Morgunblaðið - 14.06.2010, Side 9

Morgunblaðið - 14.06.2010, Side 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2010 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við höfum nýlokið fjögurra ára rannsókn á kolefnisbindingu á svæð- unum norðan 50. breiddargráðu, að sífrerasvæðunum meðtöldum. Við mældum kolefnisbindinguna á mis- munandi dýpi og var niðurstaðan sú að á norðurslóðum er að finna 50% af því kolefni sem er bundið í jarð- vegi í heiminum,“ segir Charles Tar- nocai, sérfræðingur hjá landbúnað- arráðuneyti Kanada, um niðurstöðu sem vakið hefur mikla athygli. En hversu mikil er óvissan í spám um losun koldíoxíðs á norð- urslóðum samfara hlýnun jarðar? „Óvissan er allmikil. Við höfum engin dæmi til að styðjast við. Hversu mikið kolefni mun losna er því í raun stór spurning.“ Skorti gögn og reynslu – Telurðu að of lítill gaumur hafi verið gefinn að vægi norður- slóða? „Já, svo sannarlega. Vísinda- menn skorti gögn og reynslu um hvernig jarðvegurinn bregst við hlýnun. Þegar við rannsökuðum málið með nýjustu gögnum komust við að því að þarna var geysimikið kolefni,“ segir Tarnocai en nánar er fjallað um rannsóknina hér til hliðar. – Hversu miklu máli skiptir hið víðfeðma land Rússland í þessu efni? „Við tökum fram í skýrslu okk- ar að við höfðum úr mun minna af gögnum að spila í Rússlandi. Af þeim sökum er áætlun okkar fyrir Rússland fjarri því að vera jafn áreiðanleg og fyrir til dæmis Norð- ur-Ameríku.“ Áhrif kalda stríðsins – Á þetta þátt í því hversu lítið hefur verið fjallað um þetta? „Já. Rússneskir vísindamenn gátu ekki stuðst við nákvæm jarð- fræðikort enda var þeim ekki leyft að notast við þau í kalda stríðinu. Herinn hafði einn aðgang að þeim.“ – Er kolefnisforðinn í norðri sem tifandi tímasprengja? „Ég myndi ekki vilja taka þann- ig til orða. Við vitum hreinlega ekki nógu mikið. Margir tala um vendi- punkt þegar kolefnisbindingin [á norðurslóðum] snýst við og verður að losun. Sumir tala um árið 2013, aðrir um árið 2060. Við vitum ekki meira. Þetta gæti hins vegar gerst hratt ef hlýnunin heldur áfram.“ Gengið of langt? – Víkjum nokkrum orð- um að loftslagsumræð- unni. Telurðu að sum- ir málshefjendur hafi ef til vill gengið of langt í varnaðarorð- um sínum með því að leggja fram allra svartsýnustu spár? „Klúðrið í kringum vísinda- mennina hjá IPCC [Loftslagsnefnd Sam- einuðu þjóðanna ] hef- ur án nokkurs vafa haft áhrif,“ segir Tarnocai og vísar til uppljóstrana um að sérfræðingar loftslagsdeildar háskólans í Austur- Anglíu í Bretlandi, CRU, hafi verið staðnir að ýkjum. „Það hefur einnig haft jákvæð áhrif því umræðan snýst nú ekki að- eins um hlýnun af mannavöldum vegna losunar koldíoxíðs heldur hef- ur hin hliðin verið dregin fram. Sé horft aftur um aldir kemur í ljós að loftslagsbreytingar eru tíðar. Litla ísöldin tók við hlýskeiðinu á miðöld- um. Því tel ég að í ljósi sögunnar geti enginn virt að vettugi að lofts- lagsbreytingar eru staðreynd. Hvað veldur slíkum breytingum og hvern- ig það flókna orsakasamhengi sem er að baki þeim knýr þær áfram er opin spurning. Koldíoxíð er án efa orsakaþáttur en aðrir þættir, á borð við sólina, ber að skoða. Klúðrið hjá IPCC hefur leitt til þess að málin eru nú skoðuð í víðara samhengi.“ Hefði mátt uppgötvast fyrr – Telurðu að „Climategate“, eins og málið var kallað í fjölmiðlum, hafi skaðað IPCC til langframa? „Nei. IPCC stendur fyrir margt gott þótt setja megi spurn- ingarmerki við hluta starfseminnar. Ef ég lít til baka á umfjöllun um málið tel ég ekki að fjölmiðlar hafi gert of mikið úr því. Það kom skýrt fram hvað gerðist og hvað leyndist í þessum tölvupóstum og svo fram- vegis.“ – Höfðu fjölmiðlar rétt á að fjalla um málið? „Svo sannarlega. Það er skylda fjölmiðla að gera það. Það hefði ver- ið óskandi ef fjölmiðlar hefðu tekið upp málið fyrr því það voru ýmis teikn á lofti um að allt væri ekki með felldu. Hópurinn sem fór fyrir IPCC hafði áhrif í ritstjórnum vísinda- tímaritanna þannig að ef fram kom andstæð hugmynd við ríkjandi við- horf var henni umsvifalaust hafnað.“ – Gætirðu tekið dæmi af efni sem var hafnað? „Það komu fram rannsóknir á áhrifum sólar og möndulhalla jarðar á loftslag og hitastig. Þær voru hins vegar aldrei teknar alvarlega,“ segir Charles Tarnocai. Loftslagsumræða á krossgötum Reuters Rússneska heimskautaborgin Norilsk Magn kolefnis í jarðvegi á norðurslóðum hefur komið á óvart.  Sérfræðingur í kolefnisbindingu varar við afleiðingum þess að sífrerinn bráðni  Vítahringur losunar og bráðnunar gæti farið af stað  Telur forystu loftslagsnefndar SÞ hafa einokað loftslagsumræðuna Útsala Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 – www.friendtex.is Opið mánudaga – föstudaga 11.00-18.00 laugardaga 11.00-16.00 á vor- og sumarvöru Friendtex 2010 Þú færð 17. júní fötin hjá okkur Mjódd, sími 557 5900 Fyrir 17. júní Nýjir skokkar og hvítir gallajakkar Verið velkom nar Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-16 Þjóðhátíðarafláttur 17% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Tarnocai var á meðal fyrirlesara á alþjóðlegum fundi í Reykjavík í síðustu viku í tilefni þess að út er komin fyrsta útgáfa korta- bókar um jarðveg á norður- slóðum, Soil Atlas of the Nort- hern Circumpolar Regions. Fram kemur á vef Landgræðslu ríkisins að af þessu tilefni hafi fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins boðið hópi sérfræðinga hing- að til lands til að fagna útgáfu bókarinnar en viðfangsefni henn- ar er svæðið norðan 50. breidd- argráðu. Kemur þar fram að „hnattrænt geyma norðlægar slóðir meira en helming af öllu kolefni sem bund- ið er í jarðveg á jörðinni og meira kolefni en finnst í andrúmslofti og gróðri samanlagt“. Tarnocai tók þátt í rann- sóknum sem liggja þessari niðurstöðu til grundvallar en hann stýrði vinnu Alþjóða- samtaka um jarðvegsvísindi (International Union of Soil Science) við gerð gagna- grunns um jarðveg í Norður-Ameríku. Þá er að finna uppfærð gögn um jarðveg í Evrópu og í Norður-Asíu í atlasinum nýja. Fyrsta kortabókin um norðrið FLUTTI ERINDI Á MÁLÞINGI Í REYKJAVÍK Charles Tarnocai „Við verðum að mennta okkur út úr kreppunni,“ sagði Kristín Ingólfs- dóttir, rektor Háskóla Íslands, með- al annars á Háskólahátíð á laugar- dag. „Við endurreisn íslensks efnahagslífs verðum við að gæta þess að róta ekki bara í rústunum með það fyrir augum að finna nóg fyrir nauðþurftum dagsins í dag. Við verðum að byggja upp fyrir framtíð- ina, við verðum með sama hætti og aðrar þjóðir að forgangsraða og setja menntun, vísindi og nýsköpun í algeran forgang,“ sagði rektor. Tæplega 1.800 kandídatar voru brautskráðir á laugardag, fleiri en nokkru sinni áður. Umsóknum um skólavist við háskólann fjölgar ár frá ári, um 20% í fyrra og aftur um 18% núna. Háskólarektor sagði að í þessu fælist mikið traust til skólans. Hlut- deild skólans í hverjum árgangi hefði aukist verulega. Rektor sagði að það væri gaman að sjá að nær all- ir dúxar og semidúxar framhalds- skólanna væru meðal umsækjenda við háskólann nú. Fram kom í máli rektors að samn- ingaviðræður eru á lokastigi milli Raunvísindastofnunar Háskóla Ís- lands, Stanford-háskóla í Kaliforníu og NASA um samstarf í stjarneðlis- fræði. Verðum að mennta okkur út úr kreppunni Morgunblaðið/Kristinn Brautskráning Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla íslands við brautskrán- inguna á laugardag, en tæplega 1.800 kandídatar voru þá brautskráðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.