Morgunblaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 17
Minningar 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2010
stundar einstaklega frjór í hugsun
og þyrsti í nýjustu upplýsingar um
hin fjölbreytilegustu málefni.
Lestrarelja hans var ótrúleg. Þann-
ig hafði hann lesið allar bækur, sem
út hafa komið á Íslandi um hrunið
og var hálfnaður við að lesa hina
viðamiklu hrunskýrslu.
Sameiginlegur áhugi okkar
frændanna spannaði mjög vítt svið.
En fyrst ber til að taka innlend
þjóð- og atvinnumál. Algengt orða-
tiltæki Gunnars, þegar við gerðum
tilraun til sundurgreiningar
ástandsins á viðkomandi sviði, var:
„Allt skýrist við samanburð.“ Í því
sambandi vísaði hann gjarnan til
reynslu sinni af samstarfi við
sænska lögfræðinga, sem hann mat
mikils. En mesta happ sitt til að
brjótast út úr viðjum hinnar dæmi-
gerðu íslensku „ístöðusetningar“
(positioned), taldi hann hafa verið að
vinna um tíma sem lögfræðingur
flugliðs varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli. Með því að kynnast vinnu-
brögðum og viðhorfum Ameríkana
opnaðist honum nýr og mjög mark-
verður heimur, þar sem áhersla var
lögð á setningu markmiða, skipulag,
aga og árangur. Hann vitnaði oft í
einn af þáverandi yfirmönnum lög-
fræðideildar hersins á Keflavíkur-
flugvelli, Bob Dorsey, sem varð einn
hans bestu vina. Bob tjáði sig í ein-
földum örsetningum á skýran og
einfaldan hátt, sem Gunnar vitnaði
gjarnan í til skýringar á hvernig
taka bæri á málum. Gunnar bjó að
óhemju víðtækri reynslu, ekki ein-
ungis á sínu sérsviði, lögfræðinni,
heldur ekki síður á tæknilegri og
fjármálalegri hlið flugrekstar. Þann-
ig björguðu þeir bræður, ásamt með
vaskri sveit annarra starfsmanna,
Flugleiðum frá yfirvofandi gjald-
þroti á erfiðum tíma. Þáttur Gunn-
ars í því var ekki lítill, þegar hann
endasentist heimsálfna í milli við
kaup á flugvélum og fjármögnun er-
lendra banka. Það var því Gunnari
gersamlega óskiljanlegt, þegar farið
var að tala fjálglega um „útrás“ að
ekki sé talað um „útrásarvíkinga“,
átök um uppgjör banka í hérlendri
eða erlendri mynt. Þetta höfðu þeir
bræður þegar gert áratugum áður
og yfirvöld á Íslandi höfðu ekkert
um það að segja. Lenging flugbraut-
anna á Keflavíkurflugvelli, sem var
forsenda þess að hefja þotuflug
DC-8 farþegavéla, var ekki, þó að
hún hafi margsinnis ranglega verið
eignað opinberum embættismönn-
um, fyrir tilstilli íslenskra yfirvalda,
heldur einkaframtak þeirra bræðra
vegna sambanda Gunnars við amer-
íska aðila.
Að lokum má ekki gleyma fót-
boltaáhuga Gunnars og æskufélaga
hans, Knúts Hallssonar, er lést fyrir
skömmu, en þeir félagarnir mættu á
alla KR-leiki á meðan stætt var.
Við Sigrún sendum börnum
Gunnars svo og Ástríði systur hans
innilegar samúðarkveðju.
Sveinn Aðalsteinsson.
Í minningunni stendur Gunnar
púandi vindil á árbakkanum, reykj-
armökkurinn heldur óæskilegum
mývargi í hæfilegri fjarlægð. Lopa-
peysan, veiðivestið, klofstígvélin,
Ray-Ban sólgleraugun og þriggja
stjörnu derhúfan sem honum þótti
mikið til koma. Hér er hershöfðing-
inn í essinu sínu, hann er að hvetja
unga veiðimenn til dáða með skip-
unum og bendingum og duga þá
engin vettlingatök. Af rausnarskap
eftirlætur hann okkur að veiða á
sinni vakt í fínustu veiðiám landsins.
Það var hans háttur, hann var örlát-
ur á allt sitt og gilti einu hvort það
var veraldlegur auður eða fyrsta
rennsli í gjöfulum hyl.
Margir af leiðsögumönnum við
Þverá og Kjarará í Borgarfirði
fengu snemma notið þjálfunar hjá
Gunnari. Sem „lautinantarnir“ hans
urðum við margs vísari; hvort sem
um var að ræða leyndardóma lax-
veiðinnar eða lífið sjálft, alltaf var
Gunnar ráðagóður. Enginn kunni
betur að umgangast unglinga sem
jafningja, hann hafði óþrjótandi
áhuga á ungu fólki og fylgdist vel
með málefnum líðandi stundar.
Hann var næmur hlustandi, íhugull
og tilfinningaríkur.
Okkur duldist þó ekki að þar fór
maður með ákveðnar skoðanir,
lundarfar hert af áratuga reynslu af
því alþjóðlega viðskiptaumhverfi er
fylgdi störfum hans sem lögmaður
Loftleiða og Flugleiða. Gunnar var
vanur mannaforráðum, réttvís og
sanngjarn. Hann lýsti því og sjálfur
að á þeim árum sem hann starfaði
sem ungur maður á lögfræðideild
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli
hafði hann kynnst öguðum vinnu-
brögðum og skýrum boðleiðum og
var það honum að skapi. Vinur hans
og þáverandi yfirmaður, Bob Dor-
sey ofursti, hvatti hann til að vera
óspar á hrós þegar ástæða var til og
má segja að það hafi verið aðals-
merki Gunnars æ síðan.
Vináttan við Gunnar samtvinnast
ævilangri vináttu við börn hans og
fjölskyldu og hefur þar aldrei borið
skugga á. Auðæfi hans liggja í
föngulegum hópi afkomenda sem
bera honum fallegt merki.
Hann er nú mættur á árbakkann
hinum megin, þar sem veiðilendurn-
ar eru miklar og laxarnir stórir. Það
logar á ný í vindlinum. Tvíhendan
munduð. Línan strekkist og syngur
í fluguhjóli. „Hann er við það,
drengir“ kallar höfðinginn brosandi.
Þannig er gott að minnast Gunnars,
þar hitta vinirnir á hann í fyllingu
tímans.
Kristján Garðarsson.
Fundum okkar Gunnars Helga-
sonar bar fyrst saman árið 1981
þegar við nokkrir félagar tókum á
leigu Þverá í Borgarfirði, eina
mestu laxveiðiperlu landsins. Í þeim
tilgangi var stofnað félag, sem hlaut
nafnið Sporður, og hefur það félag
haft Þverá á leigu allar götur síðan.
Gunnar var kosinn í þriggja manna
stjórn félagsins og sat hann þar
meðan honum entist aldur og heilsa
til.
Gunnar átti ættir sínar að rekja
til Grímsstaða á Mýrum þar sem afi
hans, Hallgrímur Níelsson, og
amma bjuggu rausnarbúi. Meðal
systkina Hallgríms var séra Har-
aldur Níelsson prófessor og eru
margir afkomendur þeirra systkina
þjóðþekktir fyrir dugnað og gáfur.
Það var bæði ánægjulegt og lær-
dómsríkt að kynnast Gunnari
Helgasyni. Hann tók mikinn þátt í
stjórn Sporðs, lagði ætíð gott til
mála, var vel að sér og fróður, rétt-
sýnn og rökfastur. Gunnar hafði
mjög ákveðnar skoðanir í pólitík,
harðsoðinn íhaldsmaður af bestu
gerð og afdráttarlaus Nato-sinni.
Hann var mjög hrifinn af Banda-
ríkjunum og aðhylltist stefnu þeirra
Reagans og Bush-feðga. Að sama
skapi hafði hann mikið dálæti á
bresku járnfrúnni, Margaret Thatc-
her. Hann hafði á yngri árum starf-
að sem lögfræðingur hjá varnarlið-
inu á Keflavíkurflugvelli og kynnst
þar mörgum yfirmönnum. Svo vel
var hann kynntur meðal yfirmanna
varnarliðsins, að hann stóð árlega
fyrir kynningarferðum hóps vina
sinna til Keflavíkurflugvallar þar
sem þeim var sýnd starfsemin, og
lauk ferðum þessum ávallt með boði
yfirmanna hersins í herforingja-
klúbbinn þar sem þátttakendum var
borinn veglegur kvöldverður.
Eftir að hafa starfað á Keflavík-
urflugvelli um árabil lá leiðin til
Loftleiða og við sameiningu félags-
ins og Flugfélags Íslands varð hann
forstöðumaður lögfræðideildar
Flugleiða. Lögfræðin var Gunnari
alltaf mjög hugleikin og hafði hann
mikla ánægju af að velta fyrir sér og
rökræða lögfræðileg úrlausnarefni.
Í Sporði starfaði Gunnar af heil-
indum og var bæði traustur og
trygglyndur. Hann lagði sig ávallt
fram um að gefa sig að yngri kyn-
slóðinni með fræðslu og leiðbeining-
um.
Með Gunnari Helgasyni er geng-
inn góður drengur, sem gott var að
eiga samneyti við, hreinskiptinn og
vinfastur. Mér er ofarlega í huga
þakklæti fyrir ánægjulegar sam-
verustundir sem ég átti með Gunn-
ari, hvort heldur var við laxveiðar, á
ferðalögum erlendis eða við að
starfa að sameiginlegum áhugamál-
um okkar.
Við Anna vottum börnum hans og
öðrum aðstandendum dýpstu sam-
úð.
Jón Ingvarsson.
Í dag kveðjum við vin okkar
Gunnar Helgason í hinsta sinn. Við
kynntumst honum við veiðar í Þverá
og Kjarrá en hann var ásamt feðr-
um okkar félagi í veiðifélaginu
Sporði sem stofnað var árið 1981 í
tengslum við leigu á Þverá. Við vor-
um aðeins unglingar þegar við
kynntumst Gunnari fyrst. Hann gaf
sér þó alltaf tíma til að ræða við
okkur unga fólkið um lífið og til-
veruna og voru stjórnmálin þar
ávallt ofarlega á baugi. Þrátt fyrir
að við hittum Gunnar ekki oft yfir
vetrartímann fylgdist hann vel með
því sem við höfðum fyrir stafni.
Gunnar var mikill hægrisinni í
pólitík og hafði gaman af því að
velta stjórnmálalegum málefnum
fyrir sér. Hann var fróður og naut
þess að segja frá enda átti hann
margar skemmtilegar sögur í far-
teskinu. Innan Sporðs var hann oft
og tíðum kallaður „The Colonel“
(Ofurstinn) sem vísar til yfirmanns-
stöðu innan bandaríska hersins.
Ástæðan fyrir þessu uppnefni var sú
að hann var vel að sér í málefnum
bandaríska hersins og hafði hann
gaman af því að fræða okkur um
þau málefni enda starfaði hann á ár-
um áður sem lögfræðingur varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli. Þá var
Gunnar góður veiðimaður og fróður
um laxinn og lífríki hans og miðlaði
þeim fróðleik til okkar. Síðustu árin
hefur yngri kynslóðin orðið sífellt
fyrirferðarmeiri við veiðar í Kjarrá
þar sem áin er nokkuð erfið yfir-
ferðar. Það var lýsandi fyrir áhuga
Gunnars á laxveiði að oft var hann
eini Sporðsfélaginn sem var við opn-
un Kjarrár, ásamt okkur yngra fólk-
inu, þrátt fyrir að hann gæti ekki
veitt nema hluta árinnar sjálfur.
Síðasta veiðiferðin sem við tókum
þátt í með Gunnari var einmitt í
Kjarrá í ágúst 2008. Gunnar var
mættur með öllum börnum sínum
og tveimur tengdabörnum þrátt fyr-
ir hrakandi heilsu. Það var ekki oft
sem öll fjölskyldan var sameinuð
enda tveir synir hans búsettir er-
lendis. Gunnar naut þess að vera
innan um fólkið sitt og var þetta
sérstaklega skemmtileg og eftir-
minnileg ferð.
Við heimsóttum Gunnar í Sóltún í
vetur þar sem hann bjó síðasta eina
og hálfa árið. Er okkur bar að garði
sat hann með bók í hendi auk þess
sem hann fylgdist með enska bolt-
anum á sjónvarsskjánum. Gunnar
las mikið hvort heldur sem það voru
bækur, blöð eða tímarit og var hann
langt kominn með skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis. Það var
fátt sem fór fram hjá honum og
hann fylgdist vel með helstu heims-
fréttum allt fram á síðasta dag.
Brátt hefst nýtt veiðitímabil við
Þverá og Kjarrá, en að þessu sinni
höldum við til veiða án vinar okkar
Gunnars Helgasonar. Hans verður
sárt saknað.
Við vottum börnum Gunnars og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúð.
Unnur og Þorgeir.
Um það leyti sem ég fór til
Bandaríkjanna til náms, eða síðla
árs 1976, kynntist ég Gunnari
Helgasyni. Meðan á dvöl minni stóð
í Bandaríkjunum og þar á eftir voru
náin og góð kynni milli okkar Gunn-
ars. Ég minnist hans sem heil-
steypts einstaklings sem hafði
ákveðnar skoðanir á þjóðmálum
sem og einstaklingum. Hann var
ófeiminn við að láta þessar skoðanir
sínar í ljós þegar svo bar undir.
Það fór ekkert á milli mála að
New York var sú borg sem Gunnari
var kærust. Þar sló hjarta viðskipta
og þar voru straumar í listum og
menningu einnig sterkir. Þetta
kunni Gunnar að meta. Meðan við
hjónin bjuggum í New York og ná-
grenni bar fundum okkar Gunnars
reglulega saman. Við gerðum hvor
öðrum ýmsa greiða og eru mér
minnisstæðar ferðir sem ég fór með
honum um svæðið þar sem hann var
að sinna málum fyrir kunningja sína
og viðskiptafélaga. Við fórum langt
inn í Pennsylvaníu og til Connecti-
cut í þessum erindagjörðum.
Gunnar kunni að slá á létta
strengi og var alltaf hinn skemmti-
legasti í mannfagnaði. Hann passaði
sig þó á því að hafa þetta í réttri
röð. Ég minnist alltaf setningar sem
hann sagði við mig sem ungur
námsmaður vestra, „work before
pleasure“ sem vísaði sterklega til
þess að það var mikilvægast af öllu
að ljúka dagsverkinu og því sem
manni er treyst fyrir, áður en slegið
er á létta strengi.
Gunnar var eindreginn fylgismað-
ur vestrænnar menningar og gilda
og dró ekki dul á andúð á öllum
stefnum og tilburðum stjórnmála-
manna til að auka hlut ríkisins í um-
svifum þjóðfélagsins. Hann trúði á
mátt einstaklingsins, dugnað hans,
atorku og til að vera hreyfiafl fram-
kvæmda og velsældar. Á sama tíma
fór hann ekkert í grafgötur með
skoðanir sínar á þeim aðilum sem
misnotuðu þau tækifæri sem gátu
skapast. Gunnar var vel lesinn,
sinnti lestri góðra bóka og fylgdist
með stefnum og straumum í þjóð-
félagsumræðunni hér og erlendis
fram á síðustu daga.
Gunnar hafði mikinn áhuga á allri
veiði, ekki síst á laxveiði, og naut
þess að sinna henni á hverju sumri
meðan heilsan leyfði. Ég minnist
þess að fyrir mörgum árum hringdi
Gunnar í mig og sagði að það hefði
losnað holl í Kjarrá og vildi endilega
að ég kæmi með sér. Hann hringdi
rétt fyrir hádegi og sagði að við
„ættum seinni partinn“. Á þessum
tíma var ég allsendis óreyndur í
þessu sporti og tók Gunnar á orð-
inu. Þegar leið að lokum veiðinnar
þennan tiltekna dag og ég var að
koma mér í stellingar til að hverfa
af svæðinu, þá sagði Gunnar mér að
eftir væri tveir og hálfur dagur.
Þegar lengra líður frá, þá segir
þetta mér mikið um Gunnar. Það
verður að drífa í hlutunum þegar
tækifærin gefast.
Það er mér heiður að hafa fengið
að kynnast þeim góða dreng sem
Gunnar hafði að geyma og læra af
honum marga góða hluti. Gunnar
var farsæll í starfi og sinnti fagi sínu
að mestu í tengslum við einn mesta
uppgang í íslenskri flugsögu í nánu
samstarfi við Sigurð bróður sinn,
sem féll frá snemma á síðasta ári.
Ég vil að leiðarlokum votta börn-
um Gunnars og öðrum aðstandend-
um samúð okkar hjóna.
Þórður S. Óskarsson.
Fleiri minningargreinar um Gunn-
ar Helgason bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi, á kveðjustund er
ég þakklátur fyrir allar stund-
irnar sem við áttum saman.
Veiðiferðirnar, þar sem þú
miðlaðir til mín þinni reynslu,
ungur nemur gamall temur.
Ég minnist ferðalaganna
með þér og Gíma frænda, bæði
til Svíþjóðar og Bandaríkjanna,
og fylltist alltaf stolti þegar þú
ávarpaðir mig sem „ferðafélag-
ann þinn“. Ég vildi að þú hefðir
verið hérna lengur svo ég hefði
getað eytt meiri tíma með þér,
en minningin um elskulegan
afa og vin mun ávallt lifa.
Þinn ferðafélagi,
Gísli Tómas.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
STEFÁN EIRÍKSSON
fyrrverandi aðstoðarslökkviliðsstjóri á
Keflavíkurflugvelli
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að morgni
laugardagsins 12. júní.
Útförin auglýst síðar.
Guðmundur Már Stefánsson, Auður Margrét Möller,
Helga Björk Stefánsdóttir, Jóhann Jóhannsson,
Stefán Hrafn Stefánsson, Ása Hrönn Kolbeinsdóttir,
Ásta Hrönn Stefánsdóttir, Jón Dan Einarsson,
Hrefna Stefánsdóttir,
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
KRISTINN E. GUÐMUNDSSON
bifvélavirki,
Skálagerði 11,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 8. júní.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
15. júní kl. 13.00.
Guðríður Geira Kristjánsdóttir,
Ögmundur Kristinsson, Ásta Hulda Kristinsdóttir,
Jóhanna Kristinsdóttir, Guðmundur Bjarni Daníelsson,
Jóna Björg Kristinsdóttir, Salómon Þórarinsson,
Sigurrós Kristinsdóttir.
Útför okkar ástkæru eiginkonu, móður,
tengdamóður, tengdadóttur og ömmu,
ÁSGERÐAR JÓHANNESDÓTTUR,
Löngumýri 15,
Selfossi,
fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 15. júní
kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á MND félagið.
Ægir Lúðvíksson,
Jóhannes Friðrik Ægisson, Helena Dögg Olgeirsdóttir,
Íris Rán Ægisdóttir,
Lúðvík Friðrik Ægisson,
Guðrún Sæmundsdóttir
og barnabörn.