Morgunblaðið - 14.06.2010, Page 6

Morgunblaðið - 14.06.2010, Page 6
Ljósmynd/ Halldór Sveinbjörnsson Egg og dúnn Fyrstu yfirferð um varplöndin er lokið og var víðast þurrkur og góð tíð til að tína dúninn. Myndin er tekin í Hvallátrum á Breiðafirði. FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eftir mikla verðlækkun á æðardún og birgðasöfnun gera æðarbændur sér vonir um að úr rætist í ár. Útlit er gott fyrir dúntekju, en fyrstu yf- irferð um varplönd er víðast lokið. Jónas Helgason í Æðey er formaður Æðarræktarfélags Íslands og segir hann að síðustu vikur hafi orðið vart við aðeins aukna eftir- spurn eftir dúni. Fyrir hrun var verð á kíló af dún um 100 þúsund krónur, en í fyrra og hitt- iðfyrra var verðið lægst 40-45 þúsund krónur að sögn Jónasar. Hæst munu hafa fengist um 1200 evrur fyrir kílóið, en þá var evran á um 90 krónur. Dúnninn er eink- um notaður í gæðasængur og getur verð á sæng hlaupið á hundruðum þús- und króna. Margir annast sölu á æðardún, bændur og aðrir, og þrátt fyrir lágt verð seldu margir dún í fyrra. Þegar kreppir myndast oft samkeppni um að losna við vöruna. „Ég ligg með töluvert af dún síðan í fyrra og vissulega hefur þessi erfiða staða þrengt að mörgum í greininni,“ segir Jónas í Æðey. „Við höfum heldur einskis notið af kreppugenginu því margir hafa orð- ið til að bjóða dúninn niður og ná fyr- ir vikið að selja meira af sinni fram- leiðslu. En þetta er frjálst og ekkert við þessu að segja meðan bændur sætta sig við þetta,“ segir Jónas. Hann telur að meiri samstaða myndi skila sér fyrr í hærra verði. Æðarræktarfélagið er á aðild að Bændasamtökunum og á heimasíðu samtakanna kemur fram að verðlag á æðardún sveiflast verulega, Þegar best láti þurfi ekki nema dún úr 5-6 hreiðrum til þess að gefa sama arð til bónda eins og ein vetrarfóðruð kind. Langmest af dúninum endar hjá kaupendum í Japan, oft fyrir milligöngu fyrirtækja í Þýskalandi. „Verðið kemur upp aftur, það er bara spurning hversu lengi þessi verðbréfakreppa varir hjá kaupend- um okkar, sem eru einkum efna- meira fólk í Japan,“ segir Jónas. Víða mikil umsvif Hann áætlar að á síðasta ári hafi selst um helmingur af ársfram- leiðslunni hér á landi, um 1500 kíló. Í góðu árferði eru framleidd hér á landi um þrjú tonn af dún og er dún- tekja á um 400 jörðum. Þar sem minnst er um dún er aðeins tínt úr nokkrum hreiðrum. Um 260 manns eru í Æðarræktarfélaginu og sums staðar mikil umsvif við dúninn. Í Æðey er framleiðslan 80-90 kíló þegar best lætur og er dúnn tek- inn úr um fjögur þúsund hreiðrum. „Vinnan við dúntekjuna byrjaði um mánaðamótin og fyrstu yfirferð lauk fyrir helgi,“ segir Jónas. „Hér kom ekki deigur dropi úr lofti frá því í byrjun maí þar til í vikulok þannig að þetta gat ekki verið þurrara og betra fyrir dúninn. Hér í Æðey höf- um við fengið aðstoð við að tína úr hreiðrunum til að það gangi nógu skart. Þegar því er lokið byrjar heil- mikil vinna við þurrkun og hreinsun, sem tekur nokkra mánuði. Vona að dúnverð nái flugi  Kílóið af æðardún seldist á yfir 100 þúsund krónur fyrir hrun  Verð fyrir kíló fór lægst í 40–45 þúsund í fyrra  Birgðasöfnun, margir seldu samt á lága verðinu Æðarfugl » Æðarfuglinn verpir í eyj- um, hólmum og meðfram ströndinni um allt land, þó minnst meðfram suðurströnd- inni. » Hann nýtir sér fjölþætt æti úr sjónum og getur kafað niður á 20–30 m dýpi. » Fuglinn fer að verpa 3–5 ára og verður líklega að jafnaði 15–20 ára gamall. » Hann verpir í maí og júní 4–6 eggjum í hreiðurkörfu og leggur til dún í kring um þau til einangrunar. » Æðarfugl hefur verið al- friðaður síðan 1849. » Æðardúnninn er einstakt efni til einangrunar og er mikið notaður í sængur og föt. 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2010 Morgunblaðið/Kristinn Flutningsmaður Gylfi Magnússon. Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Alþingi samþykkti umfangsmiklar breytingar á lögum um fjármálafyr- irtæki sl. laugardag. Breytingarnar fela meðal annars í sér bann við lán- veitingum með veði í eigin hlutabréf- um eða stofnfjárbréfum. Lögin tak- marka einnig heimild fyrirtækja til lánveitinga til stjórnarmanna, fram- kvæmdastjóra og lykilstarfsmanna. Í lögunum má einnig finna greinar- góðar orðskýringar á lýsingu þeirra aðila sem lögin setja nú þrengri skorður en áður. Í umræðum um frumvarpið á Alþingi komu sjálfstæðimenn því sjónarmiði sínu á framfæri að nauð- synlegt væri að skoða fleiri þætti í starfsemi fyrirtækja en lögin taka til. Þeir telja því lögin ekki ganga nógu langt og að enn eigi eftir að ákveða hvernig taka eigi á mikilvæg- um þáttum í umhverfi fjármálafyr- irtækja. Þingmenn Framsóknarflokks- ins gagnrýndu stjórnvöld fyrir að hafa ekki mótað sér stefnu um það hvers konar starfsemi eigi að vera á íslenskum fjármálamarkaði og hvert umfang starfseminnar eigi að vera með tilliti til stærðar og getu þjóð- arbúsins ef til áfalla kemur. Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra lagði til að nefnd yrði skipuð til að móta stefnu um framtíðaruppbyggingu fjármála- kerfisins á Íslandi með hliðsjón af til- mælum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, tillögum þingmannanefnd- ar Alþingis um nauðsynlegar breyt- ingar og þeim lagabreytingum sem gerðar hafa verið eftir hrun bank- anna. Skerpt á ákvæðum Lögin veita nú Fjármálaeftirlit- inu auknar eftirlitsheimildir til að leggja mat á rekstur eða hegðun eft- irlitsskyldra aðila. Þá er ábyrgð og hlutverk innri eftirlitsdeilda og áhættustýringar aukið og tímamörk starfstíma sem endurskoðunarfyrir- tæki hafa fyrir einstök fjármálafyr- irtæki þrengd. Lögin kveða á um skyldu til að halda sérstaka skrá um stærri lántakendur og að þeim að- ilum sem ekki lúta eftirliti Fjármála- eftirlitisins en eru á skuldbindinga- skrá verði skylt að veita eftirlitinu upplýsingar um allar skuldbindingar sínar. Lögin skilgreina nánar skilyrði heimilda fjármálafyrirtækja til þess að eiga eigin hluti. Eignarhlutur dótturfélaga og samningar utan efnahags um eigin hlutabréf teljast nú til eigin hluta. Jafnframt eru regl- ur þrengdar um stórar áhættuskuld- bindingar og ábyrgðarkröfur til stjórnarmanna auknar. Lög um fjármálafyrirtæki samþykkt  Bann við lánveitingum með veði í eigin bréfum  Eftirlitsheimildir Fjármálaeftirlitsins auknar Hópur Hafn- firðinga hyggst efna til mót- mæla gegn fyr- irhuguðum meirihluta í miðbæ Hafnar- fjarðar í dag. Tæplega þús- und manns eru meðlimir hóps- ins á sam- skiptasíðunni Facebook. Í fréttatilkynningu sem hóp- urinn hefur sent frá sér er nýjum meirihluta Hafnarfjarðarbæjar gefið „gula spjaldið“ og skorað á hann að auglýsa starf bæjarstjóra þegar í stað svo ráða megi í starf- ið á faglegum forsendum. Bent er á að VG og Samfylk- ingin njóti ekki meirihluta kosn- ingabærra Hafnfirðinga. Í frétta- tilkynningu frá hópnum segir: „Mánudaginn 14. júní kl. 14 verð- ur haldinn fyrsti bæjarstjórnar- fundur Hafnarfjarðar eftir kosn- ingar þar sem Samfylking og Vinstri grænir ætla að staðfesta nýjan meirihluta. Lúðvík Geirsson mun verða bæjarstjóri næstu tvö árin, þrátt fyrir þá staðreynd að Samfylkingin setti bæjarstjóra- stólinn að veði í kosningunum og tapaði.“ Í tilkynningunni segir að fjár- hagsstaða bæjarins sé með því al- versta sem þekkist og því sé löngu tímabært að kjörnir bæjar- fulltrúar snúi bökum saman og velji hag bæjarbúa fram yfir eigin hagsmuni. Mótmæla meirihluta- samstarfi Gefa meirihlutanum í Hafnarfirði gult spjald Samfylkingin hefur boðað til flokks- stjórnarfundar laugardaginn 26. júní. Fundurinn verður haldinn í Fé- lagsheimili Seltjarnarness en meg- inefni hans verða úrslit sveitar- stjórnarkosninganna að því er fram kemur á heimasíðu Samfylking- arinnar. Fundurinn verður þriðji flokks- stjórnarfundur á þessu ári og er op- inn öllum flokksfélögum. Stjórn Vinstri grænna hefur einn- ig boðað til flokksráðsfundar dagana 25.-27. júní en dagskrá fundarins verður auglýst síðar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá einnig kallað saman landsfund þessa sömu helgi en þar verður nýr vara- formaður flokksins kjörinn. jonasmargeir@mbl.is Flokkarnir funda í júní Á síðasta ári komu upp grunsemdir um að fiður af alifuglum eins og öndum og gæsum væri seldur í Japan sem íslenskur æðardúnn. Á sama tíma og héðan voru seld um 2,6 tonn af dún var talið að sexfalt það magn hefði verið selt sem ís- lenskur æðardúnn í Japan. Jónas segir að botn hafi ekki enn komist í þetta grafalvarlega mál. Hann segir að umræða sem þessi sé ekki ný af nálinni og rifjar upp að fyrir tæplega hálfri öld hafi hópur breskra menntaskólanema dvalið í tjöldum í Kaldalóni og Æðey í um þrjár vik- ur. Ein stúlkan hafi verið með vand- aðan og rándýran svefnpoka, sem hafi vakið athygli forreldra Jónasar. Þau hafi fengið að opna pokann til að skoða dúninn og í ljós hafi komið hvítur gæsadúnn. „Þarna var þetta fína æðardúnsmerki á þýsku, en svo reyndist ekki gramm af æðardún í pokanum,“ segir Jón- as. Ekki gramm af æðardún GRUNSEMDIR UM AÐ BRÖGÐ HAFI VERIÐ Í TAFLI Jónas Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.