Morgunblaðið - 11.05.2010, Qupperneq 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010
✝ Jóna Ólafsdóttirfæddist í Ausu í
Andakílshreppi 26.
október 1917. Hún
lést 3. maí síðastlið-
inn á líknardeild
Landspítalans í
Landakoti.
Hún ólst upp með
foreldrum sínum,
lengst af í Miðvogi í
Innri-Akraneshreppi,
en fluttist 1940 til
Reykjavíkur. For-
eldrar hennar voru:
Krístín Jónsdóttir, f.
11. júní 1890 að Ausu í Andakíl, d.
8. apríl 1955 og Ólafur Guðmunds-
son, f. 6. mars 1889 að Svanga (nú
Haga) í Skorradal, d. 23 september
1980. Þau bjuggu lengst af í Mið-
vogi í Innri-Akraneshreppi en flutt-
ust á Akranes 1945 og bjuggu þar
til æviloka. Börn Kristínar og Ólafs
voru fjögur, Jóna var þeirra elst.
Systkin hennar voru:
Margrét Eggerts Ólafsdóttir, f. 8.
ágúst 1921, d. 8. febrúar 1922,
Ragnhildur Sigríður Ólafsdóttir, f.
2. febrúar 1923, húsfreyja í Reykja-
vík, og Eggert Aðalsteinn Ólafsson,
f. 8. desember 1925, bifvélavirki, d.
21. maí 1996. Á jóladag árið 1942
giftist Jóna Páli Guð-
mundssyni frá
Krossanesi í Helgu-
staðahreppi, f. 6.
mars 1917. Páll lést á
aðfangadag árið
2001. Þau bjuggu alla
tíð í Skipasundi 11
Reykjavik. Jóna og
Páll eignuðust fimm
börn. 1) Drengur, f. í
júní 1944, d. júní
1944, 2) Guðmundur,
f. 24 mars 1946,
kvæntur Guðbjörgu
Maríu Jóelsdóttur, f.
1. april 1947. Dóttir þeirra er Arn-
fríður María, f. 27. júní 1967. 3)
Kristín, f. 14 júlí 1949, gift Magnúsi
Ingvarssyni, f. 7 júni 1941. Synir
þeirra eru: Ingvar, f. 23. febrúar
1974, Ólafur Páll, f. 14. nóvember
1975 og Agnar, f. 23. febrúar 1980.
4) Dóttir, f. 23. febrúar 1958, d. 23.
febrúar 1958. 5) Gissur, f. 24 októ-
ber 1960. Börn hans eru Þórður
Daði, f. 1. febrúar 1984, Matthías
Páll, f. 4. september 1991 og El-
ísabet Ásdís, f. 6. mars 1996. Barna-
barnabörn Jónu eru orðin þrjú.
Útför Jónu fer fram frá Áskirkju
í Reykjavík þriðjudaginn 11. maí
2010 og hefst athöfnin klukkan 13.
Elsku mamma mín. Nú er komið
að kveðjustundinni okkar í þessu
jarðneska lífi. Við systkinin minn-
umst þín fyrir gleði þína og þægilega
nærveru. Aldrei heyrði maður
styggðaryrði þau ár sem þú varst að
ala okkur upp. Samt tókst þér að
innprenta í okkur hvað er rétt og
rangt og hvað leyfist og hvað ekki.
Hvernig hver og einn átti að koma
fram við náungann, hver sem hann
var og hvaða stöðu sem hann hafði,
allir voru jafnir. Virðing, náunga-
kærleikur, heiðaleiki, samviskusemi
og skilvísi var það sem þið foreldrar
færðuð okkur í uppeldinu.
Það voru forréttindi að geta komið
til ykkar í Skipasundið þar sem þið
bjugguð alla tíð í meira en hálfa öld.
Alltaf voru allir velkomnir, enda var
gestkvæmt af ættingjum, vinum og
fyrrum sveitungum af landsbyggð-
inni fyrstu áratugina, og ekki til-
tökumál þótt gestir gistu í tvær til
þrjár vikur. Aldrei var kvartað, þó
eflaust hafi einhvern tíma verið lang-
ur vinnudagur bæði við heimilisstörf
sem og fæðuöflun. Þitt yndi var að
komast í sveitina og fórum við ófáar
ferðirnar saman, vítt og breitt um
landið, austur á firði sem þá var talin
full þriggja dag ferð aðra leiðina eða
vestur á firði á sjötta áratugnum
þegar við tjölduðum í túnfætinum á
Brjánslæk og biðum í viku eftir að fá
varahlut í bílinn með rútunni.
Vandamálin voru til að leysa þau og
glaðværðin aldrei langt undan, sama
á hverju gekk. Yndi þitt af félags-
skap annarra var mjög gefandi og
ekki sakaði hvað þú hafði gaman af
að dansa. Eftir að fækka tók á heim-
ilinu og aldurinn færðist yfir þá tóku
við hannyrðir svo um munaði og
sjaldan féll þér verk úr hendi.
Að lokum langar mig að nefna
sálm sem móðir þín benti þér á þeg-
ar þú varst unglingur sem gott vega-
nesti út í lífið. Sálmur sem þú hélst
mikið upp á, og var þér mjög kær
sem leiðarljós í gegnum lífið.
Legg þú á djúpið, þú, sem enn ert
ungur,
og æðrast ei, þótt straumur lífs sé
þungur,
en set þér snemma háleitt mark og
mið,
haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni
og stýrðu síðan beint í Jesú nafni
á himins hlið.
(Matth. Jochumsson.)
Með söknuði kveð ég þig, kæra
móðir. Ég þakka þér leiðsögnina og
vináttuna. Blessuð sé minning þín.
Þinn sonur,
Guðmundur.
Á uppvaxtarárum mínum eyddi ég
mörgum stundum með ykkur afa í
Skipasundinu. Skipasundið varð
mitt annað heimili og þar lærði ég
góðar lífsreglur og gildi sem ég hef
reynt að fylgja í mínu lífi. Þið afi vor-
uð mér góðar fyrirmyndir og á sama
tíma voruð þið skemmtilegir karakt-
erar með jákvætt viðhorf til lífsins
og sterkar skoðanir á mönnum og
málefnum.
Nú hefurðu sameinast afa á ný á
góðum stað og það er huggun að
hugsa til þess. Þrátt fyrir að hafa
ekki haft tækifæri til að vera hjá þér
seinustu stundirnar fann ég svo
greinilega fyrir nærveru þinni. Það
finnst mér lýsa þér vel, amma mín.
Karekterinn svo sterkur og nærver-
an þannig að maður finnur hana hvar
í heimi sem maður er. Ég er þakk-
látur fyrir að þú gast notið seinustu
áranna vel, hraust, sátt og í notaleg-
um félagsskap á góðu heimili.
Hvíldu í friði, amma mín.
Ólafur Páll.
Eitt sinn fyrir ekki svo löngu sagð-
irðu við mig: „Mér finnst ég bara
ekkert vera svo gömul.“ Það kom
mér ekkert sérstaklega á óvart enda
þú síung í skemmtilegum frásögnum
af mótorhjólum og bláu hári á Borg-
inni, útreiðartúrum og uppvaxtarár-
um fjarri borginni. Þær standa upp
úr þegar ég læt hugann reika og
þakka fyrir ánægjuleg kynni í gegn-
um árin. Ekki síður en sá einstaki
dugnaður að á tíræðisaldri fylla alla
jólapakka afkomendanna með út-
saumuðum listaverkum unnum af al-
úð fyrir hvern og einn. Minningarn-
ar munu ylja okkur um ókomna tíð.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Hjördís og Daði Freyr.
Mæt kona, vinur minn Jóna, kveð-
ur þetta jarðlíf og heldur á vit ljóss-
ins á sama tíma og sumarið gengur í
garð. Hún og maður hennar voru
með fyrstu frumbyggjum að Skipa-
sundi 11, þar sem þau bjuggu alla
tíð.
Ég sem þessar línur rita var svo
heppinn að vera næsti nágranni
þeirra frá árinu 1947. Það þurfti
stefnufestu, hugrekki og sjálfsaf-
neitun að koma yfir sig húsþaki á
þessum árum. Oft urðu vinir og fé-
lagar að koma til aðstoðar.
Heimilin voru opin fyrir gestum
og gangandi. Krakkamergðin mikil í
götunni er undu sér glaðir við leik á
Kleppstúninu, við Vatnagarða, Keili,
– og í leikjum í sjálfu Sundinu. Þar
sem enginn skipti sér af en allir
fylgdust með að settum leikreglum
væri fylgt. Í þessu frjálsa umhverfi
var gott að alast upp. Ég var svo lán-
samur að kynnast heimili ykkar Páls
á þeim aldri er mannshugurinn verð-
ur fyrir þeim áhrifum er endast allt
lífið. Aldrei minnist ég þess að hafa
heyrt frá þér styggðaryrði þó oft
syði upp úr í ærslum okkar krakk-
anna. Alltaf sama brosið, gleðin,
mildin, – og maður boðinn velkomin í
eldhúsið þitt er snéri að götunni þar
sem þú gast séð allt er þar fór fram,
– og ég fékk snúð þrátt fyrir ólætin
sem mér fannst þá besti viðgjörn-
ingur sem ég gat hugsað mér, enda
keypti móðir mín aldrei snúð þótt ég
rellaði mikið.
Já, stórfjölskyldan í Skipasundinu
sækir á mig er ég kveð þig, Jóna
mín. Það var yndislegt að alast upp,
– í leiðsögn þeirrar kynslóðar er nú
er horfin sjónum okkar, – og þú síð-
ust að kveðja. Kynslóð er gaf af sér,
studdi, gladdist og hjálpaðist að við
háa sem lága, börn sem aldraða, heil-
brigða sem sjúka. Kynslóð er mótar
þá umgjörð sem hún er vaxin frá.
Þar fórst þú fremst í flokki, Jóna
mín, með þinni glöðu og skemmti-
legu nærveru og þið öll voruð verð-
ugir fulltrúar þeirrar kynslóðar sem
ég og aðrir minnumst með virðingu
og þakklæti. Ég vil sérstaklega
minnast á gamlárskvöldin og brenn-
una okkar krakkana. Dansinn á
heimili ykkar eftir að nýja árið gekk
í garð og allir velkomnir. Húsið ykk-
ar var okkar félagsheimili og þú
geislandi af gleði og umhyggju fyrir
gestum þínum. Ég undirritaður vil
nota þetta tækifæri að flytja heimili
þínu mínar bestu þakkir, – einnig
Guðna mágs þíns og hans konu Sig-
rúnar. En þú og Rúna önnuðust for-
eldra mína af mikilli kostgæfni er
aldur færðist yfir þau. Sú skuld verð-
ur aldrei greidd nema í fátækum
orðum.
Síðustu æviár þín dvaldist þú á
Norðurbrún 1, í Holtinu þínu og und-
ir þú hag þínum vel og naust fé-
lagslyndis þíns.
Jóna var ein þeirra mörgu sem
vinna störf sín í kyrrþey, sem sjald-
an er getið um en allir njóta ávaxt-
anna af verkum þeirra. Nú er hún
horfin sjónum okkar yfir móðuna
miklu. En megi það ljós er þú tendr-
aðir í brjóstum barna þinna, vina og
samferðamanna verða að gróður-
sprota fyrir betra lífi. Eftirlifandi
börnum þínum og öðrum aðstand-
endum sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Hún á góða heim-
komu vísa.
Hvíl í friði, mæta kona.
Þinn vinur,
Eyjólfur Magnússon Scheving.
Jóna Ólafsdóttir
✝ Fjóla fæddist áLambanesreykj-
um í Fljótum 21.
október 1922. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Hlíð 7. apríl sl.
Foreldrar hennar
voru Þorbergur Arn-
grímsson bóndi,
fæddur í Höfn í
Fljótum 8. ágúst
1893, d. 15. ágúst
1971, og Soffía
Gunnlaugsdóttir,
fædd í Baldursheimi,
Arnarneshreppi 8.
janúar 1903, d. 4. febrúar 1986.
Systkini Fjólu: Valgerður, f. 1919,
d. 1987, Ólafur Jónas, f. 1926, d.
1992, Sigurður, f. 1929, d. 1994,
Sveinn, f. 1931, Birna, f. 1934,
Ágústa, f. 1936, og Matthías, f.
1940. Hálfsystir samfeðra Kristín
Aðalbjörg Jóna, f. 1915, d. 1999.
Á æskuárum bjó fjölskyldan á
Grund, Eyrarbakka og Hofteigi í
Arnarneshreppi.
Fjóla giftist 8. maí
1948 Erlingi Pálma-
syni lögreglumanni,
f. á Hofi í Hörgárdal
4. ágúst 1925, d. 26.
nóvember 1997.
Börn þeirra eru
Halldór Pálmi Erl-
ingsson, f. 15. sept-
ember 1947. Maki
Gerður Kristjáns-
dóttir, f. 4. janúar
1951, eiga þau sex
börn og sjö barna-
börn. Bergþór Erl-
ingsson, f. 30. janúar 1953. Maki
Heiðdís Á. Þorvaldsdóttir, f. 9.12.
1953, eiga þau fjögur börn og sjö
barnabörn. Erna Erlingsdóttir, f.
10. apríl 1955. Maki Hjörtur Gísl-
son, f. 15. ágúst 1952, og eru
þeirra börn þrjú og barnabörn
tvö.
Útför Fjólu hefur farið fram í
kyrrþey.
Elsku tengdamóðir mín er nú lát-
in. Við slík tímamót streyma minn-
ingar um hugann.
Samband okkar Fjólu var afar
gott allt frá upphafi okkar kynna
og fátt var notalegra en að sitja
með henni yfir kaffibolla og spjalla
um allt og ekkert. Aldrei heyrðist
hún hallmæla fólki, fann alltaf já-
kvæða hluti um hvern og einn sem
hún mætti á lífsleiðinni.
Hún reyndist mér eins og besta
móðir og vakti yfir velferð okkar
allra alla tíð meðan heilsan leyfði.
Kátína og gleði var ríkjandi á heim-
ili tengdaforeldra minna og var því
sárt að sjá drunga leggjast yfir sál
síðustu æviárin.
Börnum okkar þótti alltaf gott að
koma til ömmu og afa í Aðalstrætið
og ófá jól og áramót áttum við þar
saman. Síðustu æviárin saman
bjuggu þau í Lindarsíðu 2.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Takk fyrir allt elsku Fjóla.
Þín tengdadóttir,
Heiðdís.
Elsku amma, að kveðja þig í dag
er ljúfsárt. Við vitum að þú ert
hvíldinni fegin, ekki síður ham-
ingjusöm með endurfundi þína við
afa Erling. Samt skilur þú eftir
stórt skarð í hjörtum okkar því
betri, glaðværari og yndislegri
ömmu var ekki hægt að hugsa sér.
Heimsóknir okkar til þín voru fáar
síðustu árin þar sem við systkinin
búum fyrir sunnan. Að koma í
heimsókn í Aðalstrætið og svo
seinna í Lindarsíðuna var alltaf til-
hlökkunarefni. Það var svo nota-
legt að koma í hlýjuna og kerta-
ljósið til ömmu og afa í Aðó eins og
við kölluðum það. Alltaf var eitt-
hvað gott að borða hjá ömmu Fjólu
hvort sem það voru rjómakökur,
smurbrauðstertur, súkkulaðikakan
góða eða laxasalatið sem seint
verður gleymt. Nammiskálin var
líka að sjálfsögðu alltaf til staðar.
Södd og sæl settumst við í sófann
en í ömmu heyrðist „ég á kleinur í
frysti“ eða „ég get hrært í meira
laxasalat“. Aldrei fórum við svöng
frá ömmu.
Nú þegar við erum orðin foreldr-
ar þykir okkur leitt að börnin okk-
ar fái aldrei að kynnast ömmu
Fjólu, þekkja hana eins og við
þekktum hana, hlæjandi, brosandi
og hugsandi um allt annað en sjálfa
sig.
Elsku amma, minning þín mun
ávallt fylgja okkur og okkar fjöl-
skyldum.
Mín ljúfsára lokakveðja
koss læði á svala kinn.
Minningar kærar sem kæta og gleðja
við kveðjumst í hinsta sinn.
(EB)
Berglind og Elmar.
Fjóla Þorbergsdóttir
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HULDA VILHJÁLMSDÓTTIR,
Hjallatúni,
Vík í Mýrdal,
andaðist á Hjallatúni fimmtudaginn 6. maí.
Útför hennar fer fram frá Víkurkirkju föstudaginn
14. maí kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vildu minnast hinnar látnu er bent á dvalarheimilið Hjallatún.
Finnur Bjarnason,
Gréta Bjarnadóttir,
Oddný Bjarnadóttir, Stefán Á. Stefánsson,
Valborg Bjarnadóttir,
Egill Bjarnason, Sigurlín Tómasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SÝRUS GUÐVIN MAGNÚSSON,
Lækjarsmára 8,
Kópavogi,
andaðist á Landspítala Landakoti laugardaginn
8. maí.
Útför hans verður frá Digraneskirkju fimmtudaginn
20. maí kl. 13.00.
Matthildur Katrín Jónsdóttir,
Viðar Sýrusson, Elsa Ólafsdóttir,
Ásta Kristín Sýrusdóttir, Jón Bernharð Þorsteinsson,
Reynir Sýrusson,
barnabörn og barnabarnabörn.