Morgunblaðið - 14.06.2010, Page 22

Morgunblaðið - 14.06.2010, Page 22
22 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HÉR ER EKKI ERFITT AÐ SJÁ MUN Á ÁRSTÍÐUM VEÐUR Í MYNDASÖGUM ER FREKAR ÝKT ENGINN Í BEKKNUM ER NÆRRI ÞVÍ EINS GÓÐUR OG ÉG! ÞEGAR ÉG VERÐ STÓR ÆTLA ÉG AÐ VINNA SEM STAFSETJARI! ÉG ER BESTUR Í STAFSETN- INGU ÉG HELD ÞAÐ SÉ FRÁBÆRT AÐ VERA UTANRÍKISRÁÐHERRA OG FLJÚGA MILLI LANDA TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR STRÍÐ NEI, MÉR FINNST UNCLE BEN’S BETRI ERTU HRIFINN AF CONDOLEEZZA RICE? DRÍFÐU ÞIG, ADDA! FYRSTU 500 FÁ 40% AFSLÁTT TIL VIÐBÓTAR VIÐ TILBOÐIN! ÉG HELD ÉG NÁI ÞESSU! BURT MEÐ ÞIG! ÚFF! VEL GERT! ÞAÐ BORGAÐI SIG AÐ ÆFA MEÐ KIDDU FYRIR TAE KWONDO ÆFINGAR ÞÚ ERT NR. 501 OKKUR VANTAR BORÐ FYRIR ÞRETTÁN MANNS ÞVÍ MIÐUR HERRA MINN. VIÐ HÖFUM ENGIN BORÐ FYRIR ÞRETTÁN. ÞAÐ ER ÓHAPPATALA ALLT Í LAGI! ÉG ÆTLA AÐ FÁ BORÐ FYRIR FJÓRTÁN... OG ÞESSI ÆTLAR AÐ SITJA MEÐ OKKUR ÉG VAR VISS UM AÐ BIG-TIME MYNDI REYNA AÐ STELA ÞESSARI KLUKKU, EN HANN LÉT EKKI SJÁ SIG ÞESSI FALLEGA KLUKKA VERÐUR TÁKN TRYGGINGA- FÉLAGSINS OKKAR NÆSTU ÁRATUGINA! BIG-TIME VILDI AÐ ÉG HITTI SIG UNDIR ÞESSARI KLUKKU Ekki hægt að kenna stýri- vöxtum um Bankarnir sitja nú á miklu fé og ávaxta það hjá Seðlabanka Ís- lands á 7% ávöxtun. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir ekki rétt að stýri- vaxtastigið stuðli að því að peningar safnist fyrir hjá bönkunum í stað þess að smyrja hjól atvinnulífsins í formi nýrra útlana. Það mikla fé sem safn- ast hafi fyrir í bönk- unum sé vegna vantrúar á fjár- málaheiminn sem breiddist út eftir hrunið … Bankarnir fari svo mjög varlega í útlánum í ljósi þess sem gerðist og þar sem fjárfesting- arkostir eru fáir safnist fyrir fé í bönkunum sem sé svo ávaxtað í Seðlabankanum … Traust á fjár- málakerfinu hafi glatast eftir hrun- ið og fólk taki síður áhættu með fé sitt. Ég er farinn að halda að Már Guðmundsson trúi því sem hann er að tala um. Mönnum er ekki við- bjargandi. Þessi mað- ur verður skammlífur í sínu embætti. Guð blessi Ísland. Guðmundur F. Jóns- son. Úrræði Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráð- herra klifar á því að ríkisstjórnin hafi sett fram 50 úrræði til að hjálpa þeim sem eru í vandræðum. Mér þætti vænt um að fá þessi úrræði á prenti. Er vandi þeirra sem skulda Íbúðalánasjóði inni í þessum úrræðum? Kristín. Ég vil þakka Ómari Ragnarssyni fyrir þættina Stiklur. Ef einhver ætti að fá heiðursverðlaun þá er það hann. Kristín Hall- dórsdóttir. Ást er… … upplyfting. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 9. Skráning í Jóns- messuferð 23. júní. Árskógar 4 | Handavinna, smíði/ útskurður kl. 9-16.30, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Dalbraut 18-20 | Brids kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinnustofa opin frá kl. 8-16. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, spjall/kaffi kl. 13.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulínshópur kl. 9, ganga kl. 10, handavinna kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vinnustofur frá kl. 9.30, gönguhóp- ur frá Jónshúsi kl. 11, opið til kl. 16. Félagsstarf Gerðubergi | Nemendur Vinnuskólans á svæðinu kl. 9. Vinnu- stofur opnar kl. 9-16.30, m.a. út- skurður. Frá hádegi er spilsalur opinn. Miðvikudaginn 16. júní kl. 13 er Kvennahlaup ÍSÍ, upphitun hefst kl. 12.30, umsjón Sigurður og Þorvaldur. Mánudaginn 21. júní kl. 10 verður far- ið í ferðalag í Dalabyggð, skráning á staðnum og í síma 575-7720. Háteigskirkja - | Félagsvist kl. 13 á mánudögum í Setrinu, Háteigskirkju, kaffi. Hraunsel | Gengið frá eftir sýninguna og fólk beðið að ná í munina sína. Vistin fellur niður. Tækjasalur í Hress Ásvallalaug opinn kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Sumaropnun fé- lagsmiðstöðvarinnar er kl. 8 - 16. Sumargrill verður föstudaginn 25. júní, nánari upplýsingar á staðnum eða í síma 535-2720. Hæðargarður 31 | Örsýning Lista- smiðju, t.d. útskurður, postulínsmálun og bútasaumssýning auk samsýningar Listasmiðju, Frístundaheimilisins Sól- búa og Skapandi skrifa. Listasmiðjan er opin í júnímánuði. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Við Hringborðið, spjallhópur kvenna kl. 10.30, handverks- og bókastofa opin kl. 11.30, boccia kl. 13.30, kaffiveit- ingar kl. 14.30, söngstund kl. 15. Vesturgata 7 | Handavinna, boccia og leikfimi kl. 9.15, kóræfing kl. 13, tölvukennsla kl. 12. Kaffiveitingar. Fé- lagsmiðstöðin verður lokuð frá og með mánudeginum 21. júní. Opnum aftur mánudaginn 26. júlí. Opið hjá hárgreiðslustofu og fótaaðgerðastofu. Sigrún Haraldsdóttir kastaði„væminni kvöldvísu“ inn á Leirinn, póstlista hagyrðinga: Ein er tigin töfrastund, tregi allur víkur, þegar húmsins mjúklát mund milt um vanga strýkur. Ekki stóð á svörum. Hjálmar Jónsson greip orðið fyrstur og orti „enn væmnari kvöldvísu“: Rómantíkin tekur völd, tregi burt má fjúka. Húmið vil ég vera í kvöld og vanga hennar strjúka. Þá Pétur Stefánsson: Séra Hjálmar síst er klæminn. Sigrún Har. er laus við það. En oft á tíðum eru þau væmin, í yrkingum á þessum stað. Björn Ingólfsson ráðlagði Sig- rúnu að hafa varann á: Ef eitthvað fylgir þér inn í rúm og ógætilega fálmar þá er það ekki þetta húm, þá er það séra Hjálmar. Hreiðar Karlsson bætti við: Heillar þjóðar hefur traust hrundin silkimjúka. Vanga hennar vafalaust vilja margir strjúka. Loks Jón Gissurarson, sem tók undir með Hreiðari: Orti hann um auðargná eina vísu slynga. Á Húsavík nú situr sá sómi Þingeyinga. Vísnahornið Af væmnum kvöldvísum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.