Morgunblaðið - 11.05.2010, Page 18
18 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010
BRÉF TIL BLAÐSINS
Hér í blaðinu í gær birtist bréf
Steinþórs Jónssonar, eiganda
Björnsbakarís, þar sem kvartað er
yfir fram-
kvæmdum á
horni Hring-
brautar og
Birkimels. Þar
hefur OR unnið
að endurnýjun
háspennustrengs
og vatnsinntaks í
bakarí Stein-
þórs. Höfundur
bendir réttilega
á að þetta horn
er viðkvæmt fyrir framkvæmdum.
Þar er rekstur, sem krefst greiðr-
ar umferðar, og þar er talsverð
umferð gangandi fólks milli mið-
borgarinnar og Melanna.
Aðrir áhrifaþættir á tilhögun
framkvæmdarinnar eru að þarna
undir horninu eru a.m.k. 10 síma-
strengir, hitaveita, kalt vatn auk
rafmagnsstrengja og þá er Birki-
melurinn strætóleið. Þess vegna
var snúnara að skerða akreinarnar
til hagsbóta fyrir gangandi vegfar-
endur við framkvæmdastaðinn.
Bókum okkar Steinþórs ber ekki
saman um tvennt:
Eiganda bakarísins voru kynnt-
ar framkvæmdirnar áður en þær
hófust og tímaáætlanir, sem þá
voru kynntar, stóðust. Leyfi fyrir
framkvæmdunum gilti til 10. maí
en þeim lauk 3. maí.
Gangandi vegfarendur komust
um framkvæmdasvæðið án þess að
þurfa að leggja sig í hættu. Vold-
ugir varúðarborðar og girðingar,
sem Steinþór virðist amast við,
eru hluti öryggisráðstafana.
Þetta er mikilvægt þótt við
hljótum sífellt að hafa til skoðunar
hvort samskipti megi vera meiri
og bráðabirgðalausnir vandaðri.
Það er grundvallaratriði að raskið
ógni ekki öryggi og leggur starfs-
fólk OR sig í líma við að ganga
þannig frá framkvæmdastöðum
sínum að fólki stafi ekki hætta af.
Fyrir hönd OR vil ég þakka
Steinþóri brýninguna. Aðstæður
til viðhalds veitukerfanna eru
óvenjulega snúnar við dyrnar á
bakaríinu hans á horni Hring-
brautar og Birkimels. Það þýðir
líka að af framkvæmdunum, sem
nú er farsællega lokið, má ým-
islegt læra.
EIRÍKUR HJÁLMARSSON,
upplýsingafulltrúi Orkuveitu
Reykjavíkur.
Svar frá Orkuveitu
Reykjavíkur vegna fram-
kvæmda við Birkimel
Frá Eiríki Hjálmarssyni
Eiríkur Hjálm-
arsson
Ekki opnar maður dagblöð nú orðið
eða hlustar á fréttir án þess að
heyra að einstaklingur af erlendu
bergi brotinn hafi
verið handtekinn
af lögreglu fyrir
þetta og hitt. Það
sem ég hef tekið
eftir með opnun
Schengen er að
við virðumst
hleypa hér inn í
landið heilu
glæpagengjunum
sem koma gagn-
gert hingað til að ræna og rupla og
berja menn til óbóta ef svo ber und-
ir. Þeir bera enga virðingu fyrir lög-
reglu, hika ekki við að ráðast á hana
og koma svo glottandi í héraðsdóma
landsins. Margir hverjir af þessum
mönnum eru fyrrverandi hermenn
frá sínum heimalöndum og því stór-
hættulegir.
Nú er ég alls ekki að dæma allt
þetta fólk nema síður sé. Af þessu
fólki eru 85-90% afbragðsfólk, en
fellur í skuggann fyrir þessum fáu
og fær á sig stimpil sem erfitt er að
losna við. Við landsmenn eigum ekki
að þurfa að sitja uppi með þetta lið.
Ég tel að dómsmálaráðherra okkar,
frú Ragna Árnadóttir, sem ég tel
með allra bestu dómsmálaráðherr-
um sem við höfum haft, ætti að
hraða í gegnum þingið að brjóti
þessir aðilar af sér ítrekað og hafi
þeim verið úthlutað íslensku rík-
isfangi á að afturkalla það hið snar-
asta og vísa viðkomandi úr landi.
Orðið ítrekað er dálítið umdeilt
og sitt sýnist hverjum. Ég tel að
þegar um gest frá öðru landi er að
ræða og hann brýtur af sér í þrjú
skipti sé um einbeittan brotavilja að
ræða og að lokinni refsingu verði
hann sviptur ríkisfanginu og sendur
til síns heima. Einnig þegar þetta
fólk er svipt ökuréttindum, en er
samt að aka jafnt edrú sem ölvað,
sem er því miður ansi algengt.
Sömuleiðis málið með þessa Catal-
inu Mikue Ncogo. Ef hún hefur
fengið íslenskt ríkisfang á að svipta
hana því, setja á hana frímerki og
senda hana til síns heima. Þessi
kona er búin að sýna það og sanna
að svona fólk höfum við ekkert með
að gera hér. Þetta eru nú mínar
skoðanir á þessum vandamálum
með erlenda glæpamenn.
ÓMAR F. DABNEY
fv. fangavörður.
Erlendir brotamenn
með íslenskt ríkisfang –
hvað er til ráða?
Eftir Ómar F. Dabney
Ómar F. Dabney
Maður er að verða
nokkuð sjóaður í æsi-
fréttafyrirsögnum dag-
blaðanna, þar sem
bankarán, bófar og
okkar sérstaki Elliot
Ness leika aðal-
hlutverkin. En forsíðu-
fyrirsögn Morg-
unblaðsins
fimmtudaginn 6. maí
sló mig gersamlega út
af laginu. … íbúar [miðborgarinnar]
„snældubrjálaðir“. Og til að dramat-
ísera málið var gæsalöppum vafið um
hið gildishlaðna lýsingarorð. Vitnað
er til svokallaðra Íbúasamtaka mið-
borgarinnar.
Í fréttinni sem fylgdi er sagt að
„íbúar í miðborginni séu að missa
þolinmæðina vegna ófremdarástands
sem myndast þar um helgar“. Talað
er um ofbeldisglæpi, sóðaskap og há-
vaða. Fasteignaverð kemur einnig
við sögu. Ef ég byggi í Grafarvog-
inum hefði þessi frétt staðfest allar
mínar grunsemdir um lastabælið 101,
lögleysuna sem þar ríkir og ekki hvað
síst slóðaskap borgaryfirvalda fyrir
að láta þetta viðgangast. Ég myndi
þá aldrei hætta mér niður í bæ eftir
klukkan fimm á daginn og ég myndi
krefjast banns á strippbúllur (ææi,
það er víst komið) og vínveitingar eft-
ir miðnætti. En nú bregður svo við að
ég bý í þessu lastabæli, miðboginni
minni, og mín upplifun er bara allt
önnur. Ástandið í miðborginni nú er
ekkert verra en það hefur verið. Ég
hef aldrei orðið fyrir áreitni af
ókunnugum á ferðum mínum um
borgina, hvorki að nóttu né degi.
Vissulega kemur fyrir að ég vakna
við háreysti en það er örsjaldan.
Helst er það á sumarkvöldum þegar
veðrið leyfir fólki að spara sér leigu-
bílinn og rölta heim í blíðunni. Síðast-
liðin 40 ár hef ég lifað hér góðu lífi.
Verið í göngufæri við
leikhús, söfn, veit-
ingastaði og verslanir.
Miðborg Reykjavíkur
hefur upp á flest það að
bjóða sem hugurinn
girnist. Sá sem þar býr
þarf í raun ekkert að
sækja upp fyrir Elliða-
árnar til að lifa fullu lífi.
Án þess að geta fullyrt
þar um er mér ekki
grunlaust um að einmitt
þannig sé ástatt um
margan miðbæj-
arbúann. Að búa í miðborg er lífsstíll
og maður tekur því lífi eins og það er.
Miðborg þarf líf til að lifa. Þróun síð-
ustu ára hefur orðið sú að fyrirtæki
og verslanir hafa flust austar í borg-
ina þar sem bílastæði leyfa greiðari
aðgang að þjónustunni. Fataversl-
anir, fasteignasölur og ferðaskrif-
stofur sem áður fylltu Kvosina og
drógu fólk í miðbæinn eru horfnar á
braut. Í staðinn eru komin kaffihús
og skemmtistaðir eins og títt er um
flestar miðborgir. Þessu fylgir óhjá-
kvæmilega nokkur hávaði og þar sem
Íslendingar verða seint vændir um að
vera sérstakir snyrtipinnar fylgir
þessu einnig nokkurt rusl. Hávaðinn
frá sópabílum borgarinnar á það til
að trufla svefn minn enda ann hreins-
unardeildin sér engrar hvíldar við að
sópa ósómann áður en daggestir mið-
borgarinnar mæta til vinnu.
Mesti sóðaskapur miðborgarinnar
er þó í boði Alþingis. Forræð-
ishyggjan sem örlar á hjá siðapost-
ulum miðbogarsamtakanna á sér líka
málsvara á Alþingi. Þar komust
menn að þeirri niðurstöðu að „þessi
menntaða þjóð“ sem fjallað er fjálg-
lega um í ræðum, kunni fótum sínum
ekki forráð og því þurftu besserviss-
erarnir á Alþingi að bregðast við.
Reykingar á veitingastöðum voru
bannaðar. Fólk á ekki lengur rétt á
að ráða sjálft hvernig það hagar sínu
nautnalífi. Þessi eilífa afskiptasemi af
hegðun manna skilar sér nú í óásjá-
legum tyggjóslummum á gang-
stéttum borgarinnar. Og ekki hefur
tekist betur til með strippbúllu-
bannið ef marka má þessa kvörtun
miðborgarsamtakanna sem greini-
lega vilja gera miðborg Reykjavíkur
að steriliseruðu safni. Ofbeldi er ekki
háð staðsetningu þótt vissulega megi
halda því fram að líkurnar aukist þar
sem fjöldinn er mestur, enda býr of-
beldið í hegðunarmynstri mannsins.
Fólk getur verið barið til óbóta í frið-
sælum úthverfum; inni á heimilum
eða í grænum görðum. Slagsmál í
heimahúsum, jafnvel morð, eru fram-
in um allt land og einkenna ekkert
frekar miðborg Reykjavíkur en
hverja aðra húsaþyrpingu þar sem
fólk hefur slegið sér niður.
Ég sé ekki að um neitt sérstakt
vandamál sé að ræða hérna. Hávaði
af tónlist er á ábyrgð veitingamanna
og þeir þurfa starfsleyfi fyrir sinn
rekstur. Starfsleyfið má takmarka
við tónlist innandyra. Í stað þess að
framfylgja einhverju banni á öllu
skemmtanahaldi í miðborginni svo
fámennur hópur geti haldið fast-
eignaverðinu uppi ætti lögreglan að
einbeita sér að því að uppræta glæpa-
starfsemi sem byggist á innflutningi
ólöglegra efna, s.s. eiturlyfjum og
sterum sem skekkja hegðun og hugs-
un þess hóps sem þeirra neytir. Að
flytja skemmtanahald út í iðn-
aðarhverfin er engin lausn. Það mun
mistakast rétt eins og tilraunin til að
flytja miðbæinn í Kringluna.
Látum miðborgina okkar lifa
Eftir Ragnhildi
Kolka » Brugðist er hér við
áróðri gegn miðborg
Reykjavíkur. Hún er
ekki eins slæm og af er
látið. Reyndar bara
stórfín.
Ragnhildur Kolka
Höfundur er lífeindafræðingur MSc
og bókmenntafræðingur MA.
Sjálfsagt lítur stjórn-
sýslan svo á málin að
þetta sé okkar hugs-
unarháttur, „bara ef
það hentar mér“, en
raunin er sú að svo er
ekki í pottinn búið hjá
okkur bifhjólafólkinu.
Ég held að flest séum
við sammála um að
klæðast vel, klæðast
fyrir fallið og allur
þessi söngur! En á hinn
bóginn viljum við eiga val þegar kem-
ur að kaupum hlífðarfatnaðar. Flóra
hjólafólks er breið og það sem ekki
hentar mér á Harley hentar fínt fyrir
Gauja á Kawanum og svo öfugt …
Vesenið er að gallinn hans Gauja er
sennilega í náðinni hjá stjórnsýslunni
og þarf þar af leiðandi líka náð hjá
tryggingafélögum, á meðan gallinn
minn er það ekki þótt fram-
leiðslumarkmið og þol gallanna sé
það sama.
Til að byrja á byrjuninni þá fór af
stað vinna innan samtakanna fyrir
nokkrum misserum. Ég efa ekki að
farið hafi verið af stað með góðum
hug, sér í lagi með tilliti til tolla- og
vörulækkunar á hlífðarfatnaði bif-
hjólafólks. Kannski er ekki réttlátt
að gagnrýna þessa vinnu á þeim
grundvelli að hugurinn hafi verið
góður, en traustar stoðir standa ekki
uppi með góðan hug einan að vopni í
svona veigamiklum málum. Lág-
markskröfur til fólks sem gengur í
slík verkefni eins og breytingar á lög-
um hlífðarfatnaðar er: Þekking á
fatnaði, stöðlum, akstri bifhjóla og
stjórnsýslukerfinu! Þessum kröfum
var ekki fullnægt, frumvarpið var
ekki yfirfarið, það var ekki lagt fyrir
aðalfund Snigla og það fékk ekki
réttláta meðferð inn á þing og naut
ekki þeirrar athygli sem það þarfn-
aðist inni á þinginu. Þrotlaus vinna
hefur legið á umferð-
arnefnd Snigla í tvö ár
til að lagfæra þessi mis-
tök.
Um mitt ár í fyrra
töldum við sem sitjum í
umferðarnefnd okkur
hafa unnið sigur í þessu
máli. Mikil og náin sam-
vinna við
samgönguráðuneytið
og stjórnsýsluna skil-
uðu okkur að sam-
gönguráðuneytið féllst
á kröfur okkar um að
draga þetta frumvarp
til baka á þeim forsendum að ekki
væri vegur að vinna eftir því og var
það því mikið áfall þegar nefnd innan
samgönguráðuneytis felldi kröfur
okkar út og skilaði frumvarpi á 75.
gr. breyttu. Svör samgöngu-
ráðuneytis voru þau að „ekki þótti
gerlegt að fella þetta úr lögum á
þeim forsendum að telja mætti að
ráðuneytið væri með því að senda út
röng skilaboð til þjóðfélagsins“.
Skilaboð um að hlífðarfatnaður væri
óþarfur. Ég get svo sem skilið sjón-
armið ráðuneytisins í þessu máli,
þetta er auðvitað algjör U-beygja
sem erfitt er að útskýra, bæði fyrir
stjórnsýslu og þjóðfélaginu sjálfu!
Nú eru nýju umferðarlögin komin
inn á borð Alþingis. Okkar staða nú
er að herja á Alþingi um breytingar,
ósk um að verða umsagnaraðilar að
frumvarpinu og reyna af öllum mætti
að lágmarka skaðann fyrir bif-
hjólafólk og í kjölfarið draga úr völd-
um tryggingafélaga að skerða bóta-
rétt okkar þegar til slysa kemur.
Auðvitað er það hneisa að stjórnsýsl-
an skuli þvinga okkur til aðgerða í
þessu máli, það er hneisa að stjórn-
sýslan skuli með forsjárhyggju setja
okkur í tvísýna stöðu gagnvart bóta-
rétti okkar. Kannski spyr sig einhver
sem ekki gerir sér grein fyrir alvöru
málsins – hvert er vandamálið? Af
hverju vil fólk ekki setja notkun
hlífðarfatnaðar í lög rétt eins og
hjálmaskyldu og beltanotkun? Svar
við því er einfalt. Staðlakerfi örygg-
isfatnaðar ætlaðs til bifhjólaaksturs
alls staðar í heiminum er meingallað
þótt fatnaðurinn sjálfur fái fullt hús
stjarna og þegar kemur að reglu-
gerðasmíðum um hvað flokkast til
hlífðarfatnaðar, hvort sem það er lág-
marksfatnaður eða ekki, er raun-
veruleg hætta á að reglugerðin valdi
því að úrval hlífðarfatnaðar, bæði
þeir gallar sem við eigum og höfum
keypt fyrir stórfé og gallar sem okk-
ur mun hugnast að kaupa og nota, sé
ekki samkvæmt reglugerð.
Hlífðarfatamálið er ekki það eina
sem getur njörvað réttindi okkar
heldur einnig tillaga um að „smærri
einstaklingar en 150 cm mega ekki
sitja á bifhjóli“ og hækkun prófsald-
urs upp um þrjú ár. Hér á landi er
lögræðisaldur 18 ár, við 18 ára aldur
máttu gifta þig, taka lán, kaupa hús
og gera það sem hugur og geta girn-
ist – nema að keyra mótorhjól! Um
tvítugt máttu fara í ríkið og kaupa
þér áfengi – en þú mátt ekki keyra
mótorhjól. Akstur bifhjóla er hættu-
legur, á því leikur enginn vafi. En 300
hestafla bíll er líka hættulegur ef
ekki hættulegri en 60-70 hestafla bif-
hjól. Það er ekki með nokkru móti
hægt að skilja hvers vegna það eru
sett takmörk á bifhjólaréttindi en
ekki bifreiðir. Bifhjól flokkast undir
sama hatt og fólksbíll – ökutæki.
Bara ef það hentar mér
Eftir Indu Björk
Alexandersdóttur »Hér á landi er lög-
ræðisaldur 18 ár, við
18 ára aldur máttu gifta
þig, taka lán, kaupa hús
og gera það sem hugur
og geta girnist – nema
að keyra mótorhjól!
Inda Björk
Alexandersdóttir
Höfundur er formaður umferð-
arnefndar Snigla.
Morgunblaðið birtir alla útgáfu-
daga aðsendar umræðugreinar frá
lesendum. Blaðið áskilur sér rétt
til að hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða
hvort grein birtist í umræðunni, í
bréfum til blaðsins eða á vefnum
mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar,
sem eru skrifaðar fyrst og fremst
til að kynna starfsemi einstakra
stofnana, fyrirtækja eða samtaka
eða til að kynna viðburði, svo sem
fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Formið er undir liðnum
„Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu
mbl.is. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Ekki er lengur tekið við grein-
um sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er not-
að þarf notandinn að nýskrá sig
inn í kerfið, en næst þegar kerfið
er notað er nóg að slá inn netfang
og lykilorð og er þá notandasvæðið
virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur þeirri
hámarkslengd sem gefin er upp
fyrir hvern efnisþátt en boðið er
upp á birtingu lengri greina á vefn-
um.
Nánari upplýsingar gefur
starfsfólk greinadeildar.
Móttaka aðsendra greina