Morgunblaðið - 11.05.2010, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 11.05.2010, Qupperneq 36
Þessi tjaldur verpti tveimur eggjum í öskuhrúgu við hliðina á fjárhúsunum í Fagradal skammt frá Vík í Mýrdal. Jónas Erlendsson segir að tjaldur hafi komið til þeirra mörg undanfarin ár og gera megi því skóna að þetta sé sami fuglinn þó að hann geti ekki slegið því föstu. Askan úr gosinu í Eyja- fjallajökli trufli hann ekki við varpið og ekki sé annað að sjá en honum lítist vel á nánasta umhverfi. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Tjaldur á fornum slóðum ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 131. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Dökkur mökkur eftir skjálfta 2. Aska fannst í hreyflum 3. Röng frétt um ferðir Ólafs Þórs 4. Geta greitt sekt en borga ekki »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  „Ég hef lítið spilað í Hafnarfirði síðan ég hélt mína debúttónleika þar 1998 og gaman að sýna hvert ég er kominn í tónlistinni,“ segir Rúnar Óskarsson klarínettuleikari sem heldur kammertónleika í Hafnarborg á uppstigningardag. »27 Morgunblaðið/Ómar Með tónleika fyrir sveitunga sína  Kári Allansson orgelleikari held- ur útskriftar- tónleika sína í dag kl. 17 í Hallgríms- kirkju, en hann er fyrsti nemandi til að útskrifast með BA-gráðu í orgel- leik frá tónlistar- deild Listaháskóla Íslands. Á efnis- skrá eru m.a. verk eftir J.S. Bach, Jón Ásgeirsson og Ad Wammes. Fyrstur með BA- gráðu í orgelleik  „Þetta er rétt tímasetning fyrir plötuna. Hún er búin að vera lengi á leiðinni, lögin á henni eru búin að vera í gangi í langan tíma,“ segir Kristján Árni Krist- jánsson, eða Káki eins og hann er kallaður, söngv- ari og gítarleikari Kakala, um frum- burð sveitarinnar, The Cave, sem kom út í síðasta mánuði. »28 Frumburður Kakala nefnist The Cave Á miðvikudag Suðvestan 3-10 m/s og víða rigning, en dregur úr úrkomu þegar líður á daginn, fyrst vestan til. Hiti 7 til 13 stig. Á fimmtudag (uppstigningardagur) Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Rigning eða jafnvel slydda nyrðra, en skýjað með köflum og þurrt sunnan til. Kólnandi veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum eða léttskýjað. Suðvestan 3-8 m/s síðdegis, þykknar upp og fer að rigna undir kvöld. Hiti 6-14 stig. VEÐUR Valur og FH gerðu jafntefli, 2:2, í fjörugum upphafsleik úrvalsdeildar karla í fótbolt- anum, Pepsi-deildarinnar, í gærkvöld. Valsmenn voru nálægt því að leggja Ís- landsmeistarana að velli en Gunnar Már Guð- mundsson jafnaði fyrir þá úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Danni König, framherji Valsmanna, skor- aði fyrsta mark deildarinnar þetta árið. »1, 4 Valur nærri því að leggja meistarana Steve Nash, leikstjórnandi körfuboltaliðsins Phoenix Suns, fékk þungt högg í leik liðsins við San Ant- onio Spurs og sá ekkert með öðru auganu. Samt átti hann stórleik á lokakafla leiksins og tryggði Phoenix sigur í ein- vígi liðanna. Gunnar Val- geirsson, sérfræðingur Morgunblaðsins, fer yfir stöðu mála í NBA- deildinni. »3 Sá ekkert með öðru en skaut Spurs í kaf Selfyssingar leika í kvöld sinn fyrsta leik í efstu deild karla í knattspyrnu frá upphafi. Þeir taka þá á móti Fylk- ismönnum í fyrstu umferðinni og eft- irvæntingin í bænum og nærsveitum er mikil. „Það er gríðarleg stemning og eftirvænting í bænum og varla hefur verið rætt um annað en fót- bolta á meðal bæjarbúa,“ segir Sæv- ar Þór Gíslason. »2 Mikil eftirvænting fyrir fyrsta leikinn á Selfossi ÍÞRÓTTIR Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ekki er vitað til þess að gosið í Eyja- fjallajökli hafi haft áhrif á fuglalíf í landinu til þessa, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar, formanns Fugla- verndar. Askan góð fyrir tjaldinn Jóhann Óli segir að farfuglarnir hafi ekki látið gosið trufla sig. Tjald- urinn og jaðrakaninn hafi fljótlega fundið út að nóg æti væri undir ösk- unni. Hún hafi hitað upp jarðveginn og ormarnir hafi ekki látið á sér standa. Gosið hafi eitthvað truflað fýlinn til að byrja með en hann hafi verið fljótur að jafna sig. Menn hafi einna helst haft áhyggjur af varpi fugla sem hafi orpið á svæðunum þar sem askan er mest en staðreyndin með tjaldinn í Fagradal sýni að ekki sé öll von úti. Tjaldurinn verpi reyndar gjarnan í möl eða sandi og askan geri varpland hans bara betra og stærra. Hins vegar megi gera ráð fyrir að sumir fuglar sleppi því að verpa að þessu sinni eða reyni að finna ný svæði fyrir varpið, ösku- lausa bletti. Haldi gosið ekki áfram til eilífðarnóns megi ætla að það hafi ekki mikil áhrif á fuglalífið. Flækingsfuglar á ferð Farfuglarnir hafa látið sjá sig á nýliðnum vikum og þar á meðal sjaldséðir flæk- ingsfuglar en engar nýjar tegundir hafa enn sést. Mandarínönd hefur sést í Kópavogi, hvítönd á Álfta- nesi, taumandarpar austur í Nesjum, hringdúfa á Höfn, múrsvölungur í Vest- mannaeyjum, blikönd á Borg- arfirði eystra, grákráka á Fáskrúðs- firði og kúfönd í Grindavík. Varpið nær venjulega hámarki um mánaðamótin maí, júní. Jóhann Óli segir að varpið í Flóanum virðist vera tiltölulega snemma á ferðinni í ár. Tjaldur hafi orpið fyrir sum- ardaginn fyrsta og menn hafi orðið varir við varp hjá álftum og hröfnum og fleiri tegundum. „Þetta er frekar með fyrra fallinu,“ segir hann og bætir við að greint hafi verið frá varpi hjá krossnefjum annan vet- urinn í röð. Þeir koma hingað frá Síberíu og norðurhluta Skandinavíu og éta úr könglum í barrskógum víða um land. „Þeir gætu verið að nema land,“ segir Jóhann Óli Hilm- arsson. Fuglarnir láta gosið ekki hafa áhrif á sig  Nóg af ormum er undir öskunni Jóhann Óli Hilmarsson, formað- ur Fuglaverndar, segir spenn- andi að fylgjast með því hvort gosið í Eyjafjallajökli og ösku- fallið hefur áhrif á fuglalífið í landinu þegar til lengri tíma er litið. Hann segir að hugsanlega hafi staðan áhrif á varpið í ár en þegar gosið hætti megi gera ráð fyrir að askan hverfi með tím- anum, þess vegna næsta vetur, og varpið verði því með eðlileg- um hætti þegar á næsta ári. Hins vegar hafi vakið at- hygli að engin opinber stofnun hafi kannað þennan þátt máls- ins. Spennandi tímar FYLGIST MEÐ VARPINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.