Morgunblaðið - 11.05.2010, Page 33

Morgunblaðið - 11.05.2010, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010 allar upplýsingar á www.operubio.is NÚ ER HÆGT AÐ KAUPA ÓPERUPASSA, ódýrara miðaverð og númeruð sæti miðasala í Sambíóunum Kringlunni opnar kl. 17.00 NÆSTA TÍMABIL HEFST Í OKTÓBER... KYNNIÐ YKKUR MÁLIÐ Á WWW.OPERUBIO.IS SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Robert Downey Jr., Samuel L. Jackson, Gwyneth Paltrow, Scarlett Johansson, Don Cheadle og Mickey Rourke eru mætt í fyrstu STÓRMYND SUMARSINS FYRRI MYNDIN GERÐI ALLT VITLAUST OG ÞESSI ER ENN BETRI! Ath. það er sérstakt leyniatriði á eftir creditlistanum í lok myndarinnar. Stærsta opnun á Íslandi árið 2010 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI 600 kr. 600 kr. Tilboð IRON MAN 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 KICK-ASS kl. 8 - 10:30 14 OFURSTRÁKURINN kl. 6 m. ísl. tali L IRON MAN 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 KICK-ASS kl. 8 - 10:10 14 OFURSTRÁKURINN kl. 6 m. ísl. tali L IRON MAN 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 SHE'S OUT OF MY LEAGUE kl. 8 12 DATE NIGHT kl. 10:10 10 OFURSTRÁKURINN kl. 5:50 m. ísl. tali L / KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR 8.05.2010 8 10 11 18 28 3 1 9 1 2 0 1 0 9 1 31 5.05.2010 3 5 20 38 45 46 1913 18 AF LISTUM Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Hrói Höttur, með RusselCrowe í aðalhlutverki,verður opnunarmynd kvik- myndahátíðarinnar í Cannes í Frakklandi á morgun. Hinn góð- kunni Ridley Scott leikstýrir mynd- inni og því er líklegt að Hollywood- bragur verði yfir Hróa í þetta skipt- ið. Með myndinni fetar Russel Crowe í fótspor ekki ómerkari manna en Sean Connery, Errol Flynn og Kevin Costner sem allir hafa túlkað manninn sem stal frá þeim ríku til að gefa þeim fátæku. Þessi þjóðsöguhetja hefur verið vinsæl allt frá sinni tíð og hafa ef- laust margir strákar látið sig dreyma í barnæsku um að standa í sporum Hróa Hattar, með boga og örvar að vopni. Hann hefur einnig notið mikillar hylli meðal kvenþjóð- arinnar, sem kemur ef til vill ekki á óvart því fátt heillar dömur jafn mikið og vígamaður sem berst fyrir réttlæti.    Hrói og fylgdarlið hans hafaoftar en ekki sprangað um Skírisskóg í laufgrænum sokkabux- um og verið öryggið uppmálað. Það eru nefnilega ekki margir karlmenn sem geta gengið í níðþröngum sokkabuxum án þess að þykja það skaða karlmennskuna. Með árunum hafa kvikmynda- gerðarmenn breytt útliti Hróa, en í nýjustu myndinni er sokkabuxunum hreinlega skipt út fyrir snjáðar og óhreinar gallabuxur. Það er spurning hvort Holly- wood-menn sjá meiri gróðavon í því að taka Hróa úr sokkabuxunum. Þannig er verið að höfða meira til karlkyns áhorfenda, sem finnst ef- laust erfitt að horfa á kynbróður sinn svo berskjaldaðan, enda er lítið eftir fyrir ímyndunaraflið þegar sokkabuxur eru annarsvegar.    Árið 2007 setti franski sokka-buxnaframleiðandinn Gerbe á markað sokkabuxnalínu fyrir karl- menn. Að þeirra sögn var eft- irspurnin til staðar. Nú myndi mað- ur halda að íslenskir karlmenn yrðu með þeim fyrstu til að taka upp þessa tísku þar sem þjóðaríþrótt landans, glíma, einkennist einmitt af þessum klæðnaði. Í þeirri íþrótt spóka karlmenn sig um í „sokka- buxum“ af öllum regnbogans litum og eru stoltir af því. Nú þremur ár- um síðar bólar samt sem áður ekk- ert á þessari tísku hér á landi. Það er spurning hvað veldur, hvort það er hið óblíða veðurfar eða bara sú staðreynd að íslenskir karlmenn vilja vera karlmannlegir.    Hvað sem því líður verðuráhugavert að sjá hvernig Crowe tekst upp með að túlka hetj- una í nýstárlegri mynd, sokka- buxnalausa. Sjálf hefði ég kosið sokkabuxur á Hróa, því mér finnst hugmyndin um Russel Crow í þröngum sokkabuxum alls ekki út í hött. Karlmenn í sokkabuxum » Þannig er verið aðhöfða meira til karl- kyns áhorfenda, sem finnst eflaust erfitt að horfa á kynbróður sinn svo berskjaldaðan. Vígalegur Errol Flynn var flottur í hlutverki Hróa. Litríkir Alvöru karlmenn í „sokkabuxum“. Ástarsamband leikkonunnar Reese Witherspoon og umboðs- mannsins Jim Toth er orðið opin- bert. Toth fylgdi Witherspoon á fótboltaleik hjá syni hennar, Dea- con, í Los Angeles á laugardag- inn áður en þau fóru saman í brúðkaupsveislu hjá syni Toms Hanks. „Reese getur ekki hætt að tala um hversu vel Jim lætur henni líða og hversu frábært það sé að hafa hann í kringum börnin,“ segir heimildarmaður People. Ástin sást víst á Witherspoon og Toth á fótboltaleiknum að sögn viðstaddra. Parið, sem faldi sig undir derhúfum og sólgleraugum, var eitt bros og fagnaði Deacon ákaft í leiknum og voru aug- ljóslega bæði mjög stolt af honum. Ástin blómstrar Ástfangin Reese With- erspoon. Ítalski menningarmálaráðherrann, Sandro Bondi, mun ekki verða við- staddur kvikmyndahátíðina í Cann- es í Frakklandi sem hefst í næstu viku í mótmælaskyni við heimildar- mynd sem hefur verið valin til sýn- ingar á hátíðinni. Heimildar- myndin Draquila er mjög gagnrýnin á framferði Silvios Berlusconis, for- sætisráðherra Ítalíu, í kjölfar jarðskjálftans í L’Aquila sem varð þrjú hundruð manns að bana í apríl í fyrra. Er ráðherrann ásakaður um að notfæra sér harmleikinn til að auka eigin vinsældir og að hafa ekki sam- ráð við íbúa um uppbyggingu eftir skjálftann. Bondi, sem er gallharður stuðn- ingsmaður Berlusconis, kallaði myndina „áróður sem brýtur gegn sannleikanum og allri ítölsku þjóð- inni“. Leikstjóri myndarinnar, Sabina Guzzanti, er þekkt fyrir gagnrýni sína á Berlusconi. Eyddi hún nokkrum mánuðum í bænum og rannsakaði upp- byggingarstarf stjórnvalda. Titill myndarinnar er samsuða úr nafni bæjarins, L’Aquila, og Drakúla. Enginn þarf að velkj- ast í vafa um hver gegnir hlutverki rúmenska greifans í mynd- inni. Berlusconi móðgaður í heimildarmynd Tónlistarmaðurinn Hörður Torfa heldur tónleika í Iðnó föstudags- kvöldið næstkomandi kl. 20. Dag- skrá tónleikanna er að mestu byggð á skissum og hugleiðingum sem Hörður hripaði hjá sér á meðan hann stóð fyrir mótmælafundunum á Austurvelli veturinn 2008-2009 og vann síðan í söngva og auðvitað verða eldri söngvar með í bland, segir í fréttatilkynningu um tón- leikana. Nú í maí eru fjörutíu ár síð- an Hörður útskrifaðist frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og síðan hann hóf upptöku á sinni fyrstu breiðskífu sem kom út ári síðar. Miðasala á tónleikana á föstu- daginn er í Iðnó á milli kl. 11.00 og 16.00 á virkum dögum. Miða- sölusími er 562 9700. Hörður Torfa með tónleika Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.