Morgunblaðið - 11.05.2010, Side 26

Morgunblaðið - 11.05.2010, Side 26
26 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VESKIÐ HENNAR LÍSU ILMAR EINS OG HÚN HVERNIG LYKT ÆTLI SÉ AF BUDDUNNI HENNAR? LYKTAR EINS OG RASSVASI OG ÞÁ HEFUR FORVITNINNI VERIÐ SVALAÐ ENN EINA FERÐINA, DÖMUR MÍNAR OG HERRAR ÆI ÞETTA GENGUR EKKI ÉG ÞARF AÐ HAFA KVEIKT LJÓSIÐ ELSKAN, Í GEGNUM ÁRIN HEF ÉG REYNT AÐ VERJA ÞIG FYRIR KÖLDUM RAUNVERULEIKANUM KARLMENN TAKA ALDREI ÓHREINU FÖTIN SÍN UPP AF GÓLFINU EN ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ KOMINN TÍMI TIL AÐ ÉG SEGI ÞÉR EINA STAÐREYND UM HEIMINN GRÍMUR, ÞÚ KOMST! UGA! LÁTTU ÞÉR BARA BATNA. ÉG SKAL SJÁ UM ALLAR ÞÍNAR SKYLDUR FYRIR HÁSKÓLANN MEÐ HEIÐARLEIKA OG VIRÐINGU ...OG ÞOKULÚÐRI, HÁRKOLLU, STÓRUM SVAMPFINGRI... FYRST LANGAR OKKUR AÐ BIÐJA ALLA UM AÐ KYNNA SIG FYRIR HÓPNUM OG SEGJA OKKUR HVAÐ ÞIÐ VILJIÐ FÁ ÚT ÚR ÞESSARI HELGI ÉG KOM BARA SVO KONAN MÍN MYNDI HÆTTA AÐ NÖLDRA Í MÉR ÞEGIÐU! ERUÐ ÞIÐ Á RÉTTUM STAÐ? KOMIÐI SÆL! ÉG HEITI KARL OG ÞETTA ER KONAN MÍN, HÚN MARGRÉT. VIÐ MUNUM STÝRA ÞESSU HJÓNABANDSNÁMSKEIÐI HÆG SEKÚNDA Í LÍFI KÓNGULÓARMANNSINS... HANN SKAUT Á MIG ÚR KLUKKULAGA BYSSU... MEÐ MÍN VIÐBRÖGÐ ER EKKERT MÁL AÐ VÍKJA SÉR UNDAN ÞESSI HRINGING! ÞETTA ER EINS OG ÞÚSUND VEKJARAKLUKKUR! ÉG NÆ EKKI ÁTTUM Án gríns Sem kjósanda í Reykjavík þótti mér ágætt tækifæri að skoða Háskólann í Reykjavík og sækja um leið fund með fram- bjóðendum flokkanna í Reykjavík. Óhætt er að segja að háskólahúsið er mjög glæsilegt. Ekki verður hægt að segja að fram- bjóðendurnir stæðu sig með glæsibrag, nema Hanna Birna Krist- jánsdóttir borgarstjóri. Hún flutti sitt mál skýrt og greinilega á þeim mínútum sem frambjóðendur höfðu til að kynna sig og sína flokka. Að loknum kynn- ingum var fundarmönnum gefinn kostur á að spyrja frambjóðendurna. Í skemmstu máli voru svörin al- mennt óljós, langdregin eða hreint grín. Einhver sagði að varaformaður Samfylkingarinnar, Dagur B. Egg- ertsson, væri ekki þekktur fyrir að vera langorður. Salurinn skellihló. Maðurinn talaði og fyrr en varði var hann kominn aftur á byrjunarreit. Maður skynjaði aldrei hvað hann var að tala um. Utan úr salnum heyrðist kallað: „Hættu þessu maður, þvílík langloka.“ Og aftur gall við skellihlát- ur. Það þarf ekki Jón Gnarr grínara til. En án gríns, hver vill ala upp úti- gangsmenn í borginni? Rífa upp aspir og fleira sem Jón Gnarr er að tala um og er ekki grín. Lágmarkskrafa er að þeir sem veljast í borg- arstjórn Reykjavíkur séu vel menntaðir og hafi þekkingu til að stjórna borginni. Jóni Gnarr finnst Reykjavík leiðinleg borg. Er mað- urinn kannski bara að grínast? Hvernig getur borg verið leiðinleg? Borg getur aldrei verið leið- inleg. Hins vegar eru það þeir sem búa í borginni sem gera hana oft á tíðum leiðinlega, ljóta og subbulega með slæmri umgengni og hirðuleysi al- mennt. Reykjavík er falleg borg sem Reykvíkingar geta verið stoltir af. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið samstillt um að gera góða borg betri. Og þrátt fyrir „kreppuna“ eru góðir hlutir að gerast í Reykjavík. Það sama er ekki hægt að segja um landsmálin. Þau eru þvílíkur flækjufótur enda ekki við öðru að búast hjá þeim sem halda utan um þau mál. Ekki ber á neinum framförum á þeim bæ. Hanna Elíasdóttir, kjósandi í Reykjavík. Ást er… … að lesa „bara eina sögu í viðbót“ fyrir svefninn. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, vatns- leikfimi (Vesturbæjarl.) kl. 10.50, postulín kl. 13, lestrarhópur kl. 14. Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9, botsía kl. 9.45, handavinna kl. 12.30. Bólstaðarhlíð 43 | Línudans kl. 13.30. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa kl. 9, fé- lagsvist og framsögn kl. 14. Dalbraut 27 | Handav. kl. 8, vídeó kl. 14. Listamaður mánaðarins. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13, félagsvist kl. 20. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.45, handav. til kl. 17, jóga kl. 10.50. Félagsheimilið Gjábakki | Nemendur leiksk. Fögrubrekku syngja kl. 10.45, kl. 14 hefst afmælisdagsk. Gjábakka, kaffi/ kleinur í boði. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Jóga/ myndl. kl. 9.30, ganga kl. 10, jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Línudans, karlaleikfimi, botsía, kyrrð- arst./opið hús í kirkju, fastir tímar. Félagsstarf Gerðubergi | Glersk/ perlus.kl. 9, stafganga kl. 10.30, farið á sýn. í Ráðhúsinu (frá Bólstaðar-, Löngu- hlíð, Vesturgötu og Vitatorgi) kl. 13.30, á heimleið komið við í Hvassaleiti, á sýningu og í kaffi, s. 575-7720. Grensáskirkja | Þeir sem vilja taka þátt í hádegisverði eftir messu á uppstigning- ardag skrái sig í s. 528-4410 f.h. á mið- vikudag. Verð 1.500 kr. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, mynd- mennt/qI-gong kl. 10, leikfimi kl. 11.30, boltaleikf. kl. 12, brids kl. 12.30, mynd- mennt kl. 13, vatnsleikf. kl. 14.10, hálfs dags ferð til Grindavíkur kl. 13 12. maí. Hvassaleiti 56-58 | Bútasaum. kl. 9, myndl. kl. 13, helgist. kl. 14, stólaleikf. kl. 15. Myndl.sýn. á opnunart., kaffisala. Hæðargarður 31 | Fastir liðir. Hægt að taka frá miða á Tríó Björns Thoroddsen og And- reu Gylfadóttur 14. maí kl. 14. Íþróttafélagið Glóð | Línudans fram- h.hópur II kl. 14.30, framh.hópur I kl. 16, byrj. kl. 17. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er fé- lagsvist á Korpúlfsstöðum kl. 13.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi, vísnakl. kl. 9.15, leikfimi kl. 11, handv. kl. 11, opið hús brids/vist kl. 13, postulín ofl. kl. 13, hárgreiðslust. s. 552-2488, fótaaðgerðast. s. 552-7522. Norðurbrún 1 | Myndlist kl. 9, útsk., postu- lín hefst kl. 13, handav. kl. 13. Leikfimi hefst aftur í júní. Norðurbrún 1 | Myndlist kl. 9, útsk., postu- lín og handav. kl. 13. Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll, Garðabæ | Kyrrðarstund kl. 12.10. Súpa kr. 250. Spi- labingó, spjall, handav. kl. 13. Kaffi kr. 250, Vesturgata 7 | Handavinna/spænska kl. 9.15, spurt og spjallað, bútasaumur, leshóp- ur og frjáls spil kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, búta- saumur, glerbræðsla kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10.15, framh.saga kl. 12.30, handavinnust. kl. 13, félagsvist kl. 14. Bjarni Thorarensen ólst upp á Hlíð- arenda og segir Jón Helgason í æviágripi, að kvæði hans sýni „að honum var Fljótshlíðin jafnan kær- ust allra sveita og fjallasýn þaðan minnisstæðust“. „Um afturfarir Fljótshlíðar“ er ort 1821, eftir að eldgos kom upp í Eyjafjallajökli en það stóð frá 1821 til 1823: Nú er flag Fljótshlíð orðin, íturvæn er áður þótti, í fjalla aur fætur hyljast, á grænum fyrr sem grundum stóðu. Gunnar hátt af haugi lítur slóðir fagrar fyrr fölar orðnar, og iðrast nú að aftur hvarf að bera bein blá við hrjóstur. Karl af Laugaveginum var á ferð um Njáluslóðir um helgina og mökkinn lagði upp af Eyja- fjallajökli: Þó askan breiði svört úr sér og sökkvi hreiðrum kjóanna, gaddur í fé og allt hvað er ekki skrökvar Jóhanna. Þessi vísa karlsins gefur tilefni til að rifja upp gamla vísu, sem ort var í sumarbyrjun; vorið hafði verið gott og gróska í loftinu: Það er sagt í hálfum hljóðum sem haft er eftir konum fróðum að labbi um með land í skjóðum lúpínan á Njáluslóðum. Vísnahorn pebl@mbl.is Af Hlíðarenda og eldgosi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.