannsókn á því hvort unnt
sé að krefja hina erlendu banka um
skaðabætur vegna misgjörða þeirra
við íslenska þjóð. Eins hvort brot
gömlu bankanna og vitorðsmanna
þeirra í erlendum bönkum varði
stórfelldum sektum. Athugunin þarf
að vera víðtæk og ná bæði til inn-
lendra og erlendra lagasjónarmiða.
Þegar tillagan um að gera innlán að
forgangskröfu var lögð fram í að-
gerðahópi Seðlabankans til und-
irbúnings neyðarlögum luku lög-
lærðir embættismenn upp einum
rómi: Nei, þetta væri ekki mögu-
legt. Ákvæðið varð samt að lögum.
Án þess hefði sennilega orðið rík-
isgjaldþrot. Óvenjulegar aðstæður
kalla á óhefðbundnar lausnir. Við
þurfum að hugsa „út fyrir ramm-
ann“. Við höfum verið bláeyg og
óprúttnir aðilar hafa notfært sér
hrekkleysi okkar. Við þurfum nú að
sýna þeim að svo má brýna deigt
járn að bíti.
Ísland er fullvalda ríki sem hlýtur
að gæta hagsmuna sinna þegar að
því er vegið. Það er mikilvægt fyrir
alla, einnig umheiminn, að ábyrgð-
arlausum bönkum verði haldið til
ábyrgðar. Óþarft er að hafa áhyggj-
ur af því að við munum verða útilok-
uð frá bankaviðskiptum í veröldinni
vegna þessa. Þvert á móti mundi
þetta vekja verðskuldaða athygli og
verða okkur til sóma. Það er líka til
nóg af bönkum.
Frýs í æðum blóð?
Allir vita nú að aðgerðaleysi er
ekki rétta leiðin. Fyrsta skrefið er
að kyrrsetja eignir erlendu kröfu-
hafanna, á því má ekki verða ónauð-
synlegur dráttur. Það vill svo til að
þær fjárhæðir, sem út úr þrota-
meðferð gömlu bankanna munu
koma, eru líklegar til að skipta
sköpum fyrir þá sem hafa orðið fyr-
ir barðinu á ábyrgðarleysi, græðgi
og afbrotum, sem erlendu kröfuhaf-
arnir gerðu möguleg. Fjárhæðirnar
eru líka af þeirri stærðargráðu sem
erlendir stórbankar eru vanir að
borga í sektir. Spurningin er nú
þessi: Rennur blóðið enn í því fólki
sem þjóðin hefur valið til forystu?
Eftir Ragnar
Önundarson » Í stað þess að staldra
við héldu þeir skeyt-
ingarlausir áfram að
lána í trausti þess að ís-
lenska ríkið yrði að
hlaupa undir bagga,
eins og raunar hefur
komið fram. Þeir vissu
að almenningur á Ís-
landi yrði látinn
borga …
Ragnar Önundarson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
bankamaður.
Krefjum erlendu bankana um bætur