Morgunblaðið - 14.06.2010, Page 7

Morgunblaðið - 14.06.2010, Page 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2010 ... verk- og tæknifræðingum til starfa. Í boði eru spennandi störf í alþjóðlegu umhverfi. Mikil erlend samskipti. Mjög góð laun. Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík bjóða nám sem veitir ungu fólki aðgang að þessum störfum. Íslenskt atvinnulíf árið 2015 óskar eftir... Dixie Flyer frá 1919 sýndur í Ystafelli Glæsibifreið Samgönguminjasafnið sýnir Dixie Flyer árgerð 1919. Atli Vigfússon Þingeyjarsveit | Söfnin í Þingeyj- arsýslu hafa verið að undirbúa sumarvertíðina að undanförnu enda ferðamannatíminn fram- undan. Aðsókn hefur verið vax- andi og áhugi fólks á söfnunum er mjög mikill. Samgönguminjasafnið í Ystafelli er eitt þingeysku safnanna og fagnar það tíu ára afmæli sínu í næsta mánuði. Haldið verður upp á þessi tímamót og er Sverrir Ing- ólfsson safnvörður mjög bjartsýnn því nokkrir gamlir bílar og tæki sem komið hafa í safnið í vetur og vor munu líklega vekja mikinn áhuga þeirra sem leið eiga um. Þarna má nefna Dixie Flyer ár- gerð 1919, en um mjög sjaldgæfan grip er að ræða, því talað er um að aðeins séu til þrír svona bílar uppistandandi í dag í heiminum, einn í Ástralíu og annar í Texas. Bíll þessi kom fram í myndinni „Land og synir“ og var á Akureyri til ársins 1984 er hann fór til Reykjavíkur. Hann lenti svo aftur til Akureyrar þegar Arngrímur Jóhannsson keypti hann en bílinn lánaði hann safninu nú í vor. Dixie Flyer-bílarnir voru fluttir inn af Espholin Co. á Akureyri og voru fluttir inn tveir eða þrír svona bílar, en þeir voru einungis framleiddir á árunum 1916-1923. Bíll bankastjórans og fréttaritarans Þá skal geta þess að Samgöngu- minjasafnið hefur gert samning við Þjóðminjasafnið um varðveislu á Ford Zephyr Zodiac árg. 1955 en hann var eign Silla þ.e. Sig- urðar Péturs Björnssonar, banka- stjóra og fréttaritara Morgun- blaðsins á Húsavík. Það var árið 1991 sem þjóðminjavörður, Þór Magnússon, ók honum suður en síðan þá hefur bíllinn verið í geymslum safnsins. Vel þykir við hæfi að gripur þessi sé í Ystafelli og er hann gangfær og í góðu ásigkomulagi. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Í góðu standi Ford Zephyr Zodiac frá árinu 1955. Áhugi á söfnunum og aðsókn vaxandi Nokkur erill var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt. Þrjár líkamsárásir komu upp um og eftir klukkan sex í gærmorgun, árásarþolar eru með áverka á höfði s.s. nefbrot. Málin voru að- skilin, aðeins einn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Átta ökumenn voru handteknir grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis/fíkniefna í fyrri- nótt í embættinu. Sjö reyndust hafa ekið ölvaðir og tveir voru undir áhrifum fíkniefna. Tveir voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða að lokinni rannsókn lögreglu. Þrír þessara einstaklinga höfðu lent í umferðaróhöppum og í einu tilvikanna reyndist ökutæk- ið stolið. Erill hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Júlíus

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.