Morgunblaðið - 14.06.2010, Side 1
Það er víðar en í Suður-Afríku sem snillingar knatt-
spyrnunnar láta ljós sitt skína. Í Vestmannaeyjum
kepptu hundruð ungra stúlkna á pæjumóti og þar fóru
leikmenn Breiðabliks á kostum. Í Suður-Afríku mættu
Þjóðverjar sterkir til leiks og unnu sannfærandi sigur á
Áströlum. | Íþróttir
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Fótbolti, fótbolti, fótbolti …
M Á N U D A G U R 1 4. J Ú N Í 2 0 1 0
Stofnað 1913 136. tölublað 98. árgangur
BÖRNIN
MEÐ Í FJALL-
GÖNGUR
FAGRIR
FORNBÍLAR
Á SÖFNUM
24 AFMÆLI Á YSTAFELLI 7GÖNGUBÓK BARNA 10
„Við viljum að lögreglan sé mun
sýnilegri hér í bænum við hina al-
mennu löggæslu. Þar skiptir ekki
öllu máli hvar rannsóknardeildin
er,“ segir Haraldur Sverrisson bæj-
arstjóri í Mosfellsbæ.
Öll starfsemi Lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu á því svæði sem er
ofan Elliðaáa fluttist um helgina á
einn stað við Krókháls í Reykjavík.
Um er að ræða lögreglustöð 4 hjá
embættinu, en undir hana heyra
Kjósarhreppur, Kjalarnes, Mosfells-
bær, Grafarholt, Grafarvogur, Norð-
lingaholt og Árbær.
Nokkuð er síðan almenn löggæsla
fluttist á Krókhálsinn og rannsókn-
ardeild fór um helgina, en hún var
við Völuteig í Mosfellsbæ í húsnæði
sem ekki þótti lengur henta. Sam-
einuð stöð er undir sama þaki og
Lögregluskóli ríkisins.
Alls starfa á stöð 4 á milli þrjátíu
og fjörutíu lögreglumenn. „Út-
kallstími á ekki að breytast neitt
með þessu enda erum við með bíla
sem er dreift úti á varðsvæðinu,“
sagði Hörður Jóhannesson aðstoð-
arlögreglustjóri við Morgunblaðið.
Hann minnir hins vegar á að lög-
reglan verði aðeins til skemmri
tíma á Krókhálsi því áformað sé að
starfsemin flytjist í nýja byggingu
við Skarhólabraut í Mosfellsbæ,
gegnt Skálatúni, eftir um það bil
tvö ár.
Haraldur Sverrisson segir að
Mosfellingar vænti mikils af þeirri
uppbyggingu sem fyrirhuguð er við
Skarhólabraut, þar sem starfsemi
lögreglu og slökkviliðs verður á
sama reitnum. Með því styttist við-
bragðstími slökkviliðs ef hættu ber
að höndum í Mosfellsbæ eða á nær-
liggjandi svæðum. sbs@mbl.is
Vilja sýnilegri lögreglu í Mosfellsbæ
Rannsóknardeild við Völuteig lokað en ný stöð við Skarhólabraut opnuð 2012
Lögregla Starfsemi lögreglu í
Mosfellsbæ er núna að breytast.
Eyrún Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
Ný könnun sýnir að 57,6% þjóðarinn-
ar eru fylgjandi því að íslensk stjórn-
völd dragi umsókn sína um aðild að
Evrópusambandinu til baka. Þar af
segjast 45,9% því mjög fylgjandi og
11,7% frekar fylgjandi. 24,3% eru
mjög eða frekar andvíg því að um-
sóknin verði dregin til baka. Þar af
eru 15,2% mjög andvíg og 9,1% frek-
ar andvíg. Spurt var: Hversu fylgj-
andi eða andvíg(ur) ertu því að ís-
lensk stjórnvöld dragi umsókn um
aðild að Evrópusambandinu til baka?
Markaðs- og miðlarannsóknir
(MMR) framkvæmdu könnunina fyr-
ir vefsíðuna Andríki.is.
Námsmenn eini hópurinn þar
sem undir 50% er fylgjandi
Séu einstakir hópar skoðaðir má
sjá að námsmenn eru eini starfshóp-
urinn þar sem minna en helmingur
vill að umsóknin verði dregin til baka,
en alls segjast 48,8% námsmanna
mjög eða frekar fylgjandi því að um-
sókn um aðild að ESB verði dregin til
baka. 28,7% námsmanna eru því mjög
eða frekar andvíg.
Alls telja tveir þriðju þjóðarinnar
að þeim fjármunum sem falla til sem
beinn kostnaður vegna aðildarum-
sóknar að ESB sé mjög eða frekar illa
varið að því er fram kemur í svörum
við annarri af tveimur spurningum
könnunarinnar. Spurt var: Í skýrslu
utanríkisráðherra til Alþingis, frá því
í maí síðastliðnum, kemur fram að
gert er ráð fyrir að beinn kostnaður
vegna aðildarumsóknar að Evrópu-
sambandinu geti numið samtals 990
milljónum króna á tímabilinu 2009-
2012. Hversu vel eða illa telur þú að
þeim fjármunum sé varið?
Alls töldu 48,6% þeim mjög illa var-
ið og 18,3% frekar illa, alls 66,9%
svarenda. Samanlagt sögðust 19,9%
telja fjármununum vel varið, þar af
7,6% mjög vel. Þá álitu 13,1% að fjár-
munum til umsóknar væri hvorki vel
né illa farið.
Könnunin fyrir andriki.is var gerð
8.-10. júní. Notast var við tilviljana-
kennt úrtak úr þjóðskrá. Alls svöruðu
846 einstaklingar könnuninni, þar af
tók 761 afstöðu til fyrri spurningar-
innar og 730 til þeirrar síðari.
Meirihluti vill
draga umsókn
um aðild til baka
Tveir þriðju landsmanna telja fjár-
magni illa varið í umsókn að ESB
Eldur kviknaði
í gamla torfbæn-
um í Laufási í
Eyjafirði á tí-
unda tímanum í
gærkvöld. Sr.
Bolli Pétur Bolla-
son prestur í
Laufási segir
menn hafa
brugðist fljótt og
rétt við og þann-
ig komið í veg fyrir miklar
skemmdir. Eldsupptök eru ekki ljós
en eldur logaði í hlóðaeldhúsi. Bolli
telur auðveldlega mega laga
skemmdirnar, en slökkvistarf gekk
vel og engin slys urðu á fólki.
Eldur í gamla torf-
bænum í Laufási
Gamli torfbærinn í
Laufási í Eyjafirði.
Aldrei hafa fleiri Norðmenn verið
á móti aðild landsins að Evrópu-
sambandinu, en samkvæmt nýrri
könnun rannsóknarfyrirtækisins
Sentio segjast 62,5% Norð-
manna andvíg því að ganga í
sambandið. Norskir fjölmiðlar
greindu frá því um helgina að í
nær öllum stjórnmálaflokkum
væri yfir helmingur flokksmanna
andvígur aðild. Þá kemur fram í
könnuninni að stuðningur við
Evrópusambandið er sá minnsti
sem mælst hefur, en 26,7%
segjast fylgjandi aðild
Noregs að
ESB.
Yfir sex af tíu
á móti aðild
ANDSTAÐA VIÐ ESB ALDREI
VERIÐ MEIRI Í NOREGI