Morgunblaðið - 14.06.2010, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 14.06.2010, Qupperneq 19
er m.a. minnisstætt er Birgir leiddi Hrefnu, systur mína, til altaris þegar þau Siggi giftu sig. Hinn 19. maí sl. var 93 ára afmæli Birgis. Hringdi ég til hans þann dag og áttum við gott spjall. Hann spurði frétta af Ísafirði, alltaf vildi hann hag bæjarins sem beztan, hann spurði um fjölskylduna, hvernig heilsufarið væri og alltaf var sama umhyggjan og beðið fyrir kveðjur og óskað velfarnaðar. Nú verða símtölin við Birgi ekki fleiri. Langri og farsælli ævi er lokið, eftir lifa góðar minningar um einstakan mann sem með ljúfmennsku sinni og umhyggju auðgaði líf okkar allra. Fyr- ir hönd fjölskyldu minnar þakka ég ljúfa samfylgd og við kveðjum með söknuði og innilegri þökk. Einlægar samúðarkveðjur til barna hans, Auðar, Finns, Arndísar og Björns, fjölskyldna þeirra og yngsta bróðurins Jóns. Megi allar góðu minn- ingarnar lifa með þeim og bregða birtu á líf þeirra. Guð blessi minningu Birgis Finns- sonar. Auður H. Hagalín. Þegar ég kynntist Birgi Finnssyni fyrir sautján árum hafði hann lokið merku ævistarfi sem athafnamaður og alþingismaður. Hann var sestur í helg- an stein og hafði rúman tíma til að sinna áhugamálum sínum og stórfjöl- skyldu. Þess nutum við ríkulega sem áttum börn er tilheyrðu stórum afkom- endahópi hans. Birgir var sú mann- gerð sem mig grunar að flest börn dreymi um að eiga fyrir afa eða lang- afa. Hann var áhyggjulaus og óhagg- anlegur en líka hlýr og innilegur, at- hugull en laus við aðfinnslusemi, látlaus en einstaklega virðulegur, áreiðanlegur en ekki ágengur, rökvís en ekki hæðinn, og síðast en ekki síst sérlega örlátur og réttsýnn. Börnin mín pössuðu vel upp á umslögin sem þau fengu frá Birgi og Arndísi. End- ingarbetri verða þó minningarnar um langafa og langömmu sem héldu and- legri snerpu til síðasta dags og tóku virkan þátt í gleðistundum afkomenda sinna. En það var ekki bara happ að eiga Birgi að sem langafa barna sinna. Það var mannbætandi að fá að kynnast honum og sjá hvernig hann lifði á síð- asta æviskeiði sínu. Ellin reynist mörgum sannarlega þungbær. Sumir gerast þá kvartsárir og önugir, leyfa fótunum að fúna undan sér, og missa síðan smám saman lífsþróttinn. En þessu var öfugt farið með Birgi. Hann naut þess að lifa til síðasta dags og var svo reglusamur í öllum háttum að með eindæmum hlýtur að teljast á landi voru. Hann lét raunar ekkert trufla daglega rútínu sína og minnstu munaði að honum tækist að varna sjálfum dauðanum aðkomu að henni. Hann var einn af sárafáum einstaklingum sem ég hef kynnst sem virtist sáttur við líf- ið eins og það er. Aldrei heyrði ég hann miklast af eigin ágæti eða hallmæla nokkurri manneskju. Hvernig slíkur maður gat yfirhöfuð staðið í kosninga- baráttu og pólitísku þrasi áratugum saman er vandskilið nema ef vera kynni að satt sé, sem sagt er, að mann- valið hafi almennt verið meira á þeim vettvangi upp úr miðri síðustu öld en nú er, og samkomuhald betra. Hvað sem því líður þá eykur það tiltrú manns á stjórnmálum að maður á borð við Birgi Finnsson skuli hafa haslað sér þar völl. Hann bar hag Íslands ein- lægt fyrir brjósti og þegar hann sagði frá ungdómsárum sínum staldraði hugurinn lengst við uppbyggingu í sjávarútvegi, ekki síst við kaup á nýj- um fiskiskipum. Þá gerði maður sér grein fyrir því að sá sem talaði var einn af ármönnum Íslands. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig honum hafi liðið á gamals aldri að hlusta á illt umtal um Ísland eftir hrun en útí þá sálma fórum við aldrei. Hitt sagði hann sjálfur að hann vildi gjarnan lifa lengur til að sjá hvernig Íslendingar næðu að vinna sig út úr kreppunni. Um það væri hann forvit- inn. Í síðustu ræðunni sem hann hélt fyrir tæpum mánuði sagði hann af- komendum sínum og skyldmennum að í þrengingunum framundan gæti margt breyst, en þá væri bara að búa sig undir það. Mér virðist sem Birgir Finnsson hafi verið óvenju vel búinn undir að takast á við breytingar; hann var mikill kunnáttumaður í listinni að lifa. Ég kveð þennan sómamann með þakklæti í huga og hjarta. Róbert H. Haraldsson. Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2010 ✝ Auðbjörg Guð-mundsdóttir fæddist á Ill- ugastöðum á Vatns- nesi 8. apríl 1922, hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- urlands, Hvamms- tanga 31. maí 2010. Auðbjörg var dóttir hjónanna Guðmundar Arasonar, bónda og hreppstjóra, Ill- ugastöðum, f. 1893, d. 1961, og Agnar Jón- ínu Gunnlaugsdóttur, húsmóður og saumakonu, f. 1894, d. 1987. Bróðir Auðbjargar var Hrólf- ur, f. 1920, d. 1985. Auðbjörg giftist 30.6. 1943 Jó- hannesi Ágústi Guðmundssyni, f. 29.8. 1913, d. 19.7. 2004, syni hjónanna Guðmundar Árnasonar, bónda á Syðri-Þverá, f. 1882, d. 1965, og Sigurlaugar Guðmunds- dóttur húsmóður, f. 1875, d. 1962. Börn þeirra eru: 1) Sigurbjörn Hrólfur, f. 1947, d. 1975, k. Bjarndís S. Jóhannsdóttir, f. 1950, börn; a1) Jónína Auðbjörg, f. 1968, m. Jó- hann H. Hlöðversson, f. 1966. Börn: Elísabet Ögn, f. 1988, sambýlis- maður Sixto A.C. López, f. 1975. Sigurbjörn H., f. 1990, barnsmóðir Björt Jónsdóttir, f. 1990. Barn: Ástmar Ingvi, f. 1989. 3) Guð- mundur, f. 1954, k. Bjarney G. Valdimarsdóttir f. 1949, börn henn- ar Stefán Æ. Lárusson, f. 1970, Soffía Lárusdóttir, f. 1975, og Erla M. Lárusdóttir, f. 1980. 4) Árni Jó- hannesson, f. 1960, k. Anna Olsen, f. 1964, barn þeirra Valdís Ósk, f. 2000. Auðbjörg fæddist á Illugastöðum á Vatnsnesi og ólst þar upp við al- menn sveitastörf. Hún gætti Hrólfs bróður síns sem var bæði heyrnar- og mállaus, lærði fingramál. Einnig bjuggu þau systkin til eigið tákn- mál sem þau notuðu. Auðbjörg var einn vetur á Þingeyrum og lærði hannyrðir hjá Huldu Stefánsdóttur. Hún fór í Kvennaskólann á Blöndu- ósi, starfaði í kvenfélaginu Ársól og Kvennabandi V-Hún. Þá sat hún í hreppsnefnd Þverárhrepps og var símstöðvarstjóri í mörg ár með heimasímstöð á Syðri-Þverá. Þau Auðbjörg og Jóhannes hófu búskap á Illugastöðum, fluttust að Syðri- Þverá 1949 og bjuggu þar til 14. nóvember 1992 er þau fluttu aftur að Illugastöðum þar sem þau bjuggu sín síðustu ár með sauð- fjárbúskap og æðarrækt. Útför Auðbjargar verður gerð frá Tjarnarkirkju á Vatnsnesi í dag, 14. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Victor Þór, f. 2008, Victor Páll, f. 1995, d. 2003. Sambýlismaður Jóhann I. Haraldsson, f. 1980. Börn Heiðdís Líf, f. 2005, og Laufey Cara, f. 2009. Jóhann- es Óskar, f. 1972, sambýliskona Þor- björg I. Ásbjarn- ardóttir, f. 1980. Son- ur Þorbjargar Ásbjörn Edgar Waage, f. 1999. Börn: Alexander Victor, f. 3.9. 2005, Steinunn Daniella, f. 2007, og Arna Isabella, f. 2007. 2) Jónína Ögn, f. 1950, Karl Valdimarsson, f. 1949. Börn: a2) Marín S., f. 1971, barn Sara Eir f. 1990, barnsfaðir Þorleifur Karl Eggertsson, f. 1985. Sambýlis- maður Söru er Birgir Þorbjörns- son, f. 1992. M. Gunnar Sveinsson, f. 1987, börn: Kolfinna R., f. 1995, Sveinn A., f. 1998, og Jónína A., f. 2000. b2) Gréta B., f. 1974, m. Gunn- ar Þorgeirsson, f. 1967. Börn: Jó- hannes Geir, f. 1994, og Nína Guð- björg, f. 1999. c2) Jón Hilmar, f. 1978, sambýliskona Auðbjörg K. Magnúsdóttir, f. 1969. d2) Auðunn J.G., f. 1985. Sambýlismaður Birgir Jónsson, f. 1953, börn hans Erla Birna, f. 1976, Jón Helgi, f. 1981, og Auðbjörg Guðmundsdóttir á Ill- ugastöðum á Vatnsnesi er látin í hárri elli. Hún var merk kona í víð- um skilningi, af sterkum ættboga og skapaði sér virðingu í sínu sam- félagi. Ég kynntist Auðbjörgu fyrst gegnum starf mitt um árabil hjá Verslun Sig. Pálmasonar hf., þar sem heimili þau sem Auðbjörg stóð fyrir höfðu ávallt mikil viðskipti við Sigurð Pálmason, kaupmann á Hvammstanga. Þar á milli ríkti gagnkvæm virðing um langan tíma. Auðbjörg giftist Jóhannesi Guð- mundssyni á Syðri-Þverá í Vestur- hópi, og bjuggu þau þar um árabil. Á efri árum fluttu þau hjón svo að Illugastöðum, og sagðist Auðbjörg þá „vera komin heim“. Illugastaðir eru mikil jörð og sögurík, þar er meðal annars talin vagga æðar- ræktar á Íslandi, og er mikið æð- arvarp þar enn. Á jörðinni hafa búið ýmsir merkismenn og kunnir af verkum sínum. Nú hafa börn Auð- bjargar og Jóhannesar tekið við merkinu og hafið nýja uppbyggingu á jörðinni. Í hjáverkum hef ég farið margar ferðir sem leiðsögumaður fyrir Vatnsnes. Oftast var leitast við að koma heim að Illugastöðum, oft kom Auðbjörg út á tröppurnar eða bæjarhlaðið og uppfræddi hópinn um sögu staðarins. Einnig var hópn- um stundum boðið í bæinn, sem er mjög sérstök upplifun, enda er þar einskonar ættarsafn frá eldri og nýrri tíma og húsið að miklu leyti óbreytt frá upphafi. Auðbjörg sagði stundum frá atburðum þeim, sem leiddu til síðustu aftöku á Íslandi, en aðalsögusvið þeirra atburða var á Illugastöðum. Eftirminnilegt var að heyra Auðbjörgu segja, að sér hefði verið innrætt í æsku að tala ekki með dómhörku um þá einstaklinga, sem þar áttu hlut að máli. Auðbjörg var mjög sterkur persónuleiki. Það sannaðist ógleymanlega er hún ávarpaði gesti við útför Sigurbjörns sonar síns í Tjarnarkirkjugarði, það var einstök stund. Auðbjörgu voru falin ýmis trúnaðarstörf á vettvangi Kvennabandsins, sem er samnefn- ari kvenfélaganna í héraðinu, ef- laust hefur hún einnig komið víðar við í sínu samfélagi. Ég vil minnast þessarar merku konu með virðingu og bið henni og afkomendum henn- ar blessunar Drottins. Karl Sigurgeirsson. Snemma í nóvember árið 1978 var knúið dyra á bænum Syðri-Þverá í Vestur-Hópi. Þetta þótti ekkert til- tökumál, á heimili hjónanna Auð- bjargar Guðmundsdóttur og Jó- hannesar Guðmundssonar var afar gestkvæmt. En að þessu sinni var gesturinn sjaldséður og erindið að sama skapi óvenjulegt. Guðbjörg Jónasdóttir hét hún, gamla einsetu- konan sem komin var frá Sellandi á Vatnsnesi að Syðri-Þverá í Vestur- Hópi og ekki stystu leið. Hún hafði víða beðið um húsakjól en það var ekki fyrr en komið var að Syðri- Þverá að lokið var upp fyrir henni. Húsráðendur voru sammála um að Guðbjörgu væri velkomið – úr því að hún treysti sér ekki til að vera leng- ur ein í kotinu – að gerast eins konar próventukona á Syðri-Þverá. Fyrstu árin sá hún um sig sjálf en undir það síðasta lá hún rúmföst og Auðbjörg hjúkraði henni. Af sömu umhyggjusemi sinnti Auðbjörg blindri móður sinni og öllum sem til hennar leituðu, skyldum sem vanda- lausum. Auðbjörg var af þeirri kynslóð ís- lenskra sveitakvenna sem er að hverfa. Hún var alin upp við öll venjuleg úti- og innistörf og meira en það. Æskuheimili hennar á Ill- ugastöðum var í raun félagsmiðstöð, þar voru haldin böll og þorrablót, og þar var símstöð. Faðir hennar, Guð- mundur Arason hreppstjóri, var mikilvirkur í sveitarstjórnarmálum og móðir hennar, Jónína Gunn- laugsdóttir, annáluð fyrir höfðings- skap. Gunnlaugur, móðurafi Auð- bjargar, hafði mikil áhrif á hana. Hann var afar fróður og vakti áhuga þessa námfúsa barnabarns á forn- um fræðum. Og við þetta allt bætt- ist svo undursamleg fjaran fyrir framan bæinn og stórt æðarvarp. Allt var iðandi af lífi, selir á skerj- um, teistur við dúnkofann, sandlóur kringum bæjarhúsin og fyrir ofan allt herskari af kríum. En það sem gerði bernsku- og æskuár Auð- bjargar umfram allt einstök var bróðir hennar, Hrólfur. Hann var heyrnarlaus. Þótt Auðbjörg væri tveimur árum yngri var hún vörn hans og kennari, tengiliður hans við umhverfið. Hann heyrði með henn- ar eyrum. Kröfurnar sem gerðar voru til ungu stúlkunnar voru miklar. Hún þráði að komast í Kennaraskólann og verða handavinnukennari. En það var nóg að starfa á Illugastöð- um og niðurstaðan varð sú að hún fór einn vetur á Kvennaskólann á Blönduósi og átti þaðan yndislegar minningar. Svo varð hún húsfreyja og móðir á stóru sveitaheimili og það átti reyndar ágætlega við nátt- úrubarnið Auðbjörgu. Þau Jóhann- es voru samhent um allt sem máli skipti í lífinu þótt þau væru að mörgu leyti ólík. Verkaskiptingin á heimilinu var hefðbundin en hentaði báðum vel. Hann sá um heyskap og sauðfé, hún um kýrnar, stjórnaði innanstokks og rak símstöðina. Sameiginlega hugsuðu þau um vel- ferð heimilisfólksins og fögnuðu gestum, og þau stóðu þétt saman þegar áföllin dundu yfir. Auðbjörg var bjartsýn á hverju sem gekk. Hún barðist við gláku ár- um saman … en ég missi ekki sjón- ina, sagði hún og henni varð að trú sinni. Erfiðu ævikvöldi er lokið. Við sem eftir lifum þökkum samfylgd- ina. Auðbjörg lauk ævinlega upp fyrir þeim sem guðuðu á gluggann. Nú verður vel tekið á móti henni. Margrét E. Jónsdóttir. Þegar nafn mitt eftir á allra þögn er falið, Illugastaða steinar þá standið upp og talið. (Guðmundur Ketilsson.) Ljúft og skylt er að minnast Auð- bjargar Guðmundsdóttur, svo nafn hennar verði ekki falið þögn. Engin hefur reynst mér betur og enga fyrirmynd á ég betri. Að njóta þess að dvelja hjá þeim Jóhannesi frænda, er mín mesta gæfa. Minningar, allt frá fyrstu bernsku lýsa enn, gleði og ástúð, hlýjar hendur og mjúkur faðmur, ef ami og sorgir hrjáðu litlar sálir. Sterk og traust gekk Auðbjörg að öllum störfum, vinnudagurinn oft nær allur sólarhringurinn, aldrei kvartaði hún, alltaf var tími fyrir börnin og ætíð fylgdist hún með leik og amstri. Hún heimsótti okkur í búið og hrósaði myndarbragnum, enda var allt það besta á borðum, fínustu bollabrotin og drullukökur skreytt- ar með sóleyjum, hrafnaklukkum og músakorni. Auðbjörg bjó yfir miklum fróðleik og verkkunnáttu, sem hún reyndi að miðla til okkar. Margt tengdist æsku hennar „heima á Illugastöð- um“, eins og hún sagði ævinlega og margt hafði hún numið af Ara, afa sínum. Hún minntist þess, hvernig hann fékk hana til að taka eftir breytingum á landi og sjó og bað hana að sjá muninn, er hún væri orðin gömul. Heyannir á Þverá ljóma í minni. Í sólskini og norðangjólu var Auð- björg með hrífuna, fljót og rösk, heyið grænt og ilmandi. Fyrr en varði var heyið komið í flekk, lagt í garða, sólin lágt á lofti, skuggarnir langir og tími að sækja kýrnar. Í hlýju rökkri fjóssins var friður og næði, enda sagði Auðbjörg að kýrnar væru heimspekilega þenkj- andi. Rólegar stóðu þær meðan við mjólkuðum, litu kannski við og nus- uðu vinalega af okkur, jórtruðu svo áfram. Á fjósvegg birtust furðuleg- ar myndir, sem Auðbjörg benti okk- ur á. Klessa á vegg getur verið merkileg mynd, ef á hana er horft með opnum augum og huga. Þeim Þverárhjónum þótti sjálf- sagt að ljá hús undir skemmtanir; spilakvöld, þorrablót og jólaböll. Líf og kæti í hverju horni. Tíminn leið við leik og eril, við urðum fullorðin og eignuðumst börn, sem líka áttu vísar hlýjar hendur og mjúkan faðm heima á Þverá. Ekki var þeim Auðbjörgu og Jó- hannesi hlíft við sorg og þrautum, en öllu mættu þau með festu og æðruleysi, þótt sumt væri svo sárt að aldrei greri báru þau ekki sorgir sínar á torg. Samhent stóðu þau, ætíð tilbúin að veita öðrum af gæsku sinni. Börn, dýr og gamalt fólk hændust að þeim og áttu góða daga í skjóli þeirra. Þau byrjuðu búskap á Illugastöð- um 1943, fluttu að Syðri-Þverá 1949 á ný að Illugastöðum 1992. Bæði höfðu þau mikla ánægju af æðar- varpinu og sinntu því af alúð og kunnáttu. Enn voru þau góð heim að sækja og gaman að koma til þeirra og nú bar svo við að Auðbjörg sagði oft „heima á Þverá …“. Það húmar hægt að kveldi og gömlum og lúnum er hvíldin vær. Auðbjörg fær hvílu undir grænu, ilmandi grasi í Tjarnarkirkjugarði við hlið ástvina sinna. Við, sem í bernsku nutum gæsku hennar og ástúðar hljótum að minn- ast hennar með gleði og þakklæti. Ég þakka af alhug fyrir mig og mitt fólk. Blessuð veri minning Auðbjargar Guðmundsdóttur. Edda. Kvödd er heiðurskona, Auðbjörg Guðmundsdóttir frá Illugastöðum á Vatnsnesi. Foreldrar hennar voru merkishjónin Guðmundur Arason, bóndi og hreppstjóri, og kona hans Ögn Jónína Gunnlaugsdóttir. Auðbjörg var borin og barnfædd á þeim sögufræga stað Illugastöð- um á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu. Við andlát hennar hafði sama ættin búið þar tæp 190 ár. Illugastaðir eru kostajörð, þar hefur löngum verið gott æðarvarp og dúnhreinsun. Há- gæða dúnn, sem krafðist mikillar vinnu og eljusemi af hálfu ábúenda. Umönnun um hreiðrin, æðarkoll- urnar og síðan dúnhreinsunin. Þeg- ar best lét, er Auðbjörg dvaldist á Illugastöðum, hafði hún yndi af æð- arræktinni. Árið 1943 giftist hún Jóhannesi Guðmundssyni frá Syðri-Þverá í Vesturhópi, sem var sonur Guð- mundar Árnasonar, stórbónda þar og eiginkonu hans Sigurlaugar Guð- mundsdóttur. Jóhannes lést árið 2004. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau á Illugastöðum og síðan í 43 á Syðri- Þverá eftir að Guðmundur og Sig- urlaug hættu búskap. Eftir að Hrólfur bróðir Auðbjarg- ar lést árið 1985 fóru Illugastaðir í hennar umsjón. Þau systkinin voru bara tvö. Var úr vöndu að ráða fyrir Auðbjörgu og Jóhannes. Komin á efri ár með tvær stórar kostajarðir, en með misjafnar rekstrarforsend- ur. Og tímarnir á Íslandi gjör- breyttir frá því sem áður var. Ill- ugastaðir, ættarjörð Auðbjargar, varð fyrir valinu. Enda léttari jörð fyrir eldra fólk. Sá sem þetta ritar varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast fólkinu á Syðri-Þverá sem barn. Tvær syst- ur mínar, Valdís og Ragnheiður Vigdís, voru í sveit hjá Guðmundi og Sigurlaugu í fjölmörg sumur. Sjálf- ur fékk ég að koma norður í rétt- irnar. Synir þeirra Sigurbjörn, síðar Auðbjörg Guðmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Af hvarmi féllu’ hin hljóðu tár, er heyrði ég látið þitt. Mér fannst um stund allt sorg og sár, en signuð fyrir liðin ár, og minning þín mun þerra’ og græða sárið mitt. Nú heyri ég þitt milda mál, svo mjúkt sem vögguljóð – sem ilmur streymi’ um sál frá sál, sem svanur veki báru’ á ál, svo hlý var þessi kona, mild og móðurgóð. (Sigurður Sigurðsson frá Arn- arholti) Bestu þakkir fyrir allt. Ragnar Bragi Ægisson. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.